Alþýðublaðið - 07.12.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.12.1944, Blaðsíða 2
ALÞYPUBLAÐfP Ftmmtndagur 7. desember 1944 Bæjarstjóm veiur for- sljóra Sundhallar- innar á fundi sínum ídag Fjórtán menn sækja um stöðuna / Bæjarstjórn reykja- VÍKUR heldur fund í dag og eru 8 máö. á dagskrá, bruna bótavirðingar, sex fundargerð- ir og skipun forstjóra fyrir Sund'höll Reykjavíkur. Umsækjendur um það starf eru 14 að tölu og eru þáð þess ir menn: Albert Guðmundsson Efsta- sundi 51. Ámi Helgason Borg- arnesi. Bergsveinn Jónsson Bar ónsstíg 30. Friðjón Guðbjöms- son Grettisgötu 63. Hexmann Hermannsson Njálsgötu 92. Jón Brynjólfsson Grettisgötu 54. Jón B. Jónsson Efrihlið. Jón Rósmundsson Reykjavík. Jón Þórðarson Seljavegi 25. Kjart an Bergmann Bragagötu 30. Ólafur S. Ólafsson Hafnarfirði. Rögnvaldur Sveinbjörnsson Samtúni 16. Snórri Jónsson, loftskeytam. Reykjavík. Þor- geir Sveinbjörnsson Reykjavík. Þorgils Guðmuhdsson Reyk- holti. Þorsteinn Austmar Akur eyri. Tíunda jringi Sambands ungra jafnaðarmanna er lokið Margar ályktanir gerðar um velferðarmál unga fólksins í landinu Foseti kosinn Gunnar Vagnsson stud. oecon. TÍUNDA i>ingi Sambands imgra jafnaðarmanna, sem staðið hefir yfir að undanfömu, lauk í fyrrakvöld. Þingið sátu tuttugu fulltrúar, víðsvegar að af landinu. Á þinginu vom margar merkar ályktanir og samþykkt- ir gerðar og mun þeirra verða getið síðar hér í blaðinu. í stjórn sambandsins vom kjörnir: Forseti: Gunnar Vagnsson, stud. oecon. Varaforseti Brynj ólfur Ingólfsson, stud. jur. Rit- ari Helgi Sæmundsson, blaða- maður. Meðstjórnendur: Gunn ar Markússon, kennari, Sigur- oddur Magnússon, rafvirki, Vil- helm Ingimundarson, prentari og Jón P. Emils, stud. polyt. í ritnefnd vom kosnir: Helgi Sæmundsson, Vilhelm Ingi- mundarson og Jón Ágústsson. 1750 sekúndulífrar af rennandi heifu vafni í byggðum landsins ---■ „ i ■ Meóalhiti þess mun vera um 75 stig Búið er að virkja um 20% þess A ÍSLANDI eru alls í byggðum um 1750 sek- úndulítrar af rennandi vatni, sem er heitara en 20 stig á Celsíus, en meðalhiti þessa vatns er 75 stig á Celsíus. Alls er talið, að þegar sé bú ið að virkja til notkunar um 20% af þessu vatni, en talið er, að hægt verði að auka það að miklnm muu með jarðborunum. Þetta eru niðurstöður af rannsóknum, sem rannsóknar- ráð ríkisins hefur látið fram- kvæma. 1 niðurstöðum ráðsins segir um þetta efni: „Síðast liðið sumar lét rann sóknarráð ríkisins framkvæma mælingar á vatnsmagni og hita stigi hvera og lauga í flestum byggðum landsins. Rannsóknir þessar voru kostaðar af ríkis- sjóði. Þeir Ólafur Jensson og Sveinn K. Sveinsson, báðir verkfræðistúdentar, önnuðust mælingarnar. Ekki voru athug uð hverasvæði í óbyggðum og ekki þau svæði, þar sem eru gufu eða brennisteinshverir. Eftir er að athuga svæðin í grennd við Reykjavík, svo sem Reykjanes, Krísuvík, Hengil- svæðið og hitasvæjðið við Reyki í Mosfellssveit. Nokkrar laug- ar á Austur- og Suðurlandi hafa ekki verið mældar. Alls var mælt hitastig og vatnsrennsli í 894 uppsprett- um og sýrustig tekið í þeim all flestum. Vatnssýnishorn voru tekin í 214 uppsprettum og ann ast Trausti Ólafsson, forstjóri Iðnaðardeildar, rannsókn sýn- ishornanna. Alls voru athugaðar laugar og hverir á 293 jörðum. Heild- arniðuxstöður voru sem hér segir: Á landinu eru alls í bygðum um 1750 sekúndulitrar af renn andi vatni á yfirborði, heitara en 20 stig á Celsíus. Meðalhiti þess er 75 stig á Celsíus, enda voru aðeins mældir 364 sek- undulítrar af vatni milli 20 og 50 stiga heitu. Mælingar voru ekki fram- kvæmdar í Norður-Þingeyjar- sýslu, Múlasýslu eða Skafta- fellssýslum, enda er jarðhiti þar lítill. í heildaryfirlitinu var vatn það, sem virkjað er i hitaveitu Reykjavíkur, talið með. Alls mun þá vera virkjað um 20% af öllu heitu vatni á landinu eins og nú er, en vafalaust má telja, að allmikið megi auka það með jarðborunum. í einstökum sýslum er vatns magn og meðal-hitastig sem hér segir: Rangárvallasýslu, 11 jarðir, 26 sekl., 38 stig. Árnessýsla, 51 jörð, 345 sekl., 83 stig. Gull bringu- og Kjósars. .ekki mælt. Borgarfjarðarsýsla, 41 jörð, 431 sekl., 93 stig. Mýrasýsla, 12 jarðir, 59 sekl., 83 stig. Snæf. og Hnappadalss., 6’ jarðir, 7 sekl., 50 stig. Dalasýsla, 3 jarð- ir, 2,5 sekl. 53 stig. Barða- strandarsýsla, 17 jarðír, 78 sekl., 51 stig. Vestur-ísafjarðar sýsla, 3 jarðir, 2 sekl., 39 stig. Norður-ísafjarðarsýsla, 28 jarð ir, 160 sekl, 54 stig. Stranda- sýsla, 18 jarðir, 102 sekl., 50 stig. Húnavatnssýslur, 5 jarðir, 12 sekl., 67' stig. Skagafjarðar- sýsla, 46 jarðlir, 98 sekl., 57 stig. Eyjafjarðarsýsla með Ak- ureyri og Siglufirði, 24 jarðir, 38 sekl., 50 stig. Suður-Þing- eyjarsýsla, 28 jarðir, 124 sekl., 80 stig. Frh. á 7. síðu Gimnar Vagnsson Fulltrúar í miðstjórn Alþýðu flokksins voaru ‘kosnir: Gunnar Vagnsson, Jón P. Emils og Brynjólfur Ingólfsson. I stjóm sambandsins vom ennfremur kosnir: Fyrir Suðurland: Svavar Árnason, Grindavík og Jónas St. Lúðvígsson, Vestmannaeyj- um. Fyrix Vesturland: Marías Þ. Guðmundsson, Súðavík og Her mann Guðmundsson, Suðux- eyri. Fyrir Norðurland: Erlendur Hansen, Sauðárkróki og Vigfús Friðjónsson, Siglufirði. Fyrir Austurland: Hrólfur j Ingólfsson, Seyðisfirði og Ei- xíkur Ásmúndsson, Norðfirði. Þetta tíunda þing Sambands ungra jafnaðaxmanna sýndi mikinn áhuga unga fólksins, sem fylgir Alþý ðuflokknum, fyrir framtíð hans og starfi. Þingið tók til meðferðar ýxnis helztu hagsmunamál unga fólks ins í lanójinu; xæddi þau og gerði ályktanir um þau. Verður þeirra, eins og áður segir, getið síðar. K. R. vann sundknatt leiksmót Rvíkur Sigraði Ármann í úr- slitaleik með 1:0 ORSLITALEIKUR Sund- knattleiksmóts Reykjavikur fór fram í Sundhöllinni í gær- kvöldi. Úrslit urðu þau, að K. R. bar sigur af hólmi, sigraði Ámiann i úrslitaleik með 1:0. Fyrir úrslitaleikinn fór fram kappleikur um þriðja sæti mótsins milli B-liðs Ármanns og Ægis. Úrslit urðu þau, að Ægir sigraði með 4:3. Stigin í mótinu hafa skipzt þannig, að A-lið K. R. hefir hlotið 8 stig, A-lið Ár- mans 6 stig, Ægir 4 stig og B- lið Ármanns 2 stig. Reykjavíkurmeistararnir í sundknattleik fyrir árið 1944 eru þeir 4Jón Ingi Guðmunds- son, Pétur Jónsson, Rafn Sig- urvinsson, Sigurgeir Guðjóns- son, Einar Sæmundsson, Jó- hann Gíslason og Benni Magn ússon. Þetta er í fimmta sinn, sem sundknattleiksmót Reykjavíkur er háð og hefur Ármann ávallt borið sigur af hólmi þar til nú. Sjórekna smjðrið seldisl upp á svipsfundu iafnvel fyrir hærra verð en nýtt smjör, er það fæst hér PINS og skýrt var frá hér í blaðinu fyrir nokkrum dög nm, fundn bátar úr Garði nokkra kassa af smjöri á reki á sjónum, og var smjör þetta auglýst til uppboðs. í fyxradag fór uppboðið fram í Gerðum, og seldist smjörið allt upp á svipstundu og munu færri hafa fengið það en vildu. Kom fjöldi fólks á upuboðs- staðinn, bæði úr nágrenninu og víðar að. Meira að segja héðan úr Reykjavík og Hafnarfirði fór fólk suður í Garð til þess að reyna að ná sér í smjör. Svo mikið kapp var í fólki um þetta sjórekna smjöx, að verðið á þvi fór töluvert fram úr hámarksverði því, sem ver- ið hefux hér á smjöri. Víðförul íslenzk kona Hefur flutt erindi um fsland í úfvarp í Ásfralíu T FYRRADAG kom til lands ins íslenzk kona, sem dval ið befir erlendis síðastliðinn 6 ár, og hefir hún víða farið, með al annars til Ástralíu og Austur landa og víðar. Kona þessi er frú Kristín Bjamadóttir, systir Hallbjargar Bjamadóttur söng konu. Frú Kristbjörg er gift í Eng landi, og heitir maður hennar Cyxil Hatthon (eigandi „Hatt- hon & Sons“ verksmiðjanna, sem margir kannast við). Árið 1939 fór frú Kxistbjörg til Ástrah'u og dvaldi þar um skeið, aðallega á Sidney. Þar flutti hún marga fyrirlestra um ísland og lslendinga, og hún flutti þar einnig útvarps- erindi um ísland, sem vakti mikla athygli þar í landi. Ástralíubúar álitu, eins og svo margir fleiri, að á íslandi væra Eskimóar og um landið sjálft voxu þeir mjög ófróðir. í út-í varpserindi sínu lýsti frú Krist björg íslandi og þjóðinni, sem það byggir, og kvað þar ríkia fjölskrúðugt men^'ngarlíf, enda væri landið blómlegt og byggilegt. Ræddu blöð á Sidney mikið um fyrirlestra frúarinnar og var þeim hvarvetna mjög vel tekið. Kristhjörg mun dvelja hér í nokkurra mánuði á heimili systur sinnar, en fara síðan aft ur til Englands undix vorið. Fjárlagafrumvarþið kemur til 2. um- ræðu í dag Fjárlagafrumvarpið kemur til 2. umræðu kl. 5 í dag. I gær var lokið 1. um- ræðu urn framvarpið og var því vísað til 2. umxæðu með samihljóða atkvæðum. Allmöxgum breytingartillög- um við frumvarpið frá einstök um þingmönnum var útbýtt á fundi sameinaðs alþingis í gær. Fjórir uýtr slrælis- vagnar leknir í notkun fljóllega TNNAN SKAMMS munu Stræt *- isvagnar Reykjavíkur taka í notkun fjóra nýja strætisvagna, en hver þeirra er talinn hafa rúm fyxir 40 farþega. Verið er að byggja yfir tvo vagnana hjá Agli Vilhjálmssyni og tvo hjá Bílasmiðjunni. Miklir erfiðleikar hafa verið á því að geta endurnýjað far- kost félagsins og koma hinir nýju vagnar því tí mjög góðar þarfir. Reykjavíkurbær á nú 20 vagna, auk þeirra fjögurra, sem nú eru í smiðum. Jón Engilberts opnar málverkasýningu Á sýnlngunnl eru 86 vatnslita- myndir og þrjár teikningar Ungbamavernd Líknar, Templarasundi 3, er opin þriðju daa, fimmtudaga og föstudaga kl. 3.15—4. Fyrir barnshafaindi kon- ur, mánudaga og miðvikudaga kl. 1—2. Böm eru bólusett gegn bamaveiki á föstudögum kl. 5 til 5.30. Hringja verður fyrst í síma 5967 kl. 9—10 sama dag. Nýtt hefti af Menntamiálum kom út fyrir skömmu. Af efni ritsins má nefna Jakob Kristinsson laetur af stjóm fræðslumála, Einkunnagjcf í skóla ljóðum, eftir Áma M. Rögnvalds- son, Snorri Sigfússon sextugur, eftir Gunnar M. Magnúss, Launa mál kemnara, o, fl. JÓN ENGILBERTS opnar í ** dag málverkasýningu í húsi sínu, Flókagötu 17, og verður sýningin opin daglega kl. 1—10 e. h. Á sýningu þessari era 89 myndir ,en þar af eru 86 vatnslitamálverk og flest eru þau úr Fljótshlíðinni, en Jón dvaldi í Múlakoti lengi sumars og fór 'hann víða um nágrenn- ið þar og málaði. Era margar þessar myndir hinar fegurstu. Þrjár teikningar eru á sýn- ingunni: Móðurást, Skilnaðar- stundin og Ung ást. Dr. Bjöm Guiinnsson er kominn beim Dr. björn guðfinnsson kennari í islenzkum fræð- um við Háskóla íslands er nú kominn heim eftir að hafa dval ið síðan í júníbyrjun í Ame- ríku. Dr. Björn Guðfinnsson fór vestur til að leita sér lækn- inga við magasjúkdómi og var hann lengst af við hið heims- fræga sjúkrahús Mayo-bræðr- anna í Rochester. N Dr. Björn Guðfinnsson hefur nú fengið mikla bót á sjúkdómi sínum og mun hann hefja kennslu um áramótin. Borgfirðingar. Fólk úr Borgarfirði eygtra, sem vill taka þátt í sameiginlegri kaffidrykkju, laugardaginn 9. þ. m., tilkynni það í síma 2537 eða 4345 fyrir kvöldið í kvöld (fimmtu dagskvöld).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.