Alþýðublaðið - 07.12.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.12.1944, Blaðsíða 6
ALfrVeUBLAIHÐ Ffanmtadagur 7. desember 1941 Herfang fallhtífarhermannanna Útvarpsræða Emils Jónssonar Frh. af 4. síöu. missi txúna á reksturinn kaupi ekki ný tæki og þannig sé allt umtal um nýsköpun at- vinnuveganna blekking ein. Ég get raunar látið mér nægja að vísa til ummæla hæstv. forsætiéráðhexra um þetta atriði, en 'hann sagði eitt- hvað á þá leið, þegar um þetta var rætt hér á alþingi nú fyrir skömmu að þar sem vitað væri að flest- ir atvinnurekendur hefðu hagnast vel á undanfórnum árum, og þar sem hinsveg- ar ekki væri vitað, að enn stæði kaupgjald neinsstaðar í vegi fyrir því að atvinnu- vegimir yrðu reknir með sæmilegri afkomu, þá væri engin ástæða til að koma fyrst itil verkamann- anna og fara fram á að þeir lækkuðu kaup sitt ......... vegna verðfalls, sem að vísu gæti komið, og meira að segja væri líklegt að mundi koma, en enginn hinsvegax vissi neitt um, hvenær myndi koma. Til þessara manna, sem hefðu hing að til haft góðan hagnað af starfsemi sinni, og enn rækju hann með sæmilegum hagnaði yrði að gera þá kröfu, að þeir keyptu þau vönduðustu og beztu tæki, sem völ væri á, þó að í því fælist nokkur áhætta. — Og þessu er ég algeriega sammála. — Sýni það sig hins vegar að tæki þessi verði ekki rekin með núverandi kaup- gjaldi, ja, þá má tala saman á ný, þegar það liggur fyrir. Tilrauii, sem mikið veltur á Þessari ríkisstjóm hefir yfir- leitt verið vel tekið, óvenjulega má segja, en það hefir líka af mörgum verið spáð illa fyrir henni. Sjónarmið og stefnu- mörk flokkanna væri svo mis- munandi og sundurleit, að þess væri ekki að vænta, að nein festa eða eining fengist um framkvæmdir. Þetta er lika rétt, svo langt sem það nær. En flokkarnir, er að ríkisstjórninni standa hafa komið sér saman um að slíðra sverðin í bili, og sameinast um lausn nokkurra aðkallandi vandamála, þó að grundvallar- sjónarmið þeirra og stefnur séu ærið ólík. Þessi mál, sem sam- komulag hefir náðst um, álít- um við svo mikilsverð að vert Það eru amerískir fallhlífarherménn á vesturvígstöðvunum, sem eru að sýna herfang sitt: þýzkan hakakrossfána. sé að gera þessa tilraun. Frá okkar sjónarmiði er um að ræða framkvæmd mála- flökka, sem munu hafa mjög djúptæk áíhrif á líf okkar og afkomu um langá framtíð. Ég nefni hér aðeins: Endurs'koð- un stjórnarskrárinnar með það fyrir augum m. a. að tryggð verði ótvíræð ákvæði um rétt- indi allra þegna þjóðfélagsins til atvinnu eða þess framfæris, sem tryggingarlöggjöfin ákveð ur, félagslegs öryggis, almennx ar menntunar, og jafns kosinga réttar. Ég nefni einnig ákvorðun um að koma þegar á næsta ári á svo fullkomnu kerfi almanna trygginga, sem nái til allrar þjóðarinnar, án tillits til stétta eða efnahags, að ísland verði á þessu sviði í fremstu röð nágrannaþjóðanna. Ég nefni enn það meginat- riði í stefnu stjómarinnar, að tnyggj3. að allfr landsmenn geti haft atvinnu við sem arð- bærastan atvinnurekstur, og þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið í því sambandi, að tryggja með lögum ákveðna upþhæð, 300 milljónir króna, í þessu skyni En lagafrv. um það hefir þegar verið samþykkt. Ég nefni loks það stefnu- skráratriði ríkisstjórnarinnar, að tryggja vinnufriðinn í land inu, en um það atriði hefir ver ið aflað yfirlýsinga frá Alþýðu sambandi íslands, eins og fyrr er sagt, og frá Vinnuvöitenda- félagi íslands. Um fleiri þýðingarmikil mál er samið, en ég læt þessi fjögur höfuðatriði nægja. Hverja þýðingu framkvæmd þeirra hefir, ekki einasta í nútíð, heldur einnig fyr- ir alla framtíð, getur hver og einn gert sér í hugarlund. Fyrir þessi mál hafa flckkarnir sem að stjórninni standa ákveð ið, að sameinast um lausn þeirra, og láta annan ágreining niður falla um sinn. Reynslan sker úr Hvernig þetta tekst verður framtíðin að skera úr, og verð ur það þá að metast á hverjum tíma hvort við samninga er staðið, eða hvort, samkomulag- ið verður að álítast rofið, og síðan að taka afleiðingunum af því. Það hefir verið bent á Al- þýðusambandsþingið, sem nú er nýafstaðið í þessu sambandi, og að ekki hafi samkomulagið verið of gott þar og það er vissu lega rétt. En þau tilfelli, og Sjötugur f dag: Gísli Guðmundur Krisfjánsson skipsljóri frá Lokinhömrum ÍDAG er sjötugur að aldri Gísli Guðmundur Kristjáns- son skipstjóri, Barónsstíg 33 hér í bænum. Gísli er fæddur 7. des. 1874 að Lokinhömrum í Arnar firði. Foreldrar hans voru Krist ján Oddsson bóndi og útvegs- maður í Lokinhömrum og Sig- ríður Ólafsdóttir frá Auðkúlu í Arnarfirði. Var Kristján sjó- sóknari með afbrigðum, eins og hann átti kyn til og dugnaðar maður hinn mesti. Oddur föður afi Gísla var og afrenndur mað ur um allt atgervi og sjósókn- ari mikill. Hann átti Guðrúnu Brynjólfsdóttur frá Mýrum í Dýrafirði. Hún þótti slíkt af- bragð annarra kvenna um þrifn að og myndarskap og allar kven legar íþróttir, að mælt var, að af henni myndu allar húsfreyj ur og heimasætur í byggðarlag inu geta nokkuð lært. Sá á í bú skap Odds, bæði dugnaður hans og myndarskapur húsfreyju, því að hann kom upp tólf börn um og efnaðist samt drjúgum. Er það haft eftir síra Lárusi Benediktssyni í Selárdal, er vel þótti kunna skil á allri fésýslu og þrifnaði, að ekki þyrfti ann að en eiga konu af Mýrarætt- inni til þess að verða efnaður, og má af því ráða, að honum hafði þótt nokkurs um vert. Þetta nægir, þó að ekki sé fleira talið, til þess að sýna, að traustir stofnar standa að Gísla öllum megin og hefir honum næsta lítið úr ætt skotið um það. Þegar Gísli var á öðru ári fluttist fáðir hans að Sellátrum í Tálknafirði og rak þar útgerð jöfnum höndum við búskapinn. Tók Gísli að stunda sjó ellefu j ára gamall og lét það frá upp- hafi forkunnar vel. Þegar Gisli var á þrettánda ári fluttist faðir hans að Núpi í Dýrafirði og fékkst ekki við útgerð úr því. En upp úr því fer Gísli að stunda sjóinn fyrir alvöru og var far- inn að taka fullan hlut fyrir innan fermingu. Svo fiskinn þótti hann og laginn um allt er að siómennsku laut. Gísli lærði ungur stýrimanna fræði hjá Kristjáni Andréssyni skipstjóra í Meðaldal í Dýrafirði og var síðan með honum nokk ur ár á skonnortunni ,.Haffrú- in“. Var Kristján ágætlega að sér um allt og snilldar sjómað- ur og mun Gísla hafa komið vel í hald það, sem hann nam af honum bæði á sjó og landi. 21 Gísli Kristjánsson áx*s að aldri gerðist Gísli svo skipstjóri á þilskipinu „Hildi Maríu“ frá Flateyri, er var eign Torfa Halldórssonar út- gerðarmanns. Er 'hann síðan skipstjóri á ýmsum þilskipum vestra um allmörg ár unz hanm fór að búa í Lokinhömrum. Gísli kvæntist árið 1897 Guð- nýju Gísladóttur HagalíA og hófu þau búskap í Lokinhömr- um árið 1899. Hætti Gísli þá skipstjórn á þilskipum eh sagði þó engan veginn skilið v.ið sjó- inn. Gerði hann jafnan út báta, einn og tvo, bæði opin skip og vélbáta og sótti fast sjóinn. Starfaði hann jafnframt að búi sinu, en mun þó lengstum hafa fallið sjómennskan bezt. Gísli var afburða snjali og heppinn fonnaður og skipstjóri og hlekkt xst aldrei á í smáu né stóru alla sína löngu sjómannstíð. Hann var aflasæll og útsjónarsamur, jafnlyndur og glaðvær og frá bærlega vel látinn af hásetum sínum og undirmönnum, gæt- inn og glöggur, en þó kappsam- ur og skildi vel að nokkru verð ur jafnan að hætta til góðs fengjar. Ekki hentaði Gísla held ur þegar á leið að bíða hlutar síns í landi, því að tíu eign- uðust þau börnin, Guðný og hann, og ólu upp þrjú fóstur- börn að öllu eða mestu. En svo fast hafa sjóslys og sjúkdómar sorfið um Lokinhamrahópinn, að þrjú ein eru nú á lífi af börnum þeirra og fósturbörn- um. Má af því ráða, að oftar hafi svalt blásið í fang Gísla en á sjónum, þó að lítt sjái það nú á honum sjötugum, sak- ir þreks og stillingar. Er það og önnur álíka, verða þá að skoð ast hvert út af fyrir sig og metast eins og ég sagði áður. Um Alþýðusambandsþing- ið vil ég aðeins segja það, að ég harma það að samkomu- lag náðist þar ekki milli flokkanna. Alþýðuflokkur- inn vildi samkomulag og bauð samkomulag, en því var hafnað. Nú vona stjórnarandstæðing ar, Framsóknarmenn, að þessi sundrungardjöfull, sem alinn var á Alþýðusambandsþinginu, hlaupi í ríkisstjórnina og sundri henni, en fyrir því mótar þó ekkert ennþá, hvað sem verða kann. Á því hvernig stjórnarflokk arnir haga sér í samvinnunni um þau atriði, sem ekki er sam ið um, má mikið ráða um sam starfsvilja þeirra og einlægni í að koma þeim málum í fram- kvæand, sem um er sarnið. Þetta stjórnarform, sem nú hefir verið sett á laggirnar, er etkM aCivEig clþekt hjá okkur. Það hefir yerið revnt einu sinni áð- ur, og gefizt vel. Það var árið 1942, er einlit flokksstjórn Sjálfstæðisflokksins fór með vöid til að levsa stjórnarskrár- málið, sem þá var á döfinni. Þessi stjórn, undir forsæti hv. púv. forsætisráðherra, Ólafs Thors, naut hlutleysis, eða ó- beins stiuifindmgs Alþýðuflokks- ins og Sósíalistaflokksins til þess að leysa þetta eina mál, og hún gerði það. Þar með hef ir verið sýnt, að það er unnt fyrir flokka, og alveg sérstak- lega þessa flokka, að taka hönd um saman um lausn aðkallandi vandamáis eða vandamála. Hvort raunin verður 'hin sama nú, er vitanlega ekki hægt að segja, úr því verður reynslan að sbera. en enn sem komið er virðist mér, sem þetta ætti að geta tekist, enda ekkert það komið fyrir, er afsanni það enn þá. sánnast mála, að Gísli hefur ekki verið einn á ferð, þar sem Guðný kona hans var. Er hún svo alkunn að mannkostum og skörungsskap og gáfum, að kalla mætti þarflaust að eyða þar um mörgum orðum. Bðrn þeirra, sem á lífi eru nú, eni þau Guðmundur Gíslason Hagalín rithöfundur, kvæntur Kristínu Jónsdóttur frá Hvanná, Fanney, gift Ingólfi Gíslasyni kaupmanni í Reykjavík og Þor björg, gift Sigurði Helgasyni lögreglustjóra í Bolungarvík. Mörg hin síðustu ár hafa þau Guðný og Gísli búið í Reykja; vík. Stundaði hann sjómennsku, fyrst í stað eftir að suður kom, en hefur nú um margra ára skeið starfað hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Hefur hann þar, sem annarsstaðar getið sér hinn bezta orðstír fyrir trúmennsku sína, dugnað og mannkosti. Gengur hann ennþá að starfí sínu hvern dag sem ungur væri. Og það ætla ég, að laxveiði- mönnum myndi stundum þykja. minna um laxinn í Elliðaánum,. ef Gísli hefði aldrei komið ná- lægt klakinu þar, því að laxa- bröndurnar, sem honum eiga þar fóstur og líf að launa, eru orðnar fleiri en tölum verði taldar. Er mér ekki grunlaust um að Gísli líti á þetta starf sitt í ellinni, sem nokkurskonar friðþægingu við náttúnma fyrir öll þau ókjör af fiskum, sem hann hefur sálgað um dagana. Ég spurði Gísla einu sinni hvað hann teldi mesta ævintýr ið, sem hann hefði komizt í í fiskiferðum. „Það var nú líklega þegar ég sat yfir konunni,‘,‘ svaraði hann brosandi. Mér kom svarið mjög á óvart, bjóst við að heyra sögu um eitthvert sjóslark. Ég bað hann að greina atvik að þessu. „Ég var í fiskiróðri frá Núpi með skipshöfn mína á hausti og lagði við á Fjallaskaga yzt £ firðinum í myrkri um kvöldið. Ætlaði að vera nær miðum með morgni og fengum við að hafast við í hlöðu um nóttina Kl. að ganga tvö kemur bóndi á bæn- um í hlöðudyrnar og kallar: Gísli, nú er konan lögst, og eng in hjálp! Bar hann sig hið aum- legasta, því ekki var annað manna á bænum en karlæg kona og telpukrakki auk bónda, og margra klukkustunda ferð um bjartan dag eftir yfirsetu konu. Ég gekk í bæinn og sett- ist hjá konunni, en bóndi hvarf sást ekki meir, þar til öllu var lokið. En ég skildi ekki við fyrr en ég var búirm að lauga og reifa barnið.“ „Og konan fékk ekki barns- fararsótt?“ „Ekki bar á því!“ Þessi litla saga lýsir Gísla vel og því trausti, sem til hans hef. ur jafnan verið borið. Og hún lýsir l'íka lífskjörum og aðstæð' um íslenzkrar alþýðu í afskekkt um byggðalögum. Þar var betra að verða ekki uppnæmur fyrir hverju sem var, hvorki á sjó eða landi. Við vinir og kunningjar Gísla þökkum honum af heilum hug fyrir dáðrík.t ævistarf og mannkosti og árnum honum allra (heilla á sjötugsafmælinu. Sigurður Einarsson. Nýkomið: Svissnesk gardínuefni Kjólaefni og sokkar Verzlunin • Unnur. (Horni Grettisgötu og Bar- ónsstígs). Úlbreiðið Aiþýðublaðið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.