Alþýðublaðið - 09.12.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.12.1944, Blaðsíða 2
ALÞYDUBLAÐIP Framtíðarskipun iandbúnaðarins: Urslif í verðlaunasamkeppni um um Fyrstu verðiaun voru ekki veittf en ein önnur verðlaun og tvenn þriöju verðlaun Flugsýning við Tjörnina á morgun i': ;■} !Í$j> Wji %0i p*- »'$ . Svifflug Svifflugfé- iags Rykjavíkur U'LUKKAN 1,30 á morgun * gefst Reykvíkingum kost- ur á að horfa á nýstárlega íþrótt hér á tjörninni. Þá ætlar Svif- flugfélagið að efna þar til flug- sýningar, og verður það byrj- endaflug, sem sýnt verður. Vitanlega getur sýning þessi ekki farið fram, nema góð veð urskilyrði verði, en ef talið vero ur að takast megi að svífi, verð ur það gert. Ráðgert er að vélin taki sig upp af tjörninni og svífi yfir henni um stund, en ekkert verð ur svifið yfir bæinn, heldiir aað eins yfir tjörninni fram og aft- ur. Flugsýning þessi verður hald in í tilefni af því, að félagið heldur hlutaveltu á morgun kl. 2 til ágóða fyrir starfsemi sína, og vill því um leið gefa fólki kost á að sjá íþrótt þá, sem það beitir sér fyrir. Á hlutaveltu Svifflugfélags- ins verða margir góðir vinning- ar, þar á meðal flugferð til Egiís staða, flugferð til Akureyrar og flugferð til ísafjarðar. Ennfrem ur hringflug yfir bæinn fyrir þriggja manna fjölskyldu. Þá verða og þúsund krónur í pen- ingum í einum drætti o. m. fi. J-[ JÁ H. F. LEIFTRI hafa * nýlega komið út og eru í þann veginn að koma út fjórar bækur, sem líklegt er að bókamönnum þyki mikill fengur að fá, enda er vel vandað til útgáfu þeirra allra. Hér er um að ræða heildar- safn skáldsagna, ljóða og leik- rita Einars H. Kvarans, ljóð- mæli Jónasar Hallgrímssonar, Hallgrímsljóð, Úrval verald- legra og andlegra ljóða Háll- gríms Péturssonar og mikið þjóðsagna- og æfintýrasafn. Ritsafn Einars H. Kvarans er stórmikið verk og vandað. Það er 6 bindi að stærð um 2500 blaðsíður, í mjög handhægu broti. Jakob Jóh. Smári hefur séð um útgáfu ritsafnsins og hefur hann leyst það verk af hendi af sinni alkunnu sam- vizkusemi. Hefur hann lagt á það ríka áherzlu að halda texta höfundar í einu og öllu. Þessi útgáfa markar nokkur tímamót því að þetta er í fyrsta skipti, sem öll verk afkastamikils og þjóðkunns rithöfundar eru gef in út í einu lagi. I viðtali, er Alþýðublaðið átti við Ólaf Erlingsson, fram- kvæmdarstjóra Leifturs, sagði hann, að í athugun væri út- gáfa á einu til tveimur bind- um af ritgerðum Kvarans, og yrðu þá jafnvel teknar með fyrstu smásögur skáldsins, sem ekki eru með í þessu ritsafni. Kvaran var, eins og kunugt er, |7 INS OG KUNNUGT ER •**-'J skipaði Búnaðarþing 1943 fimm manna milliþinga nefnd til þess að vinna að rannsókn á framleiðslú land- búrfaðarins og skilyrðum fyr ir sölu landbúnaðarafurða. Formaður nefndarinnar er Hafsteinn Pétursson bóndi á Gunnsteinsstöðum en ritari Jón Sigurðsson bóndi á Reynistað, aðrir nefndarmenn eru stjórn- nefndarmenn Búnaðarfélags Is- lands. í sambandi við skipun nefnd arinnar ákvað Búnaðarþingið að efna til opinberrar samkeppni um tillögur með greinargerð um framtíðarskipun landbúnað arins og heimilaði fé úr sjóði Búnaðarfélagsins til verðlauna veitinga og greiðslu ritlauna fyr ir beztu úrlausnir þessa verkefn is — og var milliþinganefndinni falið að dæma væntanlegar sam keppnlsritgerðir. Samkvæmt þessu auglýsti nefndin verðlaunasamkepprLÍna strax eftir búnaðarþing, og . afkastamikill blaðamaður og | myndu helztu greinar hans í blöðum og tímaritum verða teknar með í þessi nýju bindi. Verður heildarsafnið þá 8 bindi. Eins og kunnugt er hefur heildarsafn ljóða þjóðskáldsins góða, Jónasar Hallgrímssonar, verið ófáanlegt í tvo áratugi og hefur það ekki verið vansa- laust. Leiftur hefur nú ráðist í að gefa það út í vandaðri út- 1 gáfu. Hefur Freysteinn Gunn- arsson, skólastjóri, sem er hinn j mesti smekkmaður á bækur, séð um útgáfuna, en Leiftur ekkert sparað til að gera hana vel úr garði af sirini hálfu. Þá hefur Freysteinn Gunn- arsson einnig séð um útgáfu á Hallgrímsljóðum. Eru í þessari bók saman komin öll helztu veraldleg ljóð Hallgríms Pét- urssonar, svo og sálmar hans og þar á meðal Passíusálmarn- ir, en þeir eru prentaðir eftir textaútgáfu Finns Jónssonar. Eru aðeins heil kvæði og sálm ar í bókinni en ekki brot. Hail- grímsljóð hafa lengi verið ó- fáanleg og bætir þessi útgáfa því úr brýnni þörf. Þá skal getið bókar, sem er í þann veginn að koma út. Er það einhver vandaðasta þjóð- sagna- og æfintýraútgáfa, sem komið hefur út hér á landi. Er þetta úrval íslenzkra þjóðsagna og æfintýra, sem Einar Ól. Sveinsson bókavörður hefur safnað. Hafa íslenzkir listamenn skreytt bókina með 70 mynd- um og er bókin yfir 500 blað- Frh. á 7. síðu hafði hún til umráða allt að kr. 10.000,00 til verðlaunaveitinga í og greiðslu ritlauna, og eru þá meðtaldar kr. 1000.0,0, er ónefnd ur maður í Reykjavík lagði fram í þessu skyni, þegar kunn- ugt varð um samkeppnina. Auk þess hét Sveinn Jónsson bóndi á Egilsstöðum kr. 1000.00 til til verðlauna frá sér, fyrir þá úrlausn, sem bezt væri að hans dómi. Að útrunnum útboðsfresti höfðu nefndinni borizt 27 sam- keppnisritgerðir, og hefir hún nú lagt úrskurð sinn á þær, þannig að veita ein II. verðlaun, tvenn III. verðlaun og greiða rit laup, þ. e. að kaupa tvær ritgerð ir Búnaðarfélaginu til handa. Þegar opnuð voru dulmerki þessara 5 keppenda kom í ljós að Guðmundur Jónsson kennari (nú settur skólastjóri) á Hvann- eyri hlaut II. verðlaun kr. 2500.00. Guðmundur . Jósafatsson bóndi í Austurhlíð í Bólstaða- hlíðarhreppi og Ólafur Sigurðs son bóndi á Hellulandi í Rípur- hreppi hlutu III. verðlaun, kr. 1500.00 hvor en ritlaun hljóta: Gísli Kristjánsson búfræðikandi dat í Kaupmannahöfn — frá Brautarholti í Svarfaðardal — og Jón Sigurðsson bóndi í Ysta- felli kr. 1000,0,0. Ritgerðir þær, er enga viðuf kenningu hlutu, eru í vörzlu Búnaðarfélags íslands, og geta höfundar þeirra kallað eftir þeim þar, á þann hátt er þeim þykir henta. En þeim skal á það bent, að Sveinn Jónsson á Eg- ilsstöðum hefur ekki enn átt þess kost, að lesa allar samkeppn isritgerðirnar og gefst sennilega ekki kostur á að lesa þær, fyrr en hann er kominn til Búnaðar þings í vetur, sennilega .um miðjan febrúar. Af þessum á- stæðum vill Búnaðarfélag ís- lands mælast til þess, að kepp- endur kalli ekki eftir ritgerð- um sínum, fyrr en Sveinn Jóns son hefir átt kost á að lesa þær allar og meta, því að svo getur farið, að hann rneti bezta og vilji verðlauna einhverja þá rit gerð er enga viðurkenningu hef ir hlutið hjá milliþinganefnd- inni. Á s. 1. vori ákvað nefndin að bjóða til verðlaunasamkeppni um tillögur, um fyrirkomulag útihúsabygginga í sveit, og skyldu fylgja tillögunum teikn ingar eða riss af byggingunum. Áð útrunnum útboðsfresti hafði nefndinni borizt 4 úrlausn ir. Hefir hún nú lagt dóm sinn á þær og ákveðið að veita II. og III. verlaun fyrir tvær beztu úrlausnirnar. Skoðun dulmerkja leiddi í ljós, að Ágúst Steingrímsson byggingarfræðingur í Iiafnar- firði' hlaut II. verðlaun, kr. 1000,00, en III. verðlaun, kr. 1000,00 hlutu saman Árni Krist jánsson og Þórarinn Kristjáns- i son bændur í Holti í Þistilfirði. Tvær úrlausnir þóttu ekki við- urkenningar verðar, og geta ‘ hlutaðeigendur fengið þær, ef þeir snúa sér um það til Bún- aðarfélags íslands. Ástæða er tíl að geta þess, að Ágúst Steingrímsson híaut nú nýlega I. verðlaun í samkeppni, er Teiknistofa landbúnaðarins efndi til á s. 1., vori, um upp- drætti af íbúðarhúsum í sveit. Áfangar Sigurðar Nordals, annað bindi|koinígær Heitir „Svipir“ ©g birtir um 20 mann- lýsingar Annað BINDI „ÁFANGA“ Sigurðar Nordals prófessors kom út í gær. Fyrra bindið nefndi höfundurinn: ,,-Líf og dauði“, en þetta kallar hann „Svipi“. Eru í þessu bindi 20 mannlýsingar. Lýsir hann eftir töldu fólki af hinni alkunnu glöggskygni og ritl'eikni: Steinunni Steinsöóttur, Hjör leifi Einarssyni, Birni M. Olsen, Finni Jónssyni úr Mörk, Grími Thomsen, Matthíasi við Detti- foss, Völu-Steini„ Agli Skalla- grímssyni, Andrje Courmont, Tyrkja-Guddu, Indriða Einars- syni, Bjarna Thorarensen, Her- dísi Andrésdóttur, Eldeyjar- Hjalta, Benedikt S. Þórarins- syni, Ingibjörgu Jensdóttur, Einari Benediktssyni, Jóhanni Sigurjónssyni, Gunnhildi kon- ungamóður. Skúfuöldin bom úf í gær IViikið rit ©g girnilegt til fróðleiks O KÚTUÖLDIN eftir Gils ^ Guðmundsson, fyrra bindi, um mikið ritverk að ræða, um 600 bl. að stærð og prýtt 200 myndum af útgerðarstöðum, út gerðarmönnum, skipstjórunf og skipshöfnum, Síðari bindi Skútualdar kem ur út seinnipartinn í vetur. Það verður álíka að stærð og hið fyrra og einnig prýtt miklum fjölda mynda. í riti þessu er samankominn geysimikill fróð leikur um þilskipaútveg íslend inga, og mikill fjöldi manna kemur þar við sögu. Ný bók efffr Theodór Friðriksson ffOfan jarðar ©g neðan" tí IN NÝJA BÓK Theodórs Friðrikssonar „Ofan jarð ar og neðan“ kom út í gær. Er hún 215 blaðsíður að stærð í allstóru broti. í bók þessari segir Theodór frá því, sem á daga hans hef- ur drifið á undanförnum árum og kennir þar margra grasa. Segir hann þar ferðasögu sína norður, vestur og austur, lýsir púlsvinnu sinni í mógröf- um á Sriæfellsnesi og í vega- vinnu í Svínahrauni, útilegu á öræfum, en hann var varðmað ur í sæluhúsinu við Hvítár- vatn eitt sumar og er það bezti kaflinn, eftirlitsstarfi sínu á Ingólfskaffi, vinnu í flugvellin um og fleiru. Ekki eru allix þættirnir um bekkjarbræður í bókinni, en þó þátturinn af Steini Dofra. Theodór segir vel frá. Arnór Sigurjónsson hefur séð um útgáfuna. Fjögur þjóðleg ritverk í úf- gáfu h.f. Leiffurs Sex binda ritsafn E. H. Kvaransf heildarsafn Ijóða Jónasar, Llrval Hallgrímsljóða og þjóð- sagna- og ævintýrasafn dr. E. Ól. Sveinssonar Laugardagur 9. desbember 1944 aiU Jólaóratóríum Bachs flull í Fríkirkjunni morgun /h MORGUN kl. 5 s. d. vei«- ur jólaóratoríum eftir Joh» Seb. Bach flutt hér í Fríkiikj- unni. h Það er Tónlistarfélagið sem gengst fyrii- flutningi þessa tóia verks og er það Samkór Tón- Iistarfélagsins og Hljómsveit Reykjavíkur, sem annast hljóm, leikana. Stjórnandi verksins er dr. Urbantschitsoh, en orgelleik annast Páll ísólfsson tónskáld. Einsöngvarar verða: Daniei Þorkelsson (tenór), Guðmund ur Jónsson (bassi), Svava Ein- arsdóttir (sópran) og Kristía Einarsdóttir (allt). Einleikarar á hljóðfæri verða Björn Ólafsson (fiðla), dr. Edel stein (cello) og Karl Runélfe- on (trompet). • '! Jólaoratoríi þessu svipar að sumu leyti til Jóhannesar- passíunnar, sem flutt var hér £ fyrra. Á sama hátt og passíur Bacbc lýsa þíslarsögunni, þannig veg samar jólaoratoríó hans fæð- ingu Krists, og er þar fæðingar sagan rakin eftir guðspjallinu, en inn í það er skevtt kórum og hugleiðingum einsöngvara. Prentuð hefur verið ýtarleg efnisskrá þar sem getið er allra. þeirra, sem í verkinu starfav Þá er ennfremur formáli eftir dr. Urbantschitsch, þar sera, hann skýrir verkið og geriif jgrein fyrir uppsetningu þesst. Einnig eru prentaðir söngtext- ar þeir, sem sungnir verða bæði af kór og einsöngvurum. Ný bókaverzlun epnuS í gær MÝ BÓKAVERZLUN var * opnuð hér í bænum í gæar norgun. Er hún á Laugavegi 58'Jón þar var bókaverzlun fyr r nokkrum árurn. Bókaverzlum þessi heitir Helgafell og er rek in af sömu mönnum og eiga bókaverzlunina Helgafell í Að- alstræti. Hefir þessi nýja bóka verzlun myndarleg salarkynni og er hún handhæg fyrir þá, er heima eiga í Austubænum.. Fyrst um sinn verða aðeins. seldar íslenzkar bækur í þess- ari bókabúð, en eftir áramótm mun hún selja einnig erlendar bækur og blöð og ritföng. Dregið í hsppáæltf háskélans á mánn- dag _ TU- ÆSTKOMANDI mánudag , verður dregið í tíunda og\ síðasta flokki Happdrættis hát skólans. Að þessu sínni verða 200® i vinningar og er hæsti vinning ■ urinn 75 þúsund krónur. í dag er því síðasti endur- nýjunardagur, qg er fólk sem: enn hefur ekki endurnýjað > miða sína áminnt um að gera; það í dag. Dómkirkjan. Messa á morguij kl. ll'f. h. Séra Bjarni Jónsson. Kl. 5 s. d. S$ra Friðrik Hallgrímsson. ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.