Alþýðublaðið - 09.12.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.12.1944, Blaðsíða 3
lAUgaróagur 9. desbember 1944 CSflöAJ | 'MIIL ALÞYPUBLAÐJÐ mmmM 'f samvinna Norðmanna og Svía Og góð sambúð við Rússland Trygve Lie um för sína til Stokkhólms og Moskva TRYGVE LIE, utanríkismála ráðherra Norðmanna akýrði í útvarpsræðu frá Lon- -don á miðvikudagskvöldið frá för sinni og Terje Wold, dóms- málaráðherra, til Stokkhólms •og Moskva, segir í tilkynningu frá norska blaðafulltrúanum í Reykjavík, sem gefin var út í fyrradag. Trygve Lie sagðist hafa rætt ymis utanríkismál og viðskipta jmál við sænsk stjórnarvöld aneðan hann dvaldi í Stokk- laólmi, og honum virtist sjón- armið Svía og Norðmanna fara algerlega saman. Utanríkismála ráðherrann sagði: ,„Hjá ölllum Bvium fann ég sterka samúð *neð norsku þjóðinni og vax- andi reiði yfir ógnarstjórn Þjóðverja í Noregi, og þó sér- staklega yfir hinu ruddalega og samvizkulausa gereyðingar ©tarfi þeirra í Norður-Noregi. I>að 'hefir gengið alveg fram af mönnum í Svíþjóð." Trygve Lie sagðist vera viss iixm, það, að bæði Svíar og Norð menn myndu óska aukinnar, jsamvinnu eftir stníðið. Trygve Lie lét einnig vel yf ir viðræðum sínum við rúss- Eieska stjórhmálamenn í Moskva og sagði, að Norðmenn anyndu framvegis leggja mikla áherzlu á góða sambúð við Rússland. ÍMSeiS Haríir bardagar í Síegfriedlínunni norSur af Saariouis Bandaríkjamenn 5 km. frá Saarbriicken Afstaða Breta til uppreisnarinnar í Grikhlandi: * 8 Þar sem borgarastyrjöldin geisar P REGNIR frá London seint í gærkveldi sögðu frá hörð »n bardögum í Siegfriedvirkja beltinu 6—7 km. fyrir norðan Saarlouis. Skýrt var einnig frá því, að Bandaríkjamenn væru nú ekki nema 4—5 km. frá Saar briicken. Þriðji herinn hefir nú brot- Izt norðaustur yfir ána Saar á fjórum stöðum enn, skammt frá Sarreguemines og bætt að Btöðu sína stórum þar sem hann hafði áður komizt yfir hana í iðnaðatrhéraðinu milli Saarlou- >Be og Saarbrucken , Axmarsstaðar, á vesturvíg-^ fstöðvunum urðu litlar breyt- ingaT í gær. Bandaríkjamönn- am miðar þó lítið eitt áfram í sókn sinni frá Roer á Aachen- vígstöðvunum. Og Bretar gerðu agákla loftárás á Duisbuirg, hina Myndin tfl vinstri er frá Akropolishæðinni í Aþenu, og sést eitt hinna fornfrægu hofa, sem þar standa. Til hægri fer Georg Grikkja- konungur, sem er 'eitt þrætueplið meðal þjóðar sinnar. Enginn veit, hvort áframhald verður á konungdómi hans. Ekkerf láf á vörn skæruiiðahers- ins í Áþenu enn FSmmtS hl&iti hgnnar endurreistu, fámennu grískú lögregBu hefir láti3 Bifið F REGNIR FRÁ LONDON í gærkveldi sagðu, að ekkert væri enn farið að draga úr vöm skæruliðahers komrnún ista í Aþenu, og liðsSamdráttur færi enn fram utan borgar- innar til þess að styrkja uppreisnarmennina. í Saloniki er allsherjarverkfall og ískyggilegt ástand, en til óeirða hefir ekki koihið þar í horginni. í tilkynningu frá Scobie, yfir manni brezka hersins í Grikk- landi, í gær, segir, að skæru- liðarnir hafi grafið skotgrafir á sumum'stöðum í Aþenu og verð ust þar með vélbyssum. Getið var sérstaklega bardaga við hús brezku sendisveitarinnar og smáskæra í. hafnarborginni Piræus, en bardagar virðast ekki eins miklir og undanfarna daga. Bretar hafa nú tekið samtals um 900 skæruliða höndum og afhent þá hinum löglegu stjórn arvöldum landsins, Eru aðeins tíu af hverju hundraði þeirra sagðir vera í einkennisbúning- um. Yfirstjórn skæruliðahersins hefir lýst yfir, að hún muni láta fara með brezka hermenn, sem til fanga verði teknir, sem stríðs fanga. Hin fámenna gríska iögregla, sem þátt hefir tekið í bardögun um, og taldi aðeins 3000 manns með því, að rétt aðeins var byrj- að að skipuleggja hana á ný eftir hernámið, h-efir orðið fyrir gífurlegu manntjóni í bardög- unum. Fimmti hluti hennar, eða 600 manns, hefir látið lífið. rnfkiu iðnaðarborg við Rín, norðan við Dusseldorf. Samkomulag með Breium og Banda- ríkjamönnum um Beigíu og Grikkiand T ORD HALIFAX, sendi- herra Breta í Washing- ton, ræddi við Stettinius, hinn nýja utanríkismálaráð- herra Roosevelts í gær, segir í fregn frá London í gær- kveldi. Að viðræðum þeirra lokn- um var því yfirlýst, að full- komið samkomulag væri með Bretxun og Bandaríkjamönn um um þá afstöðu, sem taka skyldi af stjórnarvöldum þeirra í þeim löndum, sem frelsuð hefðu verið imdan oki Þjóðverja. grisku sljörnina Churchill svo ákveðinn, að hann ætiaði að biðjasl lausnar fyrir sig og stjórn sína að öðrum kosfi P REGN frá Tókió hermir, að jarðskjálfta hafi orðið vart aílvíða í Japan. Sagt er að tjón af völdum þeirra hafi þá ekki orðið verulegt nema á einum stað, þar sem flóðhylgja mikil gekk á land. SVO ÁKVEÐINN ER CHURCHILL og stjóm hans í því, að styðja stjórn Papandreous í Grilddandi til þess að bæla niður kommúnistauppreisnina í Aþenu og afvopna skæraliðana, að hann lýsti yfir því í neðri málstofu brezka þingsins í gær, þegar viðburðirnir í Grikklandi komu þar til umræðu, að hann myndi biðjast lausnar fyrir sig og stjórn sína, ef sú afstaða, sem brezki herinn var látinn taka f Aþenu, hlyti ekki samþykki og stuðning þingsins. Við atkvæðagreiðslu að umræðunum loknum samþykkti neðri málstofan síðdegis í gær, með 279 atkvæðum gegn að- eins 30, að lýsa yfir fullu fylgi við stÁfnu stjómarinnar bæði í því, sem nú væri að gerast í Grikklandi svo og í öðrum þeim löndiun, sem losuð hefðu verið undan oki Þjóðverja, svo sem á Ítalíu og í Belgíu. Churchill og stjórn hans varð fyrir allharðri gagnrýni af hálfu einstakra þingmanna áður en þingið gerði þessa samþykkt. Á meðal þeirra, sem létu í ljós óánægju yfir þátttöku brezka hersins í bardögunum í Aþenu var Cox, einn af þingmörmum brezka Alþýðuflokksins, taldi stjórnina gera of mikið að því, að styðja stjómir, sem væru gamlar í hettunni, í þeim löndum, sem Þjóðverjar hefðu verið hraktir úr. Cox sagðist sakna tryggingar af hálfu stjórn arinnar fyrir því, að brezkir heri menn yrðu að minnsta kosti ekki látnir berjast gegn öflum, sem væm lýðræðinu vinsamleg. Hvað viðburðina í Grikklandi snerti, lagði hann til, að þangað yrði sendur hið fyrsta einhver áhrifamaður í brezkum -stjóm- málum til að reyna að beita sér fyrir friði og myndun stjórnar, sem allir flokkar stæðu að. RæÖa Churchllls Churchill fór í ræðu sinni mjög hörðum orðum um fram- ferði kommúnista í Grikklandi og Belgíu, sem miðaði að því, að koma á algeru stjórnleysi í þessum löndum. f Belgíu hefðu brezkar hersveitir komið í veg fyrir, að áform þeirra tækjust; en þau hefðu verið betur undir- búin í Grikklandi. Það væri kunnugt, sagði Churchill, að skæruliðasamtök þau, sem kölluð væra ELAS, hefðu búið sig imdir það í tvö ár að hrjótast til valda í Grikk- landi með ofheldi, og á þeim árum lagt miklu meiri á- herzlu á, að herjast gegn póli iískum andstæðingum innan- lands, en gegn nmrásarher Þjóðverja. Churchill sagði, að um vel skipulagt samsæri væri að ræða í Grikklandi til þess að brjótast til valda og setja á stofn ofbeld- Churchill isstjóm undir því yfirskyni, að gera ætti upp við þá, sem sam- vinnu hefðu haft við Þjóðverja. Vitað væri meðal annars að ein um þeirra ráðherra, sem fóru úr hinni löglegu stjórn, hefði ver- ið hótað lífláti af skæruliðun- um, ef hann segði ekki af sér. Ég veit ekki, sagði forsætis- ráðherrann, hve mikið Þjóð- verjar hafa vitað um þetta, en víst er, að þýzkir hermenn herjast í skæruliðasveitum ELAS-samtaakanna. Churchill minnti á, að um 30 00Q Bretar hefðu látið lífið í bardögunum við Þjóðverja í Grikklandi 1941 og Bretar hefðu enn fært nýjar fórnir þar nú til að reka Þjóðverjaa úr landinu. Þegar uppreisnin hefði eftir það verið hafin gegn hinni löglegu stjórn landsins, til að steypa henni og koma á ofbeldisstjórn í hennar stað, hefði hann því ekki hikað við að fyrirskipa yfirmanni brezka hersins í Aþenu, að taka borg- ina á sitt vald, og hvetja Papan- dreou til þess að halda áfram á I stj ómartaumunum. Churchill fór lofsamlegum orðum um Papandreou, sagði að hann hefði haldið baráttunni “ Frh. á 6. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.