Alþýðublaðið - 09.12.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 09.12.1944, Blaðsíða 6
 Nýkomið: 'iin Plusskápur svartar og dökkbrúnar H. Toft. IkólavörSustig 5. Sími 1035. l Egil Skallagrímsson, Bjöm úr Mörk, Tyrkja-Guddu, Einar Benediktsson, og Jóhann Sigurjónsson, svo nokkur nöfn séu nefnd. Bókin fæst í ákaflega fallegu alskinnbandi í öllum bókabúðum. Höfum nokkur samstæð sett af báðum bindun- |l um 1 rauðu og svörtu alskinni. I’ - Helgafellsbókabúð Aðalstræti 18. Sími 1653. 1 Þjóðlegar bókmenntir henta íslenzkum bömum bezt! Ólafur Liljurós Skrautútgáfa á þessu gullfaliega þjóðkvæði með fallegum heilsíðumyndum eftir Fanneyju Jóns- dóttur. Bakkabræður Þjóðsaga úr safni Jóns Ámasonar með myndum efir Fanneyju Jónsdóttur. Hans karlsson Ævintýri úr Þjóðsögum Jóns Ámasonar með myndum eftir Jóhann Briem listmálara. í þjóðkvæðum, ævintýrum og þjóðsögum speglast þjóðarsálin bezt. Gerið börnin yðar handgengin þessum merka menning- ararfi íslenzku þjóðarinnar — gefið þeim þjóðlegar bækur. Bókaúfgáfa Guójóns Ó. GuSjónssonar Reykjavík - SandgerÓi Suðurnesjamenn! Munið breytinguna á morgunferð okkar frá Sandgerði kl. 9,30 árdegis, Garði kl. 10 árdegis Kéflavík kl. 10,30 árdegis. Frá Reykjavík kl. 6 síódegis Steindór. WÝ BÓK: Svipir eftir dr. Sigurð Nordal prófessor. Er þetta annað bindi af ritgerðasafninu Áfangar Eins og fyrra bindið er þetta algerlega sjálf- stætt verk. í þessari bók eru mannlýsingar, 2Q afa tölu, og má þar lesa um menn og konur frá öllum öldum, ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagur 9. desbember 1944 OGNIR styrjaldarinnar, sem dunið hafa yfir hollenzku þjóðina höfðu mikil áhrif á mág strax og ég kom þangað. Hollenzka fjölskyldan, sem ég dvaldist hjá, átti heima í smá borg sunnan við Maas á þeim slöðum, þar sem harðfengileg- st var barizt. Þessi borg, eins og raunar margar fleiri, virt- ist ekki hafa orðið fyrir telj- andi spjöllum fljótt á litið. En örskammt í burtu var önnur borg. Og þar voru öll hús við hvert strætið af öðru rústir einar. Húsarústir voru þar fleiri en nokkurn tíma í þeim hlutum Lundúnaborgar sem harðast hafa orðið úti af völd- mn svifsprengjuárásanna. Ætta myndir, húsgögn og blómker, sem verið höfðu ættargripir langan aldur, lágu þar í svaði rústanna. Engin orð fá lýst ógn um þeim, sem dunið hafa yfir þorp og borgir Hollands. Jafnvel yfirbragð fólksins á Hollandi vitnar um áhrif hins þýzka hernáms. Börnin eru föl á vanga og tekin. Það er líka mála sannast, að Hollendinga hefir skort allt til alls. Þar sem ég bjó, var svo að segja bjarg- arlaust bú. Flesta daga var að- eins brauð og grænmeti á borð um, en kjöt sást aðeins örsjald an. Dæturnar tvær og móðir þeirra voru fölar á vanga og máttlitlar. Hendur þeirra voru bláa af kulda. Þær gátu aðeins kynt ofn eina eða tvær klukku stundir að kvöldinu til. Þær tíndu kolamola og viðarkubba úti við, en það var lítið um þennan feng og margir á hnot skóg éftir honum. Við sátum löngum kringum hoUenzka ofn inn að loknum kvöldverði. Mér er eitt kvöldíð sér í lagi ríkt í minni. Fjölskyldan ræddi um fortíðina, hernámið ög tíma þá, sem i hönd færu fyrir Hollend- inga, þótt í sambandi við þá væri raunar aðeins stiklað á stóru. Fólk þetta virtist hika við að skyggnast of langt fram í tímann. Önnur umhugsunar- efni voru efst i 'hugurn bess. Skyldi þessi eða hinn vera heill á húfi? Skyldi aukinna mat- væla að vænta? Hvað skyldi bíða þeirra, sem haft höfðu sam ítarf við Þjóðverja? Og svo íatrið á Þjóðverjunum. Sér- hver hollenzk fjölskylda á sína raunasögu að segja, sem gerzt hefix þessi síðustu ár. Iðulega er þar um mótgang að ræða, ,em unnt átti að vera að kom- ast hjá. Þessi eða hinn hafði dáið fyrir aldur fram í höndum Þjóðverja eða vegna framferð- is þeirra eins og afinn í þessari "jölskyldu, sem lézt af völdum ofreynslu skömmu eftir að Þjóð verjar höfðu verið hraktir brott úr borg hans. Hollendingar hata Þjóðverja, ekki aðeins nazist- ana, -af öllu hjarta. Og Hollend- ingar munu hata Þjóðverja í marga mannsaldra. Þessa varð ég vísari, þegar ég sa-t við ofn- inn í hópi þessa fólks á kvöld- in. Eldri stúlkan pxjónaði síð- treyju úr grófu ullargami, en ég ’hygg, að meyjarnar á Eng- landi hefðu ekki tekið slík í mál. Hin heimasætan fletti tímaritum, en ekkert þeirra var yngra en frá árinu 1940. Eftir það höfðu þær systur ekk ert séð í rituðu máli annað en áróðursefni Þjóðverja. En þær hötuðu áróðursbækur, blöð og kvikmy»dir Þjóðverja. Lesþrá- in var þeim í blóð borin og skorturinn á lestrarefni fékk: mjög á þær. Þeirtí hafa engár fréttir borizt frá umheiminum. Þeim er alls ókunnugt um það, hvaða matar konur annarra landa neyta og hvaða fötum SH-i-Sjý.XaV 'lpC ■JÍTiW : r r rrrniM jt r GREIN ÞESSI, sem er éf ir brezkan liðsforingja, var upphaflega flutt sem þáttur í brezka útvarpið, en er hér þýdd úr útvarpstíma- ritrnu Th.e Listener. Lýisir hún þrautum þeim, sem hollenzka þjóðín hefir orðið að xma hemámsárin, en jafn- fram haráttuþreki og mann- dómi hennar. þær klæðast. Þær hafa ekki átt þess nokkurn kost að fylgjast með nýjungum kvikmynda og leiklistar annarra þjóða. Þjóð- verjamir hafa fellt lygi sína og áróður yfir hollenzku þjóð- ina. En Hollendángar leggja sig mjög fram um að svipta þeim hjúpi af sér. Hollendingar hafa orðið að una átakanlegum þrautum um fjögurra ára skeið, en þó dylst manrn það ekki, að þetta fólk hefði getað þraukað eins lengi og þurft hefði. Um það sann- færðdst ég, þegar ég lagði leið mína um orrustusvæðið sunnu dagsmorgun nokkum. Ég sá hverja sveit stórskotaliðs okkar af annarri, þar sem þær höfðu búið sér stað og héldu uppi linnulausri skothríð á stöðvar Þjóðverja. Þær skutu yfir rúst ir brotinna borga og þorpa. En þó leku hollenzk börn sér í rúst um þessara borga mitt í hinum geisandi hildarleik. Þau voru staðráðin í því að fara sínu fram, á hverju sem gengi. Leik urinn var þeim fynk- öllu. Þau létu skothríðina engin áhrif á sig hafa. Ég sá fjölda af fólki fara fótgangandi eða á reið- hjólum til kirkju, og allir höfðu klæðzt sparifötum sínum. Sér í lagi varð mér starsýnt á rosknu konurnar og búning þeirra. Enginn kirkjugestanna gaf skothríðinni minnsta gaum. Og þegar brezkur skriðdreki sótti fram eftir þjóðveginum, kom hópur hollenzkra bama i humátt á eftir honum. Ég býst við þvi, að flestir her menn tali sem minnst um styrj öldina vegna þess, að þeim skiljist, hversu fánýt orðin em. Sömu rök munu að því hníga, hversu fáorðir Hollendingar ÐAGLEGA berast nú hörmu- leg tíðindi af frændþjóð vorri Norðmönnum. Alsaklaust fólk, gamalmenni, konur, sem börn, heilbrigðir og sjúkir, eru eftir því, sem fregnir herma, hakið frá heimilum sínum út í vetrarkuldann og rekið í hóp- um eftir ströndum landsins eða heiðum, klæðlítið, svangt og örmagna á meðan heimili þess era brennd til ösku. Við, sem lifum við góð kjör og sæmiiegt öryggi, getum eðlilega ekki gert okkur fulla grein fyrir, hvað það fólk líður, sem svo grátt er leikið. Við viljum, að sjálf- sögðu reyna að rétta hjálpar- hönd að svo miklu leyti, sem unnt er, enda hafa margir hér á íslandi sýnt vilja sinn í því efni. Nú, er jólahátíðin gengur í garð færi vel á því að við minntumst frændþjóðarinnar, er nú hefur við svo harðan kost að búa, og við fórnum nokkru af því, sem við myndum ann- ars nota til þess að gleðja okk eru um ógnir þær, sem yfir þá dundu á hernámsárunum. Þeir leysa ekki frá skjóðunni um það efni, nema lagt sé hart að þeim. Níu fjölskyldur af hverj um tíu hafa einhverjar harm- sögur af sér að segja frá þess- um síðustu þrautaárum. Mér var frá því skýrt, að Þjóðverji, sem hörfaði brott úr þessari borg, hefði séð tvær konur brosa af gleði, er þær sáu ó- vininn á undanbaldinu og vissu, að skammt myndi úrslita að bíða. Þjóðverjinn banaði þeim báðum og hélt því næst átfram leiðar sinnar. Fjórum eða fimm sinnum hafði minnstu munað, að sonurinn í fjölskyld unni, sem ég gisti, yrði sendur til Þýzkalands og látinn vinna þar nauðungarvinnu. Dæturn- ar höfðu vart feirlivist fram- ar. En þær kynntu mig fólki úr viðnámshreyfingunni, sem margt hvert var átján og nítján áta unglingar. Eigi að síður hafði fólk betta unnið skemmda verk, dreift flugritum og safn- að upplýsingum, enda þótt þýzkir hermenn, SS-liðar og Gestapomenn væru jafnan á næstu grösum við það. Dirfð þessa fólks og raunum þeim, sem það hefir orðið að una, verður eigi með orðum lýst. En vissulega verður dirfð þess og barátta ógleymanleg öllum þeim, sem af henni hafa að segja. Ræða Churchills Frh. af 3. síðu. uppi gegn Þjóðvrjum heima í lahdi sínu hemámsorðin og hpfði hreinan skjöld. Vér munum halda fast við þá stefnu vora, sagði Churchill, að styðja þessa löglegu stjóðn Grikklands gegn þeim vopnuðu öflum, sem ógna lýðræðinu í landinu. dANNES Á HORNINU F-h «f 5 ■ *!Í5n. j. allmikið um sjálfdauðar beljur og að kjöt af þeim væri sett á markf aðinn. Geta raunar allir séð, að hér er um bein ósaAnindi að ræða, því að kjöt af sjálfdauðum skepn- um ber þess svo ljóslega vott, að kaupendur geta ekki villst á því og góðri vöru og engin dýralækn- ir myndi stimpla slíkt kjöt sem nothæft. í bréfinu var hörðum orðum beint að íbúum heils hér- aðs og er það illa gert, þegar ekk- ert er annað á bak við en illgirni i ein. ur sjálf og okkar nánustu og gæfum til hjálpar hinu nauð- stadda fólki. Með þvi getum við án efa glatt margan góðan vin. Noregssöfnunin gefur út kort, sem ætluð eru til þess að senda kunningjum og vinum, en jafnfram greiðir sá er kort- ið kaupir einhverja upphæð til NoTegssöfnunarinnar, á nafn þess, sgm hann ætlaði að gefa kortið, og verður því fé varið svo fljótt sem verða má til styrktar þeim, er nú verða að þola kúgun og hörmungar í Noregi. — Kortin eru seld í bókabúðum, hjá blöðunum og skólunum í Reykjavík. Jafn- framt verða kortin send út um land allt, eftir því sem tök verða á. Reykjavík 6. des. 1944. Noregssöfnunarnef ndin Guðlaugur Rósinkranz form. Harald Faaberg, Sigurður Sig- urðsson. Avarp frá Noregssofrcuninni

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.