Alþýðublaðið - 09.12.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 09.12.1944, Blaðsíða 7
Laugardagur 9. desbember 1944 Bcerinn í dag. ALÞYÐUBLAÐiÐ Naéturlæknir er í Lælmavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. Næturakstur annast Hreyfill, sími 1633. ÚTVARPIÐ 20.30 Leikrit: „Falinn eldur“ eft ir Jean-Jacques Bernard (Valur Gíslason, Indriði Waage, Amdís Björnsdótt ir, Inga Þórðardóttir. .— Leikstjóri: Valur Gíslason) Hallgrímssókn. Á morgun kl. 11 f. h. barnaguðs þjónusta í Austurbæjarskóla, sr. Jakob Jónsson. Kl. 2 e. h. messa á sama stað, sr. Jakob Jónsson. — Um kvöldið kl. 8.30 heldur Kristi legt ungmennafélag fund að Skúla götu 59. Sýnd verður lýðveldis- hátíðarkvikmynd Óskars Gísla- sonar. Fríkirkjan. Barnaguðsþj ónusta kl. 2. Séra Árni Sigurðsson. — Éngin síðdeg ismessa. Laugarnesprestakall. Messað á morgun kl. 2 e. h. Barnaguðsþjónusta kl. 10 f. h. sr. Garðar Svavarsson. ÚfgáfubækurLeifturs Frh. af 2. siðu. síður i sama broti og Þjóðsög- ur Jóns Ámasonar. Þetta er mikið ritverk og vandað eins og dr. Einars var von og vísa. Þá hefur Leiftur ennfremur gefið út söguna Árna eftir Björnstjerne Björnson í þýð- ingu Þorsteins Gíslasonar. Er Árni talin einhver bezta bók Björnsons, en í henni eru ýms beztu kvæði hans. Þá er Sagna kver Snæbjarnar Jónssonar og þriðja hefti Þjóðsagna Einars Guðmundssonar, auk ýmissa barnabóka, sem nú eru uppséld ar en Leiftur hefur endurprent að. Bækur Leifturs eru ekki dýrar, þegar tekið er tillit til bólcaverðs nú. Skal þess t. d. getið að sex binda ritsafn Ein- ars H. Kvarans, í skinnbandi, kosar 350 krónur. Er þess og líka rétt að geta, að Leiftur er fastheldið á brot sambærilegra bóka sinna og er það vel. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Messað á morgun kl. 2 e. h., sr. Jón Auðuns. 70 ára er í dag frú Margrét Magnús- dóttir, Hringbraut 158. CIIOAJféStNSY Nemendasamband Kvennaskólans heldur bazar í Kvennaskólahúsinu við Fríkirkjuveg á morg- un, sunhudaginn 10. des kl. 2 síðdegis. — Marg- ir góðir og ódýrir munir. Sjá gluggasýningu í Litlu-búðinni, Austur- stræti 1 í dag, Skipstjóra og stýrimannafélagfö A I d a n Biður þá sem æstla að sækja uíri styrk úr styrkt- arsjóði félagsins að senda unasóknir þar að lút- andi til Guðbjarts Ólafssonar Framnesvegi 17, fyrdr 16. þ. m. Stjómin. salffiskur er til söiu í Fisverkunarstöðímii Strandgötu 50 Hafnarfirði Þorvarður ÞorVarðarsson Vérkstjóri afgreiðir Síftii 9020 Heimasifhi CxuSmundur B. Jónsson 75 ára .§' sfag: s "i-aas,. a JÖTÍU OG FIMM ÁRA er í dag Guðmundur Bjarni Jónsson, nú til heimidis á Braga götu 17, Akranesi. Guðmundur er fæddur 9 des. 1869 að Lokinhömrum í Arn- arfirði. G-uðmundur var hjá foreldrum sínum fram á full- orðinsár, eða til 35 ára aldurs. Á þessum árum bjuggu þau fyrst á Auðkúlu í Arnarfirði og síðar í Tjaldanesi. Guðmundur var elstur ellefu systkina og varð snemma að fara að vinna fyrir sér. Um fermingaraldur hóf hann sjó- mennsku á árabátum og má segja að hann hafi stundað sjö ipn allajafna síðan, fram til sjötugsaldurs. A tímabili gerði Guðmundur sjálfur út báta og var formað- ur í fimmtán ár. Árið 1806 fluttist hann að Bakka í Dýrafirði og bjó þar í þrjú ár, og stundaði sjómennsk una jafnframt búskapnum. Ár ið 1909 fluttist Guðmundur svo til Þingeyrar og gerðist þar starfsmaður hjá Karl Proppé, verzlunarstjóra, og vann hjá honum við ýmiskonar skipa- vinnu, flutninga o. fl. Ári siðar byrjaðt Guðmund ur svo aftur að gefa sig óskipt an að sjómennskunni, þá á mótorbátnum „Andvara“, og var það fyrsti mótorbáturinn, sem hann stundaði veiðar á. Einnig stundaði Guðmundur hákarlaveiðar á þessum árum, og má segja að hann hafi kom izt í kynni við allar greinar sjómennskunnar og fiskiveið- anna, eins og þær gerðust á síð ustu árunum fyrir aldamótin og fyxstu fjörutíu ár tuttug- ustu aldarinnar. Guðmundur kvæntist 15. nóv ember 1904 Helgu Jónsdóttur frá Hrauni við Ingjaldssand í Önundarfirði. Hafa þau eign- ast 10 börn, 7 drengi og 3 stúlk ur, og eru 8 þeirra á lífi. Eru synimir allir sjómenn, búsett- ir á Akranesi, í Reykjavík og í Hafnarfirði. Tvær dætranna eru búsettar í Hafnarfirði, en ein í Reykjavík. Árið 1940 fluttist Guðmund ur ásamt konu sinni til Akra- ness, því þar eru flestir synir beirra samankomnir. Guðmund ur ber aldurinn vel og er hinn brattasti, og fjörlegur, sem ung ur værii I. K. Ölluin drengjum, sem og öðrum, þyk- ir gamán að lesa GREIFANN AF MONTE CRISTO í hinni vönduðu, myndum prýddu útgáfu. — Aðeins nokkur eintök eru enn fáanleg í bóka- verzlunum; eru því síðustu forvöð að gleðja vini sína með þessari heimsfrægu skemmti- sögu. Fafasöfnun Noregssöfnunarlnnar heldur áfram - FatasÖfnun Noregssöfnunarinnar heldur áfram. Tekið er á móti fatnaði, notuðum sem nýjum, hjá öllum deildum Rauðakrossins, hvar sem eru á landinu, og deildum Norræna félagsins ' á Akureyri, Siglufirði og ísafirði, en í Reykjavík í skrifstofu Harald Faabergs Hafnarstræti 5. ilkynnin frá bælarsímanum í Reykjavík ©g RafnarfirÖi Að gefnu tilefni skal á það bent, að símanot- endum er óheimilt að leigja eða selja öðrum símanúmer eða síma, er þeir hafa á leigu frá bæj arsímanum. Brot gegn ákvæðum þessum varða m. a. missi símans fyrirvaralaust (sbr. 6. lið skilmála fyrir talsímanotendur landssímans, bls. 19 í símaskránni 1942—43). Reykjavík, 8. des. 1944, Bæjarsímasfjórinn BWtítJtlti'B’O ■iiTtii afnarfjör Alþýöuflokksfólk Hafnarfiröi, muniö kaffi- kvöldlö að Hófel Björninn í kvöld .........................................................................................................................................>....■...............................

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.