Alþýðublaðið - 09.12.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.12.1944, Blaðsíða 5
Laugardagur 9. desbember 1944 ALtÞYOUBLAOlÐ Óánægjan með hitaveituna rís hærra og hærra — Hvað er hægt að gera í þessum óþolandi vandræðum? — Ófögur lýsing úr hraggahverfi. — Mótmæli gegn Klót- hildi. OÁNÆGJAN með hitaveituna er orðin svo mögnuð að engu táli tekur og dynja kvörtunar- hréfin á mér saklausum mannin- um, sem enga sök á á þessu ó- fremdarástandi. Það er þó ekki nema von að mér séu sendar skammirnar, því að 1520 er alltaf á tali og þó að númerið svari, þá er það svo, að þar er engan hægt að finna, sem nokkuð skilur eða nokkuð veit, enda þjóta sérfræð- ingarnir þyndarlaust í öngum sín um milli Öskjuhlíðar og Reykja, því að það mega menn vita, að þeim líður ekki betur en almenn- ingi, sem er að krókna í kulda. Er þó líkast til einum heitt af sí- felldum hlaupum í þessu bansetta fári. Annars er þetta ekki gaman mál. Hér er einn reiðilesturinn:. . „XXX“ SKRIFAR um hita- veituvandræðin: „Því miður er nú svo kopið, að mörgu fólki muni finnast fátt um hitaveituna. Því undir eins og nokkuð kólnar í veðri, þá svíkur hún um hita a. m. k. á hæðum bæjarins, annað hvort að nokkru eða öllu leyti. Sumstaðar kemur ekki dropi af heitu vatni inn í húsin í 5—6 klst. daglega." „HITAVEITUSTJÓRINN kendi bæjarbúum um vatnsskortinn í vetur, þeir létu renna of mikið vatn inn í húsin, notuðu það óhóf- lega. Eitthvað kann að vera hæft í þessu (en hvernig ætlar hitaveit an að fyrirbyggja þetta?). En það er víst flestum ljóst nema hita- veitustjóranum (og þeim öðrum sem þéssu fyrirtæki stjórna), að skorturinn á vatninu er því að kenna aðallega, að búið er að Ieggja vatnið inn í allt of mörg hús. Á þetta benti Alþýðublaðið í vetur, eitt blaða að ég held, en Sjálfstæðisblöðin, einkum þó Morg unblaðið tók undir söng hitaveitu stjórans, að vatnsskorturinn væri bæjarbúum að kenna. Það tekur ævinlega í streng með „forstjór- unum.“ „FLESTUM hyggnum mönnum hefði ekki komið til, hugaij að leggja heita vatnið inn í hús utan Hringbrautar, fyrr en reynsla t. d. einn vetur sýndi, að það nægði innan hennar, og að m. k. ekki fyrr en búið var að byggja alla geymana. Upphaflega var áætlað (sbr. skýrslu frá 2. nóv. 1937) að hita bæinn upp með heitu vatni, aðeins innan Hingbrautar. En þá átti það að vera hitaveita, og gefa 20 stiga innanhúshita í 15 stiga frosti.“ „NÚ ER ÞETTA orðin kulda- veita ef örlítið kólnar í veðri, nema á lægstu stöðunum, og ef trúa ætti Morgunblaðinu frá 19. f. m. þá á þetta að vera svo áfram. Ætla bæjarbúar að gera sig á- nægða með það? Ætla þeir að stofna heilsu og lífi í hættu vegna óframsýni og heimsku eins eða fárra manna? „ÞAÐ SEM krefjast verður taf arlaust er þetta: Tekið sé heita vatnið úr stórhýsum sem ekki er búið í. Dugi það ekki, þá sé vatn ið tekið af vissum hlutum bæjar- ins, og sýnist þá liggja næst, að það séu stykki utan Hringbautar t. d. Norðurmýri og Melarnir.“ „BRAGGABÚI skrifar: „Ég á heima hér í ihnra' Þoroddsstaða- hverfi. Ég fékk bragga hér í sum ar, mér var sagt að við fengjum svo bráðlega rafmagn og vatn og úti salerni. Rafmagnið kom nú eft ir æðilangan tíma en vatnið ekki þrátt fyrir látlaus símtöl og þras við þá sem með þessi mál hafa að gera.“ „VIÐ hér höfum lifað á vatni, sem einn góður maður hefir gef- ið okkur í tunnu þó hann hefði mjög lítið vatn sjálfur. Nú eru braggarnir óðum að byggjast, en ekki bólar á vatninu. Það eru hér um 30 manns í innra hverfinu, börn á öllum aldri, frá vikugöml um upp í 12' ára. Við hér erum hætt að ’senda bömin í skóla því það er ekki hægt að þrífa þau fyrir vatnsleysi. Því ein tunna, sem okkur er gefin nægir lítið handa svona mörgu fólki.“ „ JÁ.SVONA er nú ástandið hjá okkur á þessari miklu öld. Það er farið ver með fólkið en skepn- urnar. því það þekkist víst ekki að þeir sem hirða skepnur, gefi þeim ekki vatn. Núna í frostunum sitja konurnar króklopnar við að þýða kranann á tunnunni til þess að reyna að fá seitil í matinn. En svo ef á að ræsta gólf eða þvo úr tusku, þá verður að bræða snjó eða ná sér í rigningarvatn úr for- arvilpum hér í kring.“ „ÞAÐ þýðir ekkert fyrir þá sem með þessi mál hafa að gera, að segja okkur, að það sé ekki hægt að ná vatni því vatnsæðarnar eru hér allt í kring og stórt steinhús er hér í þorpinu sem vatnsleiðsl- ur liggja í úr geymi uppi í hlíð- inni, sem setuliðið dældi vatni úr fyrir bæði hverfin. Aðal vatnsæð- in er rúmlega 200 m. hér fyrir ofan braggahverfið.“ „VIÐ, SEM BÚUM í ÞESSU hverfi borgum okkar skatta og skyldur til bæjarins, eins og aðr- ir góðir borgarar og við þykjumst eiga heimtingu á því að eitthvað sé gert fyrir okkur eins og til dæmis að láta okkur hafa aðgang einhvers staðar að vatni í hverf- inu. Við sem búum í þessum brögg um treystum okkur mjög vel til þess að lifa í þeim, þegar við^er- um búnir að standsetja þá eins og ein tvö ár eða svo þó ekki séu þeir skemmtilegir, en vatnslausir getum við eklti lifað þar.“ ÚT AF BRÉFI „Klóthildar" gömlu hér í pistlum mínum á þriðjudagimi hef ég fengið skörp og ákveðin mótmæli. Talaði hún Framh. á 6. síöu ýja verzlun í dag Iaugardaginn 9. des, á 'ingbrauf 149 Síml 3734 Flytjum þangað samtímis útibú okkar a£ Víðimel 35. & /y & m Ný ?5ék«s¥©É*z8&an var 'opituS í gær Allar nýjustu bækurnar í viðhafnarbandi til jóla- •gjafa. Ljóðmæli Páls Ólafssonar, Minningar Sigurðar Briem, Þyrnar Þorsteins Erlingssonar, Nýjar sögur eftir Þóri Bergsson, Niels Finsen, Bertel Thorvald- sen, Heimskringla. Nýjar bækur í dag: SVIPIit efitr dr. Sigurð Nordal. Er það annað bindi af Áföngum, en alveg sjálfstætt verk. Verð kr. 23.00. OFAN JARÐAR OG NEÐAN, bók um ástandið eftir hinn þjóðkunna rithöfund Theodór Friðriksson. Verð kr. 25.00. FRIHETEN, stríðsljóð Nordahls Grieg. Verð kr. 30.00 Ennfremur tvær alveg einstæðar barna og ungl- ingabækur: SAGAN AF MAGNÚSI BLINDA, eftir Snorra Stuxluson, með fjölda mynda, og SIGGA FER í SVEIT, bráðskemmtileg og fyndin íslenzk barnabók eftir Ragnar Jóhannesson, magister, sem kunnur er úr barnatímum útvarpsins og Jörundur Pálsson teiknar. Bókabúðin Helgafeil Laugaveg 38. Tvær framúrskarandi barnabækur komu í gær Eitt af sígildum verkum íslenzkra bókmennta Sag- an af Magnúsi blinda eftir Snorra Sturluson, skreytt fjölda mynda eftir heimsfræga málara. Þessa bók láta allir þjóðræknir íslendingar í jóla- pakka barna og unglinga. Kostar aðeins kr. 4.00. Sigga fer í sveit, heillandi krakkasaga úr sveitinni, eftir tvo kunna íslenzka höfunda, þá Ragnar Jó- hannesson, magister, og Jörund Pálsson. Bókin er með litprentuðum rayndum. Fást í öllum bókabúðum. Helgafellsbókabúð Aðalstræti 18. Sími 1653.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.