Alþýðublaðið - 29.12.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.12.1944, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 29. desember 1944 ALÞTÐUBLAÐIÐ bla5l5 tytgeí—dl: AIV''-i- ..»rírnHr.»4 i •Utstjixi: Stefán Pétur^n.. * Ritstjórn og afgreiCsla 1 A1 < /Ouhúsinu við Hveitisgotu. , Símar ritstjórnar: 4°01 og 490? ! ^fmar afer-iðslu: 4900 og 4906, Ver6 í lausasölu 40 aura. i AlþÝðuorent.smiðjan h f Siprður Einarsson: Við daarennino komandi fri Bókaútflðfan f éf. BÓKAFLÓÐINU svonefnda er lokið að þessu sinni. Jóla bækurnar — fleiri eða færri — prýða flest heimili hér í bæn- Ti.m og víða um land. Og að þessu sinni var meira úrval góðra bóka og vandaðra á jóla markaðinuim en nokkru sinni fyrr. Það er margt gott um bóka- útgáfu yfirstandandi árs að segja. Hún hefir ekki aðeins ver ið mikil að vöxtum, heldux hef ir einnig verið gefið út rnikið af góðum bókum og eiguleg- um, sem verulegur fengur er í fyrir bókmenntir þjóðarinnar. Má í því sambandi ekki sízt til nefna lofsverða viðleitni margra útgáfufyrirtækja að velja til út gáfu innlendar bækur og þjóð- legar, sem margar hverjar eru til hins mesta sóma. í bókaút- gáfunni ætti fyrst og fremst að leggja rækt við það, sem inn- lent er. Við eignumst t. d. seint of mikið af ritum, er varða sögu þjóðarinnar, menningu hennar, líf og baráttu. * En þó að margt gott sé um bókaútgáfuna að segja, eru þar þó ýmsir annmarkar á, svo sem að líkum lætur. Ytra frágangi bóka hefir farið mjög fram á gíðari árum, en er þó á ýmsan hátt áfátt, ekki sízt bandinu. 0,Upplagahand“. sem svo er kall að, samsvarar ekki prentuninni, hvað gæðd snertir, og þyrftu bók bandsvinnustofur að vanda vinnu sína meira en orðið er. Þá er þess að geta, að engan veginn virðist vandað til þýddra bóka sem skyldi. Þýðingar eru margar hverjar vægast sagt hroðvirknisiega af hendi leyst- ar. Virðist allt benda til, að hér isé orðið sárafáium vandvirk- um þýðendum á að skipa. Verk- in eru unnin í hitasóttarkennd- um hraða og oft á tíðum af hreinum viðvaningum, sem hvorki hafa vald á móðunmál- inu né þeirri tungu, er þeir þýða úr. Þetta er fullkomið al- vörumál. Það er ekki aðeins hin versta stigamennska gagnvart erlendum rithöfundum að mis- þyrma verkum þeirra í þýðing unni, heldur og fullíkominn bjarnargreiði að „auðga“ ís- lenzkar bókmenntir að illa gerð um og óvönduðum þýðingum úr erlendum málum. Þá miá einnig nefna prófarka Iestur, sem oft á tíðum er mjög ábótavant, þó að þar séu að sjálfsögðu margar og góðar und antekningar. En það er sér- gtaklega áberandi, hvað þýddar bækur snertir, að þar fer oft saman hraðvirknislegar þýðing ar og slæmur prófarkalestur. Það er allajafnan meira vand- að til prófarkalesturs á íslenzk um bókum, þó að sú regla sé síður en svo án undantekning- ar. * Bókaútgefendur hafa miklar skyldur við þjóð sína. Bókaút- gáf a á ekki og má ekki lúta lög ITALI ÞEIRRA, sem gerzt hafa leiðtogar þjóðanna í styrjöld þeirrri hinni miklu, er j nú hefir um hríð geiisað um heiminn, má nú þegar kenna óm þeirrar vissu, eða að minnsta kpsti vonar, að gjörningaveðri þéssu verði lokið hér í Norður- álfu á koiíianda ári. Hitt er lát- ið liggja meira á huldu, hvenær reikningsskilum verði lokið við hinn gula, skakkeyga mann, er byggir Japanseyjar og víðar um austurálfu heims. En af öllu út- líti að dæma er oss hyggilegast að gera ráð fyrir því, að á kom anda ári verði farið að krefjast þess af oss, að vér finnum oss rúm og stað í þeim heimi, sem er að berjast við að skapa frið, og áðhæfum oss lífsaðstæðum, sem eru allar aðrar en þær, sem vér höfum átt við að búa um sinn. Það er fánýtt tal ennþá sem komið er, að leiða neinum get- um að því, hvernig umliorfs verði, er sezt verður við frið- arsamningaborðið hér á Vest- urdöndum. En eitt er alveg •handvíst. í hugum og vonum allra vinnandi manna um gjörv öll Vesturlönd táknar friðurinn komu betri daga og farsælla lífs. Hann táknar það að lokið er hinni ægilegu önu og fórnum styrjaldaráxanna. Hann táknar það að létt er oki hernáms og kúgunar af miilljónum manna. Hann táknar það að þá má fara að beita hinu trölleflda iðnaðar feerfi þjóðanna til þess að sfeapa naúðsynjar og lífsþægindi. Hann táknar það að stórkostleg ar framfarir á sviðum tækni og skipulagsmála, sem unnizt hafa í styrjöldinni, má fara að nota í þágu almennrar velferðar. Hann táknar og það, að í ríku- legum tómstundum fer hinn starfandi maður að taka umbun iþess erfiðis, sem hann hefur á sig lagt. Yfir líf almennings færist smám saman svipur menningar, öryggis og friðar. Þetta eru sigurlaunin, sem vinn andi stéttir bandamanna ætla <að skammta sér á grundvelli lýð ræðisskipulags þess, er þær búa við stjórnarfarslega. Mjög er ólíkt að líúi í þá átt, þar sem járnok fasismans og nazismans hafa legið eins og miara á löndunum. Þar blasir við allt önnur framtíðarsýn: Töpuð styrjöld, sem kostað hef- ur ægifórnir, eyddar borgir og sviðnir akrar, ráðvilltur og blekktur lýður, hugstola og ó- kunnandi öll þau siðalög, sem gilda í sambúð mannaðra þjóða. Yfir þennan lýð, seni ber á- byrgð á óteljandi morðum og faermdarverkum, spjöllum, rán skap og yfirgan'gi, fellur hafsjór af skaðabótakröfum og um lífs útvegi hans og viðskipti mun á komandi áratugum verða múr af hatri og tortryggni. Niður- staðan verður sú, að um ófyrir- sjáanlega framtíð hljóta h'fs- kjör þessa fólks að færast niður í nálega óbærilegt horf, sú menning, sem það afsalaði sér með því að færast í villimennsku haminn, verður trauðlega end- urreist, og lengi verða lönd þessi eins og rotsár á líkama heimsins. Fyrir þessar þjóðir táknar friðurinn: Fátækt, bág- EFTIRFAKANDI grein birtist í jólahefti „Vinn- unnar,“ tímariti Alþýðusam- bandsins, og er tekin hér upp með leyfi höfundarins, Sigurðar Einarssonar, dó- sents. indi, . léleg lífskjör, hrörlega menningu. Þær verða siðferði- lega ómyndugar, ófrjálsar við- skiptalega og ofurseldar vork- unnsemi þjóða, sem ekkert eiga þeim nema illt að gjalda. Það er eins og þarna sjái inn í tvö heima: Annars vegar batnandi hag, aukið lífsöryggi, dafnandi menninigU', vaxandi Ihlutdeild al menningis í hinum æðri lífsgæð um. Hins vegar syndagjöld pó'li tískrar villimennsku: Fátækt, eymd, siðleysi, áþján og fyrir- litningu. Vér íslendingar teljum oss að jafnaði hispurslaust í hópi þeirra þjóða, sem hljóti að erfa hlutskipti hins betra framtíð- arheims af þessum tveim. Og það er að vonium, að ofekiur fýsi ekki að kjósa oss þann ófremd- arhlut að tapa að lyktum þeim ífriði, sem oss var gefánn án þess að þurfa að hafa fyrir því að heyja 'neina styrjöld, eða hafa gert svo á falut annarra þjóða, að þær ættu á oss þunga sakarstaði. En þess má ekki dyljast, að þrátt fyrir allt þetta erum vér í nokkurri hættu. Og hættan er þess eðlis, að vér fáum ekki’varð veitt þá velfarnan alls þorra rnanna, sem hann hefur öðlast á stríðsárunum, nema ráð sé tek- ið í tíma. Vér höfum á þessum árum orðið edgendur allverulegs fégróða. En vér höfum hins veg ar öðlazt mjög óverulegan hluta af þeirri tækniþróun og skipu- lagsþróun, sem verður einn dýr mætasti arfur þjóða banda- manna, eftir blóðfórnir styrjald arinnar. Það er á þessari tækni- og skipulagsþróun, sem þær munu byggja fjárhagsgrund- völl bættra lífskjara og almenns öryggis; það er við þess Ixáttar starfsmemiingu, afköst, og fram leiðslu, sem vér verðum að heyja jafnteflisleik, þegar frið- urinn hefst. Og ekkert getur varðvéitt oss frá að tapa í þeim leik nema eitt: Það er að efla svo tæknilega framleiðsluað- ferðir vinnandi manna á íslandi og umbæta þær svo skipulags- lega og vísindalega, að hvert dagsverk vinnandi manns verði að verðmæti, afköstum, og skyn samlegri meðferð hins fram- leidda fullgilt dagsverk á al- þjóðlegan mælikvarða. Til þess þarf endursköpun og nýsköpun tækja og aðferða frá rótum bæði til sjávar og sveita. Til þess þ^rf hispursleysi og drengskap í löggjöf og stjórnháttum, meiri en nú hefur tíðkazt um sinn. Til þess þarf með áræði og for- sjá að hagnýta hinn samansafn aða gjaldeyri landsmanna frá stríðsárimum. Og allt mun þetta mega takast, ef vinnandi menn á íslandi eru hverja stund núnn U'gir þess, að með samtökum málum gróðafíkninnar einnar saman. Hún er að drjúgum þræði menningarstarf, er ber að rækja sem bezt. Það er margt ihægt að segja íslenzkum bóka- útgefendum til verðugs lofs, og má því vissulega á loft halda, sem< vel er gert. En femt ættu | bókaútgefendur að 'hafa í huga ' í æ ríkari mæli: að, láta þjóð- legar, innlendar bókmenntir skipa veglegt rúm í útgáfustarfi sínu, sneyða hjá lélegum þýð- endum og vanda prófarkalestur og allan ytri frágang bóka sinna svo sem föng eru framast til. isínum og félagsþroska, verða þeir með atbeina kjörinna full- trúa sinna að ráða þessu sjálfir. Sjálfur leið þú sjálfan þig var orðtak forfeðra vorra. Hið sama verður að vera orðtak vort, hinna starfandi stétta á íslandi. Þá mun oss vel duga og þjóð vor hljóta rúm sitt í þeim fram tíðarheimi, sem farsællegri er. Déri Ujðlmarsson ofnrsti aftnr bominn hingað. DORI HJALMARSSON of- ixrsti, yfirmaður öryggis- máladeildar Bandaríkjahersins hér, er nýkominn hingað eftii leyfi sitt. Fór hann í októbér- mánuði til Bandaríkjanna og dvaldi þar í rúman mánuð hjá konu og bömum, en hann er búsettu í Pohenix, höfuðborg Arizonaríkis. Það tafði nokkuð för ofurst- ans hingað að hann varð að bíða eftir flugferð, en hingað ferðað- Auglýsingar, sem birtast eiga f Alþýðublaðicu, verða að vers komr.ar trl Auglýs- ineraskrifstofuimar í Alþýðuhúsirra, (gengið ii___ frá Hverfisgötu) ffyrir kl. 7 a® kvöldl. Sími4906 ist hann með þeim Haraldi Árna syni, Magnúsi Kjaran og Eggert Kristjánssyni, en þeir sátu við- skiptamálaráðstefnuna vestra, sem fulltrúar íslendinga. Hjónaband. Á aðfangadag gaf séra Jakob Jónsson saman í hjónabandn ung- frú Soffíu Pálamadóttur, Lauga- vegi 12 og Albert Mainolfi, New York. MORGUNBLAÐIÐ skrifar í gær um ástandið í mj óLkurmáhlnum og farast því orð m. a. á þessa leið: ,,Undanfarið hefir iþað nokkr- um sinnum komið fyrir að rjómi hefir verið fáanlegur í mjólkur- búðunum. Húsmæður hafa eðlilega haft hug á að gæða heimilisfólk- inu á þessari sjálfsögðu vöru. Þær hafa því eldsnemma á morgnana þyrpst að mjólkurbúðunum og raðað sér þEtr skipulega, í von um að fá rjómalögg. Þarna standa hús mæðurnar hálfan og heilan tíma, en þegar þær loks komast inn í búðina er þar engan rjóma að hafa. Annað hvort kom rjóminn aldrei í búðina, eða hann var ekki meiri en svo, að aðeins nægði handa 15—20 þeirra fyrstu. Hvernig stendur á því, að ekki er tekin upp skömmtun á þessari leftlrsóttu vöru? Ef varan væri skömmtuð, myndi hægt að tryggja heimilunum eimhverja urlausn við og við. Nú vita húsmæður aldrei hvenær rjómi fæst. Þær verða máske dag eftir dag að híma lang- an tíma við mjólkurbúðirnar, til þess að fá hálfan pela af rjóma! St j óin'nenjduif mj ólikursölunnar verða að kippa þessu í lag. Það kostar ekki mikið, en myndi verða neytendum til ómetanlegs hagræðis.“ Það er hverju orði sarmara, að sölu og dreifingu mjólkur og mjólkxtrafutrða er stórlega ábótavant. Hvenær sem vart verður nokkurrar þurrðar á þessum vörum skapast hið mesta öngþveiti. Það er aldrei gert neitt til að koma í kring skipulegri og réttlátri dreifingu varanna, hve rik sem nauðsyn- in er. * I jólablaði Tímans eru nokkr ir pistlar, sem nefnast jólahjal. Þar segir m. a. á þessa leið: „Á íslandi eru til margar sög- ur um jól og lýsingar á jólahaldi, og margt af þessu er rifjað upp ár hvert. Jólin í hinum stærri kaupstöðum eru ekki sérstaklega íslenzk jól. Þau eru haldin á svip- aðan hátt og við svipuð skilyrði og í borgum annarra landa. En. gömlu jólin í sveitunum og litlu fiskþorpunum voru íslenzk og eru það enn, og þó með nýjum blæ. Við þekkjum þau jól, sem venju- lega er lýst á prenti, sem þjóð- legum jólum hér á landi.Það eru jöl hinna feitu magála, eins og þau voru fyrrum á hinum stærri heimilum hér og þar um land. En þannig voru ekki öll jól í fyrri daga. Jólin, sem Jón Trausti lýsir í Heiðarbýhnu,voru ekki af þessu tagi. Sjálfsagt eru margar sárustu enduriminningar for- feðra okkar og for- mæðra í kristnum sið tengdar við jól — jól,sem ekki var hægt að halda vegna hallæris og bág- inda, börn, sem ekki var hægt að gleðja, sjúkdómsþraut, sem ekki var hægt að lina í snauðum og köldum bæ. Og þó er hátíðagleð in list hinna fátæku. Hinrn dýrleg asti fögnuður er löngum byggður á draumsýn hugans fremur en hinu ytra skini. Homið og skehn eru fegiurjstu leikföng, sem íslenzk börn hafa átt, af því að engin önn- ur 'voru til. Eitt vesælt tólgarkerti getur verið fátæku bami meira virði en öll heimsins ljós þeim, sem ekkert kemur á óvart. Þetta er hverju orði sannara. Jólagleðin hefir ekki vaxið í réttum hlutföllum við bættar ástæður. Og þeim fer nú óðum fækkandi, sem kumrn þá list að gleðjast yfir litlu. Breiðfirðingafélagið efnir til jólafagnaðar í Lista- mannaskálanum í dag (föstu- dag) kl. 4 fyrir böm og ki. 10 fyrir fullorðna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.