Alþýðublaðið - 26.01.1945, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.01.1945, Blaðsíða 7
Föstudagur 26. janúar 1943. ALÞTÐUBLAÐIÐ Bcerinn í dag. Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður ér í Ingólfsapó- teki. Næturakstur annast Aðalstöðin, sími 1383. ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 íslenzkukennsla, 2. flokkur 19.00 Þýzkukennsla, 1. flokkur. 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.25 Útvarpssagan: „Kotbýlið og kornsléttan" eftir Johan Bojer, X. (Helgi Hjörvar). 21.00 Strokkvartett útvarpsins: ' Lævirkjakvartettinn eftir Haydn. 21.15 fþróttaerindi í. S. í.: íþrótt ir og kirkjan (Eiríkur Brynjólfsson prestur að Út skálum). 21.40 Spumingar og svör um ís- lenzkt mál (dr. Björn Sig- fússon). 22.00 Fréttir. 22.05 Symfóníutónleikar (plötur). 23.00 Dagskrárlok. Esperantistafélagið 'Auroro efnir til fjölbreyttrar skemmt- unar í Góðtemplarahúsinu í kvöld kl. 9. Verða þar m. a. fluttar ræð ur á íslenzku og esperanto (sú ræða verður þýdd); einnig verð- ur einsöngur og kórsöngur, bæði á íslenzku og alþjóðamálinu. Þá mun töframaður sýna listir sínar og að lokum verður dansað. Öll- um er heimill aðgangur. Ötfusárbrú að ISts! Framhald af 2. síðu ekki vert að endurtaka þær inálsástæður. Munu einsdæmi hér á landi, að svo fjölmenn og blómleg byggðarlög, sem þar eiga að að búa, verði jafnlengi að bíða svo aðkallandi sam- göngunauðsynja sem brúar hjá Iðu. Er í þessu sambandi rétt að geta þess, að um þessar mund ir eru alþingi að berast áskor- anir frá kjósendum úr ýmsum sveitum Árnessýslu um fram- gang þessa máls, og á hinn al- menni áhugi ekki sízt rót sína að rekja til þess, að oft getur farið svo, að lífið liggi við, er héraðslæknis skal vitjað yfir Hvítá úr 3 fjölbyggðum sveit- um, er eiga læknissókn yfir óna, en hún þá stundum ófær að vetrarlagi, er mest liggur við. Flutningur á gömlu Ölfusár brúnni til annarra brúarstæða en hjá Iðu getur ekki komið til greina, ef brúin reynist þar nothæf, sem nú þarf að fá úr skorið, og síðan framkvæmd- irnar. Félagslí! Agætur skemnrtifund- fur ins JÓÐRÆKNISFÉLAGIÐ ** efndi til skemmtifundar að Hótel Borg í fyrrakvöld. Vai fundurinn mjög vel sóttur. Skemmtunin hófst með því að Árni G. Eylands setti fund inn og skýrði frá þvi, sem fram ætti að fara. í>essu næst tók Dóri Hjálmarsson offursti til máls og ræddi um íslendinga vestan hafs og austan, sérkenni þeirra og menningu og taldi engan mun hægt á þeim að finna, jafnvel þeir, sem dvalið 'hefðu áratugi fjarri heimaland inu. Sýndi hann og fram á þýð ingu þjóðernisbaráttu Vestur- íslendinga og fullyrti að þeir stæðu framarlega meðal hinna mörgu og ólíku þjóða er byggðu Vesturheim. Var Dóra Hjálm- arsssyni þakkað með dynjandi lófataki. Þá las Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi upp kvæði eftir fjögur vestur-íslenzk skáld: Guttorm J. Guttormsson, Step han G. Sephansson, Einar Pól Jónsson og K. N. — Halldór Jónsson garðyrkjufræðíngur sýndi myndir frá garðrækt og jurtastöð í St. Louis í Banda ríkjunum og voru þær bæði fróðlegar og fagrgr. Loks sýndi Kjartan O. Bjarnason mjög fagra kvikmynd af lífi til sveita hér. Er þessi mynd mjög vel tekin og skemmtileg. — Að lokum var dans stiginn til kl. 1 eftir miðnætti. Fór skemmtifundur þessi mjög vel fram og var félaginu til sóma. Verkamaður að velli Aðalfundur Esperanl- í fyrrakvðld I FYRRAKVÖLD hélt Esper- * antistafélagið Áuroi-o aðal cund sinn í Brötugötu 3 A. Stjórn félagsins gaf skýrslu im félagsstarfið á liðna árinu, en félagið var stofnað 18. apríl s. 1. í félaginu eru nú 57 með limir. I stjórn voru kosnir: Ólafur S. Maghússon, formað ur. Helgi Hannesson, varafor- maður. Sigríður Ingimarsdótt- ir, ritari. Sigurjón Jónsson, gjaldkeri. Sína Sigurbergsdótt ir, meðstjórnandi. Vararitari var kjörinn Ingi R. Helgason, en varagjaldkeri Ingibjörg Andrésdóttir. I kvöld efnir félagið til fjöl- breyttrar skemmtisamkomu í Góðtemplarahúsinu, og er öll-. um heimill aðgangur. ÞORGRÍMUR JÓNSSON, Laugavegi 157, var til mold ar borinn 22. þ. m.; andaðist 10. þ. m.. Hann var einn af þessum trúu eljumönnum, sem ekki bar mikið á. Vann verk sln á hverjum stað og tima í friði, fáskiptin og frekar dulur. — Hann var vel metinn af sinum samstarfsmönnum og yfirboð- urum. Var það sízt að undra, iþví harun var með allra beztu verkmöhnum, karlmenni, — en jafnframt laginn og hagsýnn. Hann vann alla jafna við steinsmíði svo og grjótnóm og sprengingar. Sá er þessar lin- urrur ritar kymntilsit Þorgrími fyrst 1913, unnum við þá báð- ir við grjótnám fyrir Reykja- víkurhöfn, en þá var verið að byrja á hafnargerðinni hér. — Við lehtum báðir i nefnd, sem kosin var alf venkaimönnunum til þess að standa fvrir málstað okkar útaf deilu, sem risið hafði við verktaka. Síðan ’hefi ég aldrei gleymt Þorgrími, þó fundum okkar hafi litið borið saman síðan. En okkar stuttá en góða sam- vinna, þá, var þann veg, svo og framkoma hans öll, að slíku gleymir maður ekki. Það var ekki svo með Þorgrím að hann bærist mikið á eða ýtti sér fram. En hann, átti viljafestu, drengskap og karlmennsku svo auðsæilega til að bera og það vakti traúst. Enda veit ég fáa sem ólíklegri voru þá til að láta hlut sinn eða bregðast rétt um málstað. Og skoðanir hans og skilningur á rétti og skyld- um verkamannsins voru í fullu samræmi við alla háns fram- göngu. Þorgrifnur var kvæntur Sig urbjörgu Illugádóttur, sem lifir mann sinn. Þau hjón eiga 6 uppkomin börn, 4 dætur og 2 ábnu. Auk þeirra hafa þau al- ið upp sitálku, siem nú er kom in á 17. ár og er við skólanám. Við sem þekktum Þorgrím Jónsson minnumst hans með virðingu og þakklæti. Felix Guðmundsson. M' ) og-kl. 8 á laugardag. Skíðaferðir í Þrymheim kl. 2 Farmiðar hjá Þórarni í Timb urverzlun Árna Jónssonar í kvöld kl. 6—6.30. Valsmenn! Munið aðaldansleik félagsins 10. febr. n. k. í Tjamarcafé. Nánar auglýst síðar. Skemmtinefndin. Breylingin á orlofslög URum samþykkl í efri deild RUMVARP til laga um breytingu á orlofslögunum kom til þriðju umræðu á fundi efri deildar alþingis í gær. Var frumvarpið samþykkt með tólf samhljóða atkvæðtun og þann ig afgreitt til neðri deildar. Eins og áður hefir verið frá skýrt hér í blaðinu er þannig á. kveðið í breytingartillögu þessari við orlofslögin, að mál vegna orlofs og orlofsfjár skuli ekki sæta úrlansn félagsdóms eins og verið hefir. Fjárhagsáæilun Svíh- ur Frh. af 2. siðu. gert ráð fyrir 200 þúsund krón um í meðlög fvrir hermanna- börn, sem hafa ekki fenvist feðr uð, en hins vegar virðist öll sanngirni mæla með því að r£k ið taki þetta á sinn „herreikn- ing“ og endurgreiði bæjarsjóði þessa upphæð. í tekjuliðnum er einnig gert róð fyrir nokkrum hækkunum, t. d. af eignum bæjarins 130 þús. króna hækkun. Fasteigna gjöld hækka um 50 þús. krón- ur. Sandtaka bæjarins er áætl uð að gefi af sér í tekjur um fram gjöld .100 þús. krónur. Sérstakir skattar fi*á ríkis- stofnunum, samvinnufélögum og aðrir samkvæmt sérstök- um lögum, eiga að nema um 1 milljón króna. Hækkuð út- svör um 1160 þús. kr. og margt fleira. Eins og áður er sagt var þetta fyrsta umræða um fjárhagsá- ætlunina, og var henni frestað til annarar umræðu ásamt áætl un um tekjur og gjöld hafnar- sjóðs og mun önnur umræða fara fram annan fimmtudag. Árshátíð starfsmannjafélags Landsmiðj- unnar verður í kvöld í Hótel Borg og minnist félagið 15 óra afmæl- is smiðjuimar. Hófið hefst méð sameiginlegu borðhaldi kl. 8 e.h. ivarp lil þjóðarinnar um imilið Haiiveigar- slaði ÞAÐ MUN morgum. minnisstætt, að fyrir allmörgum árum hófu konur hér á landi fjársöfnun til byggingar kvennaheiimi!lis, e-r bera skyldi naífn fyrstu húsfreyju landlsins Kallveigaa: Fróðadcittur. Vairð byggingarsjóóur þessi aldred svo hár, að ráðlegt þætti að hefjast handa með byggingu hússins og er stríðið skall á og dýrtíðin fór sífellt vaxandi, dró það málið enn á langinn. En jafnhliða þessu óx þörfin fyrir stofnun líka þeirri, er fyrr var hugsuð, stofnun, þar sem hin ýmsu kvenfélög og kvenfélagasambönd gætu fengið svigrúm til þess að vinna að áhugamálum sínum, sem öll að meira eða minna leyti stefna að því, að efla heill og hag þjóðarheildarinnar. Það var Baradalag kverana í Reykjavnk, er fyxst hafða forustu í þessu byggingarmáli, og á aðalfundi sínum 5. des. síðastliðið ár samþykkti það að beita sér fyrir málinu á ný með því að mynda f járöflunarnefnd, sem hefir haldið nokkra fundi og ákveðið að skora á landsmenn, konur og karla, að istyðja þetta nauðsynjamál. Til þess er ætlazit, að hiúeið verði reist á næsta ári, ef málið fær nú góðar undirtektir. Undirrituð fjáröflunamefnd tekur með þakklæti á móti gjöfum í þessu skyni, sömuleiðis skrifstofa Kvenfélagasam- bands íslands í Lækjargötu 14B (Búnaðarfélagshúsinu uppi) og veitir hún jafnframt upplýsingar um málið. Reykjavík, 19. janúar 1945. í fjiárveiítinganefnd Hallveigarstaða Laufey Viihjálmsdóttir. Anna Ásmundsdóttir. Guðrún Jónasson., María Maack. Amheiður Jónsdóttir. Elín Þorkelsdóttir. Kristín Sigurðardóttir. Guðrún Ámadóttir. Friðrika Sveindóttir. Ingibjörg Jónsdóttir. ViSskipfasambandiÍ við Norðuriönd Frh. af 2. síðu. ft asta stríði sýndi okkur það að þessi „tilbúna“ verzlun hverf- ur eins fljótt og hún skapast. Jafnvel þá höfðum við allmikla verzlun við Bandaríkin, en strax fyrsta eftirstríðsárið guf uðu þessi viðskipti upp. Á grund velli þessarar reynslu hljótum við að skoða framtíðina. — ís- land mun aftur verða að níiiða innlílutning sinn og útfluning . við Iönd, sem liggja nær og þá 1 í fyrsta lagi Norðurlöndin. — ) Þörf okkar fyrir pappír, trjá- vöru, vélar o. s. frv., sem nú verður að flytja inn frá Banda ríkjunum vegna styrjaldará- standsíns, er mikil og við mun- um sækja þessa vöru til Norð- urlandanna, með öðrum orðum í staðinn fyrir engilsaxnesku viðskiptin á striðsárunum kem ur verzlun friðartímabilsins — við Norðurlönd. ísland stendur hins vegar, að vissu leyti miklu betur að vígi nú, en það stóð eftir síðasta stríð. Landið hefir safnað sér miklum gjaldeyrisvarasjóði — og það getur dregið úr vandræð unum, sem kunna að skapast í lok veltiáranna og styrkja ís- lenzkt framleiðslulíf. Ríkis- stjórnin hefir t. d. áætlað 200 milljónir til rafvirkjana og auk þess 50 millj. króna til þess að auka framleiðslumátt landbún aðarins, aðallega með þvi að auka vélabúnað hans. Telja má vist að það fé, sem ætlað er til skipakaupa muni renna til Sviþjóðar að meira eða minna leyti. Sænski skipabygg ingaiðnaðurinn býst að minnsta kosti við meiri og stærri pönt- unum frá íslandi en þegar hef- ir verið minnst á. Það segir sig og sjálft að fyrir viðskiptin milli íslands og Svíþjóðar, hef ir það áform að koma á bein- um skipasamgöngum milli landanna geysilega þýðingu. Jafnvel flugið mun tengja lönd in fastar saman. Gert er ráð fyrir að í framtíðinni taki það aðeins 6 tíma að komast milli Stokkhólms og Reykjavíkur.“ í umræðum sem fóru fram eftir að Vilhjálmur Finsen hafði lokið ræðu sinni tóku margir til máls, þar á meðal Örne, að- alforstjóri, Hélge Norlander, forsjóri, Sigurður Þórarinsson dósent og fleiri. Lagði Örne sér staka áherzlu á það, að ísland hefði of einhæfa framleiðslu og þyrfti því nauðsynlega að gera hana fjölbreyttari. Mætti vera að aukin vatnsvirkjun með framleiðslu fyrir augum gæti opnað möguleika fyrir nýjum framleiðsluvörum íslendinga. Sólbakkaverfesmiijan Frh. af 2. síðu ið starfrækt á undanförnum um, vegna þess að ekki he tekizt að fá nægílegt hráe til rekstrar hennar. Hins vej er hugsanlegt,. að atvinnur endur á Flateyri, er keyi verksmiðjuna, gætu rekið hs í sambandi við annan reksi sinn. \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.