Alþýðublaðið - 26.01.1945, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 26.01.1945, Blaðsíða 5
Föstudagur 26. janáar 1945. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Akureyringar í boði Leilcfélags Reykiavílair — Leik- listin og byggðimar — Hugmynd, sem ég vona að veríia athuguð — Rofar til fyrir leiklistina. SÝNINGAR á gestaleikmun Rrúðuheimilinu með leikur- unum frá Akureyri eru nú að hefj ast. Hygg ég að mörgum Reykvík ingum leiki mikil forvitni á því að sjá, hvernig Akureyringarnir leysa af hendi hlutverk sín, en það er annað mál, hvort. ekki hefði verið æskílegra að eitthvert ís- lenzkt leikrit hefði verið valið til sýningar í fyrsta skipti sem Ak- ureyringar koma hingað í' leik- boði. ÞETTA BOÐ Leikfélags Reykja víkur er mikill viðburður í lista- sögu okkar. Leikarar munu fá mikla reynslu af þessu boði og ef til vill mun það verða til þess að opna augu þeirra, sem að leik list vinna og henxii unna fyrir nýj um sviðum leiklistarstarfsins hér á landi, sem getur orðið leiklist- inni til ómetanlegs gagns í fram- tíðinni. FYRIR NOKKRTT drap ég á vaxandi leiklístarstarf út um byggðir landsíns. Það sýnir meðal annars ljóslega, hvernig almenn- ingur tekur þessu starfi, a? í einu þorpi, þar sem ibúar eru á 6. hundraðinu, og þar sem nú er ver ið að leika dramatiseraða íslenzka sögu, hafa nær allir þorpsbúar séð leikinn. Var mér skrifað í gær þaðan, að þeir væru innan við 10, sem ekki hefðu séð leikinn og það sem er meira um vert, að úr öll- um nærliggjandi sveitum flykkist fólk til þorpsins til að sjá leikinn. Er þetta þó mörgum erfiðleikum háð, því að fja^lægðir eru allmikl ar og sýning leiksins stendur im S klukkustundir. NÚ VIL ÉG skjóta því að for- ystumönnum í leiklistarmálum höfuðstaðarins, það mundi verða til stóraukinna afreka á sviði listar- ínnar, ef hægt væri að bjóða hing að á næstu árum einum eða tveim ur leikjurum úr hinum dreifðu byggðum, sem sýnt hafa sérstaka hæfileika heima, og láta þá fá hlutverk, við sítt hæfi liér í leik- húsinu. Með þessu móti væri ef til vill hægt að finna ágæta listamenn, sem annars fá efcki tækifæri til að njóta hæfileika sinna og við ekki möguleika til að njóta þeirra. Vona ég að þetta verði athugað sem allra fyrst. Það væri auk þess hvatning fyrir imgt fólk út um landið. LEIKLISTIN er ein göfugastá list sem mannkynið á. Hún hefur búið við mikla örðugleika hér hjá okkur. Þó eigum við og höfum átt ágæta listamenn á þessu sviði. Margir ágætir hæfileikEu: hafa þó ekki fengið að njóta sín. Nú er að rofa til í þessum málum og ný- ir möguleikar opnast er Þjóðleik húsið tekur til starfa. Þá verður að mynda flokk fastra leikara. Það ríður á miklu hver verður valinn til þess að stjórna þessum máium, því að það verður erfitt. Togstreita um hlutverk er oft íyr ir hendi hjá leikhúsum og jafn- vel hér, ættir reyna að troða, sér fram, kunningjar reyna að hjálpa hver öðrum. í slíku kapphlaupi geta góðir hæfileikar verið troðn ir undir. Það er sviksemí við list ina. í LEIKHÚSSLÍFI okkar verð- ur að vera hátt til lofts og vítt til veggja. Engum treysti ég betur til að leiða leikhússlíf okkar en núverandi formanni Leikfélagsins. Hann virðist vera búinn þeim kost um, sem þýðingarmestir eru í slíku starfi: víðsýni og umburðar- lyndi. . ATHUGIÐ nú þessa uppástungu mína, um að gefa góðum kröftum utan höfuðstaðarins tækifæri til að spreyta sig á hlutverkum við sitt hæfi hér á leiksviðinu. Ég er ekki áð tala um að þetta sé gert á þessum vetri, en ég vil að Leik- félag Reykjavíkur hafi augun op- in fyrir þessu, skimi um landið, kynni sér starfið í byggðunum, standi í sambandi við hina dreifðu leikhópa, og athugi svo möguleika á því að fá efnilega krafta hing- að um tíma til að sjá hvað þeir geta. Jafnvel beztu listamenn okk ar á þessu sviði geta í framtíð- inni fengist á þennan hátt. Hannes á hornimi vantar nú þegar til að bera blaðið til áskrifenda í eftirtalin hverfi: Hverfisgötií Sé3¥@Sli Lfndargötb Lasigaweg efri og Bergþórygöty AljjfÖybfaÖiÖ. — Simi 4900. AU6LÝSID í ALÞÝDUBLADiNU ^^^HKHKHK-KHKHKHKHKHK-KHteMK-K rússneska iunkarasléttin Frægur rithöfundur. W. Somerset Maugham er einn af þekktuisitu1 rithöfiund'um, semi mú eru uppi. Skíáldsögux hans haifa verið (þýdidar á flest öll tungumál og leikrit hans leiMn, um allan. Margar sög ur hatns liaífa verið þýddax á íslenzku og þrjlár þeirra ibirzt í Alþýðuiblaðinu: „Litaða blæjan,“ „Þrír biðlar og eiin tefekja“ og „íljónaiband Bertu Ley.“ Hlér sóst rithöfundurimn (lengst til vinstri) í ÍeiMuúisd vestur á Amertíkm iþar sem verið er að æfa eitt af ledíkriftum hons. En við IMáð hans eru' leikkonan June Havoc og leikstjóriinn Roiulben Mamonlian. ORÐIÐ „junfcer" er fornt ger maniakt orð, mymdað úr orð unum „junger Herr“ (nánast „ungur yfirmaður“) og var upp haflega notað yfr norður-Þjóð- verja þá er þátt tóku í kross- ferðunum. Það voru flest ungir menn, synir aðalsmanna og annarra ríkra manna. Og á tólftu öld tóku þeir þátt í hin- um ævintýralegu krossferðum í nafni kristninnar til Landsins helga. Að krossferðunum loknum lifði reglan áfram, en eimn af stórmsistuTum hennar, Herm ann von Salza, beindi starfsemi reglunnar inn á nýjar brautir í Austur Þýzkalandi þar sem þjóðin átti í landamæradeilum við Pólverja og Litána, sem þá voru heiðndr. Árið 1210 flutti reglan svo aðalbækistöðvar sín ar þangað austureftir og um leið lagðist hún niður sem góð- gerðafélag eingöngu, eins og hún hafði áður verið og meðlim ir hennar fóru að taka þátt í bar dögum. Landvinningarnir á þess um slóðum voru í uppsiglingu: Mikill hluti Eystrasalts-ríkj- anna féll í hendur junkurunum, en konungar Póllands og Lit- áníu gerðu sér að góðu að hörfa lengra inn í lönd sín. Á tímabilinu 1233 til 1410 hófst nýtt tímabil í reglu junlc- aranna. Á. þessum tíma hófust verzlunarsambönd við borgir vestar í álfunni. Viðarkvoða og kornvara voni aðalframleiðsln vönur austurríkjanna og þetta var sent til Brussel, Gent, Lon- don og Antwerpen. Og nú varð regla junkaranna verzlunarfé- liag, sem gætti eigna sinna og réttar með sverði og skildi. En þess háttar aukning í völdum og auðæfum í höndum junkar- þeirra fór hrakandi og að lok- anna olli því, að siðferðisbreki þedrra fór hrakandi og að lok um var upphafleig kenning henn ar orðin aukaatriðd í raun og veru. Hin sameiginlega árás LadMasar Pólverjakonungs og litánskra aðalmanna endaði með ósigri junkaranna í orrustunni við Tannenberg árið 1410. GREIN ÞESSI er eftir W. E. Hart og birtist upp- runalega í ritinu Message, sem er belgiskt og gefið út • í London. Segir hér í stórum dráttum frá sögu og stefnu junkarastéttarinnar prúss- nesku, sera komið hefur all- mikið við pólitíska sögu Evrópu undanfarnar aldir. Eftir þær ófarir náði reglan sér ekki aftur. Stór-meistarinn stjórnaði Ausíur-Prússlandi sem auðmjúkur þjónn Póllands konungs. Meginþorri junkar- anna flýðu vestur á bóginn og búsettust í Brandenburg og Pommern, og sumir lögðu leið sína til Suður-Þýzkalands. Um bessar mundir voru Hansaborg irnar Lúbeck, Bremen og Ros- tock á blómaskeiði. Sumir junk aranna flýðu þangað og voru milliliðir millum viðskipta j.unk aranna í vestri og í austri. * Að nokkrum árum liðnum höfðu junkarar þeir, sem sett- ust a^ í Brandenburg og Pom- ern náð í veruleg áhrif á stjórn landsins. Frá bækistöðvum sín um sendu þeir út menn til borga og þorpa og létu þá inn- heimta skatta af bæjar- og sveit arstjórnum. Skattheimtuupp- hæðir þessar námu svo miklu, að innan fárra ára var Branden iburg orðin eitt fátækasta hér að landsins. Héruðin Pomern og Branden burg lágiu undir yfirnáðum keis arans í Vín. íbúar héraðanna sendu kvartanir sínar til keisar ans og hann ákvað að uppræta valdaítök junkaranna í eitt skipti fyrir öll. Brandenburg var falin í urnisjá greifans af HohenzoIIern oig honum ráð'lagt að korna vitinu fyrir junkarana, eða sjá um að þeir væru teknir af lífi að öðrum kosti. Friðrik af Hoh'anzolilern sýndi hinum þrálátiu junkurum fljótt fram á það, áð hann hafði yfirhönd- ina þegar til kastanna kom, bví hann háfði í þjónustu sinnl ,,leynivopn“, — mjög lang- dræga fallbyssu, sem hafðí meiri hlaupvídd heldur en fall- byssur, sen notaðar eru nú á tímum, og sem vörpuðu þung um sprengikúlum langar leiðir og í gegnum þykka kastala- veggi junkáranna. Það hefði verið auðvelt fyrir Hohenzolla að yfirvinna ítök junkaranna með öllu, en greif- anum fanst það ekki bezta leið in sem fær væri. Honum kom nefnilega til hugar að nota junk arana sér til stuðnings í met- orðabrölti sínu. Hann vildi að öllu leyti losna undan yfirráð- um herra síns í Vín. — Og það var Hohenzollern-ættin sem síð ar átti upptökin að valdaþrætu þeirri, sem leitt hefur af sér fleiri tugi styrjalda innan álf- unnan undanfarnar aldir. * Nokkur mismunur var á að- ferðum junkaranna og Hohen- zolla í valdabaráttunni: hinr fyrri gerðu hvaðeina sem þeim leizt við undirmenn sína og þræla, en Hohenzollar sáu svo um, að hersveitir þeirra væru sem bezt undirbúnar hernað og smærri atlögur til þe?s að tryggja sem bezt vöxt og við- gang kjörfu-rstadæmisins Brand enburgs. Stærsti vinningur þeirra var taka Pommern. Það gerðist við lok iþrjá'tiíu ára stríðsins, sem hafði þjarmað svo illilega að keisaranum í Vín, að Friðrik III. stórhertogi af Brandenburg var fær um að gera sig að „konungi Prúss- lands“ áh þess að keisarinn gæti nokkuð við því sagt. En Prússland var samsett af Brand enburg, Pommern og megin- hluta Áustur- og Vestur-Prúss lands. Með þessu móti höfðu junkar ar lotið í lægra haldi fyrir Ho- henzollum. En Flohenzollar höfðu hafizt til skýja fyrir sak ir stjórnkænsku sinnar og hygg Framh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.