Alþýðublaðið - 13.02.1945, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.02.1945, Blaðsíða 2
■ ■ * ALÞYÐUBLAÐIÐ Þriðjudagnr 13. febrúar 1345. Tillagan um byggingu vegna hæstaréttar komin í nefnd Þin gsályktun artil LAGA Jónasar Jónssonar nm byggingu vegna hæstaréttar kom í gær til fyrri umræðu á fundi sameinaðs alþingis. Urðu allmiklar umræður um mál þetta, en að þeim loknum var því vísað til fjárhagsnefndar. Jónas Jónsson fylgdi þings- ályktunartillögunni úr hlaði og lýsti nauðsyn þess, að hæstirétt ur fengi ný og hetri húsakynni til umráða. Einnig flutti Her- mann Jónasson alllanga ræðu um málið og tók mjög í sama streng og Jónas. Finnur Jónsson, dómsmála- ráðherra, varð fyrir svörum af hálfu ríkisstjornarinnar. Lýsti hann glögglega því, hversu ó- viðunandi núverandi húsakynni hæstaréttar væru, en gaf þær upplýsingar, að unnið væri að nokkurri viðgerð á fangahús- inu, þar sem hæstiréttur hefur aðsetur sitt, og væri meðal ann ars í ráði að auka nokkuð sala kynni réttarins. Hins vegar tók dómsmálaráðherra það fram, að búa yrði hæstarétti nýjan stað áður en langt um liði, en taldi aö undirbúa þyrfti það mál rækilega, því að um það væri ekki að ræða að sjá hæstarétti fyrir bráðabirgðahúsnæði held ur framtíðarbústað. Jónas Jónsson hafði iátið orð um það falla, að dómsmálaráð herra hlyti að ala þann metnáð vegna landsins að vilja beita sér fyrir bygggingu ’hæstarétti til handa. Kvaðst Finnur Jóns- son munu fagna því að mega hafa forgöngu um slíka fram- kvæmd en benti á það, að ekki hefði metnaður Jónasar Jóns- sonar né Hermanns Jónassonar í máli þessu verið það mikill, að þeir hæfust handa um fram kvæmd þessa og hefðu þeir þó báðir verið dómsmálaráðherrar langa hríð. Friðjóni Skarphéðinssyni veitt bæjar- fógetaembætíið á Akureyri Hefur gegnf bæjarstjórastarfinu í Hafnar- firði síöan 1938 ARÍKISRÁÐSFUNDI, . sem haldinn var í gæmiorgun var .Friðjóni . Skarphéðinssyni bæjarstjóra í Hafnarfirði veitt bæjarfógetaembættið á Akur- eyri og sýslumannsembættið í Eyjafirði frá 1. marz n. k. að telja. Friðjón Skarphéðinsson er 36 ára að aldri, fæddur 16. apríl 1909 að Oddsstöðum í Dölum. Hann tók stúdents- próf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1930. Erhbættis prófi i lögfræði lauk hann í febrúar 1935. Strax að afloknu prófi varð hann fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Hafnarfirði og gegndi hann þvi starfi til loka þess árs. Starfsmaður Oliu verzlunar íslands var hann 1936—1937. Á árunum 1937 til 1938 dvaldi hann við framhalds nám í Kaupmannahöfn. En er hann kom heim vorið 1938 var hann ráðinn bæjarstjóri í Hafn arfirði. Hefur hann gegnt því starfi síðan við sívaxandi álit og vin sældir. Er Friðjón Skarphéð- insson tók við bæjarstjórastarf inu áttu öll bæjarfélög á land- inu við geysimikla örðugleika að striða vegna atvinnuleysis og þar . af leiðandi sveitar- þyngsla. Hafnarfjörður fór og ekki varhluta af þessu, en Frið jón Skarpáhéðinsson barðist á móti erfiðleikunum við hlið bæj arstjórnar Hafnarfjarðar af frá bærum dugnaði svo að hægt var að komast yfir erfiðustu árin. Á slíkum tímum er það ekki til vinsælda fallið að veita bæjar- félagi forstöðu, en þrátt fyrir það uxu vinsældir hans og álit. Er óhætt að segja, að höfuð- staður Norðurlands fær gott Jöklarnir eru aS minnka: Athyglisverðar niðurstöður af r jöklarannsóknum á Islandi Viðfal við Jón Eyþórsson veðurfræðing FYRIR um fimmtán árum, eða árið 1930 hóf Jón Ey- jþorsson veðurfræðingur mæl- ingar á helztu skriðjöklum hér á landi og hefir haldið því starfi áfram jafnan síðan. í gær átti tiðindamaður blaðs ins viðtal við Jón Eyþórsson um þessar merkilegu rannsókn ir hans og skýrði hann frá helztu niðurstöðum þeirra og sagðist meðal annars svo frá: „Fyrir styrjöldina fékk al- þjóðanefnd sú, sem safnað hef ur skýrslum um jöklabreyting ar á Norðurlöndum, árlega. skýrslur héðan og kom allsstað ar um álfuna hið sama i ljós, að jöklar hafa minnkað til mik- illar muna á þessari öld, þótt einstaka jöklar hafi stundum færst fram.“ — Hvenær er talið, að jökl- ar á Norðurlöndum hafi verið mestir? , „Það er álitið, að jöklar á Norðurlöndum hafi náð há- marki sínu um 1700, og staðið I þá lengi í stað, en yfirleitt far- ’ ið minnkandi síðan á 19. öld og þó mest hin síðustu ár, eða frá 1925. Um það le.yti er ég hóf jökla mælingar hér á landi, sem var árið 1930, voru mjög víða jök- ulöldur um 200 til 300 met.ra fyrir framan jökulsporðinn, en þessar öldur marka mest út- breiðslu jöklanna frá þvi á landnámsöld. Sumsstaðar liggja undir jökl unum nýleg hraun, sem ís hef- ur aldrei runnið yfir, t. d. sést það greinilega víða við Snæ- fellsjökul og Lambahraun vest an við Hagavatn.“ — Hvenær haldið þér, að jöklarnir hafi verið mestir hér á landi? „Um síðustu aldamót munu jöklarnir hér hafa verið eins miklir og nokkurn tíma frá því að land byggðist, en ekki verð- ur um það sagt með neinni vissu, hversu oft áður þeir hafa náð þeirri útbreiðslu. Þetta mælir því óneitanlega á móti þeirri tilgátu, sem nokkuð hef Frh. á 7. síðu. Friðjón Skarphéðinsson. yfirvald með Friðjóni Skarp- héðinssyni. Nýir verkantannabú- staðír á ísaftrðl T^T ÝLEGA er lokið byggingi * nýrra verkamannabústaða á ísafirði og fluttu síðustu fjöl skyldumar í íbúðirnar um mán aðarmótin síðustu. í þessari nýju byggingu eru 16 íbúðir og búa þar nú um 90 manns. Er bygging þessi mjög vönd- uð og frágangur á íbúðunum allur hinn bezti. Búnaðarþing hófst s. I. laugardag D ÚNAÐARÞING var sett síð ■*—* astliðinn laugardag í Bað stofu iðnaðarmanna, og komá til með að sitja það 25 fulltrúai víðsvegar að af landinu. Formaður Búnaðarfélags ís- lands, Bjarni Ásgeirsson alþing ismaður setti þingið og er hann sjálfkjörinn forseti þess en vara forsetar voru kosnir þeir Pét- ur Ottesen og Jón Hannesson. Skrifarar þingsins voru kosnir Þorsteinn Þorsteinsson alþing- ismaður og Hafsteinn Péturs- son. Búizt er við að þingið standi yfir eitthvað fram eftir næsta mánuði. sam- þykkl ILLAGAN til þingsályktun -*• ar um heimild fyrir ríkis stjórnina til að kaupa efni í raf orkuveitu til Dalvikur kom til síðari rnuræðu á fundi samein- aðs þings í gær. Var þingsályktunartillaga þessi samþykkt með tuttugu og níu samhljóða atkvæðum og málið þar með afgceitt sem á- lyktun alþingis til ríkisstjórn- arinnar. Sundmót Ægis: Ari Guðmundsson, Ægi vann hrað- sundsbikarinn Sigurður Jónsson, KR vann 500 m. bringusundió SUNDMÓT ÆGIS var háð sundhöllinni í gærkveld að viðstöddu miklu fjölmenni Var keppnin hin harðasta á hir um ýmsu vegalengdum. Ar Guðmundson Ægi varð fyrstur í 50 metra skriðsundi karla og vann þar með hraðsundsþikar inn. Einnig vann hann 200 m skriðsundið. f 500 metra bringu sundi sigraði Sigurður Jónssoi K. R., en keppnin á þeirri vega lengd var mjög hörð, því að auk Sigurðar kepptu hinir snjöllu sundmenn Sigurður Jónsson U Þ. og Halldór Lárusson U. A og urðu þeir utanbæjarmennirn ir annar og þriðji. Úrslit á hinum ýmsu vega- lengdum urðu þessi: 50 m. skriðsund karla: 1. Ari Guém. Æ. á 28.3 sek. 2. Rafn Sig. K. R. á 28,5 sek. 3. Sigurg. Guðjónss. K. R. á 28,6 sek. 200 m. baksund karla: 1. Guðm. Ing. í. R. 3:3,9 mín. 2. Leifur Eiríksson, K. R. 3:18,6 íhín. 3. Einar Sigurv. K. R. 3:19,5 mín. 50 m. skriðsund kvenna: 1. Ingibj. PáLsd. Æ. 38,8 sek. 2. Villa María Einarsd. Æ. 40,8 sek. 3. Auður Björnsd. K. R. 45,4 sek. 100 m. bringusund drengja: 1. Sig. Helgason, Skólafélag Reykhyltinga 1:31,1. 2. Atli Steinarss. í. R. 1:31,1. 3. Þórir Konráðss. Æ. 1:33,7. 100 m. bringusund kvenna: 1.—2. Kristín Eiriksd. Æ. 1:39,9. 1.—2. Halld. Einarsd. Æ. 1:39,9. 3. Kristin Karlsd. U. K. 1:43,3 50 m. skriðsund drengja: 1. Guðm. Ing. í. R. 30,8 sek. 2. Gunnar Valgeirsson K. R. 33,9 sek. 3. Ragnar Gíslason K. R. 35,3 sek. 500 m. bringusund karla: 1. Sig. Jónsson K. R. 8:,18,2 mín. 2. Sig. Jónsson U. Þ. 8:26,8 mín. 3. Halldór Lár. U. A. 8:41,6 mín. 4. Magnús Kristj. Á. 8:42,5 min. v 200 m. skriðsund karla: 1. Ari Guðm. Æ. 2:36,1. 2. Óskar Jensen Á. 2:44,1. 3. Sigurgeir Guðjónss. K. R. 2:49,8. Bæjarsjóður hlulhafi í Flugfélagi íslands! Flugfélag ÍSLANDS h. f. hefir farið þess á leit við bæjarráð, að bæjarsjóður gerist hluthafi í félaginu með allt að 100 þúsund kr. fram- lagi. Verkakvennafélag sfofnað í Keflavík Leitar satnninga vi$ atvinnurekendur VERKAKVENNAFÉLAG var stofnað í Keflavík s. L sunnudag. Voru á fundinum samþykkt lög fyrir félagið. í stjórn voru kosnar: Svava Hannesdqttir, formaður, Ólöf Sigurðardóttir, ritari, og Helga Guðjónsdóttir, gjaldkeri. í varastjórn voru kosnar: Kristín Jóhannsdóttir, varafor maður, Kristín Erlendsdóttir, vararitari, og Guðrún Bjarna- dóttir varagjaldkeri. Á fundinum var samþykkt að fela stjórn félagsins að leita samninga við atvinnurekendur, um kaup og kjör verkakvenna. Eins og kunnugt er, er engin. kona í Verkalýðs- og sjómanna félagi Keflavíkur og samdi fé- lagið þvi ekki um kaup og kjör verkakvenna þegar það gerði samninga við atvinnurekendur. Stjórn Félags járniðn- aðarmanna end- urkosin AÐALFUNDUR Félags jám iðnaðarmanna var haldinn s. 1. sunnudag. Formaður félags ins flutti skýrslu stjórnar og gjaldkeri las upp og skýrði en<3 ursköðaða reikninga félagsins. Stjórn félagsins var öll end« urkosin, en hana skipa: Formaður: Snorri Jónssom Varaformaðúr: Kristinn Ág. Eiríksson. Rftari: ísleifur Ara- son. Fjármálaritari: Bjami Jónsson. Gjaldkeri (utan stjóm ar): Loftur Ámundason. Trúnaðarmannaráð félagsins var endurkosið, en það skipa auk, stjórnarmeðlima: Kristian Huseby, Þórir Skarp héðinsson, Torfi, Þorsteinsson og Erlingur Ingimundarson. Vármenn voru kosnir: Eyjólfur Steinsson og Þor- steinn Þórarinsson. Endurskoðendur voru endur kosnir: Þórír Skarphéðinsson og Hlöðver Einarsson og til vara Filippus Ámundason. Samþykkt var að hækka fé-' lagsgjaldið úr kr. 8.00 í kr. 10.0© á viku. Félagið telur nú um 160 með limi. i Reglugerð um fisk- útfhtnlng Lasidinyi skipf í verð- lagssvæSi O ÍKISSTJÓRNIN hefir ný- lega sett reglur um fyrir komulag á útflutningi fiskjar og hagnýtingu afla og ákveði® verðjöfnunarsvæði. Samkvæmt hinni nýju reglu gerð verður landinu skipt í sex verðjöfnunarsvæði og eru þau þessi: 1. Reykjanes og Faxaflói. 2. Snæfellsnes, Breiðafjörður og Vestfirðir að Bíldudal að honum meðtöldum. 3. Aðrir Vestfirðir og Strand ir. 4. Norðurland frá Hrútafirðl að Langanesi. 5. Austurlahd frá Langanesi að Hornafirði, að honum meff- töldum. 6. Vestmannaeyjar og SuÖ- urland. jjffl |

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.