Alþýðublaðið - 13.02.1945, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.02.1945, Blaðsíða 3
frriðjudagur 13. febrúar 1943. ALÞYÐUBLAÐID s Fundi Churchills, Rooseveifs og Sfalins lokið: RÁDSTEFNAN VAR HALDIN I YALTA SUÐUR A KRÍM Hafa nú ráðið ráðum sínum Stalin, Roosevelt og Churchill. Myndin var tekin á Teheranráðstefnunni. Ný stórsókn Konievs: Rússar nú ELAS leggur niður vopn og afhend- ir |au Friðarsamningar unegirritaliir í Grikklandi O AMNINGAR hafa nú verið undirritaðir í Aþenuborg af fulltrúum grísku stjórnar- innar og E.A.M.-samtakanna, segir í fregn frá London í gær, og er borgarastyrjöldinni í Grikklandi þar með talið lokið. Það eru aðalatriði í þessum samningum, að ELAS herinn skuli leggja niður vopn og af- enda þau undir eftirliti Breta, og þjóðaratkvæði skuli fara fram í Grikklandi á þessu ári um það, hvort landið skuli vera konungsríki eða lýðveldi, svo og almennar þingkosningar. Sendiherra Breta í Aþenu lét í gær svo um mælt í sambandi við þessa samninga, að það væru heiðarlegir samningar, sem allir mættu vel við una, enda hefði báðir aðilar unnið mikið til þess að samkomulag mætti takast. Nordkap aflur á valdi Norðmanna ORDKAP eða Knöskanes, eins og nyrsti oddi Nor- egs hét til forna, er nú aftur á valdi Norðmanna. Hafa þeir sett þar lið á land. nir hálfa leið frá er f áfl fil Dresden Breslau má nú heita alveg einangruð FREGNIR FRÁ LONDON í gærkveldi skýrðu frá því, að 'hersveitir Ronievs marskálks, þær, sem brutust vestur yfir Oder norðvestur af Breslau, væru nú komnar vestur að ánni Bober og hefðu tekið Bunsiau, sem stendur á eystri bakka hennar, um 120 km. vestur af Breslau og á- líka langa leið austur af Dresden. 1 Við þessa nýju sókn svo langt í vesturátt, má heita að Bres- lau sé einangruð, með því, að aðrar hersveitir Konievs hafa fyr- ir löngu komizt vestur yfir Oder fyrir suðvestan borgina og er sagt að milli þeirra og hersveitanna, sem sækjá í vestur fyrir norðvestan Breslau sé ekki nema rúmlega 20 kmo breitt bil til undanhalds fyrir setulið Þjóðverja í borginni. Það var staðfest í gærkveldi í riýrri dagskipan frá Stalin, að hersveitir Konievs væru búnar að taka Bunslau, en áður hafði verið frá því sagt í þýzkum fregnum. Erlendir fréttaritarar í Moskva segja, að varnir Þjóð verja á þessum slóðum séu miklu veikari en austur við Oder; þó sé hvarvetna mikið af sprengjum í jörðu og hafi Rússar orðið að ná upp þúsuncl um þeirra í sókn sinni. Nyrzt á hinu nýja sóknar- svæði hafa hersveitir Konievs beygt í norður til móts við her sveitir Zhukovs og sækja þar nú einnig í áttina til Berlín. í Pommern miðaði hersveit- um Zhukovs enn í gær nokkuð áfram í áttina til Stargard og eru nú aðeins 11 km. frá þeim bæ, en um 30 km. frá Stettiu. Suður undir Karpatafjöllum tók Petrov marskálkur bæinn Bielskov, sem er aðeins 45 km. austur af hinum mikla iðnaðar bæ Moravska-Ostrava í Tékkó- slóvakíu. Nýja sfjórnin í Belgíu mynduð af jafnað- armanni NÝ STJÓRN hefur nú verið mynduð í Belgíu undir forsæti jafnaðarmannsins van Acker, sem áður var vinnumála ráðherra í stjórn Pierlots. Er nýja stjórnin stjóm allra flokka sem fulltrúa eiga á þinginu í Brússel. Auk van Ackers eiga jafnað armenn fjóra fulltrúa í stjórn- inni eða samtals fimm, kaþólski íflokkurinn sex, frjálslyndi flokkurinn fjóra og kommúnist ar tvo. Ennfremur á einn mað ur, sem er utan flokka, sæti í stjórninni. Samkomulag um allí varðandi loka- þátí stríðsins, meðferð Þýzkalands effir sfríðið og alþjóðastofnun fil tryggingar friðinum rr Sameiginleg yfirlýsing hinna „þriggja sfóru gefin úf í gærkveldi "P FTIR ÁTTA DAGA RÁÐSSTEFNU, sem nú er upp- lýst, að hafi verið haldin í smábænum Yalta á Krím, og framvegis verði nefnd Krímráðstefnan, var í gærkveldi birt sameiginleg yfirlýsing þeirra Churchills, Roosevelts og Stalins um ákvarðanir þær, sem þeir hefðu tekið varð- andi lokaþátt styrjaldarinnar gegn Þýzkalandi, meðferð Þýzkalands eftir stríðið og istofnun alþjóðasamtaka til þess að tryggja þjóðunum frið og öryggi í framtíðinni. YfMýsing þes'si var bxrt samtímis í London, Washing- ton og Moskva. Lokaþáttur stríðsins gegn Þýzkaiandi Yfirlýsing hinna „þriggja stóru“, eins og þeir nú almennt eru kallaðir hefst á því, að þeir hafi í samráði við herforingjaráð sín, sem þátt tóku í ráðstefnunni, komið sér saman um nákvæmar fyrirætlanir til þess að tryggja fullnaðarsigur yfir Þýzkalandi, með látlausum árásum úr austri, vestri, norðri og suðri, en að sjálfsögðu yrðu þær fyrirætlanir ekki látnar uppi fyrr en jafn- harðan og þær yrðu framkvæmdar. Væri það nú undir Þjóð- verjum sjálfum komið, hvort þeir gerðu hlutskipti sitt þyngra með því að halda áfram vonlausri vörn. f öðru lagi er því lýst yfir, að krafizt verði skilyrðislausrar uppgjafar af Þýzkalandi og að engin skilyrði, sem því verði sett af bandamönnum, verði uppi látin fyrr en eftir slíka uppgjöf. Hemám Þýzkalands, eftirlitsnefnd í Berlín í þriðja lagi er lýst yfir, að það sé ekki ætlirn bandamanna að eyðiieggja þýzku þjóðina, en hins vegar séu þeir staðráðnir í að afvopna Þýzkaiand, brjóta þýzka herforingjaráðið og naz- istaflokkinn aigerlega á bak aftur, refsa stríðsglæpamönnum um- svifalaust og koma £ veg fyrir, að Þýzkaland geti hervæðzt á ný með því að eyðiieggja allan þann iðnað, sem það gæti notað tii hergagnagerðar. Með þetta fyrir augum myndi hvert hinna þriggja stórvelda, sem að ráðstefnunni hefðu staðið, hertaka fyrirfram ákveðinn hluta Þýzkalands og setja á stofn sameiginlega eftir- litsnefnd með aðsetri í Berlín, en Frakklandi myndi verða boðin þátttaka bæði í hernámi landsins og í hinni sameiginlegu eftir- litsnefnd. SkaHabófanefnd með aósetri í Moskva Þá segir í yfirlýsingunni, að Þýzkalandi muni verða gert að greiða fuilkomnar skaðabætur fyrir alla þá eyðileggingu, sem það hefði valdið og muni sérstök nefnd verða sett á stofn til að ,fjalla um þau mál með aðsetri í Moskva. Fundur í San Francisco um alþjóðastofnun í fimmta lagi er fram tekið, að komið verði á fót alþjóða- stofnun til öryggis friðnum í framtíðinni og ‘muni hún byggja á þeim grundvelli, sem lagður hefði verið í Dumharton Oaks. Verði í þessu skyni kölluð saman ráðstefna hinna þriggja stórvelda í San Francisco 25. apríl í vor, en Frakklandi og Kína verði jafn- framt boðin þátttaka í henni. Þá er öllum þeim þjóðiun, sem losaðar hafa verið eða verða undan oki Þýzkalands, heitið hjálp til að koma á friði og lýðræði Framhald á 7. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.