Alþýðublaðið - 13.02.1945, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 13.02.1945, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 13. febrúar 1945. Bœrinn í dag. Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími5030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunn. Næturakstur annast Hreyfill, sími 1633. ÚTVARPIÐ: 15.30—16.30 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukennsla, 1. flokkur. 19.00 Enskukennsla, 2. flokkur. i 19.25 Þingfréttir. 19.30 Ávarp frá Rauða krossi ís- lands (Helgi Elíasson fræðslumálastjóri). 20.00 Fréttir. 20.20 Tónleikar Tónlistarskólans: Tilbrigði um keisarasönginn og ýmis smálog eftir Haydn (Strengjasveit leikur. — Dr. Urbantschitsch stjórn- ar). 20.45 Erindi: Frá Grikkjum, IV. (Sverrir Kristjánsson sagn fræðingur). 21.10 Hljómplötur: Lög leikin á { píanó. ' 21.20 íslenzkir nútímahöfundar: Halldór Kiljan Laxness les úr skáldritum sínum .(Loka lestur). 21.40 Hljómplötur: Kirkjutónlist. 22.00 Fréttir. Þingfréttir. Dagskrárlok. Nýjar gjaffr til Hríngsins QJAFIR berast stöðugt í Barnaspítalasjóð Hringsins. Þessar gjafir Ihafa borizt stjórn félagsins siðustu dagana: Minningargjöf: Frá R. kr. 10.000 — tíu þúsun.d krónur. Minningargjöf um Hallberu Jónsdóttur frá Kirkjubóli, frá Jóni og Rannveigu, kr. 200. Minningargjöf frá Valdísi Bjarnadóttur og Guðjóni Jóns syni, Grettisgötu 48 B, um dóttur þeirra, Ólafíu, er dó 13 ára, kr. 500. Gjafir: Frá frú Þórdísi J. Carlquist kr. 100. Frá Ingu (afh. Vísi) kr. 10. Innkomið á söfnunarlistum f jársöfnunarnefndar: J. H. kr. 1000. L. P. (gamalt áheit) kr. 100. Safnað um borð í Brúar- fossi, af skipshöfn kr. 725. Loftur kr. 400. Húsgagna- vinnustofan Njálsgötu 10 kr. 110. M. Björnsson kr. 50. Starfsfólk Strætisvagna Reykja víkur kr. 105. Safnað af G. Helgason & Melsted kr. 350. Starfsfólk Ofnaverksmiðjunnar h. f. kr. 260. Belgjagerðin h. f. kr. 500. Starfsfólk Belgjagerð- arinnar kr. 693. Starfsfólk Timburverzl. Árna Jónssonar kr. 100. Kærar þakkir til gefenda frá stjórn Hringsins. Sljórn Júgóslavíu á förum teissí Sezt aftur a® í Belgrad REGN frá London í gær- kveldi hermir, að júgó- slafneska stjórnin hafi á fundi, sem haldinn var undir forsæti Péturs konungs þar í borginni í gær, samþykkt einum rómi, að fara nú þegar heim til Júgó- slavíu og setjast að í Belgrad, höfuðborg landsins. Það fylgir fregninni, að þessi ákvörðun hafi verið gerð með fullu samþykki konungsins. ALÞYÐUBLAÐIÐ \ Samþykkfir Krímráðilefnunnar Framhald af 3. síðu. x í löndum sínum, tryggja frjálsar kosningar í þeim að stríðinu loknu, svo og efnalegri og fjárhagslegri hjálp til þess að rétta við atvinnulíf og velmegun að stríðinu loknu. Er í því sambandi vitnað í Atlantshafssáttmálann og órjúfanléga tryggð hinna þriggja stórvelda við grundvallarreglur hanst Samkomulag um framtíH EPéllands I sambandi við þetta er vikið að málefnum Póllands. Segir þar, að samkomulag hafi orðið um að bráðabirgðasfjórn sú, sem stofnuð hefir verið í Póllandi skuli endurskipulögð á þann hátt, að sæti fái í henni fulltrúar frá lýðræðisfloltkunum bæði í Pól- landi og utan og skuldbindi hin þrjú stórveldi sig til að viður- kenna hana að því loknu, en skylt sé henní að láta fara fram frjálsar og leynilegar kosningar í landinu, þar sem allir lýðræðis- flokkar hafi rétt til þess að hafa menn í kjöri. Skuli Molotov, utanríkismálaráðherra Rússlands og sendiherrar Breta og Banda- ríkjanna í Moskva sjú um framkvæmd á þessum lið yfirlýsing- arinnar. En um landamæri Póllands er samkomulag um það, að þau skuli vera Curzon-línan, með nokkrum breytingum þó, Pól- landi í vil. Um landamæri Póllands að vestan slculi hins vegar ekkert endanlega ákveðið fyrr en á friðarráðstefnu að stríðinu loknu. Varðandi Júgóslavíu er því yfirlýst, að hin þrjú stórveldi \ styðji það samkomulag, sem náðzt hefir um bráðabirgðastjórn þess lands milli þeirra Titos marskálks og dr. Subasics forsætis- ráðherra júgóslavnesku stjórnarinnar í London. Beglylegir fundir utanríkisráðherranRa Þá er að endingu frá því skýrt, að utanríkismálaráðherrar hinna þriggja stórvelda hafi unnið mikið og gott verk á ráðstefn- unni í Yalta og skuli fundum þeirra haldið áfram í framtíðinni með 3—4 mánaða millibili í höfuðborgum Bretlands, Bandarikj- anna og Rússlands og skuli sá fyrsti verðá háldinn í London. Yalta er smábær á suður- strönd Krím, sem orðið hefur fyrir mjög miklum skemmdum í styrjöldinni. Höfðu Rússar haft mikinn viðbúnað til þess að útbúa húsnæði fyrir hina er- lendu fulltrúa og ráðunauta þeirra. í leiðinni til Krírp komu þeir Roosevelt og Stettinius utanrík isráðherra við á Malta og þang að kom einnig Anthony Eden. (Ræddi hann við Stettinius. Churchill flaug alla leið til Krím. Sékiiiii á vesturvígstöSvunum: ‘ Kanadamenn hafa nú Cleve á valdi ssny og sækja fil Goch Hafa tekið 4®0® fasiga síöan sóknin hófst P YRSTI HÉR KANADAMANNA, sem sækir inn ,í Þýzkaland nyrzt á vesturvígstöovunum, hefur nú náð hinni þýðingarmiklu samgön'gumiðstöð Cleve alveg á sitt vaid, segir í fregn frá London í gærkveldi, og sótt um 3 km. lengra í auistur þaðan ál'eiðis til Goch. Hafa hersveitir Kanadamanna nú tekið samtals um 4000 Þjóðverja til fanga á þessum vígstöðvum síðan sóknin byrjaði. Allri skipulegri vörn Þjóð- verja var lokið í Cleve síðdegis í gær ,en eftir það tóku Kan- adamenn að hreinsa til í horg- inni og elta uppi einstakar leyni skyttur. Veður er stöðugt mjög óhag stætt á þessum hluta vesturvig stöðvanna og vegir blautir; en allt fyrir það miðar Kanada- mönnum vel áfram og hafa nú um þrjá fjórðu hluta Reicho- waldskógarins á sínu valdi. Sunnar á vígstöðvunum sæk ir fyrsti her Bandaríkjamanna fram og er kominn yfir Roer, en þar hafa Þjóðverjar veitt vatni á landið á stóru svæði og flæðir það yfir Duren. Enn sunnar, austur af landa- mærum Belgíu, hefur þriðji her Bandaríkjamanna nú smá bæinn Prum á sínu valdi; hann er um 13 km. fyrir innan landa mæri Þýzkalands og þýðingar- mikill hlekkur í Siegfriedvirkja beltinu. Suður í Elsass sækir sjöundi her Bahdaríkjanna fram milli Hagenau og Rínar og miðaði allvel áfram í gær. ? Hjartanlega þökkum við öllum sveituugum okkar margs- konar heimilishjálp og gjafir í veikindum og sjúkrahúsvist Ríkeyfar Örnólfsdóffur, Suðureyri, Súgandafirði. Sömuleiðis þökkum við félags'konum hennar stórar gjafir, og þeim hjónum, serri annazt hafa börn hennar í langan tíma endurgjaldslaust. Ennfremur starfsfólki sjúkrahússins á ísafirði, sem gekkst fyrir samskotum til dætra hennar tveggja, sem þaðan fóru að henni látinni, 6 ára og þriggja vikna gamlar. Alla þessa samúð og fórnarlund biðjum við góðan guð að launa af ríkdómi náðar sinnar, þegar þeim hentar bezt. Einar Jóhannsson og börn, og foreldrar hinnar látnu. S.H. gömlu dansarnir Miðvikudag 14. (öskudag) febr. í Alþýðuhúsinu Aðgöngumiðar í síma , 4727. Ölvuðum mönnum bannaður aðgangur, Jöklarnir rninnka Frh. af 2. siðu. ur verið rædd, að loftslag hafi verið erfiðast hér á Iandi á 14. öldinni.“ — Hvar hafa breytingarnar á jöklunum orðið mestar, og hve' mikið teljið þér að rýrnun þeirra hafi orðið á þeim tíma, sem liðinn er frá því að þér hóf uð mælingar yðar? „Stytting jöklanna hér á landi síðast liðinn 15 ár nemur frá 500 til 1000 metrum, og breyt- ingar þeirra hafa orðið svo furðulega miklar, að staðhætt- ir eru viða nær' óþekkjanlegir frá þvi sem áður var. Þannig er t. d. um Sólheimajökul. Áð- ur féll aðalkvíslin fram úr jök- ulsporði við Hestþingsháls, eða Austastaháls, eins og hann er nú nefndur, og mátti ganga af hálsinum á jökulinn, en nú eru / 300 til 400 metrar frá enda hálsins að jökulsporðinum og aðeins mjótt jökulhaft fyrir mynni J ökuls árgl j úf ursins austan Skógarfjalls, en áður safnaðist þar djúpt lón, sem ruddist fram undir jöklinum og olli jökulhlaupum i Jökulsá. Síðustu árin hefur ekki borið á þessum hlaupum svo teljandi sé. * — Hvað um síðustu jökul- mælingarnar? „Á síðastliðnu ári voru mæld ir um 40 skriðjöklar og höfðu þeir allflestir minnkað frá ár- inu áður, en einstaka staðið í I stað, t. d. í Leirufirði, Jökul- J fjörðum og Þaralátursfirði á Ströndum. I Þaralátursfirði hef ur snjór lagst á jökulsporðinn undanfarin tvö ár, svo að ekki hefur verið hægt að koma við öruggri mælingu. Jökullinn á Leirufirði hefur hins vegar ver ið all breytilegur undanfarna áratugi og hljóp t .d. fram um þúsund metra á fjórum árum fyrir nokkru. Á síðastliðnu ári nam stytt- ing jöklanna víðast hvar 20—50 metrum en mest varð' hún 90 metrar á gigjöklinum norðan í Eyjafjallajökli. Við Snæfellsjökul fór mæl- ing fram á sex stöðum og var styttingin að meðaltali 23 metr ar. Við Skeiðarárjökul var mælt á fimm stöðum og styttingin þar var allt frá tveim upp í 30 m. Skaptafellsjökull og Svína- fellsjökull höfðu stytzt um 40 m. að -meðaltali; Heinabergs- jökull rúma 20 m., Fláajökull og Hofsfellsjökull um 35 m. Síðastliðið sumar hafa mikl- ar breytingar orðið á vötnum t. d. falla Heinabergsvötn nú aS mestu leyti í Kolgrímu.“ — Jöklar í Kerlingafj ölium og nágrenni þeirra? „Jöklar í Kerlingafjöllum, norðaustan í Langjölki og Hrúta felli hafa einnig minnkað, en eðlilega nokkru minna en þeir, sem ég hef áður nefnt. í Hrúta felli hefur styttingin numið 45 meti-um síðustu þrjú árin og jökullinn innst í Þjófadölum vestan Fögruhlíðar hefur stytzt um 31 metra á 6 undanförnum árum. Þá ’hefur jökullinn upp af Nauthaga í Hreppamannaf- rétti stytzt mjög mikið síðustu árin, en hann tók litlum breyt ingum s. 1. sumar og yfirleitfc má segja að stytting jöklanna hafi verið með minna móti í ár miðað við það sem verið hefur á undanförnum árum.“ Leslie Brooks Þessi mynd af hinni frægu amerísku leikkonu var tekin af henni í síðustu kvikmyndinni, sem hún lék í.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.