Alþýðublaðið - 15.02.1945, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.02.1945, Blaðsíða 2
s ALÞYÐUBL&ÐIÐ Fimmtudagur 15. febrúar 1945 Ríkinu heimilf að segja leigjendum sínum upp húsnæði ÍtUMVAKP til laga um * breytiiigar á húsáleigu- lögunum kom til þrið.ju um- ræðu á fundi efri deildar al- þingis í gær. Var frumvarpið samþykkt að lokinni umræðu með sjö atkvæðum gegn sex og þannig afgreitt sem lög frá al- þingi.* í frumivarpi þessu er þannig fyrir mælt, að ríkisstjórnin geti sagt upp leigusamningum um húsnæði, sem ríkið hefir eign- azt fyrir 9. september 1941, sé aðkallandi nauðsyn á að rýma fyrir opinberum starfsmanni eða starfsfólki, sem lögskylt er eða óhjákvæmilegt að sjá fyrir húsnæði, eða ef brýn þörf er fyrir húsnæði vegna skrifstofu- halds eða annarrar starfrækslu í opinberra þágu eða vegna ný- bygginga eða breytinga á hús- eignum ríkisins. nn, sem í Frakkla Vegna árshátíðar hárgreiðslukvenna og rakara, sem var í gærkveldi, eru hár- greiðslu- og rakarastöfur lokaðar til kl. 1. e. h. í dag. Viðtal Tið Þorstein EHon Jénsson orusfuflug- mann, sem skofiS hefur niur 7 þýzkar flug- vélar og hloiið hæsfu heiðursmerki E'lNI ÍSLENDINGURINN, sem berst í flugliði banda-. manna er nýkominn heim. Það er Reykvíkingurinn Þorsteinn Elton Jónsson, sonur Snæbjarnar Jónssonar bók- sala hér í bæ. Hann er fliight -lieutenant að nafnbót og hefir getið sér góðan orðstír fyrir dirf'sku og dugnað, enda hefir hann verið sæmdur heiðursmerkinu DFM, eða „Distinguis hed Flying Medal“. Hann er kominn hingað.til þriggja mán aða dvalar og mun starfa hér í brezka flughernum. Hann hefir barizt víða á vígstöðvunum, tekið þátt í niörgum loftorrustum, var imeð, er innrásin var gerð í Frakkland í sumar og barðist einnig frækilega yfir vígstöðvunum í Tunis. Hann hef- ir skotið niður 7 þýzkar flugvélar með vissu, ef til vill fleiri. Þorsteinn hefir einnig farið í marga árásarleiðangra i-nn yfir Ev- róþu og fylgt ffúgvirkjum til sprengiárása meðal annars inn yfir Berlín og Miinchen. ABþmgi í gær: ... '± Verða lögin um skatífrelsi Eimskipa- íélagsins framlengd fil fveggja ára? Hariar umræSur uni máS þetfa í neðri deilci ’p1 RAM ER KOMIÐ á alþingi frumvarp til laga um fram- lengingu á gildi laga frá 7. maí 1928 um skattgreiðslu h. f. Eimskipáfélags íslands, þar sem þannig er fyrirmælf, að lög þessi skuli gilda árin 1945 ag 1946, enda verji félagið tekjuafgangi sínum, þá er það héfur greitt hluthöfum 4% arð, venjuleg sjóðstillög og útsvar samkvæmt framangreind um lögum, til kaupa á skipum eða á annan hátt í þágu sam- göngumála. í greinargerð frumvarpsins segir svo: „Eins og kunnugt er, hefur h/f Eimskipafélag Islands með vissum skilýrðum undanfarið notið undanþágu frá greiðslu tekju- og eignarskatts og frá greiðslu hærra útsvars en 5% af nettó'ágóða, þar sem það hef ur aðsetur sitt. Undanfarið hefur félagið bætt hag sinn, en þrátt fyrir- það virðist ekki ástæða til að fella niður hlunnindi þau, er fé lagið hefur notið. Rétt þykir þó; að ákveðið sé í lögunum, að tekjuafgangi sé Varið eingöngu til samgöngubóta." Má þetta kom til fyrstu um- ræðu á fundi neðri deildar í gær, og urðu um það mikiar umræður. Kvöddu sér hljóðs þeir Pétur Magnússon fjármála ráðherra, Eysteinn Jónsson, Ó1 afur Thors forpætisráðherra, Emil Jónsson samgöngumála- ráðherra og Pétur Ottesen. Pétur Magnússon fylgdi frum ; varpinu úr hlaði af hálfu ríkis- stjórnarinnar og rakti sögu þessa máls í stærstu þáttum allt frá því, að lögin um skáttfrelsi Eimskipafélgasins komust fyrst á. Eysteinn Jónsson flutti langa ræðu og fór hinum þyngstu orð um um afstöðu ríkisstjórnarinn ar til máls þ'essa og ræddi auk þess ýtarlega um rekstur Eim- skipafélagsins. Kvað hann óger legt að átta sig á því, hversu Huthafar Eimskipafélagsins væru margir nú orðið og léí orð um það falla, að örfáir menn réðu lögum og lofum í félaginu. Benti hann á það, að sannazt hefði, að Eimskiþafé- lagið hefði safnað geysigróða á liðnum árum, og sá gróði hefði að sjálfsögðu því aðeins feng- izt, að neyzluvörur almennings í landinu héfðu verið mun dýr- ari en þurft hefði að vera. Taldi ræðumaður, að það væri meira en títið furðulegt, að félagsskap eins og Eimskipafélaginu skyldi heimilað að safna tugmilljóna gróða árlega og binda alþjóð bagga hins háa vöruverðs jafn fram því, sem ríkissjóður verði tugum milljóna til þess að reyna að halda niðri vöruverði í land inu eftir mætti. Kvað Eysteinn Eimskipafélagið öllum öðrum fremur geta greitt skatlta, því að gróði þess væri meiri enn nokkurrar annarrar stofunar í landinu. Fór hann hörðum orð- um um þá stefnu ríkisstjórnar- innar, sem fram kæmi í því að leggja þ'ungá skatta á allan atvinnurekstur en láta jafn- framt stórgróðáfyrirtæki kom- ast hjá því að greiða skatta og vitnaði til fyrri afstöðu stuðn- ingsflokka ríkisstjórnarinnar til þéssa máls. Framhald á 7. síðu. ♦ Fréttamað,ur Alþýðuhiaðsins hMiti Þorstem Jónsson að máli í gær, á heimili Snæhjarnar föð ur hams og ratob&ði við hann um ýmislegít sem á daga hians hief ir drilfið. Þiorsteinn er kornung ur maðiur, 23 ára að aldri, yfir- iætislaus4 ojg karlimannlegur. Hann var klæddur einkennis- búninigi brezíka fluiglherisins, en á hvora öxl hans var saumað orðið „Icelanid“. Þorstteinn kær ir sig lítið xam að tála um það, sem fyrir hann hiefir borðið síð an hann gerðiist fliugmaðiur, en efitir nokkra Btund fer hann samit að seigja fortvitoum frétta manni ýmisieigt um hið ævin- týrafega og á'hætííusama starf orrustufilugmanna, en hann hef ir lengst af flogið Spitfire-vél- xim, en sóðaEÍt flauig hann orr- uistixxíflugvél af gerðinni Must- anig. Úb* SVBesiifttaskéia cireyrar í ferezka — Hvenær fóruð þér utan? „Ég fór til Bretlands í april 1940, en hafði áður stundað nám við menntaskólann á Ak- ureyri og var í 5. bekk þegar ég fór. Fékk ég svo eftir nokkra bið inntöku í hrezka flugher- inn.“ — Iívernig er um Inntöku- skilyrði og nám til þess að verða flugmaður? . „Þau eru mjög ströng,“ seg- ir Þorsteinn. „Læknisskoðunin tpk til dæmis fjórar klukku- stundir, en það tekur að minnsta kosti níu mánuði að verða full- gildur orrustuflugmaður. Svo byrjaði ég í virkri þjónustu í Skotlandi vorið 1941, en þar var lítið u-m að vera, litlar loftórásir og var ég svo fluttur til Suður- Englands, en þá byrjuðu Bretar á skyndiárásum sínum á stöðvar Þjóðverja í Frakklandi og Nið- urlöndum og tók ég oft þátt í þeim. Eg flaxig Spitfireflugvél, en þær eru áreiðanlega ein- hverjar beztu orrustuflugvélár, sem völ er á. Um hríð flaug ég næturo.rrustuflugvél.“ Fyrsta Beftorustan —- Gegið mér frá fyrstu loft- orrustunni, sem þér lentuð í. Var yður ekki órótt og undár- lega innanbrjósts? Þorsteinn E. Jónsson. „Það mun hafa verið í októ- ber 1941, sem ég lenti í kasti við þýzkar flugvélar í fyrsta skipti,“ segir Þorsteinn. „Við höfðum verið í árásarleiðangri í grennd við Lille í Norður- Frakklandi. Við vorum eitthvað 50 Spitfireflugvélar saman, þegar álíka stór hópur Messer- schmjtflugvéla réðist allt í einu á okkur. Ég var sánnast að segja dauðhræddur, en svo mun vera um flesta flugmenn í fyrstu loftori'ustunni. Ég man nú eiginlega lítið eftir, hvern- ig allt fór, allt gerðist með svo skjótum hætti. Ég varð við- skila við félaga mína og varð að bjarga mér upp á eigin spýt ur og það tókst og ég komst heim. En enga flugvél skaut ég niður.“ — Ilvemig var það, þegar þér skutuð niður fyrstu flug- vélina? „Ég Vár þá í Tunís. Það var um það bil, er bandamenn gengu á land í Norður-Afríku. Þennan dag var ég svo heppinn, að mér tókst að granda tvéim þýzkum flugvélum. Við vorum þá miklu fáliðaðri í lofti e-n Þjóðverjar og gerðu þeir iðu- lega loftárásir á flugvöll okk- ar. í fyrra skiptið var ég á lofti, er Þjóðverjar komu og tókst þá að skjóta eina flugvél þeirra niður, er hún ætlaði að ráðast á flugvöllinn. í hitt skiptið var ég á flugvellinum, er þeir komu, en tókst að hafa mig á löft og sá þýzka flugvél af gerð inni' Junkers 8ð, all-Iangt í burtu. Ég elti hana og náði henni eftir um hálftíma flug. Ég hæfði annan hreyfil hennar, en þær eru sem kunnugt er tví- hreyfla. Kviknaði í honum og hrapaði hún til jarðar á fjall fyrir neðan. Nokkrar kúlur frá þýzku flugvélinni komu í ann- an váenginn hjá mér,- en það var samt ekki vei-ra en svo, að ég komst vel heim aftur til bækistöðvarinnar. Annars var ég svo heppinn, að fá að vera í flugsveitinni nr. 111, „Squa- dron 111“, en hún mun hafa skotið niður flestar flugvélai-n ar á þessum slóðum.“ . Krappasti dansinei — Hvernig er það annars að vera í stöðugri lífshættu og geta búizt við því að hraþa logandi til jarðar á hven'i stundu, eða fá hyssukúlu gegnum sig? spyrj um véi’ í barnalegum ókunnug leika. „Maðui' hættir að hugsa um slíkt, enda væri það ómögulegt,“ svai'ar Þorsteinn og brosir. „Þetta verður að vana, eins og hvert annað starf, sem verður að vinna.“ — Hyenær hafið þér komizt í hann krappastan? „Ég held að það hafi verið í árásarferð yfir Frakklandi. Við Fríh. á 7. síðu. 26. ársþing Þjéð- rækniifélags Vesf- ur-í Haldið í Winnipeg 26.--2S. þessa mána^ar Tuttugasta og sjötta ársþing Þjóðræknisfélags Vestur-íslendinga verður hald- ið dagana 26. — 28. fehrúar £ Winnipeg. Dr. Helgi P. Briem, aðalræðismaður íslands i New York og Hjálmar Björnsson rit stjóri verða gestir á þinginu. Fyrsta kvöld þingsins annast Icelandic-Canadian Cluib, þjóð- ræknisdeild ungra íslendinga, og er frú Hólmfriður Daníels- son forseti þess' félagsskapar. Annað kvöld þingsins er árs- mót Winnipeg-þjóðræknisdeild- arinnar, og er Guðmann Levy forseti hennar. Síðasta þing- kvöldið er svo almenn samkoma Þjóðræknisfélagsins undir for- sæti dr. Richards Beck forseta þess. Á þeirri samkomu verður lýðyeldishátíðarkvikmynd Lofts; Guðmundssonar 'sýnd með frá~ sögn dr. Richards Beck. Dr. Richard Beck prófessor hefur birt greinar um lýðveldis hátíðina í blöðum og tímarit- um norskra Ameríkumanna og aðra greín um 'hátíðina í tíma- ritinu „The Friend“ í Minnea- polis. ?> '»■■% V Árni G. Eylands, fox'maðuir Þjóðræknisfélags íslendinga, er nýlega farinn vestur um haf, og. mun hann að sj álfsögðu reyna að korna því við að sitja Þ j óðræknisþihg Vestur-Í slend- inga. ý vegua nýrra síid- ____ ': ií j P RUMVARP til laga um. breyting á lögum frá 25/ sept. 1942 u mað reisa nýjar síldarverksmiðjur kom til þriðju umræðu í efri deild í gær. — Var frumvarpið sam- þykkí með tíu samhljóða at- kvæðum og þannig afgreitt sem lög frá alþingi. Með lögum. þessum er ríkis- stjórninni heimilað að taka iim. anlands lán fyi'ir hönd ríkis- sjóðs að upphæð allt að 20 millj. króna til byrjunarframkvæmda að því að reisa nýjar síldar- verksmiðjur, er hefjist svo fljótt, sem ástæður leyfa. Háfnarfirði aaglýsf D ÆJARSTJÓRASTAÐAN í Hafnarfirði 'hefur nú ver- ið augiýst laus til umsóknar og er umsóknai'fresturinn út- runninn á hádegi næstkomandi þriðjudag. Upplýsingar um launakjör og annað þaA er að starfinu lýtur, gefur bæjarstjórinn í Hafnarfirði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.