Alþýðublaðið - 24.03.1945, Síða 4

Alþýðublaðið - 24.03.1945, Síða 4
AUÞYÐUBLAfMÐ Laugardagur 24, marz. 1945. 4 pá>i|^»bUði5 Dtgefandi Alþýðuflokkurinn Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu Símar ritstjórnar: 4901 og 4902 Símar afgreiðslu: 49Ö0 og 4906 Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h. f. Frelsið það dýrmæf- asfa, sem vðð eigum HINN nýi sendiherra Norð- manna hér á landi, Tor- geir Anderssen-Rysst, er ný- lega afhenti forseta íslands embættisskilríki sín, átti fyrir nokkrum dögum viðtal við ís- lenzka blaðamenn, sem vissu- lega er vert allrar athygli. Þar túlkaði hinn nýi fulltrúi Nor- egs hér á landi vinarhug sinn og skilning í garð fslánds og ís- lenzku þjóðarinnar, en hann hef ir þrisvar áður sótt ísland heim og hefir löngum verið kunnur að vináttu í garð lands okkar og þjóðar. Jafnframt lýsti hann frelsisbaráttu og viðnámi hinn ar hugprúðu norsku þjóðaf, sem enn ber hið þunga ok kúg- unarinnar og kvalanna, en bíð- ur djörf og stórhuga þess dags er henni auðnist að höggva þetta ok af hálsi sér og ganga bugumglöð og hamingjusöm til móts við farsæla framtíð. íslendingar hafa að vonum fagnað skilningi og vinarhug hins nýja sendiherra Norð- manna í sinn garð, er þeir lásu í blöðunum lýsinguna á fögn- uði hans yfir fréttinni um það, að ísland væri orðið sjálfstætt og fullvalda ríki óháð öðrum þjóðum stjórnarfarslega. Tor- geir Anderssen-Rysst hlýddi á frétt þessa með leynd ásamt vinum sínum. ,,Við tókumst í hendur og okkur fannst þetta koma okkur við. Ég man ekki eítir öðrum atburðum þennan dag, því að þessi dagur íslands skyggði á allt annað. Þessi dag ur er mér ógleymanlegur“. Slík orð fulltrúa hinnar norsku írændþjóðar tjá þann hug vin- áttu og skilnings, sem Íslending ar meta mikils. Og sér í lagi finnst íslendingum mikið til um alvöruna og lífsreynsluna, sem bak við þau liggur. s* Þegar Anderssen-Rysst gerði frelsisbaráttu Norðmanna að umræðuefni, mæltist honum á þessa lund: „Barátta sfa, sem við Norðmenn, og raunar allar kúg aðar þjóðir, heyjum í dag, hefir sýnt okkur, að frelsið er það dýrmætasta, sem við eigum.“ Þetta eru orð mælt af alvöru og dýrkeyptri reynslu. Það eru orð mælt fyrir munn hugprúðrar og hugumstórrar þjóðar, sem ann frelsinu og lýðræðinu, en grimmur vargur hefir sótt heim og valdið þungum búsifjum. Norðmönnum, og hinum bræðra þjóðum okkar á Norðurlöndum, var fjarri skapi að gerast aðili að þeim óhugnanlega hildar- leik, sem nú geisar um víða veröld. Þeir þráðu að búa í friði í landi sínu og lifa í sátt við aðrar þjóðir. En þeir máttu ekki þeim sköpum renna, að land þeirra yrði hernaðarvettvang- ur og þjóð þeircra búið dapur legt hlutskipti hernáms og kúg wnar. En Norðmenn hafa sýnt Framfa. á «. ato*. Viðtal viS áttræSan Reykvíking: Hargt hefur á dagana n a IGÆR talaði ég við mann, sem hefur séð Reykjavijk vaxa úr litlu fiskiþorpi og upp í stóra borg, með nýtízku sniði, reri með Þórði Loffmalakoff og Óla pramma, drakk með Sigfúsi Eymundsen og Magnúsi Steph- ensen, hlustaði á Grím Thom- sen og Benedikt Sveinsson eldri, spilaði í þrjátíu ár á harmóníku í brúðkaupsveizlum og á dans- leikjum, var keyrslumaður í 60 ár og sá fyrst pening er hann á 17. ári fékk dal fyrir að stinga upp kálgarð fyrir Pétur biskup Pétursson. Þetta er Þórður í Grjóta, Þórður gamli í Grjóta, eða rétt ara sagt Þórður Þorkelsson, sem fæddist í Grjótabænum í Grjótaþorpinu hérna fyrir 80 árum. 24. marz árið 1865, en þá voru um 18 hundruð fbúar í Reykjavik og bærinn því eins og dálítið fiskiþorp, sem í raun og veru sést nú ekkert eftir af. Við erum búnir að þekkjast í 20 ár, Þórður 1 Grjóta og ég, og honum finnst það víst ekki langur tími af þessari iöngu æfi. En við höfum verið góðir kunningjar, og hann hefur bók- staflega ekkert breytzt á þess- um árum. Hann hefur alla tið verið veðurspámaður minn, eins og þið hafið stundum féng ið að vita, og ég verð að segja það, að hann er glöggur veður- spámaður, fullt eins glöggur og Jón Eyþórsson var þegar hann var upp á sitt bezta. Fyrir alllöngu hittumst við á Arnarhóli, Þórður í Grjóta og ég. Við vorum þar báðir að sleikja sólskinið. Þá fór hann að segja mér frá því, er hann vann að því að leggja skólpræsin .í Austurstræti og þá talaðist svo ti'l milli okkar, að ég skyldi eiga viðtal við hann, þegar hann yrði áttræður, en það verður á morgun, og svo kom hann til min-í gær. ,,Þú mannst ekkert eftir því, þegar við vorum að leggja skólpræsin í Austurstræti, nei vitanlega ekki. Það hafði verið rifist svo mikið ut úr því áður en úr framkvæmdum varð. Betri borgurum fannst iþað vera hin versta bruðlun á fé bæjar- búa að breyta út af venjunní. Áður voru nefnilega bara renn ur í götunum og skólpið úr hús- unum var borið í þær, og það rann eftir þeim í stríðum straumum. Þegar við lögðum svo skólpræsin þá var þetta geysilegt mannvirki, svona á- lika í hugum okkar þá og hita- veituframkvæmdirnar eru í hugum okkar nú. Það var stór- kostleg vinna.“ — Þú ert fæddur í Grjóta- þorpinu? ,,Já, í Grjótabænum. Hann stóð ofarlega í Grjótagötu. Þetta voru eintómir bæir þá, svona á slangli utan i hæðun- um, í Grjótaþorpinu, vestur með Vesturgötu, Selsbæirnir, eitt- hvað við Hólatorg og svo utan í Þingholtinu. Dálítið var og af bæjum í Skuggahverfinu. í miðbænum var nokkuð mynd- aleg húsaþyrping. En þetta er varla hægt að finna nú. í Grjótaþorpinu voru, auk bæj- arins míns, Helgabærinn, Geirs bærinn, Vaktarabærinn og H >11, en neðar var svo Hjallur og þar bjó Pétur hattamakari og svo móðir Ágústs Jósefssonar. Hann Gústi var alltaf bezti drengur. Ingiríður yfirsetukona átti 'heima í Vaktarabænum og með henni bjó Stefán Egilsson, faðir þeirra bræðra Sigvalda tónskálds, Eggerts söngvara og Snæbjarnar skipstjóra. í Geirs bænum bjuggu Geir skómakari og Jóhanna kona hans. — Eg var yngstur 7 systkina, en systkini min eru öll dáin. Pabbi minn var sjómaður og allt mögulegt. Hann var víst fyrst- ur til þess allra manna í Reykia vík að spenna hest fyrir vagn og hann gerðist ökumaður fyr- ir Teit Finnbogason, sem átti heima i litla húsinu við dóm- kirkjuna. Síðar fór hann að aka fyrir Geir Zoéga, Geir gamla. Þegar faðir minn lá banaleg- una, var ég bara 13 ára, og 'hann sagði við mig, að nú yrði ég að aka fyrir hann. Svo vakti hann mig klukkan 3 á nóttunni og þá skreiddist ég fram úr. Ég varð þá fyrst að fara inn að Laugarnesi til að sækja hest- ana, svo varð ég að fara með þá að Geirsbúð og spenna þá fyrir vagninn. Ég vann þetta frá klukkan 3 á nóttunni og til klukkan 7 til 8 á kvöldin, og að afloknu dagsverkinu varð ég svo að fara með hestana 'nn að Laugarnesi. Ég var óskop- lega þreyttur og hræðilega syfjaður og stundum sofnaði ég yfir diskinum mínum.“ — Hverju varstu eiginlega að aka? „Vitanlega mó fyrir reikn- ingsmenn Geirs. Reiknihgs- mennirnir verziluðu nefnilega við Geir og unnu á útvegi hans. Þá var ekki um peninga að ræða. Svo sá hann heimilum þeirra fyrir þörfunum, og með- al þeirra var þetta, að aka món- um úr Vatnsmýrinni og Rauð- arármýrinni heim til þeirra. Ég var í fæði 'hjá fólkinu, en fékfc auk þess sem svargði 2 krónum á dag hjá Geir. Konurnar unnu í' mónum, en mennirnir voru á sjónum. Þær komu labbandi með börnin, annað hvort bund- in á bökin eða hangandi í pils- um sinum, og þær gengu þetta prjónandi í móinn og úr hon- um. Það fólk lagði mikið á sig, og var ægilega fátækt, svo að þið getið ekki gert ýkkur neina hugmynd það. Þá fór ég að drekka brennivín. Ég fékk gott fæði hjá mókonunum og þá var brennivin á borðum allra, fátækra sem ríkra. Það var á- litin nauðsynjavara í þá daga. Fyrsta sopann smakkaði ég hjá Geir. Hann hitti mig einu sinni, er ég var að koma úr vinnunni úrvinda af þreytu og svefn- leysi, og þá sagði hann við mig: „Þú þarft að hressa þig á morgnana, Þórður litli. Ég læt hana ,,Mömmu“ standa á 'borð- inu í skúmum og hann er opinn. Ég skal alltaf láta hana standa þar.“ Hann vildi gera mér gott méð þessu, gamli maðurinn. Þessi aldarháttur var þá. Og ég greip oft á morgnana um þessa hálsmjóu „Mömmu“ og minnt- ist við hana. En svo flóði brenni vínið líka á hinum heimilunum, þar sem ég var í fæði. — Ég man eftir því einu sinni um morgunn, að það var þokusúld á norðan. Ég var á leiðinni inn að Laugarnesi til að sækja hest ana. Þegar ég var kominn inn að Laugalæk vissi ég ekki fyrri til, en ég stóð í læknum upp undir hendur. Ég skreiddist upp úr og inn undir garðbrot, sem þar var og fór úr öllum fötun- um. Ég vatt þau og vatt og fór svo aftur í þau. Aldrei hefur mér fundizt eins vont að fara í nærföt. Svo tók ég hestana og reið fram eftir. Þá varð mér kalt og þá gi-eip ég „Mömmu“. — Ég var svo ökumaður í 30 ár, það er að segja í 60 sumur, Þórður Þorkelsson. þar af í 16 heil ár, fyrst fyrir Geir, svo fyrir Jón Valdason í Skólbænum, Jóhannes Olsen, Lambertsen, Sigfús Eymundsen og síðast fyrir Kristinn hjá Eim skip. Þetta var rólegt starf, en krafðist ástundunar og skýldu- rækni, og ég held, að mönnum hafi ilíkað við mig. Hestarnir þekktu, mig og ég þá. Ég þurfti ekkert að stjórna þeim, þeir héldu sig alltaf réttu megin á TÍMINN birti í gær mjög at- hyglisverða skýringu á sér stöðu þeirri, sem kommúnistar hér tóku til þess skilyrðis Krim fundarins fyrir sæti á ráðstefn- unni í San Francisco, að við segðum möndulveldunum stríð á hendur. Tíminn segir: „í hinu áreiðanlega ameríska stórblaði „The New York Times“ er skýrt frá pví 25. f. m., að Rúss- ar hafi beitt sér fyrir jþví og feng ið því framgengt á Krímarfundin- um, að aðeins þeim ríkjum, sem hefðu sagt Þýzkalandi stríð ó hendur fyrir 1. marz, yrði boðið á ráðstefnuna í San Francisco. — Segir blaðið frá þessu í sambandi við ráðstefniuna, er Ameríkuríkin voru þá að halda í Mexico, en þar mun þetta hafa verið upplýst. Þessar upplýsingar munu áreið anlega verða mönnum fullnaðar- skýring á þeirri afstöðu íslenzku kommúnistanna að vilja láta ís- lendinga ganga að þessu skilyrði. Fyrir þeim vakti ekki að gæta hagsmuna og heiðurs íslendinga, heldur að ganga strax að skilyrð- inu, er var runnið frá hinu er- lenda stórveldi og vafalaust hefir þó frekar beinzt að öðrum en okk ur. Með þessu hefir þjóðin fengið nýja sönnum fyrir undirlægju- hætti þessa flokks, þegar Rússar eru annars vegar. Fyrir hana er þetta þó engin nýjung. Meðan vin- áttusáttmiálinn gilti milli Þjóðverja og Rússa, reyndi hann eftir megni að spilla sambúð okkar við Banda- menn. Þegar svo þessi sambúð hef ir unnið þjóðinni fyllsta rétt til þátttöku í alþjóðasamvinnu, og all ir íslendingar þurfa að haida fram þeim rétti, vill hann lá.ta þá ó- gilda hann með því að lýsa yfir stýrjaldariþátttöku, sem gæti þó aldrei orðið þeim til annars en tjóns og skammar.“ í áframhaldi af þessum um- mælum rekur Tíminn svo, hveraig kommúnistar hafi á götunni, og það vár eins og þeir vissu, hvert þeir ættu að fara í hvert skipti. Auk þess vann ég svo að hreinsun hjá bænum og síðast, en ekki sízt, stundaði ég sjó. Ég reri á hverri vertíð í mörg ár og mér líkaði sjó- mennska vel. Ég var alltaf svo lipur og snaggaralegur. Ég gat til dæmis þotið eins og köttur upp i reiðann á undan öllum öðrum. Einu sinni lenti ég í sjónum. Við vorum á bát undir Stapanum Óli prammi og ég, on Jón Einarsson í Móakoti var formaður. Svo kom vindsveip- ur allt í einu svo að bátnum hvolfdi. Ég var aftur í og hent- ist langar leiðir, og þá varð ég hissa. Ég flaut, með lappirnar tbeint niður og hausinn upp úr- Það var eins og það væri eitt- hvert flotholt í brjóstinu á mér. Þarnar maraði ég, en hinir tveir busluðu og æptu. Svo var okk- ur bjargað. — Síðar var ég lika með Þórði Ma;lakoff.“ — Hvernig var Þórður xLoff- Malakoff? „Hann? Það var bezti maður. Hann vár þrekinn og stór. Ég hef aldrei séð aðra eins vöðva á einum manni. Ég var eins og ketttlingur við hliðina á hon- um, en hann var stirður, óskap lega stirður. Hann var alltaf eins og ljós, en af hann reidd- ist, þá var ekki að sökum að spyrja. Hann dró alltaf netin einn, þar þurfti enginn að leggja hönd að með honum. Framh. á 6 síðis alla lund reynt að spilla sam- búð okkar við bandamenn, með an Rússar voru vinir Þjóðverja, hvernig þeir hefðu stimplað stríð bandamanna gegn nazism anum sem auðvaldsstyrjöld, barizt á móti setuliðsvinnunni og siglingunum til Englands, kennt bandamönnum um loftá- rásarhættuna og kailað hernað arsamninginn landráð. Síðan segir Tíminn: „Menn ættu að geta gert sér ljóst, að þessi afstaða korrunúnista var ekki byggð á íslenzkum hags- muniun. Hún var byggð á því einu að Rússar höfðu þú vináttusátt- mála við Þjóðverja og héldu þá taum þeirra í styrjöldinni. En stefna kommúnista í utan- ríkismálum er hér ekki öll sögð. Þeit hafa átt eitt stórt áhuga- mál á því sviði. Þegar herverndar sáttmálinn var lagður fyrir alþingi fluttu þeir tillögu um, að ekki að- eins Bretar og Bandaríkjamenn, heldur einnig Rússar, yrðu beðnir um að ábyrgjast sjálfstæði íslands. Á þessu máli hafa þeir fyrr að síS ar klifað í tíma og ótíma. Til þess að ábyrgð Rússa á sjálf stæði íslands yrði nokkurs virði, þyrftu þeir að hafa hér hernaðar- lega aðstöðu til jafns við hin vest rænu stórveldi. Hætt er því við, að eftir að 'hafa beðið um slíka ébyrgð og hún hefði verið veitt, myrídi fslendingum verða erfitt að neita Rússum um hernaðarleg- ar bækistöðvar. Það væri sama og að neita þeim um aðstöðu til að geta fullnægt ábyrgðinni. Tilgangur kommúnista með þessu mætti því vera öllum auð- sær. Hefði ísland gerzt stríðsaðili, hefði það jafnframt undirgengizt, að hvað þjóð sameinuðu þjóðanna, sem væri, mætti hafa hér hernaðar lega bækistöð. Ekki er því Ó9enni legt, að Rússar, sem halda uppi miklum og vaxandi BÍglingum fil Ameríku hefðu þá bætet hér í Hnraafe. á 6. s46u.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.