Alþýðublaðið - 13.07.1945, Side 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Föstudagurinn 13. júlí 1945
fUjrijðítbUðið
'Útgefanði: Alþýðnflokkurinn
Bitstjóri: Stefán Fétursson.
Símar:
Bitsjórn: 4901 og 4902
Afgreiðsla: 4900 og 4906
Aðsetur
í Alþýðuhúsinu við Hverf-
isgötu.
Verð í lausasölu: 40 aurar
Alþýðuprentsmiðjan.
Sarnir við sig
BLÖÐ höfuðstaðarins virt-
ust öll ætla að bera gæfu
til iþess að fjalla um handtöku
íslendinganna fimm, sem tekn
ir voru frá borði, þegar Esja
lagði .upp frá Kaupmannahöfn,
þannig, að til sóma væri. En
því miður varð þess skammt
að bíða, að breyting yrði í þessu
efni. Þjóðviljinn, sem forlögin
virðast hafa dæmt til þess að
areifa sérhvert mál af heimsku
og hvatvási, ver verulegum
hluta af lesmáli sínu í gær til
þess að þjóna eðli sínu og inn-
jræti i þessu tilefni. Sannast
einu sinni enn á þessu lánláusa
málgagni. lánlausra ævintýra-
manna, að enginn má sköpum
íenna.
í Þjóðviljinn telur í gær, að
jskrif íslenzku blaðanna í tilefni
af .handtöku Esjufarþeganna
fimm sé „dulbúinn nazistaáróð
ur gegn dönsku þjóðfrelsishreyf
ingunni“ eins og skriffinnar
ihans komast að orði. Heldur
blaðskrípið því fram, að 'blöðin
hafi efnt til hatursherferðar
gegn þjóðfrelsishreyfingunni
dönsku vegna þessa atburðar,
en gert stanz í aðförinni, þegar
frétzt hafi, að Bretar hafi. fram
kvæmt handtökuna en ekki
danskír skæruliðar.
' Skrítffínriar Þjóðviljans eru
áreiðanlega einir um það hlut-
skipti, að líta á hógværa og rÖk
studda gagnrýni islenzku blað-
anna vegna þessa hryggilega
atburðar sem hatursherferð. Og
það, að tali.ð var að danskir
skæruliðar væru við mál þetta
riðnir, þarf engum að vera undr
unarefni, enda mun mikill
meirihluti Esjufarþega hafa.
staðið í þeirri trú. Farþegarnir
á Esju höfðu fengið vegabréf
og heimfararleyfi hjá dönsku
stjórnarvöldunum og brezku
hernaðaryfirvöldunum i Dan-
mörku. Þess vegna var mun eðli
legra, að ólykta, að danskir
skæruliðar ‘hefðu íhandtekið ís-
lendingana firnm, sem teknir
voru frá borði á brottfararstund
Esju frá Kaupmannahöfn, en
þeir aðilar, sem veitt höfðu far
þegunurii leyfi til heimferðar.
Og enn hefir ekkert verið upp-
lýst um það, hvort brezku hern
aðaryfirvöldin þafa hér verið
ein að verki, þótt þau hafi fram
kvæmt handtökuna.
Sú fullyrðing Þjóðviljans, að
blöðin hafi breytt um afstöðu
tfil handtöku íslendinganna
tfimm, þegar vitnaðist, að Bret
ar Ihöfðu yerið þar að verki, er
svo fjarri öllum sanni, að það
má furðulegt heita, að jafnvel
Þjóðviljinn skuli áræða að
kveða upp slíkan sleggjudóm.
Blöðin hafa mótmælt handtöku
þessara manna eiriarðlega ög
Ijgagnrýai hána, með. festu og
þeirra er
.Jir momrföm' 'ííka' áérn betur
-Wfc'hárii ^Shnitíri # það;;feð
handtakariíúvirðist*...hafa:ínrerið
gerð mjög að tilefnislausu. Einn
hinna fimm manna hefir þegar
verið látinn laus og viðurkennt
verið, að hann hafi verið tek-
inn höndum án nokkurra saka.
Og vonandi er, að þess verði
iskammt að bíða, að sakleysi
féLaga hans sannist og þeim gert
auðið að vi,tja ættjarðarinnar
frjálsir ferða sinna með óflekk
aðan mannorðsskjöld hið
fyrsta.
*
ÞjóðviLjinn gerir í gær enn
eina tilraun til þess að gera Ein
ar Olgeirsson, Sigfús Sigur-
hjartarson og Sigurð Guð-
mundsson að þjóðhetjum vegna
handtöku þeirra og Bretlands-
vistar í árdögum hernámsins.
Munu tveir þessara þriggja
manna standa að þessari síð-
ustu tilraun til riddarasláttar.
Er fátt eitt nema gott um það
að segja, að þeir hafi sér ann-
an eins barnaskap til dundurs,
þótt erfiðlega gangi að vonum
að fá frægðarvonirnar til að
rætast. En hitt er alvarlegra, að
Þjóðúilj askriffinnarnir slculi
ekki geta sungið lof um sjálfa
sig án þess að bera jafnframt
lýgi og níð á aðra.
En víst er það hjákátlegt í
meira lagi, að bera saman hand
töku fimmmenninganna, sem
teknir voru frá borði á Esju í
Kaupmannahöfn, Og Bretlands-
vist blaðamanna • Þjóðviljans.
Dönsk blöð munu hafa skýrt
frá handtöku fimmmerming-
anna þann veg, að þar tíafi ver
ið um að ræða flugumenn í
þjónustu Þjóðverja. Þessi áburð
ur hefir þégar reynzt ósannur
um einn þessara manna, og hafa
menn góðar vonir um, að svo
muni einnig reynast um fiesta
eða alla hina, sem enn hafa
ekki endurheimt frelsi sitt. En
brezku hernaðaryfirvöldin á ís
landi voru þess hinsvegar fulil
viss, þegar þau handtóku blaða-
menn 'Þjóðviljans, að þau voru
þar a'ð fjarlægja flugumenn
í þjónustu þeirrar stefnu,
sem spratt af griðasáttmála Jós
efs Stalins, einvaldá Rússlarids
og Adólfs sáluga Hitlers, fyrr-
verandi einvalda Þýzkalands.
*
Annars væri Þjóðvíljanum
sæmst að gera sem minnst að
því, að ræða um fjandskap við
Dani. Ekkert íslenzkt iblað liefir
gert sliíkar tilraunir til þess að
níða og lasta hina dÖnsku
bræðraþjóð okkar og forustu-
menn hennar og einmitt Þjóð-
viljinn. Afstaða hans til Dana
er íslendingum til meiri van-
sæmdar en orð fá lýst. En hóg
vær og rökstudd gagnrýni ís-
Ienzkra blaða ó atferli danskra
skæruliða, sem þegar hefir sarin
azt, að kunna illa með vopn
sín að fara, eins og’ Þjóðviljan-
um ætti nú að vera orðið ljóst
ef hann væri skrifaður af and-
lega heiltorigðum mönnum, er
þjóð okkar hins vegar vissulega
ekki nema til sæmdar.
Hnappar
yfirdekktir
H. TOFT
Skólavörðustíg 5. Sími 1035
Hirniingsrspjöld
Barnaspítalasjóðs / Hrings
, ins rfást í verzlun. frú
Ágústu Svendsen, Áðal
stræti 12 'í)l3 OTU§™ITI
m, ÖBusckm’J.
J3S
i'isrf
i aeg junnm go
...'jy. JíUTij 'iu
031*
sent skip eru kennd við
PLIMSOLL OG SIGURJÓN
eru nöfnin á tveimur þing
mönnum, öðrum brezkum, en
hinum islenzkum, er með staxfi
sínu og baráttu fyrir auknu ör-
yggi og bættum útbúnaði skipa
hafa áunnið sér þá viðurkennr
ingu, að nöfn þeirra eru notuð
ti'I' að tákna ásigkomulag skip-
anna, er á sjónum sigla ,hvort
sem þau eru vel eða illa úr
garði gerð.
Plimsoll var á yngri árum
sínum lánlítill kolakaupmaður,
er bjó í fátækrahverfi Lundúna
borgar niður við skipanaustin.
Það var þá oft, sem hann sat
hjá sjómönnum og heyrði þá
segja sitt af 'hverju af ferðum
sínum og sinni hörðu lífsbar-
áttu. Oft heyrði hann þá segja
sömu söguna eitthvað á þessa
leið: — Skipið var sent á stað
í kolómögulegu standi, með það
fyrir augum að það kæmist
aldrei til ákvörðunarstaðar síns.
En 'áður var skip og farmur vá-
tryggður fyrir miklu meira en
þáð kostaði, því það var ekkert
■tap fyrir útgerðarmennina á
því að missa okkur sjómanna-
ræflana.
Eftir að hafa hlustað á slík-
ar frásagnir, dreymdi. Plimsoll
á nóttunni um útgerðarmenn,
er sökktu skipum sínum,
drukknaða sjómenn og skips-
flök um öll höf. Þetta varð til
þéss að hann ásetti sér að beita
sér fyrir þvi að bæta úr þessu
öryggisleysi á sjónum. Það varð
honum til happs, er á leið, að
hann græddi. á verzlun sinni
svo að efni hans leyfðu honum
að sinna þessum hugðarefnum
sínum. Hann notaði allar tóm-
stundir sínar til að kynna sér
sem bezt ástandið í siglingamál
unup, því það var ekki að hans
skaþi að hefjast handa fyrr en
hánn væri nokkurn veginn viss
í sinni. sök. Hann sá fljótt, að
meinið var fólgið í því, að ekk-
ert eftirlit var með neinu. Skipa
eigendur héldu skipunum við
eins og þeim sýndist, hlóðu þau
eins mikið og hægt var að láta
tolla á þeim og ekki nokkur að
gæzla á því, hvernig farminum
var komið fyrir.
Plimsoll dró að sér sönnun-
argögn eftir mætti og skrifaði
um ófremdarástandið í blöðln í
þeirri von, að slíkar daglegar á-
minningar verkuðu til bóta.þeg
ar til lengdar léti.
Hann talaði einnig á manna-
mótum og kom með ásakanir
og sannanir, sem koma Englend
ingum til að blygðast sín erin
þann dag í dag. Hann spurði,
hvers vegna þessar manndráps
kollur fengju að láta úr höfn.
Fyrir þessar ræður sinar varð
Plimsoll 'þekktur og vel Liðinn.
Það var vitnað í harin í sam-
bandi við öll illa útbúiri skip og
þar kom að lokum, að mann-
drápsbollarnir voru nefndir í
höfuðið á honum.
PlimsoLl sá fljótt, að hinn
rétti vettvangur fyrir sig til að
fá umbótum komi.ð á, voru þing
salirnir.
Það liðu fjögur ár áður en
hann fékk nokkra áheyrn hjá
þinginu. En Plimsoll gaf sig
ekki. Hann skrifaði bók u'm ,,sjó
mennina okkar“, þar sem hann
lýsti öllum þeim staðreyndum,
er hann hafði. kynnt sér.
Fremst í bókinni birti hann
kort yfir skipsströndin, þar sem
svartur depill sýndi öll þau
o, or höíðu farizí og
Jjp ESSI GREiN, sem segir
frá tvedmur þekktum
talsmönnum sjómanna, öðr-
um brezkum/ hinum ís-
lenzkmn, birtist nafnlaus í
Sjómannadagsblaðinu fyrir
rúmum mánuði síðan. Hefur
Alþýðublaðið Ieyft sér að
prenta hana upp úr því.
skyldu löggjafarvaldsins til að
grípa í taumana. Þá var lýst or-
sökinni að þessum miklu skipa
sköðum, of fámenn skipshöfn,
mishleðsla og ofhLeðsla, skip
i'lla úíbúin, vélvana og ekkert
tillit tekið til sjóhæfni, er þau
voru smíðuð.
Plimsoll -vakti eftirtekt á
því, að þetta væri öðruvísi með
farþegaskipin, þar væri meira
eftirlit með öllu, og þess bæri. að
krefjast að sama gilti um flutn
ingaskipin. Hann sýndi frarii á,
að á 11 ára tímabili, er hann
reiknaði með, hefðu farizt til
jafnaðar um 800 sjómenn ár-
lega.
Bókin vakti almenna athyg’li,
en þingmenn voru henni and-
vígir. I reiði sinni stökk Plim-
soll upp úr sæti sínu og hét á
Disraeli að fórna ekki á þennan
hátt þúsundUm mannslifa. Og
hann hélt áfram þrumandi
röddu:
,,Ár eftir ár sendum vi.ð
hundruð dáðrakkra drengja í
opinn dauðann. Konur verða
ekkjur og börn þeirra föðurlaus
til þess að nokkrir samvizku-
íausir braskarar, er hvorki ótt-
ast guð né menn, geti hrúgað
saman peningum . .
Það var þá, sem Plimsoll
tókst að vekja þingið^ Hann var
óspart hylltur fyrir þessi um-
mæli. Þegar hann að lokum
komst aftur að, hélt hann á-
fram, skjálíandi af hrifningu:
,Það eru skipaeigendur hér í
Inndinu, sem aldrei kaupa sér
nýtt skip, hvað þá heldur a®
beir láti byggja ný skip, menn.
sem réttast væri að kalla skipa-
slaktara. Eg er ákveðinn að af-
hjúpa þessa þorpara, sem senda
sjómenn okkar út í opinn dauð-
ann.“
Fjölmennir fundir voru haldn
ir víðs vegar um landið, þar
sem krafizt var nýrra siglinga-
iaga og það var ekki einungis
verkafólkið, sem hyllti Plim-
soll fyrir frammistöðuna á
þingi, heldur jafnvel aðals-
mennirnir. Svo fór, að Iands-
stjórnin sá sér ekki fært að
þverskallast og að lokum voru
nýju siglingalögin samþykkt.
Piimsoll hafði sigrað, en það
einkennilega var, að Disraeli
forsætisráðherra reyndi á síð-
ustu stundu að tiíeirika sér
heiðurinn, þvi hann sagði, a@
stjórnin hefði ekkert gert fyrr
en sterkt almenningsálit hefði
verið á bak við hana.
Eitt af. hinum góðu ákvæð-
um í hinum nýju siglingalöguœ
var það, að hleðslumerki skyldi
vera á hverju skipi, og skyldi
hafa góðar gætur á að ekki yrði
hlaðið upp fyrir það. Vegna
tilrauna Disraeli að tileinka sér
tíeiðurinn af endurbótunum.
stakk eitt gamanblað upp á.
oví, að hleðslumerkið skyldi
kallað Disraelis-merkið, en svo
Framlh. á 6. sáöu„
W
: tTyggirigásvikuffi; Á^éftír-1 fðri- j
ixnála .itíri sMpsst:röridin,. .;koiiöú;
krtflar.ium AÍéttgr^anitök skipp
eigenda
BJÖRN SIGFÚSSON háskóla
bókavörður ritar í síðasta
'hefti Helgafells athyglisverða
grein um samtök með bókasöfn
um. Vitnar hann í þyí sam-
bandi í tillögu Jakobs Bene-
diktssonar um þetta mál, en
hann hafði ritað um þetta
merka grein í Frón, þar sem
m. a. segir svo:'
,,Til þess að koma þessu í fram
kvæmd væri eflaust bezt að koma
á fót eirihvers konar yfirstjórm
alla bókasafna, annaö hvort sem
sjálfstæðri stofnun eða nefnd em-
bættismanna frá söfnunum sjálf-
um. Slík stofnun ætti :að vera um
leið eins feonar bókfræðileg mið-
stöð íslendi.nga. Hún ætti að leita
aðstoðar helztu sérfræðinga þjóð-
arinnar um bókaval í sérgein-
um þ.eirra . . . skipuleggja bóka-
lán frá öðrum löndum, útveg.un
Ijósmynda af bókum ' o.g tímarits-
greinum, sem örðugt væri að fá
léðar o. s. írv.“ Hann telur koma
til mála að ^gerbreyta starfshátt-
um lestrarfélaga í sveitum. Það er
lolf dýrt, að 10—15 lestrarfélög
í sýslu kaupi að 'mestu Sömu bæk-
urnar á hverju ári, lesi þær einiu
sinni og láti þær síðan annað hvort
fara í niðurníðslu eða selji þær.
Það ætti að vera hægt að koma
iþví 'svo' fyrir, að í tstaðinn væru
keypt. |far,andbókasöfji j. fyrir a!Ia
'sýsluina, sem' skipt væri svo um á
ákve%SÉín mSiím^miUi hrepþánna
7T".",riáiu3sýnIégFað íháfá éTnEvérjá
sem :eðliieigást)værL? að
■ífiSM»þókisafeipu-.1,ÞarJ ættu
|iri ................‘ *
stað og verða um. „leið. iippistaða
.raop mmín arllo'
í 'bókaeign þess. Sýslubókasöfnint
gætu þá smátt og smátt færzt f
þá átt að verða að verulegium rnið
bókasöfnum. Eins þyrfti að vera
hægt, einkum í strjálbýlii hér-
uðum, að ljá einstökum mönnum:
eða hópum manna lítil farand-
ibókaisöfn, isamsett eftir óskum láa
þega; sem væru annað ihvort isend:
iþeim .beint eða um 'hendur sveita
bókasafns. Þetta ,gæti ekki sízt or®
ið að gagni, ef eirihver einn. mað-
ur eða félagsskapur, t. d. náms-
floikkur eða ungmennafélag, vild-u.
kyinna *sér nánar ákveðið efni, ea
skorti toækur um það. Við slík far
andbókasöfn yrði því einkum um
fræðibækur að ræða . . Næsta
skrefið væri að sameina öll sýslu
'bókasöfn og stærri siöfn undir
einni stjórn, svo að hægl?' væri að
fcoma á sama fyrirkomulagi um
allt land. Við það mundi sparast
mikil fyrirhöfn og kostnaður, þvi
að þá væri hægt að sameina öll
'kaup á einn stað; bæði á bókum,
bókbandi og öðru, sem bókasöfniii
þyrfltiu á að halda. Slík miðstjóm.
mundi einnig vera hentug, ef ekki
nauðsynleg, vegna þess, að allur
þorri bókasafnanna yrði a. m. k.
fyrst í stað að vera án sérmennt-
aðra starfsmanna. En .sé sama faista
•bókasafes'kerfið um allt land, er
‘hægðarleikur áð búa smásöifn svo
í riendur viðtakanda, að viðunandi
Svipaðar. aðferðir ha|p
‘scsartn ta&it .*5blim^ap ííSíítM
...h Hér er reiíftð. merfcilegt feútí
að veita verðskulcíaða athygk.
.«»38Cjrgo avojpfw.