Alþýðublaðið - 13.07.1945, Qupperneq 7
Föstud^gurinn J.3,jjýJÍ
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Bcerihn í dag.
Næturlæknix er í Læknavarð-
stofunni, sími 5030.
Næturvörður er í Ingólfsapó-
teki.
Nlæturakstur annast Áðalstöðin,
simi 1383.
ÚTVARPIÐ:
20.25 Útvarpssagan: „Jónsnxessu-
ihátíð“ eftir Alexander Kiel
land (Sigurður Einarsson).
21.00 Hljómplötur: Oktett eftir
Stravinsky.
21,15 Erindi í. S. í. (Benedikt G.
Waage).
21.35 Hljómplötur: Söngvar eftir
Hugo Wolf og Richard
Strauss.
22.00 Fréttir
22.05 Symféníutónleikar (plötur):
a) Symfónía í D-dúr, nr..
98, eftir Haydn. b) Píanó-
konsert í D-dúr, K. 537 eft
ir Mazart.
Fréttakvikmynd
Óskars Gíslasonar, Ijósmyndara
verður sýnd í kvöld í síðasta sinn
kl. 11.30 í Gamla Bíó. Hefir Osk-
ar nú bætt við nýrri fréttamynd,
sem marga mun fýsa að sjá, en
hún sýnir komu Esju hingað og
móttökur iþær, er farþegar og
skipshöfn fengu hér. Ætti fólk að
athuga að þetta verður síðasta sýn
ingin á fréttakvikmyndum Óskars
nú um hríð.
Dr. Skadhange hjá rík-
isdjórainoi
Frh. af 2. siðu.
um stríðsárum. Þar hefði eig-
inlega ekki ríkt neyð, eins og
t. d. með norsku frændþjóð-
inni. En á einstökum sviðum
hefði vöruskortur nálgazt
hreint neyðarástand, svo sem til
dæmis hvað fatnað snerti. Þar
var um verulegan skort að !
ræða, einkum meðal hinna
vinnandi stétta og barna. Kvað
hann klæðaburð fólks á síðari
árum hafa verið lakari en tíðk-
aðist meðal fátækustu verka-
manna á öldinni sem leið. í ann
an stað kvað hann feitmeti hafa
skort mjög og lyfjavörur, eink-
um olíur og lýsi. Þær rúmar
200 smálestir lýsis, sem íslend-
ingar hefðu gefið, sagði hann að
svöruðu til eðlilegra barfa Dana
í heilt ár, og þær 40.000 flík-
ur, sem sendar voru, kvað hann
hafa bætt úr mjög brýnni þörf.
Loks kvað hann sér það per-
sónulega ánægju, vegna náinna
kynna og tengda við ísland, að
vera falið að færa íslendingum
þakkir Dana. Myndu Danir ekki
einungis meta gjöíina sjálfa,
heidur enn meira það hugarfar, -
sem hún lýsti, og væri þó eng-
inn efi á því, hvert áták það
væripaf. jafn-fámennri þjóð, að
safna. meira en 4 millj. króna
á einum tuttugu dögum. Að lok
um árnaði hann hinu unga ís-
ienzka lýðveldi allra ‘heilla.
Jafnframt færði hann forsæt-
isráðherra bréf frá utanríkisráð
herra Dana, Cristmas Möll-
er, þar sem enn á ný eru bornar
fram þakkir Dana fyrir gjöfina
og það hugarfar, er henni liggi
að baki, en eins og kunnugt er,
hafði utanríkismálaráðherrann
áður sent forsætisráðherra
mjög vinsamlegt þakkarskeyti.
Annað bréf færði dr. Skad-
hauge forsætisráðherra frá
J. Bíilow, forseta danska rauða
krossins, yfirborgarstjóra K,-
hafnar, þar sem bornar eru
fram þakkir fyrir gjöfina, sem
eigi aðeins hafi glatt dönsku
þjóðina vegna þess vinarhugar,
'sem henni fylgi, heldur bæti
eínnig úr brýnni nauðsyn.
Forsætisráðherra þakkaði
kveðjurnar.
Eins og skýrt var frá
í Alþýðublaðinu síðast lið-
inn laugardag, lézt Oddur
Björnsson, lengi prentmeistari
á Akureyri s.l. föstudag í
sjúkrahúsi hér í Reykjavík.
Hann var fæddur að Hofi í
Vatnsdal hinn 18. júlí 1865, og
var honum því einungis fárra
daga vant á áttrætt, þá er hann
iézt.
Foreldrar hans voru Björn
;rá Marðargnúpi í Vatnsdal,
Oddsson frá Stærra-Árskógi í
Eyjafirði. Björn frá Marðar-
gnúpi var mikill hagleiks- og
snyrtimaður. Móðir Odds var
Rannveig Sigurðardóttir . f rá
Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, ágæt
KOna.
Oddur dvaldi heima að Hofi
til 19 ára aldurs, en fór síðan
til Reykjavíkur og lærði prent-
iðn í Ísafoldarprentsmiðju. En
24 ára gamall fór hann svo til
Kaupmannahafnar, og réð ís-
lenzka stjórnardeildin hann í
haskólaprentsmiðju Schultz, þar
sem margar baékur voru prent-
aðar á íslenzku og ennþá mun
hafa íslenzkan prentara. Hann
stárfaði í prentsmiðju þessari
til ársins 1901 — eða í 12 áx
samfleytt, en fluttist til Akur-
eyrar frá Kaupmannahöfn og
hóf þar prentsmiðjurekstur.
• Rétt fyrir aldamótin hóf
Oddur hina merku útgáfustarf-
semi sína, fór að gefa út Bóka-
safn alþýðu, og hefur ekki
óðrum mönnum farið betur úr
hendi slík útgáfa, þegar á allt
er litið. í safninu voru gefnar
út þessar bækur, sem ég man
eftir í skjótum hasti: Þyrnar
Þorsteins Erlingssonar, hin
fyrsta útgáfa af þeim, bók
þeirra dr. Helga Pjeturss og dr.
Finns Jónssonar um Grænland,
Lýðmenntun dr. Guðmundar
f'innbogasonar, Eiríkur ^ Hans-
son, 1.—3. bincíi, Lýsing íslands
éftir prófessor Þorvald Thor-
oddsen, fyrsta útgáfa Íslands-
lýsingar. Ennfremur stafrofs-
kver handa börnum og Barna-
gu'llið, sem varð afar vinsælt.
Þær bækur mun séra Jónas
Jónasson, sagnaskáldið og
fræðimaðurinn, hafa tekið sam-
an. Þá voru gefnar út í þessu
safni nokkrar merkar þýðingar,
svo sem hin frábærlega vin-
sæla Urania, Blástakkar Karls
konungs, eftir Topelius í þýð-
ingu Matthíasar Jochumssonar,
og Sögur frá Síberíu eftir Koro-
lenko, merkileg þýðing eftir
unga íslenzka menntamenn.
Frágapgur þessara bóka, papp-
ír, prentun og band, var með á-
gætum, eftir því, sem þá gerð-
ist, og í sumum bókunum voru
vel prentaðar myndir..
Það var að miklu ieyti. fyrir
áeggjan Guðmundar læknis og
seinna prófessors, Hannessonar,
að Oddur hóf prentsmiðjurekst-
ur á Akureyri. Guðmundur
Hannesson var þar þá læknir,
og var hann og er óhugamaður
um þjóðmál og bókmenntir,
ekki síður en um heilbrigðis-
mál. Gaf Oddur út fleiri bækur
á Akureyri heldur en þær, sem
hann taldi til Bókasafns alþýðu,
og má þar til að mynda nefna
Þjóðsögur hans. Af þeim kom
ekki út nema eitt bindi, en
Oddur hafði safnað allmiklu af
slíkum sögum, sem síðan voru
birtar í Grímu. Þá má minnast
þess, að Oddur Björnsson gaf út
fyrstu bækur Gunnars Gunnars-
sonar og mun hann hafa séð
tápið í þeim pilti. Nokkru
eftir 1920 varð Sigurður, sonur
Odds, meðeigandi í prent-
verki föður síns, og árið 1942
tók hann alveg við rekstri
hennar, enda var þá faðir hans
maður 77 ára gamall og farinn
að heilsu Sigurður er hinn
nýtasti maður, starfsmaður
mikill og drengur góður, og
samstarf beirra feðga við Þor-
stein M. Jónsson, mun hafa létt
Þorsteini, œm um hríð var
emna merkastur bókaútgefandi
á Jandi hér, -útgáfustarfsemina
á byrjunarstigi, og sáu þeir
það fljótt, að Þorsteinn er vit-
ur macur ug bókelskur.
Saga Odds Björnssonar á
sviði bókaútgáfu og prent-
menntar er lítt sögð hér, en
mun síðar verða gerð fyllri og
skemmtilegri af öðrum, sem
meira þekkja til, og nú skal
lauslega vikið að ýmsum störf-
um Odds, utan prentverks hans
og bókaútgáfu.
Vegna sérþekkingar sinnar og
smekkvísi á prentverk og enn-
fremur trúmennsku sinnar og
undirhyggjuleysis var hann ár-
ið 1922 fenginn til þess af ríkis-
stjórninni að rannsaka sitthvað
erlendis til undirbúnings stofn-
unar ríkisprentsmiðju. Dvaldist
hann í Þýzkalandi og víðar er-
iendis í sambándi við þetta, og
sendi hann árið 1924 skýrslu til
stjórnarinnar um málið.
Oddur Björnsson kynntist
samtökum og samstarfi danskra
Anaðarmanna, og varð hann
einn helzti hvatamaður að
stofnun iðnskóla og iðnaðar-
mannáfélags á Akureyri. Var
liann lengi formaður iðnaðar-
mannafélagsins 'og síðan í
stjórn, þó að hann léti af for-
mennskunni. Hann var séinna
í ’ðnráði, og heiðursfélagi Iðn-
aðarmannafélags Akureyrar
varð hann á sjötugsafmæli sínu
1935. Tvisvar fékk hann eða
prentverk hans verðlaun á iðn-
rýningum fyrir prent’iðn. Hann
var um hríð í bæjarstjórn Ak-
/ireyrar, og sjötugur var hann
kjörinn heiðursborgari Akur-
eyrar. Hann safnaði miklu af
bókum, og gaf hann Akureyr-
arbæ —- eða bókasafninu þar,
mörg þúsund bindi árið 1935 —
eða þegar hann var sjötugur.
Sama ár varð hann riddari af
Fálkaorðunni, og árið 1938
stórriddari. '
Oddur Björnsson kvæntist
Ingibjörgu Benjamínsdóttur á
Ivaupmannahafnarárum siínum.
Ingibjörg er mikil kona og góð.
Þau eiga fjögur börn: Séra
Björn O. Björnsson, núverandi
prest á Hálsi í Fnjóskadal og
ritstjóra Jarðar, Sigurð prent-
smiðjustjóra og prentsmiðjueig-
anda á Akureyri, Þór, forstjóra
í Véla og varahlutadeild KEA,
og Ragnhéiði, kaupmann á
sama stað.
Oddur Björnsson var fríð-
ieiksmaður, og hann var hvort
tveggja í senn, snyrtilegur með
afbrigðum og sérstaklega hressi-
iegur í hreyfingum og spengi-
legur fram á efstu ár og léttur
á fæti. Hann hugsaði allmikið-
um andleg mál, og kom glögg-
lega fram hjá honum þrá
manns'ins til þess að sigrast á
dauðanum, iá, ég hygg, að þess-
um mikla fjör- og þróttmanni
hafi veitzt örðugt að sætta sig
við það, að kerling Elli gerði
hann að kararmanni, og að hann
hafi stundum lagt mjög mikið
að sér á efri árum sínum til
bess að þreyta á vissan hátt
kapp við hin miklu rögn, sem
ráða og gera óhjákvæmilega
hrörnun líkamans. Þeir eru til,
sem segja, ég skal ekki, en
orautina allra verður samt
hver að feta frjáls sem tregur,
eins og Hallgrímur sagði á
sinni tíð.
Ég hitti Odd Björnsson fyrst
nær hálfsjötugan árið 1929. Þá
i taiaði ég meira við hann en ég
1 hef getið um hingað til, — því
Hjartans þakkir færum við þllum, sem auðsýndu okkur sanÞ
úð og vinarhug við andlát og jarðarför
Margrét EyjóSfsdéttir
frá Vestmannaeyjfim.
Fyrir hönd
barna, íengdabarna, barna-barna og systkina
Gréta Illugadóttir.
Okkar 'hjartkæra móðir, tengdamóðir og amma
Ingiieif Itöagitúsdóttir
andaðist í sjúkrahúsi 12. þ. m.
Friðleifur Friðriksson, Halldóra Eyjólfsdóttir,
Karlotte Friðriksdóttir, Ögmundur Elimundarson,
Valtýr Friðriksson, Svava Tryggvadóttir,
Ása Friðriksdóttir, Ólafur Einarsson
og barna-þörn.
að mér fannst sitthvað þannig,
aðv það væri tveggja manna og
ekki þriggja. En svo var sém
hann vildi gjarna við mig tala,
eða kannske réttara sagt, láta
mig á sig hlusta Hann sagði
mér þá sitthvað og sýndi mér
margt. Seinna hitti ég hann að-
eins snöggvast. Þá sátum við
saman í brekkukorn'i. Ég sat
lengur en hann, en hann gekk
um kring, talaði við mig og
benti mér þetta og hitt — og
allt átti það sinn endurhljóm
hið innra.
Mér varð mikið um stórhug
hans og fjölhyggju, f jör hans og
andstöðu við hin eyðandi öfl til-
verunnar. Ég varð þess áskynja,
að þá er hann kom til íslands,
þrjátíu og sex ára gamall, þá
höfðu islenzkir hugir og íslenzk
framvinda verið honum nokk-
uð smástíg, og ég skynjaði það
glögglega, að samfara stórhug
og óvenjulegum hugmyndum
hafði hann verið sérlega raun-
sær og .gerhugall um það, sem
mátti tryggja hagsmuni þess,
sem hefur eitthvað með hönd-
um, — en í rauninni allt verið
honum þröngt og dauft, já,
sums staðar dautt. Og mér virt-
ist, þegar ég kynntist honum,
að þá væri byrjuð að þrengja
að honum lögmál jarðneskrar
tilveru — fyrir alvöru. Njóta
sín ekki á sínum beztu árum,
eiga svo að falla, þegar rýmk-
afist um ha,ginn og hugann.Og
hvað getur þá orðið, og hvað
verður þá okkar starf um eina
stutta mannsævi? Enga hugsun
fann ég hjá honum, sem ekki
átti sér merkilegan tilgang,
jafnvel þó að hún kæmi fram í
fljótgerðu og að því er virtist
lítt merku formi — pg stundum
færi krókaleiðir. En sumar há-
timbraðar og seglin hvít og
glóandi í sól.
Svo er þá Oddur Björnsson,
einn af þeim mönnum, sem ég
mun alltaf muna, sem hefur
unnið sitt verk hér af .miklum
sóma, og ég vildi svo gjarnan
hitta í Feginsbrekku þar, þar
sem vonandi er bæði nóg
andrúmsloft og olnbogarúm.
En sitthvað, sem hann hefur
hér unn'ið, bað mun lifa og bera
sinn ávöxt í kynslóðum þeim,
sem koma og koma og fara og
fara.
Guðm. Gíslason Hagalín.
Félagslíf.
VALUR!
Sjálfboðavinna við Valsskál-
ann um helgina, farið frá Arn-
arhvoli á laugardag kl. 2.
Lögreglan fær Irær
nýjar bifreiðar
\T ÝLEGA hefur bæjarráS
heimilað lögreglunni, að
selja eina af bifreiðum þeim,
sem hún hefur haft í notkunn,
sem er orðin mjög slitin og úr
sér gengin, en í staðinn hefir
verið fengnar tvær nýjar bif-
reiðar, sem eru taldar mjög
fullkomnar og þægilegar. Hafa
þær nú verið einkendar meS
merki lögreglunnar og málað-
ar grænar eins og aðrar bif-
reiðar hennar.
;
Kjékbiúitda
5 litir.
Verzluitin Unnur
(Horni Grettisgötu og Bar-
ónsstígs).
Á GULLFOSS af kaffi og
kökum fæ mest
og cakaó í skömmtunum
vænum
Lengst af öll afgreiðsla líkar
þar bezt
þar lang-mest er salan í
bænum