Alþýðublaðið - 13.07.1945, Síða 8

Alþýðublaðið - 13.07.1945, Síða 8
e ALÞYÐUBLAÐIÐ Fösiudagtirmn 13. jiilí 1945 -TIARNARBlÓae Draumadís (Lady in the Dark) Skrautmynd í eðlilegum litum Ginger Rogers Ray Milland Wamer Baxter Jon Hail Sýning kl. 5, 7 og 9. _ BÆJARBfÓ Hafnarfirðf. Asl í skömmtum t (You Can’t Ration Love) Amerísk söngva- og gamanmynd. Betty Rhodes » Johnnie Johnston Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. PÉTURSSEL var gamalt eyði kot fyrir ofan Húsavík, og var gömul hjátrú á foví, að , ekki mætti byggja það upp, því að af því stöfuðu harðindi (!) Því var það árið 1780, er þáverandi Húsavíkurprestur (séra Þorlák ur Jónsson) tót byggja upp kot þetta, að 'bændur tóku ,sig sam- an og brutu það niður nýfcyggt. Urðu þeir siðan að láta úti 20 rd. við séra Þorlák, en kctið hélt áfram að vera i eyði. Samt komu móðuharðindin rétt á effir! / (Eftir Djákna-annálum/. Hann leil á hana, íhugandi og ibygginn. Það var hér um bil eins og hann hefði rennt grun í, hvað hún var að reyna að toga upp úr honum. Það var skrítið, að hún kunni. alls ekki við sig í névist hans, og þó var þetta sonur hennar. „Nei“, sagði hann. „Ég átti of annríkt til iþess að sýsla við slíka hluti.“ „Ég geri ráð fyrir, að þú hafir farið i ötll Vinarleikhúsin.“ „Ég fór tvisvar eða þrisvar í leikhús.“ „Sástu þar nokkuð, sem mér gæti orðið gagn að?“ „Það datt mér ekki i hug að setja á mig.“ Þetta svar hefði getað verið dálítið hvatskeytlegt, ef hann hefði ekki fcrosað um leið og hann sagði þetta. Júlía furðaði sig enn á þvi, hve lítið at fegurð Mikaels 'og þokka hemnar hann hafði erft. Rautt hárið var fallegt, en Ijós bráhárin gáfu andlitinu ■tómlátan‘svip. Og guð mátti vita, hvaðan drengur, sem átti slika foreldra sem hann, fékk þetta kauðalega vaxtarlag. Hann var orð- inn átján ára, nærri fullvaxta maður.. Hann var ekki heldur gæddur neinu af leiftrandi, fjöri henn- ar. Hún gerði sér í hugarlund, hvernig hún myndi hafa lýst ævin- týrum sínum og lífi, ef hún hefði verið sex mánuði í Vínarborg. Já, hamingjan góða — hún, sem þegar var búin að semja langar sögur um lifið hjá móðiLr sinni og Köru systur hennar — sögur, sem fólk hló sig máttlaust að. Allir sögðu, að þetta væri á við beztu leiksýningu, og sjálfri fannst henni, að frásögn hennar mundi taka margri leiksýningunni fram. Hún sagði. nú Roger þessa sögu, Hann Mustaði á hana og brosti dauflega, en í 'hjarfa sinu fann hún, að honum þótti hún ekki nærri því eins smellin og henni sjálfri. Hún andvarpaði svo lítið bar á. Honum var gefin sú gáfa að sjá, hvað spaugilegt var. Svo lét hann orð falla, sem leiddi talið að nýja leiknum, „Nú á dögum.“ Hún lýsti fyrir honum efni leikritsins og útskýrði fyrir honum meðferð sína á hu tverki því, sem hún fór með. Hún sagði honum einnig, hverjir færu með hin hlutverkin og lýsti búning- unum og skreytingunni á leiksviðinu. Þegar þau voru að ljúka við að borða, flaug henni í hug, að hún hafði hér um bil einvörðungu talað um sj'álfa sig og sin á- hugam'áil. Hún vissi ekki fyllilega, hvernig því vék við, og allt i einu skaut upp þeim grun, ,að Rorger hefði beint talinu' í þá átt af ásettu ráði til þess að losna við að tala um sjálfan sig. En hún hafnaði þeirri skýringu. Hann var ekki, nógu kænn.til þess. Þegar þau voru setzt inn í stöfuna og farin að hluista á út- varpið, gafst henni tækifæri til þess að skjóta fram þeirri spurn- ingu, sem hún hafði haft reiðubúna allan tímann. „Hvað hefurðu nú i huga að leggja stund á?“ „Ég veit það ekki. Ekkert liggur á.“ „,Þú veizt, hvað ég er fáfróð um þessa hluti. Pabbi þinn seg- ir, að viljir þú verða málaflutningsmaður, þá ættir þú að snúa þér strax að því að lesa lögfræði, þegar þú kemur til Cambridge. Langi þig á hinn bóginn meira til þess að ganga í þjónustu utan- ríkismálaráðuneytisins, verðir þú að leggja stund á nýju málin.“ Hann horfði svo lengi á 'hana, þögull og ihugandi, að Júilía var alveg að missa þolinmæðina. „Ef ég tryði á guð, myndi ég helzt vilja vera prestur.“ „Prestur?“ Júlia gat varla trúað eyrum sínum. Það setti að henni sáran leiða. En svar hans náði lökum á huga hennar, og á svipstundu sá hún hann í anda sem kardínála, búandi í höll í Róm, þar sem allt var þakið dásamlegum' málverkum og ótal prelátar veittu honum auðmjúka þjónustu. Og aftur sá hún hann sem helgan mann rneð mitur á höfði og í gulLsaumuðum ski-úða, veitandi fá- tækum lýð brauð til að seðja hungrið. Sjálf stóð hún álengdar, klædd rósasilki og með perlufesti. _ NÝJA BIO __ mmm GAMLA BlÖ _ Kínverska stúlkan Þrfr bllar (China Girl) (Thrae Hearts for Julia) Spennandi mynd með Amerísk músikmynd með GENE TIERNEY LYNN BARI og GEORGE MONTGOMERY Melvyn Douglas Ann Sothern Lee Bowmann Bönnuð fyrir börn. Sýnd kl. 7 og 9. Sýnd kl, 7 og 9. Fálkmn í Mexico (Ihe Faloon in Mexico) Sjómannabrellur Fjörug mynd full af skemmtilegum söngvum. Donald Woods Elyse Knox Afar spennandi mynd með Tom Conway og Mona Marris Sýnd kl. 5. Sýnd kl, 5 H „Það var ágætt á sextándu öld,“ sagði hún. „En nú er það orðið of seint.“ „Það er hverju orði sannara.“ „Ég skil ekki, hvernig þú hefur getað látið þér detta þetta í hug.“ Hann ianzaði engu, og hún varð aftur að segja eitthvað. ,,Ertu ekki ánægður með lífið?“ ,,Fullkomlega.“ „Hvað er það, sem þú saknar?“ Aftur ILeit hann á hana. Það var erfitt að segja, hvort hon- um var alvara í 'hug, því að það voru brosviprur kringum augun. „Raunveruleiki,.“ ',¥^1 GULLIÐ ÆVINTÝRI ÉFTIR CARL EWALD „Heyr á emdemi!“ hrópaði örninn. „Lítilfjönlegur og dauður málmur þykist ætla að skipa loftfaranum fyrir verk um. Hvað eruð bið og hvað er ég? Ég uni mér hér ekki lengur, — skrafið eins og ykkur lízt fyrir mér. Ég kann sög ur ykkar utan að og nenni ekki að hlusta á þær lengur.“ í þessu þandi hann vængi sína og hóf sig til flugs. — En skömmu seinna, þegar Annar gulidalurinn var byrjaður að tala, settist öminn á stein þar skammt. frá og hlustaði ésarnt rinum; ,,Ég get ekki verið eins skemmtilegur og embættis- 'bróðir minn,“ sagði Annar gulldalurinn. „Ég hefi ekki gegn umgengizt eins margt og hann. Tilvera mín hefir lengst af verið ósköp ömurleg, því ég hefi mestallan tímann ver- ið lokaður niðri i kistu,“ „Það var leiðinlégt,“ mælti járnið. „Ég hafði haldið, að gulldálirnir væm alltaf í veltunni. Hvaða gleði getur það verið fyrir nöfekurn mann að eiga gulldali og nota þá ekki?“ . ;■ ■ ■ 7THE RESCUE PLANE BRIN6INS SCORCHy AND STORM 5TARR ...HAS ASRIVED AT SCpRCHV'S BASE -— á'MlmlSii' Rog.Ö.S. Prt.OB. AP N.wsWurM yýT~rVQ>j J OEC/ ;/*'.< iT UF/..vbutL HAVE : L/DV THIv.X’.N' WE ■INyT USED TO HAViN1 v WIMAAJN' AEOUND/ IV. B (Flugvélin, sem m. a. flytur þau Örn og stúlkuna, hefur nú lent í bækistöðvum Arnar). AMERÍKANI: Sjáðu bara, -- hún er eins og Betfy Grable! ANNAR AMERÍKANI: Nei, — hún er heldur eins og 'Dorothy Lamour! ÞRIÐJI AMERÍKANI: Ég hef ekki séð Ihvítan kvenmann í mörg ár. , * ,

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.