Alþýðublaðið - 17.07.1946, Side 5
ALÞYÐUBLAÐIÐ
3
Miðvikudagm-, 17. júlí 1946.
Heimsókn í viðurstyggð yðileggingarinnar. — Þar sem
manndrápsbylur Bakkusar hefur geisað. — Slitið gam-
almenni í þrotlausri leit.
EG SKOÐAÐI stað í gær, sem
ég mun aldrei gleyma. Þetta
var íbúð, sem lögreglan hafði lok-
að nóttina áður og rekið út íbúana
og gesti þeirra. Ég reyni ekki að
lýsa útliti þessarar vistarveru, en
aðra eins viðurstyggð hef ég ekki
augum litið — og hélt satt að segja
ekki að hún fyrirfyndist hér á
landi. Og þó fannst mér ekki það
verst, sem ég sá með líkamlegum
augum, ef svo má að orðum kom-
ast. Hitt var hryggilegra — miklu
hryggilegra. Loftið var mettað af
hörmunum, við veggina loddi bik-
svört óhamingja. Úr hverjum krók
og kima blasti við mannleg niður-
læging.
GÓLFIN VORU þakin brotnum
flös'kum. Þau litlu húsgögn, sem
immu hafa verið til þarna einhvern
ififcna voru brotin og brlölmluð og
klæðisdruslur gtansandi af óhrein-
indum. Innanum þetta lágu brauð-
sneiðar heilar og hálfar, harðfisks-
bitar, smjörlíkisklínur, vindlinga-
bitar. 'Þetta er hægt að pnenta —
annað ekki. Og þetta var þó ekki
verst, eins og ég sagði. — Ég hitti
gamlan mann, sem ekki hafði ver-
ið tekinn í vörzlu 'iögreglunnar.
Hann riölti þarna um beygður ógæfu
Binni, slitinn niður í rót, riðandi,
óhreinn og fálmandi með titrandi
höndum.
EITT SINN var hann til fyrir-
myndar í þessari sjómannaborg og.
hvers manns hugljúfi og enn er
hann góður drengur, sem enginn
vill kasta steini að. En ógæfan
'dundi yfir hann og hans nánustu,
og nú er svo komið að hann getur
ekki fengið að vera frjáls og held-
ekki hans nánustu. Ég sá mynd á
veggnumi. Hún var það eina sem
mér virtist vera hreint þarna inni.
Það var mynd af konu gamla
mannsins. Hann brosti til mín og
sagði. „Hún var ung þegar myndin
var tekin.“ Svo sýndi hann mér
aðra mynd. Hún var af steinbryggj
unni. ,,|Það eru margar góðar minn-
ingar tengdar við þessa bryggju,"
sagði hann um leið og ég kvaddi1
hann og stifclaði út, en hann varð
eftir einn í sorpinu, fyrir sundruð-
nm gluggarúðum. Þegar ég kom út
sá ég hann eigra eirðarlaust fram
og aftur eins og hann væri að leita
inni í þessari viðurstyggð, að ein-
hverju, sem hann hefði týnt fyrir
löngu og gæti ékki fundið.
ÞARNA HAFÐI bölvun áfeng-
ins unnið úrslitasigur yfir ætt. Lög-
reglustjóri og lögregiuþjónn, sem
fylgdust með mér sögðu að gamli
maðuri'nn og synir hans væru eyði-
lagðir, menn, sem ættu tafarlaust að
fara í sjúkarhús. Hvaða sjúkrahús?
Hvar er staður fyrir svona menn?
Hvað þýðir að loka íbúð ef hvergi
er annar staður? Ástæðan fyrir því
að lögreglustjóri lokaði íbúðinni og
handtök íbúana og gestina var sú,
að þarna hefur ekki verið húsfrið-
ur í mlörg ár. Fyrir nokkru kvikn-
aði í íbúðinni en tókst að slökkva
fyrir snarræði utanaðkomandi
manna. Þarna hefur verið hreiður
fyrir úrkast borgarinnar í nokkur
ár og ekki minna gengið á um næt-
ur heldur en um daga.
STUNDUM HAFA vesalingarnir
legið í portinu þarna fyrir utan
ósjálfbjarga eða verra en það. Fólfc
í nágrenninu hefur haft um orð að
reyna að komast burt vegna ólifn-
aðarins. Þetta hefur verið eins og
gróðrarstía hins aumasta sem fylg-
ir okikur mannskepnunum. Hvað á
hið opinbera að gera undir svona
kringumstæðum? Það á að útrýma
svona stíum. Ef það er ekiki1 gert
sýkja þær umhverfi sitt. Starfið á
að miðast við líkn en ekki hefnd.
Hefndin sem sjálfskaparvítið skap-
ar er næg.
EN ÞVÍ MlDUR er þetta ekki
eina dæmið um niðurlæginguna,
rústirnar og eyðilegginguna, sem
manndrápsbylur Balkkusar skilur
eftir í þessari borg. Grátandi smá-
börnum er .bjargað úr mannlausum
bröggum, sjö ára börn eru vega-
laus á knæpum bæjarins þar, sem
þau sníkja sér bita, drukknar mæð-
ur reka börn sín út undir nætur og
þau flækjast klæðlaus, soltin og
'köld um göturnar. Þetta er til. Og
hver er sá sem getur sofið meðan
hann veit af þessu við næstu dyr.
Hannes á horninu.
I
Unglinga
vantar til að bera út ALÞÝÐUBLAÐBÐ
í eftirtalin hverfi:
AUÐARSTRÆTI
TALIÐ VH) AFGREIÐSLUNA. — SÍMI 4 9 0 0. |
Alpýðublaðið.
Auglýsið í Alþýðublaðinu
1 byjun fyrra mánaðar var lýðveldið endurstofnað á ítalíu, eftir að ýmsir erfiðleikar höfðu verið
sigraðir og Umberto hrökklazt frá völdum. Á myndinni sést einn ráðherrann flytj,a ræðu í ræðu-
stólnum til hægri, og við hlið hans öldungur með fána fyrsta ítalska lýðveldisins.
Lýðveldisstofnunin á Ítalíu.
Yfirnaaður h|arnorSKUifBÍraunannas
William Blandy aðmíráll.
O RUSTUSKIPA-AÐMÍR-
’ ÁLLINN“ er ekki lengur
til i sama skilningi og áður, og
meira að segja arftaki hans,
„flugvélaskipa-aðmírállinn“ er
að hverfa i skugga nýs manns í
flotanum, , ,kjarnorku-aðmíráls-
ins“. Wllliam H. P. Blandy er
fyrsti kjarnorkuaðmíráll ame-
ríska flotans. Það féll í hans
hlut að stjórna mikilvægustu
tilraun, sem um getur í sögu
nýtízku sjóhernaðar, því að
hann á að stýra kjarnorkutil-
rauninni, sem flot'i, landher og
flugher Ðandaríkjanna mun
framkvæma. Þessi úrræðagóði,
fljótskarpi maður, sem áður
hefuir uinnið erfiðustu störf fyr-
ir flotann af hinni mestu forsjá
og dugnaði, veit fullkomlega hve
mikilvægar ályktanir má draga
af áhrifum kjarnorkusprengn-
anna á herskipin.
Nú er hann fulltrúi Nimitz
aðmiráls og hefur umsjón með
starfsemi flotans viðvíkjandi
kjarnorkusprengjum og nýjustu
skotvopnum. Hvatleikur er það,
sem maður veitir fyrst eftirtekt
í fari mannsins, þó að andlits-
drættirnir séu að jafnaði í
skorðum. AugUn eru þó
mjög rannsakandi. Hiann verður
56 ára i júní (er ungur af jafn
háttsettum sjóliðsforingja að
vera) og litur út fyrir að vera
tíu árum yngri.
Blandy aðmíráll er fæddur í
New York. Faðir hans var kaup-
sýslumaður; afi hans, dr. Willi-
am Henry Purnell (sem hann er
heitinn eftir) var forseti Dela-
were College, sem nú er Há-
skólinn í Delawere; langafi hans
var sjóliðsforingi og tók þátt í
styrjöldinni milli Bandaríkj-
anna og Mexíkó.
Blandy er vel til stöðu sinnar
fallinn, þvi að árið 1939 stýrði
hánn einni stórfelldustu athug-
un á áhrifum sprengna á her-
skip, sem ‘gerð hefur verið.
Hann var látinin taka við stjórn
Utha (sem var eyðilagt síðar í
Pearl Harbour), gamals orustu-
skips, sem var breytt í skot-
spón í tilraunaskyni. Utha lét í
haf og næstu þrjú missiri var
10 000 sprengjum, fylltum
vatni, skotið að skipinu, en 1000
GGREIN þessari skýrir
Sidney Shalett frá
Blandy, aðmírál, sjóhernaði
hans, skoðunum og spádóm-
um víðvíkjandi kjarnorkunni
og minnist á, hvílíkum bylt-
ingum hún kunni að valda á
sviði sjóhernaðar. — Eins og
greinin her með sér var hún
rituð áður en tilraunin við
Bikini-ey var gerð, er leiddi
í Ijós, að kjarnorkusprengjan
er herskipum ekki eins skæð,
og álitið var.
þeirra hæfðu í mark. Einnig var
tundurskeytum skotið að því frá
kafbátum og mannlausum flug-
vélum, sem stjórnað var þráð-
laust.
Blandy aðmíráll varð ekki
mjög uppnæmur, þegar jap-
önsku flugvélarnar sveimuðu
yfir skipi hans úti fyrir Oki-
nawa.
*
„Þetta var nú allt heldur
slæmt,“ segir aðmírállinn. Hann
stjórnaði skipinu frá stjórn-
palli, sem var varinn þykkum
stálplötum. Yfir sjónopin voru
lögð þung net i varúðarskyni, en
hainn vissi aldrei, hvað i vænd-
um varj Vatnssprengjurnar
voru 54 pund, og venjulega
gerðu þær holur i þilfar skips-
ins, ef þeim var sleppt úr nægi-
legri hæð. Við eina æfinguna
komu 60 holur í þilfarið og
Blandy leyfði foringjunum að
hverfa hrott úr klefa sínum í
hvert skipti, sem sprengja
bryti þakið fyrir ofan þá.
Á Utha var venja að skjóta
niður mannlausu flugvélarnar,
og alltaf mátti búast við því,
að hrennandi flugvél steyptist
niður á þilfarið.
Blandy fánn, að kenningin
um að kasta bæri sprengjum á
:skip á siglingu úr mikilli hæð,
var röng, en að rétt var að
varpa sprengjunni úr lítilli
hæð úr steypiflugvélum eða að
sleppa lofttundurskeytum yfir
skipunum.
Samkvæmt þessu voru loft-
varnir skipulagðar af ameriska
flotanum á Kyrrahafi, og þegar
Blandy varð hergagnastjóri
(Chief of Ordnance) árið 1941,
lét hann koma fyrir miklum
fjölda iloftvarnabyssna í herskip
unum, hvar sem þvi varð við
komið.
Þegar hann hætti hergagna-
stjórninni snemma árs 1941,
var almennt talið, að hann
mundi takast á hendur að stýna
deild orustuskipa. í stað þess
varð hann stjórnandi herflokks,
sem skyldi jöfnum höndum
starfa á landi cg legi. Hann stóð
fyrir stórskotahríð áður en
gengið var á land á eyjunum
og vann hið mjög svo v.anda-
sama verk, að stjórna ofurhug-
um þeim, sem syntu yfir til ó-
vinanna og komu sprengiefni
fyrir á neðansjávartundurdufl-
um og hindrunum. .
Þegar gengið var á land á
Iwojima, hafði hann umsjón
með stórskotahríðinni, sem
dundi á eynni áður en herinn
sté á land. Hann var sannfærð-
ur um að nauðsynlegt væri að
vera ekki ýkja langt frá landi,
ef auðnast ætti að þagga niður
i byssum óvinanna. Hanin skip-
iaði þvi skipuinum i flotadeild-
inni stöðugt að „close the range“
(nálgast marl|ið). Tóku menn
hans þá að kalla hann „Close
the Range“ Blandy.
*
Blandy er maður mjög hug-
prúður. Við Qkinawa var hann
vanur að halda ráðstefnur á
stjórnpallinum. Þegar japönsku
flugvélarnar flugu yfir, sást að-
mírállinn lesa einkaritara sín-
um fyrir, berjandi þilfarið
tgremjulega með stafnum sínum
eða ræða hernaðaráætlanir við
formann forirugjaráðs síns.
í hvert skipti, sem hann ræð-
ir kjarnorkusprengjutilraunina,
sem fram á að fara á Bikiniey,
leggur Blandy áherzlu á sam-
vinnu landhers, flughers og
flota við tilraunina. Sjálfur eigi
hann „að afla allna þeirra upp-
lýsinga, sem Bandaríkjunum og
Frh. á 6. sífu. '