Alþýðublaðið - 23.01.1947, Page 4

Alþýðublaðið - 23.01.1947, Page 4
Fiinintudagnr, 23. jan. Í947. fUj>(jðttbla&Í& Útgefandi: AlþýSuflokkurlnn Ritstjóri: Stefán Pjetarsson, Simar: Ritstjórn: símar 4901, 4902. Afgreiðsla og anglýsingar: 4900 og 4906, Aðsetur í Alþýðuhúsina við Hverf- isgötu. Verð í lausasölu: 50 aurar. Sett í Alþýðuprentsmiðjunni Prentað í Félagsprentsm. Flónslegt aðkasf. ÞJÓÐVILJINN í gæv er rað reyna að slá Steiniþór Guð 'onundsson til iriddara fyrir athugasemdir hans við reiikn inga Reykjavikurbæjar, og «er ástæða tii þess að ætla, að Steiniþór ihafi sjálfur verið .þar að verki, því að ‘lofið er svo hilálegt, að það er ótrú- legt, iað samherjar hans hafi samið það háð, enda vitað ,-mál, að stjarna Steinþórs hefur verið dækkandi á himni itommúnista að undanförnu. En iþað er ekki látið sitja við loíið um Steinþór Guð- mundsson og lýsinguna fögru á hinum „alkunna dugnaði -og samvizkusemi“ hans. Jafn framt ér reynt að níða bæjár íulltrúa Alþýðuflokksins, Jón Axel Pétursson, enda vitað má'l, að kommúnistar hafa Alþýðuflokksmenn á heilanum þessa dagana venju fremur, og kenna þeim ■ófaiir sínar. Þykir komm- úmistum lítið til koma gagn- xýni Jóns Axels á reikning- um bæjarins, enda varla við öðru að búast, því að þeir eru meira en lítlu góðu vanir frá .Tiínum „duglega og samvízku sama“ Steinoóri Guðmunds- rsyni. Klykkir þátturinn af ♦Steinþóri út með spurningu wim það, hvernig Jón Axel megi vera að því að „gagnr sýna íhaldið“ þar sem hann sé , framkvæmdjistjóri þess fyrir bæjarútgerðina ásarnt ■Sveini Benediktssyni og full- trúi þess við ráðstvjfun á Camp Knox. t- Þeir, sem fylgzt hafa með störfum bæjarstjórnar Reykjavíkur, munu auðveld lega geta um það dæmt, hvor sé skeleggari á þeim vett- vangiii, Jón Axel Pétursson eða Steinþór Guðmundsson, og þarf ekki um það að fjöl- yrða. Hitt er táknrænt fyrir málflutning kommúnistia, að Þjóðviljinn skuli halda því íram, að Jón sé „fulltrúi íhaldsins“ við ráðstöfun á Camp Knox og framkvæmda stjóri þess fyrir bæjarútgerð ina. Skriffinnum Þjóðviljans ætti að vera innan handar að •afla sér upplýsinga um hið ■sánna í þessum málum, ef þéir hefð,u á því einhvern áhuga. Legðu þeir á sig í því sambandi! lítilfj örlega fyrirhöfn, myndu þeir sann- færast um, að Jón Axel Pét- ursson var á sínum tíma kosinn framkvæmdastjóri hæjarútgerðarinnar með at- kvæði Ingólfs Jónssonar, fulltrúa kommúnista í sjáv- arútvegsráði bæjarins, og kosinn til að anna.it ráðstöf- Tóiilistaísýningiii mikill viðburður. — Dagnaður og framtakssemi forustumannanna. — Hlutverk áhugamannanna og skyldur almennings. — Sím- talagjöldin. — Hækkanir koma of fljótt til frani- kvæmda. — Um bifreiðaþjófana. TÓNLISTARSÝNINGIN er enginn smáviðburður í listalífi Reykjavíkur. Pegar fyrst var talað um að koma henni á fót, voru margir vantrúaðir á að það tækist, því að svo virtust erfiðleikarnir vera miklir í vegi forgöngumannanna, sér- staklega vorum við sjálfir held- ur fátækir af sýningarmunum, en að sjálfsögðn varð að reyna að fá muni erlendis frá til þess að sýningin gæti orðið góð og þar virtust erfiðleikarnir vera mestir. En þetta hefur tekizt vonum framar. Jón Leifs er dugnaðarforkur. Hvað mundi hann ekki geta framkvæmt, ef hann hefði tvo til þrjá menn með sér, sem væru eins og hann? PARNA HAFA ýmsar hend- ur unnið að þó að ég nefni að- eins formann sýningarnefndar, enda hefur að sjálfsögðu hvílt mest á honum af starfinu. — Hér er mjög vaxandi áhugi fyr- ir alls konar tónlist, og er því ekki að efa, að tónlistarsýning- in verður sótt af Mlfu almenn- ings. Það er heldur ekki nóg að fáir utvaldir sýni ódrepandi á- huga fyrir listaþroska almenn- ings. Hann verður sjálfur að viera þátttakandi og styðja liverja viðleitini af ráðum og dáð. Hér eru flestar sýningar i vel sóttar. Þess munu til dæm- is fá dæmi, að málverkasýning- ar sæki- færri en þúsund manns. Hér mun og sama verða raunin. SÍMANOTANDI skrifar mér þetta bréf: „Ég varð undrandi, þegar ég fékk síðasta síma- reikning minn. Hann var fyrir síðastfi ársfjýrðung 1946. Sam- kvæmt augl|fsingum átti að hækka símtaííÉg'jöld og yfirleitt öll gjöld frá áramótum að því sem mér skildist, og svo hygg ég að hafi verið um fleiri. Þar á meðal átti að hækka greiðsl- ur fyrir viðbótarsamtöl í sjálf- virku símununi. Þau áttu að hækka úr tíu aurum upp í fimmtán aura. Þegar reikning- urinn kom til mín voru mér reiknuð viðbótarsamtölin, sem ég notáði fyrir síðasta ársfjórð- ung 1946 á fimmtán aura. SAMKVÆMT MÍNUM skiln- ingi er þetta ekki léyfilégt. Hækkunin átti ekki að gahga í gildi fyrr en um áramót, það er, að maður átti ekki að greiða símtölin méð hirm hækkaða verði fyrr en frá 'átamótum, enda er það alveg eins dæmi, áð fólki sé tilkynnt eftirá hvað það eigi að greiða. í öHum tilfellum er manni tilkynnt vérð á vör- um fyrírfrám, og býst' ég ekki ] við að ríkisfyrirtæki geti verið þekkt fyrir að taka upp aðra siði í þessu efni. Annað væri siðleysi í meira lagi.“ AF TILEFNI bifreiðaþjófn- aðanna, sem átt hafa sér stað undanfarið og stöðugt virðast fara í vöxt, var mér að detta í hug hvaða liegningu slíkir þjöfar féngju. Ég ólít nefnilega að bifreiðaþjófar eigi að fá all- méiri dóma en aðrir venjulegir smáhnuplarar. í flestum til- fellum er hér um fulla flæk- inga og skemmdarvarga að ræða, sem aðeins stela bifreið- unum til þess að gera beinan óskunda og skemma og ákaf- lega oft valda þeir stórtjóni á farartækjunum, sem eigendur bifreiðanna fá aldrei bætt jafn- vel þó að þeir fái bifreiðina greidda við kostnaðarverði eða viðgerðina, sem þarf að fara fram á henni. ÞAÐ GETUR VEL verið, að ýmsum þyki þetta ósanngjarnt, en þetta er nú mín skoðun. Ég tel ekki að bifreiðaþjófarnir séu í sama flokki og til dæmis þeir, sem fremja smáinnbrot og smáþjófnaði, og eru þeir þó bölvaðir. Hér er um ótuktir að ræða, sem ekki ber að taka á með neinum silkihönzkum. Heimilisblaðið VIKAN, 4. tölublað er komið út með forsíðumynd frá hátíðarsýn- ingu Leikfélags Reykjavíkur. Þá flytur blaðið grein um Guðrúnu Indriðadóttur leik- konu og margar myndir með þeirri grein. un á Camp Knox með at- kvæði Sigfúsar Sigurhjartar sonar, fulltrúa kommúnista í bæjarráði. Jón Axel er bví ekki fremur fulltrúi íhalds- is við þessi störf en komm- únista, og er það vissulega hjákátlegt í meira lagi. að Þjóðviljiinn skuli telja það sakarefni, að Jón Axel hafi á hendi trúnaðarstörf, sem fulltrúar kommúraista h-afa meðal annarra kjörið hann til. Þjóðviljdnn fær heldur ekki skilið annað, en Jón Avel sé „starfsmaður íhalds- ins“ þar eð hann sé hafnsögu maður í Reykjavík. En leyf- ist að spyrja: Er Steúnþór Guðmundsson þá ekki á sama hátt starfsmaður í- haldsins, þar eð hann gegnir kennarastöðu í bæjarfélagi, þar sem íhaldið er í meiri- hluta, og var Sigfus Sigur- hjartarson á sínUrn tíma þá ekki á sama hátt starfsmaður íhaldsins? Hatrið á Alþýðuflokks- mönnum skín á margan hátt út úr Þjóðriljanum, en árás- in á Jón Axel Pétursson er þó kannski eitt. af skringileg- ustu sýniishornum þess. Væri ekki nær fyrir Þjóðvíljann að láta við það sitja, að hlaða oflofi á Steinþór Guð- mundsson, þótt frammdstaða hans á bæjarstjórnarfundum sé ekki aðsópsmeiri en það, að yfirbragð Sigfúsar Sigur- hjartarsonar ber þess vitni, að hann þoli sára önn fyrir þerman saimlierja sfcpjn? • ; r;ðh Gjörið glugga- og hurðapantanir ykkar tírnanlega fyrir vorið. Þær eru afgreiddar nákvæmlega eftir því, sem þær berast. Trésmiðjan EI K, Mávahlíð við Hagamel. Sími. 1944; Pósthólf 843. og Hafnarfirði Nú er kominn hinn rétti tími til að skipuleggja nýju skrúðgarðana í kringum húsin ykkar og eins að lagfæra þá gömlu. Tökum að okkur að skipuleggja skrúðgarða í ákvæðis- og tíma- vinnu. Uppl. í síma 1327, frá kL 3—5 e. h. r Þórkell Arnason, blómafræðingur. Höfum fyrirliggjandi vel þurrt og gott reið- ingstorf til einangrunar. Verðið mjög hagkvæmt. Torf er álitið bezta og ódýrasta ehrgr- unarefnið, sem nú er völ á. Byggingafélagið Brú h.f. . Sími 6298. áugifsið í Alþýðublaðinu. \rantar tii að bera Alþýðublaðið til áskriíenda í eftirtöldum hverfum. Njálsgötu Bræðraborgarstíg Talið við afgreiðsluna. iUþýðublaðið, simi 4900 -?rrril kí mL. i—Úi j t Hiíajri ai'M 8fi ibc} uu'xu

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.