Alþýðublaðið - 21.02.1947, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.02.1947, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Föstudagur, 21. fet>r. 1947; í annaS sinn á feinni viku: fí Á SUNNUDAGINN verð- ur cand. teol. Pétur Sigur- geirsson, sonur biskupsins yfir íslandi, vígður til prests, en hann hefur verið ráðinn aðstoðarprestur um eins árs skeið hjá séra Friðrik Rafn- ar vígslubiskpi á Akureyri. Séra Friðrik Rafnar hefur sökum veikinda og að lækn- isráði sótt um leyfi frá preststörfum um eins árs skeið, og samkvæmt beiðni hans hefur Pétur Sigurgeirs son verið ráðinn aðstoðar- prestur hjá honum þennan tíma, og verða honum greidd laun úr ríkissjóði. Pétur mun fara norður strax að aflok- inni vígslu. Eyrbekkingafélagið gefur Eyrarbakka- kirkju pípuorgel. E YRREKKIN G AFÉL AG- IÐ í Reykjavík hélt aðalfund sinn í Röðli fimmtudaginn 13. þ. m. Fundurinn var mjög vel sóttur og fóru þar fram skemmtiatriði, auk venju- legra aðalfundarstarfa. Félagið hefur það á stefnu skrá sinni’, að halda við kunningskap Eyrbekkinga, sem búsettir eru hér í Reykja vík, og að halda sambandi við æskustöðvarnar. Það hefur ákveðið að gefa Eyrarbakka- kirkju vandað pípuorgel, er mun koma til landsins nú í vor. Barnablaðið „Æskan“ 1.—2. hefti er komið út. í blaðinu eru greinar, sögur og Ijóð og margar fallegar mynd- Pélur Sigurgeirsson vígður á sunnudag Verllajr aðstoðar- prestur á Akureyri. ufanríkismál hrakin á aiþingi --------«------- Þingmenn þelrra báru að þessu sinni ekki við að verja lygarnar. -------------♦------- Á FUNDI SAMEINAÐS ÞINGS í gær rak Bjami Benediktsson utanríkismálaráðherra í annað sinn í þessari viku vísvitandi ósannindi um utanríkismál ofan í komm- únista. Voru það í þetta sinn ummæli og ásakanir í Þjóð- viljanum í garð ríkisstjói’narinnar varðandi viðskiptasamn- ing við Tékka. Báru þingmenn kommúnista ekki einu sinni við að verja þau ummæli blaðs síns eftir að utanríkismála- ráðherrann hafði flett ofan af þeim ósannindum, sem í þeim voru falin. Yfirlýsing utanrókismála- ráðherrans var á þessa leið: „Út af ummælum í Þjóð- viljans 19. febrúar, þar sem ásakanir eru bornar fram vegna þess, að samn- inganefnd skuli ekki hafa verið send til Tékkóslóvakíu jafnhliða því, sem nefndir voru sendar til Sovétríkj- anna og Bretlands, skal þetta tekið fram: Á fundi utanrikismála- nefndar hinn 10. þ. m., þar sem rætt var um þessar sendifarir, spurði, sam- kvæmt fundargerðinni, Ein- ar Olgeirsson á þessa 'leið: ,,Ég vil leyfa mér að spyrjast fyrir um það, hvort þessi samninganefnd eigi einnig að fjalla um samninga við Tékkósllóvakiu.1 ‘ Þessu svaraði Bjarni Bene- diktsson utanrikismálaráð- herra á þessa leið: ,,Út af fyrirspurn um samningana við Tékka, vil ég geta þess að núgildandi við- skiptasamningur rennur út um mánaðamótin. Hefur ver- ið ráðgert, að sendiherra [Pétur Benediktsson] komi við á Praha á 'leiðinni austur, eða hafi samband við stjórn- ina til bráðabirgða, en end- anlegir samningar yrðu ekki gerðir fyrr en sýnt er, hvem- ig fer með hina stærri samn- inga. Þetta sýndist ekkert ó- skynsamlegt, ef tékkneska stjórnin féllist á það. Ef ekki er gerð athugasemd við þetta, mun sendiherranm, sem nú er í Róm, hafa sam- band við stjórnina i Praha og leita eftir samkomulagi um þetta.“ Hvorki Einar Olgeirsson né neinn annar fundarmanna gerði neina athugasemd við þetta og tóku þó ýmsir síðar til máls, þar á meðaH Brynj- ólfur Bjarnason fyirv. ráð- herr.a. Samjkvæmt þessu varð ekki litið öðruvisi á en svo, að allir utanrikismálanefnd- armenn og aðrir þeir, sem staddir voru á þfssum fundi, væru ríkisstjórninm sammála um, að þessi háttur á samn- ingagerðinni við Tékka væri eðlilegastur. í siamræmi við iþað var svo Pétri Benediktssyni þegar sama dag símað og hann beðimn um að hafa samband við stjórnina í Praha til að koma þessu ifriam. Mun sendi herrann að sjálfsögðu gera það á þann veg, sem hann télur vænlegastan, en hann er þessa dagana að Ijúka samnimgagerðum við stjórn- ina í Róm fyrir hönd islenzku s tj órnar innar. ‘ ‘ Einar Olgeirssom tók ekki til máls, en hlustaði gneypur á, er utanríkismállaráðherra rak ofan í blað hans ósann- indaviaðalinn vegna samninga gerðarinmar við Tékka, en frá Einari munu hinar heimsbulegu ásakanir Þjóð- vilijans vera komnar. Síjórn Verkalýðsfé- lagsins Víkings í Mýrdal var öll endurkosin. VERK ALÝÐ SFÉL AGIÐ VÍKINGUR í Vík í Mýrdal helt aðalfund sinn 2. febr. s. 1. í stjórn voru kosnir: For- maður: Guðmundur Guð- mundsson, ritari: Þórður Stefánsson, gjaldkeri: Einar Bárðarson, varaformaður: Gunnar Magnússon, með- stjórnandi: Haraldur Einars- son. Samkomulag hefur náðst með félaginu og vinnuveit- endum um nýjan kauptaxta frá 1. marz að telja. Kaup- taxtinn var áður kr. 2.40 á tímann, en verður nú kr. 2.65 á tímann og er það sama kaup og verkamenn í Reykja vík hafa. Kauptaxti þessi gildi fyrir alla almenna vinnu á félagssvæðinu þar á meðal vegavinna. MENNTAMÁLARÁÐI hafa borizt umsóknir frá 295 námsmönnum að þessu sinni og eru iþað fleiri um- sóknir en nokkru sinni áður. í fyrra voru umsóknirnar þó náilægt 280. Menntamálaráð getur að sjálfsögðu ekki úthlutað námss'tyrkjum fyrr en fjár- ilögin fyrir árið 1947 verða afgreidd frá ailþingi, og er því ekki vitað hversu mikið fé ráðið fær til úthlutunar, en eftir þvi fer það auðvitað, hversu mörgum verður hægt að veita námsstyrki. Þjóðvlljinn vitnar í höfund framhalds sögu sinnar. En ber biai norska Alþýðuflokksins fyrir fleiprinu! fí*í4l* ■ %vé *!■ ■*i& * ■ i*' ÞJÓÐVILJINN hefur í gær þau ummæli eftir „Ar- beiderbladet" í Osló, aðal- blaði norska Alþýðuflokks- ins, að „enginn vafi (sé) á, að almennigsálitið á íslandi var andvígt flugvallarsamn- ingnum“ við Bandaríkin, ,,en alþingi varð að beygja sig fyr ir ótvíræðum úrslitakostum Ameríkumanna“. Telur Þjóð viljinn sér þessi ummæli til tekna eins og vænta má og þykist góður af að geta bor- ið norska „Alþýðuflokks- menn“ fyrir þeim. Alþýðublaðið getur hins vegar upplýst, að norska „Ar- beiderbladet“ ber enga á- byrgð á þessu fleipri. Orð þau, sem í er vitnað af Þjóð- viljanum, voru í grein eftir Thorolf Elster, sem birtist í blaðinu undir fullu nafni og því á ábyrgð höfundarins sjálfs, en vitað er,' að hann stendur kommúnistum mjög nærri, enda höfundur þeirrar framhaldssögu, sem nú er að birtast í Þjóðviljanum. Púsningasandur. Fínn og grófur skelja- sandur. Möl. GUÐMUNDUK MAGNÚSSON, Kirkjuvegi 16. Hafnar- firði. — Sími 9199. GOTl ER GÓÐ EIGN § § Guðl. Gíslasou | *:■ Úrsmiður, Laugaveg 63. gi BIICItMIID s í sunnudags- matlnn: Nautakjöt Dilkakjöt Hangikjöt og Saltkjöt Pantið tímanlega fyrfr helgina. STEBBABÚÐ, Linnetsstíg 2. Hafn- airfirði. Sími1 9219. Minningarspjöld Barna- spífalasjóð Hringsins eru afgreidd í Verzlun Augustu Svendsen, Aðalstræti 12 og í Bókabúð Austurbæjar, Laugavegi 34. Baldvln Jónsson hdl. Vesturg. 17. Sími 5545. Málflutningur. Fasteignasala Nýkomið: Tepottar Eggjaskerar Sigti Hitabrúsar STEBBABÚÐ, búsáhaldadeild. Linnetsstíg 2. Hiafn- arfirði. §ími 9291.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.