Alþýðublaðið - 21.02.1947, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.02.1947, Blaðsíða 3
í Föstudagur, 21» febr. 1947. ALÞVÐUBLAÐIÐ . 3 Niðurlag á grein Friðfinns Ólafssonar: Til hvers m KORNVÖRUR voru flutt- ar til landsins eftir því sem hægt var að fá þær keyptar erlendis og mun sá innflutn- ingur hafa verið svipaður og undanfarin ár. 5,5 milljóniir króna voru veittar til inn- flutnings á nýjum og þurrk- uðum ávöxtum, er þó stöð- ugt yfir því kvartað, að nægi legt sé ekki veitt í því skyni. Vefnaðarvöru var í byrjun ársins mjög erfitt að fá keyptar erlendis nema gegn greiðslu í dollurum, en af gjaldeyrisástæðum var eigi unnt að veita slík leyfi, en eftir því sem á árið leið, auð- velduðust kaup á vefnaðar- vöru í Evrópu. Var þá tekið að gefa út leyfi í stórum stíl, því stöðugur skortur var á ýmsum tegundum vefnaðar- vöru t. d. fataefnum, kjóla- og kápuefnum, tilbúnum föt- um o. fl. Reyndin varð því sú, að gefin voru út meiri leyfi til innflutnings á vefn- aða-rvöru, en nokkru sinni eða fyrir 56,7 milljónum. Hef ur þó sú raunin orðið á, að enn er skortur á ýmsum tegundum. Geta má þess þó hér, að mjög mikið af vefnaðarvöru- leyfum var ónotað um ára- mót og féllu þau leyfi þá úr gildi. Gildir það og um flesta þá vöruflokka, sem leyfi voru veitt fyriir, en tölur liggja ekki ennþá fýrir um hversu stórri upphæð ónotuð leyfi námu. í sambandi við vefnaðar- vöruinnflutninginn er skylt að geta tveggja atriða. í fyrsta iagi var leyfður út- flutningur til Danmerkur á talsverðu magni af vefnaðar- vöru. Báru útflytjendur hér því fyrir sig, að um óhentuga og lítt nothæfa vöru væri að ræða. í öðru lagi munu þeir er- lendu verkamenn, sem hér voiru á árinu hafa flutt út all- mikið af vefnaðarvöru og á þann hátt yfirfært kaup sitt, og er það í samræmi við það, er síðar segir í grein þessari um yfirfærslur á vinnulaun- um útlendinga, sem reyndust minni en búast mátti við. Meiri leyfi til influtnings á byggingarefni voru veitt á árinu en nokkru. sinni fyrr eða 94,4 milljónir króna. Sýnir það bezt hve bygg- ingaframkvæmdirnar voru gífurlega miklar. T. d. má geta þess, að yfir 18 þúsund standardar af timbri var flutt inn á árinu. — Þetta timbur mun nú nær því fullnotað. Skortur var á ýmsum vör- um til bygginga af og tii á árinu. Má þar til nefna t. d. saum, hreinlætistæki, gólf- dúk, þakjárn o. fl. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar • var heildar- innflutningur á sementi til landsins hvorki meira né minna en 73,5 þúsundir smá- lesta eða um hálft tonn á hvert mannsbarn á landinu. Mjög litlar birgðir munu þó nú vera til í landinu .áf sementi. Geta menn af þessu dæmi og af timburinnflutn- ingnum séð, hversu stór- kostlega mikil fjárfesting hefur átt sér stað á árinu í sambandi við ýmiss konar byggingaframkvæmdir. Gjaldeyris- og innflutn- ingsleyfi til innflutnings á kolum námu rúmlega 14 milljónum króna, olíum og benzíni 13 og hálfri milljón, síldartunnum og efni í þær 4 og hálfri milljón, landbún- aðarvélum 10 og hálfri mill- jón. Er þar um að ræða eins og kunnugt er, vélar þær, sem veittar hafa verið til ný- sköpunar á sviði landbúnað- arins. Yeitt voru gjaldeyris- og innflutningsleyfi og gjald- eyrisleyfi eingöngu fyrir skip og skipaviðgerðir samtals fyrir hvorki meira né minna en 134,1 milljón króna. Eitt gleggsta dæmi um það, hve aukjnar tekjur lands manna hafa í för með sér gífurlega eftirspurn eftir auknum lífsþægindum, er innflutningurinn á bifreið- um, aðallega frá Bretlandi, Frakklandi og Tékkósló- vakíu, auk landbúnaðar- ,,jeppa“ og vörubifreiða frá Bandaríkjunum og um hálft annað hundrað fólksbifreiða þaðan. Leyfi voru veitt, að upp- hæð um 31 milljón króna fyrir innflutningi á bifreið- um; þær eru að vísu ekki komnar allar enn þá, né leyf in fullnotuð, en engu að síð- ur er eftirspurnin eftir bif- reiðum meiri en nokkru sinni fyrr, þrátt fyrir þann gífurlega fjölda, sem inn hef- ur verið fluttur. Verður það eitt af þeim viðfangsefnum, sem taka þarf skjótlega ákvörðun um á þessu ári, hvort halda skuli áfram jafnmiklum inn- flutningi bifreiða og s. 1. ár og jafnframt, hvernig skuli fara með úthlutun þeirra. Verði innflutningur þeirra mjög takmarkaður, sýnist vart hjá því komizt, að hið opinbera taki úthlutun þeirra í sínar hendur, en á síðasta ári var það falið umboðs- mönnunum sjálfum, eftir vissum höfuðreglum er Við- skiptaráðið setti þeim. Ný- byggingarráð úthlutaði þó sjálft þeim bifreiðum, er það veitti leyfi fyrir, enda voru þær b'ifreiðar fluttar inn til þess að fullnægja ákveðnum þörfum atvinnuveganna, til sjávar og sveita, þótt nokkur misbrestur kunni að hafa orðið á því, að þær bifreiðar hafi allar staðnæmzt á þeim stöðum, sem þær voru út- hlutaðar til. Veitt var til ýmiss konar véia 38,4 milljónir. Ber að sjálfsögðu mest á þeim vél- um, sem leyfður var innflutn ingur á til nýsköpunar at- vinnuveganna. Til ýmiss konar iðnaðar- vara var veitt nær því 20 milljónir króna, þar af mest til smjörlíkisolía eða 5,3 milljónir. — Hefði vafalaust verið óskað eftir miklu meiri leyfum til smjörlíkisgerðar, ef fáanlegt hefði; verið meira magn af hráefni, en skömmt- un á því er mjög ströng í Bandaríkjunum, en þaðan eru smjörlíkisolíurnar keypt- ar. — Til innflutnings á ýmiss konar rafmagnsvörum voru veittar 29,3 milljónir króna. Þar af til innflutnings á raf- magnsheimilistækjum 6,5 milljónir. Geta verður þess hér, að eftirspurn eftir rafknúnum heimilistækjum fer sífellt vaxandi. Fyrir stríð, var svo að segja, ekkert flutt inn af þeim, en er sambandið opn- aðist við Ameríku á stríðs- árunum, hófst innflutningur þeirra og opnuðust þá augu manna fyrir nytsemi þeirra. Húsmæður, sem eignazt hafa t; d. þvottavél, ís-skáp og hrærivél, telja sig sízt mega án þeirra vera af þeim heim- ilistækjum, sem heimilið á. Sérstaklega eru rafknúin heimilistæki nauðsynleg þeim húsmæðrum, sem eng- an kost eiga á aðstoð við heimilisstörfin, en þær hús- mæður eru æði margar nú. Það verður því vart hjá því komizt, að veita á þessu og næstu árum all rífleg leyfi til innflutnings á þess- um tækjum. Ekki er ástæðá til þess að rekja frekar einstaka liði skýrslunnar, enda skýrir hún sig sjálf. Skal þó minnzt hér á þrennt. Leyfi til innflutnings á til- búnum húsum voru veitt að upphæð 1,2 milljónir. Bætist sú upphæð við þá, er áður greindi1 í sambandi við innflutning á byggingar- efni. Strax og samband opnað- ist við Danmörku var mjög eftir því sótt, að fá leyfi til kaupa á húsgögnum þaðan. Raunin varð því sú, að veitt voru leyfi í því skyni að upphæð 7,8 milliónir á ár- inu 1946. Nokkur ástæða er til þess að ætla að allstór hluti leyfa þessara hafi ekki verið not- aður, sumpart vegna þess að húsgögn fengust ekki í Dan- mörku eins og menn óskuðu eftir, og sumpart vegna þess, að húsgögn þar urðu ekki eins ódýr og menn bjuggust við upphaflega. Ég hef nú rakið nokkuð einstaka liði leyfisveiting- anna árið 1946, að því er vö'fuinnflutninginn snertir, skal nú vikið að gjeldeyris- leyfunum eingöngu. SKIPTING GJALDEYRIS- LEYFANNA Gjaldeyrisleyfi þau, sem út voru gefin á árinu, skipt- . Framhald á 7. síðu. lnnbrotsþjófurinn: Hinn spreng-hlægilegi íslenzki gamanleik- ur verður, vegna marg-ítrekaðra áskor- anna endurtekinn í G.T.-húsinu í kvöld kl. 9. DANS Á EFTIR. Aðgöngumiðar frá kl. 6 sími 3355. Templ- arar og gestir .velkomnir meðan húsrúm leyfir .... Ferðafélag Templara. Iðnaðarmaður um i Iðnfræðslufrumvarpið, sem nú liggur fyrir alþingi FRUMVARP það til laga um iðnfræðslu, er alþingi hefur nú til meðferðar, mun, ef að lögum verður, valda gjörbreytingu á öllu, er lýt- ur að iðnnámi, frá því er verið hefur til þessa. Frumvarpið er, sem kunn- ugt er, flutt að tilhlutan iðnaðarmálaráðherra, Emils Jónssonar, en samið af milli- þinganefnd, er hann skipaði í þeim tilgangi í árslok 1944. Frumvarpið var upphaflega flutt af iðnaðarmálanefnd neðri deildar alþingis 1945, en dagaði uppi að nýju á þinginu 1946 og þá af iðnað- armálanefnd efri deildar. Deildin hefur nú fyrir skemmstu afgreitt frum- varpið til neðri deildar. Merkasta nýjung þessa frumvarps, og sú, er tví- mælalaust mun valda mest- um straumhvörfum, er á- kvæði þess um að setja öll mál, er varða iðnnám, undir eina öfluga yfirstjórn, iðn- fræðsluráð. Hlutverk þessa ráðs er fyrst og fremst það, að hafa á hendi eftirlit með verklegu námi, svo sem með því, að setja námsreglur og sjá um að þeim sé framfylgt. Þá er iðnfræðsluráði ætlað að reka leiðbeiningarstarf- semi, gangast fyrir hæfni- prófum o. s. frv. Um skipun ráðsins var svo ráð fyrir gert að þar ættu sæti tveir fulltrúar að hálfu meistara og tveir að hálfu sveina, en ráðherra skipaði einn án til- nefningar. Við afgreiðslu frumvarps- ins í efri deild, flutti Sigur- jón Á. Ólafsson breytingar- tillögu um skipun iðnfræðslu ráðs, á þann veg, að iðnnem- um verði tryggð þar ítök. Var sú tillaga samþykkt. Verður að telja það fylli- lega réttmætt, að sá aðxli, er hvað mest á undir ráðið að sækja, eigi þar einhvern mál svara. Ýinsar fleiri merkar nýj- ungar en hér hafa verið taldár eru í frumvarpinu svo sem; Heimild iðnfræðsluráðs til að löggilda þá meistara, er hæfir eru til að taka nem- endur, milliganga iðnfræðslu ráðs um að koma nemendum í nám hjá meisturum, heim- ild ráðsins til að ákveða lág- markslaun iðnnema með hlið Isjón af gildandi kjarasamn- 'ingum, og loks ákvæðið um, að nemendur skuli ekkl vinna að framleiðslustöi’fum, ef verkfall stendur yfir í iðn- inni. Öll þau nýmæli, er hér hafa verið talin, og felast í þessu frumvarpi, miða að * því, að efla iðnfræðsluna, auka eftirlitið með náminu, svo að iðnfræðslan skipi þann sess í atvinnuuppeldi þjóðarinnar, sem henni ber. Ekki verður svo við þetta skilizt, að ekki verði getið tilhneiginga einstakra þing- manna, til að hefta fram- gang þessa merka frum- varps, eða limlesta það stór- lega að öðrum kosti. Árang- ur þessarar iðju hefur orðið sá, að Páll Zóphóníasson hef- ur fengið samþykkta inn í frumvarpið í efri deild, nýja grein (14. gr.), er hafa mun það í för með sér, ef að lög- um verður, að grundvelli þeim, er núverandi fyrir- komulag iðnfræðslunnar byggist á, er algjörlega rask- að. Samþykki þessai’ar grein ar P. Z., mundi leiða af sér, að innan nokkui’ra ára myndi iðnnámið, í þeiri’i nxynd er það hefur verið til þessa, hverfa úr sögunni, en í þess stað mundi óeðlilegur fjöldi landsmanna hópast inn í iðn- aðinn, án þess að hafa öðlazt þá menntun, er nauðsynleg er talin. Sjá allir hvílík hætta er í slíku fólgin, þótt ekki sé annars gætt en þess, áð tveir höfuðatvinnuvegir þjóðarinnar, landbúnaður og sjávarútvegur, berjast í bökkum sökum mannfæðar. Því skal ekki trúað, að ó- reyndu, að alþingismenn láti sig henda þá yfirsjón, að samþykkja þá limlestingu á þessu gagmerka frumvarpi, sem felst í tillögu P. Z., enda hefur sá maður, er reynzt hefur öruggasti og skelegg- asti málsvarx iðnaðar og iðn- fræðslu, á alþingi, Emil Jóns son, boðað, að hann muni undir meðferð málsins í neðri deild þingsins, beita sé fyrir því, að þessi tilraun til að svipta iðnstéttirnar þeim grundvelli, er þær hafa á undanförnum árum leitazt við að rnynda, verði hrundið. Iðnaðarmenn rnunu vissu- lega fylgjast með því, með óskiptri athygli, hverja af- greiðslu þetta frumvarp fær, og taka sínar ákvarðanir x samræmi við það.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.