Alþýðublaðið - 21.02.1947, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.02.1947, Blaðsíða 4
Fiistudagur, 21. fébr. 1M7. |U|><))nblaM9 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Símar: Bitstjórn: símar 4901, 4902. Afgreiðsla og auglýsingar: ] 4900 og 4906. Aðsetur í Alþýðuhúsinu við Hverf- lsgötu. Verð í lausasölu: 50 aurar. Sett í Alþýðuprentsmiðjunni ;j ; Prentað í Félagsprentsm. Ólíkar lúlkanir á málslað íslands. UMMÆLI þau, sem Al- þýðublaðið birti í gær úr sænska stórblaðinu „Göte- borgs Handels och Sjöfarts- tidning“ um flugvallarsamn- :ing okkar við Bandaríkin ;megá teljast einkennandi fyr ir þær undirtektir, sem sá samningur hefur fengið hjá irændþjóðum okkar á Norð- urlöndum. Flest blöð hjá J>eim hafa látið í Ijós mikla ánægju yfir því, að við skyld- um neita að verða við tilmæl- um Bandaríkjanna um her- sföðvar hér á landi og talið, að við höfum þar með skap- að þýðingarmikið og gott for clæmi fyrir aðrar þjóðir, sem ■á er leitað um herstöðvar; en samninginn, sem gerður var um takmörkuð og tímabund- in afnot fyriir Bandaríki.n af Keflavíkurflugvellinum til ]pess að þau eigi léttara með -að halda uppi sambandi við setulið sitt á Þýzkalandi, telja þau hafa verið eðlileg- an og bæði okkur og öðrum xneinfangalausan. „Göteborgs Handels och Sjöfartstidning“ orðar þessa skoðun á þann hátt í grein um herstöðvakröfur Rússa á Svalbarða, eins og frá var sagt hér í blaðinu í gær, að herstöðvahugur stórveld- anna hefði fengið mikið áfall -á norðurslóðum, þegar ís- land lét Ameríku ekki hafa nema tiltölulega saklaus af- not af einum flugvelli í stað- inn fyrir þá hernaðarlegu á- :nauð, sem að hefði verið stefnt! ❖ Þessi skoðun hins mikils- metna sænska stórblaðs og og flestra annarra hinna þekktari blaða á Norðurlönd- xsm er töluvert önnur en eins ákveðins blaðs hér á landi, sem sýknt og heilagt heldur •að þjóð okkar og erlendum mönnum, sem hingað koma, jaeirri lygi, að við höfum með flugvallarsamningnum raunverulega orðið við til mælum Bandaríkjanna og látið þau hafa herstöð, aðeins dulbúna, hér á landi. Fer •cekki hjá því, að útlending- «m hljóti að koma slík túlk- un íslenzks blaðs á bæði viturlegri og í alla staði sóma samlegri afstöðu þjóðar sinn- ar meira en lítið einkenni- Jega fyrir sjónir; því að sann Drykkjuskapur í Svíþjóð og hér. — Hlutföllin. — Fyrirspurn og fullyrðing frá ,.Tveimur tólf ára“. — Áhyggjur þeirra út af gjaldeyrismálunum. — Heimilisvélarnar. — Húsmæðurnar. — Vinnu- konurnar og eiginmennirnir. — Skautamær skrif- ar um ókurteisi strálta á Tjörninni. SÆNSKA ÚTVARPIÐ hefur nýlega hafið markvissa bar- áttu gegn áfengisnautninni. Út- varpð rekur hana með fræðslu- erindum lsekna, efnafræðinga, skóiamanna og presta og auk þess með því að birta viðtöl við fjölda marga menn úr öll- um stéttum í iðnaðarborgum og sveitum landsins. Þessi starf- semi vekur nú allmikla at- hygli í Svíþjóð, og upplýsingar þær, sem veittar eru með henni vekja umræður manna á meðal. Ég las nýlega grein í sænsku blaði um þetta og þar var skýrt frá því, að fuilyrða mætti, að tíundi hver Svíi liði á einhvern hátt vegna áfengisnautar þjóð- arinnar. ÞVÍ HEFUR EKKI verið haldið fram að Svíar væru neitt ákaflega drykkfelldir. í>eir hafa einhvers konar skömmtun á áfengi, sem marg- ir telja að hafi gefizt vel. Veit ég þó ekki hvað er til í því, en það mun í aðalatriðum vera þannig, að heimilisfaðir á rétt á að fá 2—3 lítra af sterku á- fengi á mánuði en meira af létt- um vínum. Ef hann er hins vegar óreglusamur eða hann borgar ekki opinber gjöld, er hægt að svipta hann skammtin- um. SAGT HEFUR YERIÐ að við íslendingar værum drykkfelld- astir allra Norðurlandaþjóð- anna. Og ef svo er, og það er rétt að tíundi hver Svíi líði á einhvern hátt af völdum á- fengisnautarinnar, hvert er þá hlutfallið hér. Að sjálfsögðu líða konur og börn drykkfelldra manna fyrir áfengið. Og það munu fleiri jafnvel gera af skyldmennum hins drykkfellda. Þannig hleður bölið utan á sig. Það væri víst rétt fyrir okkur að athuga betur okkar gang en við gerum. TVEIR TÓLF ÁRA strákar skrifa mér smábréf og spyrja, hvern fjandann sé verið að flytja inn áfengi fyrir stórfé árlega, en neita þeim svo um gjaldejxisleyfi fyrir einar ,,skitnar“ tuttugu krónur, sem þeir þurftu nauðsynlega að fá til þess að geta g'ert dálítið ,,af- skaplega skemmtilegt“. Þeir upplýsa mig alls ekki um það hvað þetta ,,afskaplega“ skemmtilega er. Ef þeir létu mig vita það, væri ég til með að ,,róa“ í viðskiptaráðið og reyna að fá gjaldeyrisleyfið. Það er að segja, ég geri það ekki ef þeir ætla að kaupa ,,hasarblöð“ fyrir aurana. EN ÞAÐ ER SVO sem von að drengirnir spyrji. Það væri heldur ekkert skrítið, þó að húsmæðurnar, sem nú tala um heimilisvélar sýknt og heilagt, og maður hefir eiginlega ekki stundlegan frið fyrir þeim, spyrðu líkrar spurningar. Hvers vegna er flutt inn áfengi í stórum stíl fyrir offjár í er- lendum gjaldeyri, þegar ekki er hægt að fá gjaldeyri fyrir heimilisvélum? „SKAUTAMÆR“ SKRIFAR MÉR og segir: ,„Ég hef orðið vör við það að þú færð mörgu góðu til vegar komið með skrif- um þínum. Nú langar mig aö biðja þig að finna að framferðL nolckurra unglingsstráka á. kvöldin á Tjörninni. Þeir renna sér beint inn í hópa án þess að sjást fyrir og valda stundum meira að segja meiðslum með þessu framferði. Það er ekki skemmtilegt til frásagnar, að ungt fólk skuli ekki geta skemmt sér á skautum á fögr- um kvöldum, án þess að verða fyrir ókurteinsu framferði nokkurra stráka.“ Hannes á horninu. V estf irðingamótið verður haldið að Hótel Borg á laugardagskvöld. Meðal skemmtiatriða verður söngur Guðmundar Jónssonar, gam- anvísur Lárusar Ingólfssonar, ræður og dans. Aðgöngumiðar eru seldir í verzluninni Höfn, Vesturgötu 12. sýnir gamanleikinn í 3 3. sin n í kvöM klukkan 8,30. AÐGÖNGUMIÐAR seldir frá klukkan 2 í dag. SÍMI: 9184. Ulbreiðið ALÞÝÐUBLAÐIÐ lll)ililfflntl!ni!Ulllííl!l!t!míllfflll!UI!íllMÍ!!!í/n:i!ii!!l! I!l!!!!!!!!!i!llll!| Hi.WllBUiMUIIIIIlffll frá KR0N. KJÖRSKRÁ, sem gildir við kosningu aðal- og varafulltrúa íyrir Reykjavíkurdeild Kaup- félags Reykjavíkur og nágrennis, á aðalfund fé- lagsins, svo cg við kosningu aðal- og varamanna í deildarstjórn, liggur frammi félagsmönnum til athugunar í skrifstofu félagsins, Skólavörðustíg 12, föstudag og laugardag 21. og 22. þ. m. kl. 13—19 og mánudag 24. þ. m. kl. 13—22. Kærum út af kjörskránni, sé skilað á sama tíma í skrifstofuna, en eigi síðar en kl. 12 á há- degi þriðjudaginn 25. febrúar. í deildarstjóm á að kjósa til eins ár, 5 aðal- menn og 5 til vara. Ennfremur á að kjósa til eins árs, 211 aðalfulltrúa og 106 til vara. Tillögum um stjórn, varastjórn, fulltrúa og varafulltrúa, sé skilað til deildarstjórnar í skrif- stofu félagsins, eigi síðar en kl. 12 á hádegi, laug- ardaginn 28. febrúar. Deildarstjómin verður til viðtals 26. þ. m. kl. 5—6 síðd. og 28. febr. kl. 11,30—12 f. h. Allar nauðsynlegar upplýsingar varðancli upp- stillingu stjómar og fulltrúa, kjörgengi o. fl., eru gefnar daglega. í skrifstofu félagsins. DEILDARSTJÓRNIN. Auglýsið í Alþýðublaðinu arlega er það ekki til þess að styrkja málstað okkar og' æskilegan skilning annarra þjóða á honum, að íslenzkt blað beri okkur þannig upp- loknum sökum um undanláts semi við ágengni eins ákveð- ins stórveldis. ❖ Það er og ekki loku fyrir það skotið, að slíkur áróð.ur þess blaðs, sem hér er um að ræða, Þjóðviljans, geti skað- að okkur alvarlega erlendis, þótt á Norðurlöndum viti menn yfirleitt betur en svo að þeir láti blekkjast af hon- um. Það er til dæmis vitað, að nýiega var farið með þau ósannindi í útvarp austur í Moskva, að Bandaríkjamenn væru að auka her sinn hér, þótt sannleikurinn sé þvert á móti sá, að þeir eru að hverfa héðan með síðustu leifar hans. Skal að vísu ekkert um það fullyrt, hvaðan slíkur fréttaburður er runninn aust ur þangað; en óneitanlega sver hann sig meira en lítið grunsamlega í ætt við eilífar slúðursögur Þjóðviljans hér hjá okkur um dulbúnai’ her- stöðvar, sem Bandaríkja- menn séu að tryggja sér í Keflavík, Hvalfirði og jafn- vel víðar á landinu. •í- Það getur vei verið. að Þjóðviljanum þyki slíkar slúðursögur þægilegar til ó- frægingar ýmsum pólitísk- um andstæðingum hér innan lands, sem hann sakar í sam- bandi við þær sí og æ um föðurlandssvik; og það getur líka vel veriö, að hann telji þær líklegar til þess að geta orðið Rússum einhver afsök- un á ágengni þeicra við Norð menn og kröfum um herstöðv ar á Svalbarða, þótt broslegt mætti það að vísu teljast, eftir að kunnugt er oröið, að þær kröfur komu fram ári áð ur en tilmæli Bandaríkjanna um herstöðvar hér. En hvað, sem bví líður og hver sem til- gangur Þjóðviljans kann að vera með síendurteknum ó- sannindum sínum um flug- vallarsamning okkar við Bandaríkin og um dulbúnar herstöðvar hér á landi, — þá er eitt víst; Til stuðnings ís- lenzkum málstað og álits- auka fyrir hann erlendis eru þau ekki fram borin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.