Alþýðublaðið - 04.03.1947, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.03.1947, Blaðsíða 1
Umtalsefnl : í dag: Fjárbruðl Áka v©g ósannindi i sam- bandi við nýju síldar- verksmiðjurnar. Fórystugrein blaðsins í dag: Sukk og ósannindi Áka Jakobs sonar. ÞriSjudagur, 4. marz 1947. Skákmótið: r Yanofsky og Asmund ur hæsfir Yanofsky með 4 eft- ir 5 skákir, en Ás- mundur með 3*4 eftir 4 skákir. 48 fifræði við brezka hermenn á einum mánuði og 24 láfið iífið Verður kaliað saman aukaþing samein- Líðu þióðanna til að ræða Palestínumál? TVEIR EFSTU menn í Yanofsky-skákmótinu eru nú: Yanofsky með 4 vinninga eftir 5 skákir og Ásmundur Ásgeirsson með 3 Ys vinning eftir 4 skákir. Fimmta skák I Ásmundar við Guðm. Ágústs ' son varð að fresta á sunndag- ! inn vega veikina hins síðar- j nefnda. í gærkvöldi lauk tveim bið sjcákum og fóru leikar þairn- ig að Ásmundur vann Baldur Möller, en Árni Snævarr og Guðm. S. Guðmundson gerðu jafntefli. Á sunnudaginn vax fimmta umferð mótsins tefld og varð þá jafntefli milli Yanofsky og Áma Snævarr og milli Wade og Baldur Möllers, en biðskák varð hjá Eggert Gilfer og Guðmundar S. Guðmundssyni. Guðm. Ágústsson var veikur og varð að fresta skák Ásmundar og hans, eins og áður segir. í kvöld kl. 8. hefst sjötta umferð mótsins í Mjólkur- stöðinni o£ tefla þá saman Yonofsky og Guðm. S. Guð mundsson, Baldur Möller og Guðm. Ágústsson, Wade og Eggert Galfer og Áma Snæ- varr og Ásmundur Ásgeirs- son. FJÖLSKÁK í HAFNAR- FIRÐI. í gærkvöldi tefldi Yanof- j sky fjöltefli í Hafnarfirði. Tefldi hann á 29 borðUm og munu skákirnar hafa staðið langt fram á nótt. Eftir mið nætti þegar blaðið frétti síð ast hafði Yánofsky unnið 5 skákir gert eitt jafntefli, en engir skák tapað. CREECH JONES, ráðherra sá er fer með nýlendumál Breta, hirti ítarlega skýrslu um Palestímunálin í gær á fundi í neðri málstofu brezka þingsins. Upnlýsti ráðherr- ann þar meðal annars, að í síðastliðnum mánuði hefði ver- ið gerð 48 tilræði við brezka hermenn og hefðu 24 brezkir hermenn iátið lífið vegna aðgerða Irgun Zwai Leumi og SternúUlaröokkanna. Hafa herlö^ verið í gildi í Paiestínu sjðan á sunnudagsmörgun og gerö íeit að vopuimi og óaldar seggjum Gyðinga. Uppreisnarmenn hefja sókn Frostin minnka á Bretlandi. í GÆR var uimið i öllum verksmiðjum á Bretlandi, í fyrsta skipti 'í þrjár vikur, vegna kuldanna þar. Var þá þýða á Suður-Englandi. Hins vegar var nokkurt frost á Skotlandi, en þó ekki mjög mikið. ÞAÐ var tilkynnt í Lund- únafregmjpn í gærkveldi, að uppreisnarmenn á Grikk- landi hefðu byrjað mikla sókn i Vestur-Makedoníu og crðið allvel ágengt. Bretar tækka her- liðisínu. . . BELLINGER, hermalaráð- herra Breta, skýrði frá þvi í gær, að brezki herínn væri nú ekki nema 1,2 milljónir manna, en hefði verið 3 milljónir fyrir ári. Þar af eru um 700 þúsund manns að ýmsum störfum í sambandi við hernám á meg- inlandi Evrópu. í þessu sam- bandi er þess getið, að á sama tíma í fyrra hafi helm- ingi fleóiri menn verið í brezka hernum við hernám. Enn um samninga og Breta Egypta FORSÆTISRÁÐHERRA Egypta flutti ræðu í gser cg sagði þá, að endalok samn- inganna við Breta væru eink- um því að kerjna, að Bretar ■hefðu tregðazt við að fara með herafla sinn frá Egypta- landi. Sömuleiðis sagði ráðherr- ann, að Rretar hefðu þrjósk- azt við að fara frá Súdan, en því landi vildu Egyptar sam éinast sem fyrst. Skýcði Jones frá því i ræðu sinni i neðri málstof- umii í gær, að samgöngubann væri nú i Jerúsaiem og Tel Aviv, vegna hmna tíðu árása hermdar verkaHokk s Gyð- inga á brezka hermenn. í þessum borgum er íbúunum leyft að vera á ferli i þrjár klukkustundir fyrir hádegi til þess að afla sér matvæla, en eftir þann tíma verða þeir að vera innan húss. . Herréttur hefur verið sett- ur á stofn og fjallar hann þegar í stað um árásir þær, er gerðar eru á hrezka her- menn. Lands.tjóri Breta . í Pale- stínu hefur skorað á Gyðinga að fara varlega, til þess að ekki verði saklausir fyrir refsingu. Samtök Gyðinga, Jewish Agency hafa skorað á félags- menn sína að sýna stillingu « og taka ekki þátt í hermdar- verkum. Hins vegar hafa samtök Gyðinga mótmælt því, ,að herlög séu í gildi og telja þau aðeins til þess fall- in, að auka á viðsjár í land- inu. Fregnirnar frá Palestínu hafa vakið allmikinn ugg á Bretlandi, svo og i Banda- ríkjunum, en Bandaríkia- menn ihafa komið fram með þá hugmvnd, að kailað verði saman aukaþing samieinuðu þjóðanna til þess að ráða fram úr Palestírxuvandamá 1- inu, er komí saman fyrir september, eins og ákveðið hafði verið. Ekkert hefur verið um þetta sagt af hálfu brezku stjómarinnar, að því er Luiid únaútvarpið herrndi i gær- kveldi. Hervörður á götu í Jerúsaiem. Fréítii síðustu daga bera með sér, að ástandið þar verðui” j æ ískýggiie gra. Mýndin, sem hér birtist, sýnir, er brezkir hermenn stöðva vegiareiidur á götu í Jerúsalem og .spyrja. um skilriki þeirra. til þess að hafa uppi á grunsamlegum. möimum, sem kunna að vera valdir að skemmdarverkum. Á efttr fer Bevm meS jámbrautarlest á utanríkismálaráSherrafuEidinn i Moskva —,—,-----------------♦— ------ í DAG mun Ernest Bevin,, utanríkismálaráðherra Breta ásamt Georges Bidault, uíanríkismálaráðherra. Frakka, imdirrita bandalagssáttmála Bréta óg Fraltka ,:í Dunkerque^þar sem Þjóðveriar gerðu harðasta hríð að Bre um í maí 1940. I för ineð Bevin verður A. V. Alexander,, hennálaráðherra Breta. Það var tilkynnt í Lund- únafregnum i gærkvejdi, að ráðherrarnir færu á tundur- spilli frá Dover á Englands- strönd yfir til Calais, þar sem þeir myndu hitta Bidault, en siðan færu þeir í bif- reiðum til Dunkerque, þar sem samningarnir verða und- irritaðir. Brezk blöð fa-gna almennt, að þetta samkomulag hefur náðst og segja, að þau voni, að Bandarikin verði með í þvi siðar meir. Er Bevin hefur lokið þess- um undirskriftum, mun hami ' ferðast áfram í einkalest til Moskva, á fund utanrikis- málaráðherranna þar, sem á gð hefjast 10. þessa mánaðar. Á þessum fundi verða , tsknar fyrir skýrslur fulltrúa utanrikismálaráðherranna og fleira i sambandi við landar mæramálin. I Fréttaritarar telja, að miklar deilur verði urp Ruhr, en þó meiri um Saar-hérað, sem Frakkar hafa krafizt að verði innlimað í hagkerfi Frakklands hið fyrsta. Póískir hermenn á á Bretlandi neita atl hverfa aftur heim ÞAÐ hefur verið tiljkynnt í Varsjá, að pólska stjórnin. sé á móti því, að pólskurn. hermönnum verði veitt at- vinnuleyfi á Bretlandi. Er hér um að ræða her- menn úr pólska hernum, sem þarðist undir stjórn Anders hershöfðingja i Afríku cg Ítalíu og síðan hefur dvaliö á Bretlandi. Meira en helm- ingur hermannanna hefur ekki viljað fara til Pólands,. en sótt um dvalarleyfi. á. Bretlandi. Nemur þetta sam- tals um 127 þúsund manns. Ekki var vitað i gærkveldl hvernig brezka stjórnin. myndi snúast við þessur mótmælum pólsku stjórnar- innar, en hún hefur áðu" heitið pólskum hermönnun . ‘að þeir fengju dvalarleyfi á Bretlandi,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.