Alþýðublaðið - 04.03.1947, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.03.1947, Blaðsíða 4
<*• ALit»¥PifBLftÐIÐ Þfíajudagúr, 4. marz ÍM7. £lj>í)Dul>laðift Útgefandi: AlþýðuflokkurinB Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Simar: Ritstjórn: símar 4901, 4902. | Afgreiðsla og auglýsingar: j 4900 og 4906. Aðsetur í AlþýSuhúsinu við Hverf- isgötu. Verð í lausasölu: 50 aurar. Sett í AlþýSuprentsmiðjunni Prentað í Félagsprentsm. Sukk og ósannindi / Aka Jakobssonar UPPLÝSINGAR þær, sem -fram komu á alþingi i vik- unni. sem ieið, varðandi hin- •ar nýju síldarverksmiðjur rikisms á Siglufirði og Skaga- strönd, svo og viðbótarupþ- lýsingar, sem óiðan hafa komið fram um þær i blöð- um, hafa að vonum vakið mikla eftirtekt með þjóðinni og þá ekki hvað sízt hjá sjó- mönnum og útgerðarmönn- um. Eins cg flestum, sem eitt- •hvað hafa fylgzt með smiði «þessara nýju sildarverk- smiðja, man i fersku minni, rfól fyrrverandi atvinnumála- .ráðherra, Áki Jakobsson, sér- .stakri byggingarnefnd, en >ekki stjóm síldarverksmiðja ríkisins, að sjá um byggingu •þeirra. og hafði hann sjálfur mörg orð og stór um það, hve mikið kapp yrði lagt á að rflýta smíði verksmiðjanna, enda fullyrti h,ann í fyrravor frammi fyrir allri þjóðinni, að þær myndu verða full- gerðar til starfrækslu fyrir .síldarvertíð í fyrrasumar. Nú upplýsti Fimiur Jóns- son það hins vegar á alþingi á. dögunum, að ekki aðeins hefði þetta reynzt algert ileipur hjá hinum fyrrver- -andi atvinnumálaráðherra, Jieldur væri fullkominn vafi á því, hvort nýju síldarverk- smiðjurnar yrðu einu sinni tilbúnar til starfræksþi fyrir sildairvertíðina í sumar! Nefndi hann í því sambandi, að enn _ væru 19 verkefni, sum mjög mikilvæg, óleyst til þess við nýju sildarverk- smiðjuna á Siglufirði, og 29 verkefni við sildarverksmiðj- una á Skagaströnd! ' Slíkar upplýsingar benda nú ekki beinlínis til þess, að bægslagangur og fullyrðing- ar fyrrverandi atvinnumála- ráðherr,a, Áka Jakobssonar, hafi verið mjög alvar'lega takandi. En þó batnar sízt hlutuir hans og einræðisbrölt í sambandi við byggingu hinna nýju síldarverksmiðja, þegar í viðbót hefur nú verið upplýst í einu blaði höfuð- staðarins, að byggingarkostn- nðurinn við þær, þótt enn séu ástarfræksluhæfar, er nú kominn upp í 38 milljónir króna í staðinn fyrir þær 20 milljónir, sem upphaflega v&r áæitlað, að þær myndu kosta! Mun vissulega hverju mannsbarni blöskra að heyna annað eins; og vlst er það •enginn smáræðisskattur, sem Áki Jakobsson. fyrrverandi Bifveiðaakstur. — Árekstrar. raunir sínar. Læknir íelur LÆKNIR skrifar mér eftir- farandi bréf um bílaakstur og segir sínar farir ekki sléttar: „Nýlega flutíir þú í pistlum þínum raeðu, sem „Maður“ hafði , haldið yfir þér, út af þjösnalegum akstri. Svipaða raeðu viltíi ég hafa jnarg-haldið yfir þér fyrir löngu síðan. Framkvæmtíin hefur þó liingað til ekki oroið önnur, en að ég hef haldið ræðuna yfir konunni minni. — En eins og þú sjálf- sagt kannast við, kemur mælsk an og andríkiff aldrei betur í Ijós en undir slíkum kringum- stæðum.“ „NÚ HEFUR . fyrrnefndur ræðumaður gripið efnið svo lúalega rétt fyrir framan neiið á mér, að þegar konan haíði .lesið hugvekjuna þína, en hana les hún að minnsta kosti eins dyggilega og faðirvorið sitt — þá hélt hún að ég hefði nú loksins laumazt til að senda þér tóninn. Ég veit því varla hvort þú nennir að hlusta á mig.“ „ÉG HEF EKIÐ BÍL hér um bæinn í 12 ár„ Fyrstu 7 árin fékk ég að fara ferða minna í honum óáreittur, en síðustu 5 árin lrefur verið ekið á hann að jafnaði einu sinni á ári, þar sem hann hefur staðið kyrr í fullum rétti. Ég ætla að leyfa mér að lýsa, í stuttu máli, þess- um árekstrum, í þeirri von að þú skiljir betur þau andlegu áföll, sem ég fæ í hvert skipti, og sem stöðugt fara vaxandi við hvern nýjan árekstur. ÉG FÓR SKEMMTIFERÐ 1942 norður í land með fjöl- skylduna í bilnum spánnýjum og gljáfægðum, , eins og nýir bílar eiga að vera. í Húnavatns- sýslunni sé ég langferðabíl koma á móti mér, og ég stanza yzt á vinstri brún. Bíllinn hend ist fram hjá með að minnsta kosti 70—80 km. hraða, og flær með hjólkoppnum aftur- hlífina af mínum bíl. Bílstjór- inn gerði ekki svo mikið sem að dépla augunum, eða að minnsta atvinnumálaráðherra, hefur með sliku bruðli bundið sjó- mönnum og útvegsmönnum þjóðarinnar á herðar. Byggingarnefnd sú, sem Áki Jakobsson fól á sínum tíma, í trássi við stjórn síld- arverksmiðja ríkisins, að sjá um .smiði hinna tveggja nýju síldarverksmiðja, hefur í til- efni af þessum upplýsingum stokkið upp á nef sér og birt' langa greinargerð um bygg- ingu verksmiojanna, sem sennilega-er ætlað að reyna að bera blak af ihinum fyrr- verandi atvinnumálaráð- herra og ráðsmennsku hans í sambandi við þær, en á eng an hátt gerir það. Það stend- ur ómótmælt, að Áki Jak- obsson er nú uppvís að því, að hafa farið með ósannindi og blekkingar, er hann fuilL kosti hægði hann ekki á ferð- inni. í sömu svlfum kom annar ! langferðabíll frá sömu stöð, og ! stöðvaði ég hann og tók bíl- I stjórann til vitnis um að nægi- legt svigrúm væri á veginum. ' Hlífin var eins og snúið roð í . hund, óréttanleg, og ný hlíf ö- fáanleg, svo ég varð að aka með bílinn hlífarlausan í heilt ár. I | ÐAG NOKKURN, 1943, er { gljá var á götunum, stóð þíll 1 minn við gangstétt á vel breiðri götu. Kémur vörubíll fyrir horn 1 á næst-næsta húsi, á svo mik- illi ferð, að hann dansar, eins og skíðagarpur í kappsvigi, yfir í hægri götuhlið og utan í minn bíl, og beyglar vinstri afturhurð og afturhlíf. — „Al- veg sjálfsagt að tilkynna skemmdina strax til trygging- arinnar. — ÉG VARÐ AÐ stanza á steypuveginum innan við bæ- inn eitt sinn 1944, vegna þess að fyrir framan mig var puncter- aður bíll, en strætisvagn og margt fólk á hinni brún vegar- ins. Er ég stanzaði, sá ég í speglinum vörubíl með „boddi“ koma á eftir mér góðan spöl I burtu. Rétt á eftir hendist minn j bíll áfram. Bilstjóri vörubílsins og ég komum út jafnsnemma og sjáum að kistulokið á mín- um bíl snýr ranghverfunni út. Honum verður að orði: „Þetta er ailt í lagi. Þetta er hægt að rétta. Ég skal tilkynna trygg- ingunni það strax og ég ksm í , bæinn“. ÁRIÐ 1945. Vörubíll er að reyna að pota sér inn í þröngt þil milli míns bíls og annars, sem standa við gangstétt. í þessum umsvifum „bakkar" hann á minn bíl, beyglar Eram- hlíf og brýtur Ijósstæði. — „Sjálfsagt að tilkynna það strax“. — ÁRIÐ 1946. Ég stanza í húsi við mjóa götu og skil bílinn eftir við gangstéttina. Þegar ég Framhald á 7. síðu. yrti í fyrravor, að verksmiðj- urnar yrðu tilbúnar til starf- rækslu fyrir síldarvertíð i fyrriasumar; það stendur einnig ómótmælt, að fullkom- inn vafi er á, hvort þær verða einu sinni starfhæfar fyrir síldarvertíðina í sumar; og það stendur að endingu ó- mótmæ'lt, að byggingarkostn- aður verksmiðjanna er þrátt fyrir þetta orðinn hér um bil tvöfaldur, eða 18 milljónum króna meiri, en hann var upphaflega áætlaður. Munu fá dæmi vera ann- anrar eins framkomu og ráðs- mennsku af hálfu nokkurs ráðherra hér á landi; og er ekki að furða. þótt þeim kommúnistum, þætti síðast liðið sumar tími til kominn að losa sig við ábyrgðina á slíkri meðferð á nýsköpunar- fé þjóðarinnar. ■■■••■■«■■■«■•■■■■■£ Sýning á miðvikudag kl. 20. 25. sinn. gamanleikur eftir Eugene O’Neill. Aðgöngumiðasala í Iðnó frá kl. 2 í dag. — Tekið á móti pöntunum í síma 3191 kl. 1 til 2. — Pantanir sækist fyrir klukkan 4. Aðems 3 sýningar eftir. sýnir gamanleikinn í kvöM kl. 8,30. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í cLag. SÍMI: 9184. A. EINARSSON & FUNK óskast nú þegar. Upplýsingar á afgreiðslu Alþýðublaðsins. Alþýðublaðið SIMí 4900. Úlbreiðið ALÞÝÐUBiADiÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.