Alþýðublaðið - 04.03.1947, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.03.1947, Blaðsíða 3
Þriðjudagur, 4. marz 1947. ALÞYDUBLAÐIÐ •t?,- O' 3 Rannveig Tómasdóffir: Neyð þeirra og vanrækslusyndir okkar. VANRÆKSLUSYNDIR , okkar flestra eru margar og framtal, í líkingu við skatta- framtal, þar sem við einu sinni á ári teldum fram eftir beztu samvizku allár syndir okkar, þá yrði , listinn yfir vanrækslusyndirnar hjá mörgum óþarflega langur. Er það t. d. ekki óþarfa van- rækslusynd að fylla skápa og skúffur, háaloft og kjallara með fötum, sem sjaldan eða aldrei eru notuð, á meðan milljónir manna ern að deyja úr kulda og klæðieysi? Er það líka ekki ófyrirgefan leg vanrækslusynd hjá okk ar ágætu líknarstofnun, Rauða krossi íslands, að láta hjá líða að auglýsa þá gjafa- bögglasendingu, sem fyrir fáum dögum fór áleiðis til Þýzkalands, svo að margir, sem þegar höfðu útbúið pakka handa vinum og vanda mönnum, komu þeim ekki með? Og enginn veit, hvenær næsta sending kemst af stao. Áður hafði sk.rifstofa Rauða krossins, gefið það svar, er spurt var um bögglasending- ar, að það yrði augi.ýst, áður en næsta gjafabögglasending yrði send. En í Þýzkalandi bíður það fólk, sem er svo hamingjusamt, ef hægt er að notá það orð um nokkurn þar í landi, að eiga vini hér á íslandi, eftir þessum send- ingum með mikilli eftirvænt ingu, að ég ekki segi þrá. Og við hér, sem höfum fæði og klæði, hús og heimili og þar að auki óviðjafnanlega veður blíðu, getum varla sett okk- ur í þeirra spor sem þjást og líða hinar óbærilegustu hörm ungar. Plér fara á eftir nokkrir kafl ar úr bréfi frá kunningja konu minni í Berlín. Hún er aðeins ein, ekki af hundruð- um, eða þúsundum, heldur milljónum manna, sem hafa svipaða sögu að segja. ,,Skrifað í Berlín 5.12 1946 — Þér ættuð að sjá mig, er ég sit hér og skrifa þessar línur, í kápu ög vafin í teppi, með vettling á vinstri héndi. Fallega heimilið mitt missti ég, þrem dögum áður en Rúss ar komu inn í borgina. Nú bý ég í ofnlausri herbergiskytru. Þér getið varla ímyndað yð ur hve kalt mér er. Ó, það eru ekki lengur nein sældarkjör, að vera Þjóðverji. — Loftárásirnar jukust ár frá ári. Hdnn 19. rnaí 1644 féllu tvær sprengjur á skrjf stofubygginguna. (Þessi bygg ing, sem hún nefnir hér, var byggig hagstofunnar í mið- hluta Berlínar). Sprengjurn- ar smugu í gegnum' húsið, þótt sprengjutraust væri tal áð. Þar létu lífið 600 manns. Hve margir dóu þar að auk á sjúkrahúsum eða á leiðinni þangað, var aldrei gert kunn ugt. Maður mátti ekki tala miklar. Ef til væri synda- um það. Allan sánnleika átti að þagga niður. Aidrei gleymi ég þeirri sjón, þegar félagar mínir voru dregnir úr rúst- unum, hryllilega limlestir, dauðir og lifandi. Margar mæður með börn sín höfðu og leitað þar skjóls, þar sem þessi geyáistóra 8 hæða bygg ing var álitin sprengjutraust. En hún féll eins og spilaborg. Ég var ekki stödd inni, þegar byggingin féll. Loftársirnar voru svo miklar, að ég hafði ekki komizt alla leið inn í miðhluta borgarinnar. —Oft var ég eins og lömu.ð af hræðslu. Alls staðar var sannkallað helvíti. Hinn 16. febrúar, á afmælisdaginn minn, féllu sprengjur á minn bæjarhluta. Þar var eitt eld haf. Eldstraumur, sem sópar burt öllu lifandi og dauðu. Ég var alveg örvingluð. Alla nóttina bárum við vatn í fötum, þar til vatnið þvarr. Eldurinn sigraði. Þá nótt missti ég og vini á hryllileg an hátt. >— í lok febrúar urðu árás irnar óteljandi. Fólkið dó í hópum heima og á vígvöllun um. Eins og brennandi blys kom fólkið út úr húsum sín- um.. Það var enn enginn end ir á öllum þeim hörmungum, sem, urðu fyrir augum mín- um. Hitler tilkynnti stöð- ugt undravopn sín. Göbbels laug í útvarpið. Vei, þeim manni, sem mælti í móti, hann hvarf bara og kom aldrei aftur. Margir, margir, sem stöðva vildu þessi miskunnarlausu fjöldamorð, voru ipyrtir. Háttsettir menn hurfu, — , og morðin höfðu ekki náð hámarki sínu. — Svo kom sá dagur, að hús mitt varð fyrir sprengju. Það féll í rúst og húsið við hliðina líka. íbúarnir voru lokaðir niðri í kjallaranum eins og mýs í gildru. Hve hryllilegt það var, getið þér séð á því, að götunni var lok að vegna líkeitrunarhætíu. Og það var ekki aðeins í mín um bæjarhluta, heldur var það víða þannág. Það var ekki hægt að grafa hina dauðu, menn komust ekki til þeirra. Margir settu blómsveiga á rústirnar. Dögum saman mátti heyra högg neðan ur rústunum. Það fór um mann voðalegur hrollur við þessi högg. Maðúr gat ekki bj-arg- að þeim vesalingum, sem þannig voru lifandi grafnir. Daufari og daufari urðu högg in, unz þau dóu út. Maður gat orðið brjálaður af að vera vitni að slíkum örlögum. — En hvernig stríðslokin urðu, það, ó, það varð þó miklu verra. Öllum öðrum hörmungum verra. Sjálfs morðin voru óteljandi. Þá frömdu sjálfsmorð vinir mín ir, hjónin . . ., eftir að kon- unni hafði verið nauðgað af Rússum að manninum ásjá- andi. Márgar, margar ungar stúlkur dóu eftir að þeim hafði verið nauðgað óteljandi sinnum. Ég hef heldur ekki sloppið undan Rússunum, tvisvar hef ég verið svívirt, slegin niður, þegar ég reyndi TILKYNNIN að verja mig. En ég get þakk að guði fyrir, að ég hef ekki sýkzt. Margar, margar konur og stúlkur eru nú sjúkar. Þá sáldraði gg hvítu dufti í hár- ið, setti upp gleráugu, batt á mig klút og þvoði mér ekki dögum saman. Þannig slapp ég við frekara ofbeldi. — Ég varð að ryðja götur og sækja vatn, bera vatn í baðhús Rússanna. Og vatnið varð að sækja í kirkjugarðinn, því að vatn var ekki annars staðar í hverfinu. En það, sem þar var að sjá, fá engin orð lýst. Þar lágu líkin, eins og þau höfðu fundizt í rústunum. Kistur voru ekki lengur til. Það er eiginlega alveg óskilj anlegt, hversu mikið maður getur þolað. — Ég er forlög unum þakklát fyrir, að mamma lifði ekki þessar síð- ustu hörmungar. Bara að ég hefði getað orðið henni sam- ferða. — Við Þjóðverjar tærumst upp af fæðuskorti. Það er hungur. Ég er nú aðeins 80 pund, en var alltaf hérna áð- ur um 135 pund. Við, allur fjöldinn, sem ekki höfum pen inga til þess að kaupa fæðu á svörtum markaði, sveltum nú. Ég bíð eftir bögglinum með mikilli eftirvæntingu. . . — Söngurinn og minningarn ar er nú mín einasta huggun, það tvennt er ekki hægt að taka frá mér, allt annað hef ég misst.“ Getum við lesið slíkt bréf án þess að hvarfia huganum erlendis til allra þeirra, sem hafa liðið og líða enn slíkar hörmungar? Getum við sagt með góðri ■samvizku, að það komi okk- ur ekkert við, þótt milljónir manna hrynji niður úr hungri og kulda? Ránnveig Tómasdóttir. Árshátíð Félags Snæ- fellinga og Hnappdæla FÉLAG Snæfellinga og Hnappdæla hélt árshátið sína að Hótel Borg á laugardag- irin var. Fjöllmenni var á hóf- inu og fór það mjög vel fram. Formaður félagsins, Ásgeir Ásgeirsson skrifstofstjóri frá Fróðá, setti hófið, en Sigurð- ur Árnason frá Stórahrauni stjórniaði því. Meðan setið var undir borðum voru þessi minni flutt: Minni íslands, flutt af Ásgeiri Ásgéirssyni, 1 minni héraðins, flutt af Guð- laugi Jónssyni löggæzlu- manni, og minni kvenna, flutt áf Óla Ól'asyni kaup- manni. Ennfremur skemmti Birynjólfur Jóhannesson leik- ari með upplestri, kvarte’tt söng og loks v,ar fjöldasöng- ur. Eftir fborðhaldið söng hinn vinsæli barytonsöngv- ari Guðmundur Jónsson með aðstoð Fritz Weisshappel. Síðan var stiginn dans fram undir morgun. FRA STRÆTISVOGNUM REYKJAVÍKUR: Sökum vagnaskorts breytast strætis- vagnaferðir innanbæjar fyrst um sinn á leiðunum: Lœkjartorg-Njálsgata- Gunnarsbraut °g Lœkjartorg-Sólvellir þannig, að ekið verður að Lækjar- torgi á 20 mín. fresti frá kl. 7 að morgni til kl. 24 að miðnætti, frá og með 5. þ. m. Reykjavík, 3. marz 1947. Strœtisvagnar ReykjcLvíkur. Skaftfellingafélagið í Reykjavík. kafffellingamó! verður háldið að Hótel Borg n. k. laugardag. 8. þ. m., og hefst með borðhaldi kl. 19,3Ö. Aðgöngumiðar fást frá og með n. k. þriðju- degi og til föstudagskvölds á eftirtöldum stöð- um: Verzl. Vík, Laugavegi 52, Parísarbúðinni, Bankastr'æti 7, Skermagerðinni Iðju, Lækjargötu 10 B og skrifstofu Sunnu, Vesturgötu 5. Þeir, sem eiga óleyst ársskírteini, geta feng- ið þau á sömu stöðum. Stjórn Skaftfellingafélagsins. Tek að mér að úða og klippa tré, enn fremur skipulagningu skrúðgarða. Upplýsingar gefur Sigurður Sveinsson, sími 7032, kl. 1—2,30 alla virka daga, nema laugardaga. Baldur Gunnarsson - garðyrkjufræðingúr. A. EINARSSON & FUNK

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.