Alþýðublaðið - 04.03.1947, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 04.03.1947, Blaðsíða 7
ÞrlSjudagur, 4. marz 1947. ALÞYÐUBLADID 7 rnrr WTTT. Bærinn í dag. Ííæturlæknir er í Læknavarð- jstofunni, ;SÍmi 5030. Næturakstur annast B.S.R., sími 1720. Næturvörður er í Reykjavík- urapóteki. Háskólafyrirlesfrar tim þrjú sænsk skáld. i ^ — Á NÆSTUNNI mun Peter Hallberg flytja fimm fyrir- lestra um sænsku skáldin Verbef von Heidenstam, Gustaf Fröding og Erik Axel Karlfeldt. Fyrsti fyrirlesturinn verð- Mr fluttur í dag í fyrstu kennslustofu háskólans og hefst kl. 6.16 síðd. Orðsending frá Karla- kór Reykjavíkur VEGNA óviðráðanlegra or- gaka félil samsöngur kórsins niður i gærkveldi. Miðar frá þeim samsöng gilda miðviku daginn 5. marz kl. 3, miðar frá þriðjudeginum, 4. marz g'ilda fimmtudaginn- 6. marz 1:1. 7,15, miðar frá miðviku- deginum 5. marz gi'lda föstu- daginn 7. marz kl, 7,15 og miðar frá fimmtudeginum 6. marz gilda sunnudaginn 9. marz kl. 1,15. Allir sam- söngvarnir verða í, Gamla Bíó. Þegar Rofferdam var lögð í rúsfir F. IJ« J, * LESHRINGURINN um jafnaðarstefnuna í ís- lenzkum bókmenntum verður á miðvikudags- kvöld kl. 9 í skrifstofu fé- lagsins á annarri hæð Al- þýðuhússins. Þeir, sem vilja vera þátttakendur í hringnum mæti stundvís- lega. , f, ’JFrh. af 5. síðu. j á eftir komu 2. og 3. véla- maður niður. Er vdð höfðum Nerið þarna um stund hættum við ökkur upp á þilfar. Yfir okkur í myrkrinu drundi fjöldi flug- véla, er sendu hóp af fall- hlífarhersveitum til jarðar oig y.fir Wa'ldhafen flugvell- inum voru Ijómandi rákir ljóssprengna. Það stóð yfir loftárás á flugvöllinn, og þvi næst var hann tekinn af fall- hlífarhersveitum. í dögun flugu brezkar flugvélar inn yfir Rotterdam og gerðu á- rás á flugvöllinn, sem Hol- lendingar náðu aftur. en héldu ekki lengi. í fjóra daga stóð orrustan þarna, og við vorum mitt í eldlinunni. Skot sprungu yfir höfðum okkar, og Hollendingar skutu yfir skipið, svo að kúlurnar hvinu við eyrun. Hinn 14. maí var yndis- legt sumraveður. Sólin sendi geisla sina á hin fornfrægu patricierhús og hinar gylltu turnspírur kirknanna og tré, runnar og akrar’ voru sem eitt Ijóm'andi geislahaf. Um borð í ,,Annam“ gekk vinn- an sinn vana gang. Við nut- um kyrrðarinnar eftir allt það, sem gengið hafði á und- anfarna daga, án þess að gefa okkur á vald neinni ó- þarfa bjartsýni. — Þvert á móti höfðum við grun um, að kyrrðin væri fyrirboði einhvers enn venra. Sú varð lika naunin á og það, sem okkur hafði ekki órað fyrir. Klukkan 11 komu þrir hóp- ar flugvéla inn yfir borgina. Það var ekki skotið á þær, og ekkert loftvarnamerki gefið. Rotterdam hafði ver- ið lýst óvíggirt boirg. Er við komum upp á þilfar 'til að sjá þessa tilkomumiklu sjón, svo stóran hóp flugvéla, urð- um við vægast sagt dauð- hræddir, þegar sprengjurnar féllu yfir Schiedamschediik, miðbæinn. — Þjóðverjarnir höfðu misst þolinmæðina, og vildu vekja skelfingu með því að eyðileggja Rotterdam. Aðeins ein sprengja féll ná- lægt ,Annam“. Nei, það var gamlii, fallegi miðbærinn, með. öllum sínum reisulegu byggingum, sem varð fyrir þvi að vera jafnaður við jörðu. Eftir 3 vikur var þetta að mestu um garð gengið, en fyrstu þrjá dagana var sem að horfa inn í eld, sem skíð- logaði — risastórt, snarlc- andi bál, sem var 1 km. á breidd og 3 km. á dýpt. Einkum á næturnar var þessi sjón tilkomumikil, en skelfileg. Stundum langaði mann til að gráta af sorg og trega yfir þessum hamförum. Sagt er, að yfir 20 000 hús hafi brunnið, þar af 13 kirkj ur, 21 skóli og 17 sjúkrahús. Um 28—30 000 manns létu lífiið. En meira að segja 17 dögum eftir loftárásina fund Ust lifandi menn í rústun- um —■ vitskertir og niður- brotnir. Ég hef reynt margt og miikið í lifi mínu, einnig eft- ir 10. mai 1940, en. ekkert sem hefur að geyma jafn farlega skélfingu eins og þá, er hin gam'la menningarborg varð að greiða dvru verði þátt sinn í baráttunni fyrir sjálfstæði landsins með því að vera ,,sena“ f.yrir svo hræðilegan sorgarleik. HANNES Á HORNINU: ' Frh. af 4. síðu. kem út aftur sé ég að 10-hjóla vörubíll hefur stanzað beint’ á móti mínum bíl, og var þó nóg rúm alls staðar annars staðar á götunni. Nú var svo mjótt á milli bílanna, að naumast var hægt að smjúga þar með bíl. Vörubíll hafði samt farið þar, á þann hátt, að afturhlífin á mín- um bíl var illa beygluð. Ekki varð séð að hann hefði snert stóra „trukkinn“ enda mun hannhafa verið ónotalegri við- komu. — „Sjálfsagt að tilkynna stráx.“ — Á sama tíma og allt þetta hefur gerzt, veit ég ekki til að ég hafi svo mikið sem kitlað aðra bíla með mínum. — Þetta má þó enginn skiija sem Isjálfshól né neina sérstaka dyggð, því að auðvitað hef ég allan tímann verið að hugsa fyrst og fremst um minn eigin - Skemmtanir dagsins - Kvikmyndir: GAMLA BÍÓ: „Hringstiginn“. Kl. 9. „Dick Tracy leyni- lögreglumaður". ■— Morgan Conway, Anne Jeffreys, Mike Mazurki. Kl. 5 og 7. NÝJA BÍÓ: „Drag'onwyck“. ■— Gene T-ierney og Vincent Price. — Sýnd kl. 5, 7 og 9. TJARNARBÍÓ: „í'stuttu máli“. Sýnd kl. 9. „Sonur Hráa hatt ar“. — Cornel Wilde ,Anita Louies. Sýnd kl. 5 og 7. BÆJARBÍÓ: Engin sýning í dag. HAFNARFJ.BÍÓ: „Klukkan" —- Judy Gai-land, Robert Walker og Keenan Wynn. — Kl. 7 og 9. Leikhúsin: LEIKFÉL. HAFN.FJ.: „Húrra krakki“. Sýning' kl. 8.30. LEIKFÉL. RVÍKUR: „Ég man þá tíð“. 25 sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar frá kl. 2 í dag. Söfn og sýningar: NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ Opið kl. 14-—15. ÞJÓÐMINJASAFNIÐ: Opið kl. 13—15. Samkomuhúsin: BREIÐFIRÐINGABÚÐ: Afmæl ishóf Matsveina- og veitinga- þjónafélags Íslands. HÓTEL BORG: Dansað frá kl. 9—11.30. Illjómsveit Þóris Jónssonar. INGÓLFSCAFÉ: Opið frá kl. 9 árd. RÖÐULL: Bifreiðastjórafélagið „Hreyfill" Fundur. S JÁLFSTÆÐISHÚSIÐ: Skemmtifundur Ferðafélags íslands kl. 8.30. HASKOLAFYRIRLESTUR í I. kennslustofu Háskólans kl. 8,15, Peter Hallberg'. Skák: YANOFSKY-MÓTIÐ Sjötta um ferð í Mjólkurstöðinni kl. 8. í kvöld. Bróðir minn, I1 SigurSur Jóhannesson * f skrifstofumiaður, andaðist 3. þ. m. •— Fyrir hönd eiginkonu, dóttur og: fjarstaddra ættingja. Jón Jóhannessom Jarðarför föður okkar, Guðmundar Gísla Guðmundssonar v frá Súðavík, fer fram frá Fríkirkjunni fimmtudaginn 6. marz og hefst með 'húskveðju frá Klapparstíg 9 kl. 2 e. h. ’ ’ . .......... ,:j ' Ágústa Guðmundsdóttir. Margrét Guðmundsdóttir. Guðrún Guðmundsdóttir. Valborg Guðmundsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við and- lát og iarðarför GuÓmundar Bjarna Kristjánssonar, kennara við Stýrimannaskólann. Sérstaklega þökkum við skólastjóra, kennurum og nemendum Stýrimannaskólans fyrir þá virðingu, er þeir sýndu minningu hins látna. Geirlaug Stefánsdóttiy. dætur, fóstur- dóttir, tengdasynir og barnabörn. Úfvarpið: 20.45 Erindi: Meðvitund jurt- anna og sálarlíf (dr. Ás- kell Löve). 21.10 Tónleikar (plötur). 21.15 Smásaga vikúnnar: „Dýr“ eftir Þóri Bergsson (Lár- us Pálsson). 21.45 Spurningar og svö.r um íslenzkt mál (Bjarni Vil- hjálmsson). 22.00 Fréttir. 22.15 Djassþáttur (Jón M. Árnason). 22.45 Dagskrárlok. bíl og um mitt litla eigið líf, og þess hafa hinir notið. — NÚ ER BYRJAÐ ÁRIÐ 1947. Ég er að velta því fyrir mér hvort það muni verða hægri eða vinstri hlíf næst. — Getur þú áfellzt mig, Hannes minn, þó mér finnist þetta ekki vera allt í lagi? Bíllinn minn hefur verið á verkstæði sam- tals í 3 vikur til réttinga? Á meðan hef ég orðið að leigja mér bíl til sjúkravitjana. Allir, sem þekkja. til liversu erfitt hef ur verið að fá bíl á stríðsárun- um, geta farið nærri um, hvort það út af fyrir sig hefur ekki reynt á þolinmæði, þegar 'tími er naumur. Og hver borgar brúsann? Ekki sá, sem tjóninu veldur. Tryggingarnar munu hafa greitt drjúgt fyrir rétt- ingar og nýjar hlífar. Bíllinn minn var einu sinni fínn bíll. Nú hef ég ekið honum 45.000 t km. og er hann því tiltölulega lítið slitinn. En ef ég vildi selja hann, myndu réttingarnar, og af þehn leiðandi hurðar- gjögt; minnka verðmæti hans, væntanlega, um tug þúsunda. ER ÞETTA ALLT í LAGI? Ég leyfi mér að efast um að þeir, sem aká bílum sínum yfir annarra manna bíla upp á trygginguna, fyndist þetta vera allt í lagi, ef þeir ættu sjálfir að taka þátt í kostnaði þeim og verðmætisskerðingu, sem ég hef minnzt á. Sérstaklega á ég hér við vörubílstjóra. Með því fyrirkomulagi, sem nú er á tryggingum, hafa þeir bókstaf- lega enga ábyrgð. Við, sem stjórnum fólksbílum, erum alit- af að hugs.a fyrst og fremst um okkar eigin bíl, eins og ég minntist á áðan, og' það er nægilegt aðhald, enda þótt við kynnum að kæra okkur koll- ótta um skemmdir, sem aðrir bílar yrðu fyrir við árekstur. Vörubílstjórar hafa hins vegar ekkert þess konar aðhald; þeir þurfa aldrei að óttast um að svo mikið sem sjái á þeirra bíl, þótt þeir reki „stuðara“ hjól- kopp eða vörupall í okkar bíla. Fjárhagsleg áhætta er engin, bara tilkynna tryggngunni. HELDUR ÞÚ EKKI, að betra væri að þeir bæru einhverja fjárshagslega ábyrgð á gjörðum sínum? Að vísu er það spor í rétta átt, að gefa bílstjórum af- slátt á iðgjaldi, ef þeir valda litlu eða engu tjóiii með bíl sín- um, en hér er þó aðeins um tak- markaða upphæð að ræða, í hæsta lagi tryggingaruppþæð- ina. Ég hygg að hitt væri mup meira aðhald, ef bílstjóri ætti alltaf á hættu ófyrirsjáanleg út- gjöld ef hann veldur tjóni með bíl sínum. — Úr því að ég hef hrist svona af mér slenið, lang- ar mig til að minnast á „port- lokurnar" og „rotturnar“. ÉG HEF BÍLSKÚR í sund* inu með fram húsinu mínu. Þegar ég er heima, stendun bíllinn annaðhvort inni í skúrn- um, og blasir hurðin við göt- unni, eða hann stendur í sund- inu. Af því að ég er læknir,. þarf ég oft að bregða fljótti við út í bæ, en þau skipti eru. ótalin, sem ég er lokaður innil með bílinn af allskonar óvið- komandi bílum, sem lagt hefur- verið þvert fyrir sundinu. —- VISS TEGUNB bíla (bíl- stjóra) aka alltaf inn í aðalgötu. á þann hátt, að þeir reka trýn- ið út úr hliðargötunni, eins og: . rotta út úr holu, alltaf tilbúnir að taka „ehansann“ ef ég, sem. ek aðalgötuna, sýni minnsta Iiik. Ef ég samt þrjózkast við til aff halda rétti mínum, verður hann, að stanza á ská fyrir horni og.* veldur oft ótrúlega miklurrL umferðartruflunum, fyrir utan. árdeksturshættuna. Hannes á horninu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.