Alþýðublaðið - 22.04.1947, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.04.1947, Blaðsíða 1
‘Veðurhorfur: NorSaustan stinningskaldi. Úrkomulaust en skýjað. Heklugosið: Hraunið nú 4 lun. frá Næf- urholti. Umtalsefnið: Fráfall Kristjáns konungs tíunda. Forustugrein: Við fráfall Kristjáns kon- ungs tíunda. Hinn látni konungur. konung á alþingi í gær. ♦ ■■ — Forseti sameinaðs þings fSutti ræðu, en þmgheimur hlýddi standandi á. — ♦ •---------- Á FUNDI SAMEINAÐS ALÞINGIS í gær flutti Jón Pálmason þingforséti stutta minningarræðu um Kristján konung tíunda. Þingmenn risu úr sætum, þegar þingforseti hóf ræðu sína, og stóðu, meðan hún var flutt. Fundum var frestað á alþingi í gær að minningarathöfninni lokinni. Minningarræða þingforseta um hinn iátna konung var svohljóðandi: „Kristján hinn tíundi, kon ungur Dana, er látinn eftir 35 ára ríkisstjórn. Hann var jiafnframt konumgur íslands, hinn síðasti konungur þess, tfrá 1912, er hann settist að völdum, til 1944, er íslenzka lýðveldið var stofnað, eða í 32 ár, þó að konungsvaldið vær-i ekki í hans höndum hin fjögur síðustu árin af þeim itáma, eins og alþjóð er kunn Ulgt. Þassi góði lýðsitjórnarkon- ungur mu.n jafnan verða ís- ilendingum minnisstæður. Undir stjórn hans fen'gum vér fullveldi landsins viður- kennt, og var þá ísland sér- staklega tekið uþp í heiti konungs. Á ríkisstjórnarár- um hans hafa með vaxandi sjálfstrausti þjóðarinnar orð ið hér meiri framifarir en á mokkru öðru tímabili í sögu vorri. Vér erum þess minn- ugir, að Kristján konungur lagði mikla rækt við íslend- inga, heimsótti landið fjór- um sinnum, bar velvildar- hug itil lands og þjóðar og kyinntist hér hverjum manni vel. Þó að skilnaður íslend- ing,a við Dani yrði, fyrir rás viðburðanna, með öðrum hæfti en hann hefði kosdð, Framhald á 2. síðu. Danmörku. Frá fréttariitara Alþýðu- blaðsins í Khöfn. ‘ KRISTJÁN KONUNG- UR TÍUNDI lézt klukkan 11,04 á sunnudagskvöld. Hafði hann misst meðvit- undina klukkan fjögur um daginn, og fékk ekki rænu eftir það, en líf hans fjar- aði út. Þúsundir manna höfðu safnazt saman við Amalienborg, og horfði mannfjöldinn þöguU til hallarinnar, þar sem fólk- ið vííssí, að konungur þess var að deyja. Klukkan 11,18 tilkynnti eirm af líf- vörðum ’konungs lát hans við höllina, og klukkan 11,30 stöðvaði danska rík- isútvarpið sendingar sínar til þess að flytja þjóðinni fréttina. Á eftir fregninni var útvarpað klukkna- h'ljómi og síðan sorgartón- list. Sjúkdómur Kristjáns kon- ungs hafði síðustu vikurnar farið versnandi, svo að auð- sætt var, að hann mundi ekki lifa lengi enn. Læknarnir gátu ekkert gert gegn hjarta- kölkun konungs og kolbrand inum í fæti hans. Síðustu daeana fór líðan konungs stöðugt versnandi og hitinn jókst. í gærmorgun var skotið af fallbyssum í tvær klukku- stundir samfLeytt í Kaup- mannahöfn, og skömmu eftir hádegi var öllum kirkju- klukkum ilandsins ’hringt. Forsætisráðherra landsins, Knud Kristensen, talaði í gærmorgun til þjóðarinnar og minntist konungs. Sagði hann, að hinn 'látni konung- ur, sem ja'fnan var látlaus i framkomu, en þó ávallt virðulegur sem konungi sæm ir, hefði unn,að þióð sinni mjög mikið. Hefði hann jafn- an haft hin nánustu kynni bæði a)f landi og þjóð. F orsætisráðherrann minntist þess, að Kristján konungur hefði jafnan Framh. á 2. síðu. Hinn nýi konungur. Friðrik il hylitur á svölum Christiansborgar í gærdag, —----—♦— ■ - ■■ Útför Kristjáras X. fer sennilega fram eftir téu daga aS Hróarskeldu. ----------*---------- Einkaskeyti til Alþýðublaðsins frá Khöfn. ÞÚSUNDIR MANNA höfðu safnazt saman fyrir fram- an Christiansborg klukkan fjögur í gærdag, er liinn nýi konungur, Friðrik IX., var hylltur af þjóð sinni. Gekk for- sætisráðherra Knud Kristensen fram á svalirnar með kon- ungi og Ingrid drottningu, og hyllti mannf jöldinn þau ákaft með húrrahrópum. Friðrik konungur ávarp- 'ði því næst maninfjöldann og fcvað fráfall hins látna konungs vera mikinn sorg- arviðburð fyrir konungsfjöl skylduna og alla þjóðina. Hann íbað almáttugan guð að veita sér hjálp í hinu ábyrgð larmikla starifi, er hann nú tækist á hendur og vonaðist eftir að þjóðin sýndi sér sama þegnskap og hún hafði sýnt ihinum látna konungi. Á eftir ræðu konungs var hann enn hylltur með húrra hrópum, og mannfjöldinn söng þjóðsönginn cg síðan önnur ættjarðarlög. Nokkru eftir athöfn þessa var svo rík isþingið kvatt saman og því tilkynnt valdataka Friðriks IX.' Ekki heifur enn verið á- kveðið, hvenær jarðarför Kristjáns X. fer fr,am, en ital ið er líklegt að það verði | eftir 10 daga. Fer athöfnin vafalaust ifram í dómkirkj- unni í Hróarskeldu. Um öll Norðurlönd birta dágblöð xniargar síður um hinn látna konung, og Kaup mannahafnarblöðin tvö, sem út koma, meðan á verkfall- irau stendur, hafa komið út í I stórum upplögum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.