Alþýðublaðið - 22.04.1947, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.04.1947, Blaðsíða 4
|U|)()ðttblaMð Útgefandi: Alþýðuflokknrinn. Kitstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfrétíir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Fr.kv.síj.: Þorvarður Ólafsson. Auglýsingar: Emilía Möller. Framkvæmdastjórasími: 6467. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Bréf frá K. K. um að vera >og að sýnast. — Eldri og yngri kynslóðin og viðhorf þeirra hvorrar til annarrar. í DAG fáið þið að lesa bréf, sem mér barst á sunnudaginn frá K. K. J>að er á þessa leið: „Merkur maður hefur sagt, að ef á brjóstum mannanna væru gluggar, svo að allar þeirra hugs anir og áform og hvatir sæust í gegnum hann, þá myndu marg ir bera kinnroða og fyrirverða sig í fjölmenninu. Það er stund- um sagt, að menn fari að sýna sig og sjá aðra á mannamótum, og þá eru það oftast fellegu fötin, hrukkulausu andlitin og sléttu og hvííu hendurnar, sem þar eru sýnd. HJARTAÐ SÉST ÞAIl EKKÍ, það er að segja, hugrenningar og hvatir eru byrgðar. En þó má oft af ýmsu ráða hvernig hjartað er, — orð og verk mann anna lýsa oft mjög náið sálar- lífi þeirra. Þó geta sumir dulið sinn innra mann að mestu leyti, aðrir geta það ekki. Það vill svo oft brjótast út, sém inni fvrir býr. Það er éins og ástríð- ur og illar hvatir fylki liði sínu til bardaga gegn því betra í okk ur, og sigur eða ósigur er und- ir því kominn, hvort hjartað er hreint. VÍST, ER, að margt væri öðru vísi en það er, ef við værum fær um að lesa hver í annars huga, því þá mundi nú fyrst gefa á að líta. Ég efast ekki um að handtökin breyttust, yrðu ann- aðhvort innilegri, eða kulda- legri. Hve augnatillitin myndu verða ólík því, sem er! Þá hyrfu flærðarbrosin og uppgerðarláta lætið, vinarbrosin auðþekktari. Þá væri hægt að greina rétt frá röngu, falsið frá því sanna, sannleika frá lýgi. í einu orði sagt, þ'á væri hver nauðbeygð- ur að koma til dyranna, eins og hann er klæddur. „BÚAST MÁ VIÐ, að langt verði þangað til mennirnir geta séð hvor í annars huga, en trú- legt er, að það geti verið mögu- legt, og verði einhverntíma stað reynd. En þá verða menn líka orðnir betri, hjörtun hreinni, og menn því ekki nauðbeygðir til að loka huga sínum hver fyr- ir öðrum með því að sýnast aðr- ir en beir eru. Þegar kærleik- urinn fær yfirhöndina og við förum að lifa og starfa í kær- leika, þá þurfum við ekki að nota yfirhylmingarduluna, sem því miður virðist vera of al- menn ílík. að minnsta kosti, leggjum mikla áherzlu á að skreyta okkur hið ytra. Það má segja, að það er stórkostleg breyting orðin á út- vortis búnaði í seinni tíð. Gamla fólkið, sem við nefnum svo, þótt við séum naumast frá þeirri nafnbót vaxin sjálf, ólst upp við miklu minna skart og prjál, og eyddi færri krónum, en við „unga fólkið“ til að skreyta ut- anverðuna með. Og ég get alls ekki láð því, þótt því blæði í augum, þegar það sér æskuna meta fatafegurðina, armbönd og alla dýrð, svo mikils, að hún hleypur sér í skuldir til að svala hégómagirni sinni.“ „EKKI ER ÉG á móti því, í sjálfu sér, að fólk skreyti sig-dá- lítið, þeir sem það geta efn? ‘ anna vegna. En þó er spurning hvort fjármununum sé ekki bet ur varið til annars, við skulum segja til að efla almenningsheill ir. Og víst er um það, að við er- um ekki vel ánægð með maura- púkana, sem verja fé sínu til að fita sig eina, ef þeir þá tíma því, aða öðrum kosti liggja á maurunum. — FEGURÐ ARTILFINNIN GIN er virðingarverð og góð, en bak við hana verður að vera hreint hjarta. Varla er hægt að láta sér detta í hug, að nútíðar- skrautið, hégómatildrið, sé sprottið af sannri fegurðartil finningu, heldur bara til að láta aðra sjá sig og dást að sér. Eins og Indíánar og aðrar villiþjóðir, sem mála nakinn líkama sinn með öllum mögulegum litum, skreyta sig fuglafjöðrum og ýms' um skrautgripum, til að sýnast fallegir á mannamótum. MINNA MÁ Á ÝMS mikil- menni heimsins, er með breytni sinni hafa vottað, að þeir hafi borið hreint hjarta í brjósti sínu, að þeir hafi allir undan- tekningarlaust einskis metið hið ytra fegurðarprjál og þar virðist mér þeir hafi einn vott mikil- mennsku sinnar. Ý?iti allir, að ytri fegurð hefur ekkert gildi. Það sem hefur gildi er innri fegurð, hreint hjarta. Við höf- um svo oft séð, bæði af sögunni og eigin reynslu, að köldu og kærleikslausu hjörtun, slá slög- in sín stundum í fagurlega bún- um brjóstum. Við sjáum stund- um saurugu hendurnar með glitrandi gullið á hverjum fingri, fögur orð hrjóta af flá- Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. MEÐ KRISTJÁNI KON- UNGI TÍUNDA, sem lézt eftir langa vanheilsu síðast liðið sunnudagskvöld, er fall inn í valinn ástsælasti knn- ungur, sem Danir ha'fa átt, og einn • þeirra konunga á Norðurlöndum, sem mesta virðingu hafa áunnið sér uti um heim. Þá ást og þá virðingu á- vann Kristján konungur sér ekki með hermennsku og landvinningum. sem fyrr á öldum þotti nauðsynlegt til þess, að verða frægur og vin isæll þjóðhöfðingi. Hann vár alla tíð friðarkonungur, sem af fremsta megni reyndi að halda landi sánu og þjóð ut-- an við valdabaráttu og styrj aldir stórveldanna, þótt það tækist ,að vísu ekki 1 hinni nýafstöðnu styrjöld; og um- fram allt var hann fólkstjórn arkonungur á nútima vísu, sem hélt sér stranglega á grundvelli þingræðis og lýð-. ræðis, tók einlægan þátt a fé- lagslegum framförum þjóð- ar sinnar, sem aldrei hafa orðið neitt svipaðar og í stjórnartíð hans, og um- gekkst alþýðumenn eins og jafningja sína. En þó að Kristján tíundi væri enginn herkonungur að gömlum hætti, sýndi hanfi það á ófriðarárunum, er land hans hafði verið her- numið, hvílik hetja og karl- menni hann var. Með festu sinni og virðuleik við hinn erlenda innrásarher varð hann þiað bjarg, sem danska þjóðin byggði á trú sima og von um betri tíma, tákn hinn ar þjóðlegu baráttu fyrir endurheimt frelsisins, sem hann eftir fimm þungbær hemámsár var svo hamingju isamur að lifia. Þótt ekki hefði hann ríkt nema þessi fimm ár, myndu þau ein hafa nægt til þess, að gera hann dönsku þjóðinni ó- gleymgnlegan og ávinna hon um almenna virðingu úti um, heim. * íslenzka þjóðin tekur ein- lægan þátt í þjóðarsorg Dana við fráfall þessa mik- állhæfa konungs. Hann var þar til fyrir tæpum þremur árum eimnig hennar konung ur og sýndi henni, meðal annárs með endurteknum komum hingað, meiri vel- vild og umhyggju en nokk- ur annar konungur á undan honum; enda ávann hann sér miklar persónulegar vin- sældir hér. Það var og síður en svo persóna konungs, sem olli því, að konungssambandinu við Danmörku var slitið og VIÐ NÚTÍÐARBÖRNIN, sum lýðveldi stofnað hér á landi. Að því hafði verið stefnt á yfirlýstan hátt og að því hnigu öll söguleg rök fyrir íslenzku þjóðina. En víst myndu allir íslendingar hafa óskað þess, ekki sízt vegna þeirra vinsælda -og virðing- ar, sem Kristján konumgur naut hér, að skilnaðurinn og Iýðveldisstoínunin hefði mátt verða á öðrum tíma; Framhald á 7. síðu. við það varð þó ekki ráðið. En því meiri hefur hróður Kristjáns tíunda orðið hér á landi af þeim drengilegu. árnaðaróskum, er íhann sendi íslenzku þjóðinni að skilnaði á s-tofndegi lýðveldisins; því að siðan hefur öllum íslend ingum verið það Ijóst, að þannig hefði enginn konun-g ur breytt nema sá, sem var sannkallaður höfðingi. ÞriðjUdagur, 22: aprilbl847iU Tek heimlJii mín sængurkonur. Uppl. á Framnesveg 38. Sími 7745. Tunnur til upphölunar á steypublöndu fyrirliggjandi. Arinbjörn Jónsson Heildverzlun Laugaveg 39. — Sími 6003. NOKKUR SÍLDVEIÐISKIP geta komizt til löndunar á Djúpavík og Dagverðareyri næsta sumar. Hvor síldarverksmiðja hefur tvö sjálfvirk löndunartæki og vinnsluaf- köstin verða á sólarhring í sumar ca. 6000 mál á Djúpavík og 5000 mál á Dagverðar- eyri. Þeir útgerðarmenn, er hafa hug á að leggja síldarafla skipa sinna upp á þessum stöðum á næstu síldarvertíð, semji góðfús- lega um það fyrir 10. maí næstkomandi við * verksmiðjustjórann á Djúpavík eða Dag- verðareyri, eða við skrifstofu Alliance h/f í Reykjavík. fyrir spónlímingar 100x200 cm. 3 mm. fyrirliggjandi. Arinbjörn Jónsson Heildverlzun. Laugaveg 39. — Sími 6003. HÚS OG ÍBÚÐIR hef ég til sölu við eftirtaldar götur: Hús við Karlagötu, 2 þriggja herbergja íbúðir lausar. , Ibúð við Víðimel, ekki laus, sanngjarnt verð. íbúð við Sörlaskjól, 3 herbergi á hæð og tvö í risi. íbúð við Hjallaveg, þriggja herbergja efri hæð og ris í tveimur húsum í smíðum í Hlfðunum. Loks hef ég sænsk timburhús ásamt lóðarréttindum. Baldvin Jónsson, hdl. Vesturgötu 17. Sími 5545. Birupilur úr alúmíníum á þök og veggi. Allar stærð- ir. Seldar gegn gjaldeyris- og innflutn- ingsleyfum. Arinbjörn Jónsson Heildverzlun. Laugaveg 39. — Sími 6003.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.