Alþýðublaðið - 22.04.1947, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.04.1947, Blaðsíða 5
'ÞrfiSjudágnr, 22. aptíl íí!j947t J amtíðarsaga og síðustu fréttir Blaðamannabókin 1947 er komin út. Bókin er skrifuð af 20 íslenzkmn blaðamönnum og segir þar frá ýmsum mark- verðustu viðburðum síðustu 50 ára hérfendis og eríendis, ferðalögum íslenzkra bfaðamanna um 12 lönd, allt frá bænahúsum negranna í New York til hinnar gjósandi Heklu, lýst er mörgum frægum mönnum, óvenjulegum at- burðum og svipíegum slysum. Efni bókarinnar er geysi-fjölbreytt, ferðalýsingar frá Norðurlöndum, Rússlandi, Ítalíu og Sviss. Frásagnir af komu fyrsta bílsins til landsins, Goðafoss-slysinu, Friðarslagnum í Reykjavík, viðskiptum íslenzkra blaðamanna við her- námsliðið, fangelsisvist ísl. blaðamanna í London, heimsókn til páfans, í japönsku musteri, frá undirskrift Locarno- sáttmálans og svo síðustu fréttirnar: Iýsing á Heklugosinu með myndum frá gosinu og margt fleira. Mlaðamannabókin er bók iyrirf £ alla. * r Geiið þá hókT sem þér girnist sjáliir, þá rnuna menn eitir gjöfinni yðar. í fermingargjöi. Geiið Blaðamannabókina 1947 Bókfellsúfgáfan ÞAÐ VAR AÐ VORLAGI, sem við komum til Sýrlands frá Egyptalandi, en þar dvöld umst við meðan stöð á upp- grefitinum við Telll Chagar Bazar. Á undan okkur fóru Hamsudi, sem var leiðsögu- maður og Mac, sem var bygg ingarmeistari okkar. Þeir óttu að undirbúa komu okk- ar, en við fórum með járn- brautarlest til Kamichlie, fil að ljúka þar ýmsum erind- um við frönsku herstjórnina. Þegar við komum til Amudi, kom það í ljós, að þar hafði ekki allt gengið samkvæmt óætlun. Húsið ,sem átti að rýma fyrir okkur og þvo allt, háitt og lágt, fyrir viku, var enn, þegar Hamsudi og Mac komu, daginn áður, í hinu verstia lagi, og auk þess bjuggu þar um sjö amerískar fjölskyldur. Að vísu gerðu þeir félagar allt ,sem hægt var að gera á einum sólarhring. Hamsudi hafði tekizt að koma íbúun- um út úr einu herberginu og igera það hreint að svo miklu leyti, sem kostur var á, og útvega í það tvo rúmbálka fyrir okkur Max. í hinum enda hússins var allt á öðr- fum endanum, svo að þeim fálögunum hlýtur að hafa liðið illa, að þurfa að hafast þar við yfir nóttina. Út um garðshliðið streymdi löng runa af konum, börnum og ýmis konar kvikfénaði, svo sem hundum, köttum og . hænsnum, og gaf þessi fylk- ing frá sér hin fjölbrey ttustu hljóð, svo að þar blandaðist sam&n kjökur og hlátrasköll, formælingar og fyrirbænir, gélt, kattarvæl og eggjagarg. Þessi hersing mjakaðist hægt og sígandi í burt eins og í lokaþætti í dramatiskum söngleik. Innan um þetta syndir svo matreiðslumaður- inn ckkar og eldar kvöldmat- inn eins og ekkert hefði í skorizt. Að lokinni máltíð göngum við til hvílu og erum sannarlega þurfandi hvíldar- innar. En enda þótt yið vær- um dauðþreytt, varð okkur ekki svafnsamt i þessum nýju híbýlurn. Jafnskjótt -og við höfðum slökkt Ijósið, þutu mýs i tuga- eða hundraðatali út úr veggjunum og upp um gólfið og spígsporuou itístandi fram og aftur um herbergið og yfir rúmin okkar, eins og þær væru heima hjá sér. Ég kveikti Ijós í skyndi. Hvilík- ur viðbjóður! IJppi um alla veggi héngu einkennileg’ar, gráleitar skepnur í tugatali, til fóta i rúminu minu situr mús i makindum og horfir á mig algerlega áhyggjulausum augum. Max reyniir að hughreysta mig og segir, að það sé um að gera að reyha að sofna, þá verði maður ekkert var við þetta. Þetta er að vísu ágæt ráðlegging, en nokkuð tor- veld í framkvæmd. Það er ekki svo auðvelt að festa svefn, meðan heil herdeild af músum fær sér hungux- göngu og viðhefur ýmis Agattia Christie: GREIN ÞESSI er þýdd úr „World Digest“ og er eftir skáldkomma, Agatha Christie. Greinir hún frá ferð, er hún ‘fór með manni sínnm til Sýrlands til forn leifarannsókna. konar líkamsæfingar ofan á sænginni. Ef manni tekst að festa blund, vaknar maður við að litlir fætur tifa ofur léttilega yíir andlit manns. Að lokum kveikti ég, aítur og komst þá að raun um, að fjöldi hinna klifrandi smá- dýra hafði aukizt og þar að auki var griðarstór kolsvört könguló að siga í þræði sin- uim niður úr loftinu og ofan i rúmið til min. Þetta var meirá en .ég gat þolað, ég lýsti því ákveðið yfir, að ég yrði ekki hér inni lengur, svo að Max varð að finna ein- hver úrræði til að ráða fram úr þessu Hann kallaði á Ham sudi og að fimm minútum liðnum voru rúmin okkar komin út i garðinn og þar gat ég að lokum sofnað. Þegar ég vaknaði daginn eftir, var ég dálitið skömm- ustuleg yfir óþolinmæði minni daginn áður, en samt var ég ákveðin i að sofa á- fram undir berum himni. Hamsudi reyndi að sann- færa mig um, að þetta mundi allt komast i lag. Það er vérið að troða upp i hol- urnar i svefnherberginu og hvitkalka það, og þar að auki á hann von ó kettl. Það kv(að vera fyrirmyndar kött- ur, sem er vel að sér i sinni grein. Og kötturinn kom líka sam dægurs. Já, satt var það, þetta var fyrirmyndar kött- ur. Hann er sýnilega sérfræð- ingur i músaveiðum. Ef hon- um finnst við itala of hátt, sendir hann okkur aðvar- andi augnaráð, og við erum ekkert nema hlýðnin og hvislumst aðeins á og gerum svo litinn hávaða sem unnt er. Þessi músaveiðasérfræð- ingur byrjaði starfsferil sinn með því að drepa fimm mýs á meðan á miðdegisverði stóð. Hann dvaldi hjá okkur i fimm daga, og eftir það sást ekki mús i húsinu. Nú var búið að koma öllu vel fyrir í þessum nýju hi- býlum okkar. Herbergið, sem i fyrstu hafði verið svefnher- bergi okkar, er nú skrifstofa. Þar getur Max unnið á dag- inn út af fyrir sig. Þá er borðstofa og að lokum her- bergi fyrir fornleifar þær, sem finnast þama. Eitt her- bergið er notað sem setustofa og vinnustofa handa mér. Svefnherbergin, sem við höf- um nú, eru algerlega músa- laus, en flugurnar eru ekki eins hræddar. Flestir verkamennirnir eru frá Jerabeus, fæðingarborg Hamsudis, en auk þess hafa bætzt i hópinn menn úr ná- grenninu, og eru þeir af ýms- um kynstofnum, Arabar, Kúrdar, Armeníumienn o. fl. Mönnunum var skipað í vinnuhópa. Sá, sem hefúr það verkefni á hendi að losa moldina, er liklegastur til að finna eitthvað. Með honum vinnur mokstursmaður, sem mokar hinni lausu mold upp d körfur, og eru þæx svo born- ar burt af burðardrengjum. Þeir rarmsaka moldina gaum- gæfilega, ef vera kynni, að eitthvað hefði farið fr,am hjá hinum tveimur. Fundirnir eru siðan settir á klæði eða dúk, og skilað að loknu dags- verki. Þegar vinnuhópurinn finn- ur mörg leirker i hrúgu, leif- ar af mannabeinum eða múr- steinshleðslu, kállar verk- stjórinn á Max. Þeir Max og Mac hreinsa vandlega alla mold af forngripnum, svo að hann komi sem bezt i ljós, taka síðan Ijósmynd af hon- um og teikna afstöðuna í minnisbækur sínar. Hinir armensku verka- menn okkar eru yfirleitt mjög vel gefnir menn. En þeir eru heldur þrætugjarnir og eiga sífelt í deilum við Arabana og Kúrdama. Eins hafa þeir einhvers konar vopn á sér til að staðfesta með skoðanir sníar, ef með þarf, svo sem hnífa, kilfur o. fl1. Max skipar þeim að hafa siig hæga og láta a. m. k. Öll einvígi biða þar til vinnu- Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.