Alþýðublaðið - 22.04.1947, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.04.1947, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur, 22. apríl 1947. 1/V*' < 88 NÝJA BfÓ Katrín. Hin mikið umtalaða sænska stórmynd. Sýnd kl. 7 og 9. GAIVILA BSÓ HAPPAKVÖLDiÐ. Fjörug gamanmynd með _ MARTHA O’DRIS- COLL, NOAH BERRY jr. og ANDREWS- systrum. — Aukamynd: Æfintýri flakkarans. tónmynd með CHARLIE CHAPLIN Sýnd kl. 5. 8 BÆJAS3BBÓ 8 Hafnarfirði Æ\ inlýri á fjöllum (Thrill of a Romance) Aðalhlutverkin leika: sundmærin Esther Williams Van Johnson og óperusöngvarinn frægi - Lauritz Melchior Sýnd kl. 7 og 9. Síðasta sinn. (Our Town) ctósHd&HHi Amerísk kvikmynd af hinu heimsfræga leikriti THORNTON WILDERS, sem Leikfélag Reykjavík- ur sýnir um þessar mundir Aðalhlutverk: William Holden Martha Scott Thomas Mitchell NÝ FRÉTTAMYND, m. a. knattspyrnuleikir í brezku Bikarakeppninni. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9 Sala hefst kl. 11 'f. h. g TJARNARBÍÓ 8 Ævintýri í Mexiko (Masquerade in Mexico) íburðarmikil og skraut- leg söngvamynd. Dorothy Lamour Arturo de Cordova Patrick Knowles Ann Dvorak Sýning kl. 5 — 7 — 9 Sýning miðvikud. kl. 20. I Bærinn okkar • eftir Thornton Wilder. AÐGÖNGUMIÐASALA í Iðnó frá KL. 2—6 í DAG. — Tekið á móti pöntunum í SÍMA 3 19 1 KL. 1 til 2. Pantanir sæk- ist fyrir klukkan 4. Næst síðasta sinn. Tónlisfarféfafgið: Þorsfeinn Hannesson tenorsöngvari Söngskemmfun í TRIPOLI. í kvöld, 22. þ. m., kl. 9 e. h. í TRÍPÓLÍ. Br. V.ý Urfeantscliitscli aðstoðar. % __ SÍÐASTA SINN AÐGÖNGUMIÐAR hjá Eymundsson og Lárusi Blöndal og í Trípólí í síma 1182. Ökumenn og áðrir vegfarendur! Á síðasta ári fórust hér 18 manns af umferðaslysum. Á- byrgðin hvílir á oss öllum. Ger- um allt, sem í voru valdi stend- ur til þess að aftra hinum hörmulegu umferðaslysum. Gina Kaus,: GSLEPP FÉLAGSLÍF K. R. R. Englandsfarar, munið myndatökukvöldið í kvöld kl. 9 að V. R. (uppi). gamans, þó að hann ynni kappsamlega allan dagin; og Melanía eiginlega gerði ekki neitt. í hinum óþroskaða heila hennar stóð einn hlutur fastuir, það var, að Melanía borgaði allt, sem þurfti til heimilisins. En þó að þessi smáolnbogaskot gerðu það að verkum, að honum gat al'Is ekki fundizt heimilislegt þarna, þá gat hann ekki reiðzt henni. í rauninni hef- ur hún á réttu að standa, hugsaði hann. Hann hafði samvizkubit. Stundum tók hann eítir því, að það var eins og Mel- anía biði eftir einhverju. Hann vissi ekki, hvað það gat verið. Oftast tók hann eftir því eftir ástaratlot. Hún lá við hlliðina á honum og gat ekki fengið sig til að bjóða góða nótt. í byrjuninni hafði hann af eintómri feimni fengið sér sígarettu, þegar slíkt kom fyrir, en svo sá hann, að Melaníu geðjaðist mjög illa að því, að hann ireykti, og það endaði með því, að hann lét sér nægja að óska sér sígarettu. Stund- um gat hann legið og hugsað um, hve það væri gaman ef hann gæti farið á fætur og farið á kaffihús og t. d. hitt Stefán, en þetta sagði hann Malaníu auðvitað ekki. Hann sagði henni yfirleitt ekki mik ið af því, sem hann hugsaði, en að því leyti hafði hann alveg hreina samvizku. Það eina sem Melanía grunaði hann um, var að hugsa um aðrar konur, en það gerði hann aldrei. II. Ekki gat hún losað sig við gruninn um, að hann ætti vingott við frú Munckendorf. Hann hitti faana kannsike annarsstaðar? Einu sinni hringdi hún til hans í vinnutímanum. Hann var á fundi hjá Fritsch, en hún trúði honum ekki, og hann gat ekki sannað að hann hefði raunverulega verið hjá Fritsch á þessum tíma. Auðvitað var það ekki jafn slæmt alltaf. Við og við var hún róleg svo dögum skipti og jafnvel vikum og hann hélt, að hún hefði alveg gleymt þessari kjánalegu sögu. En svo var þeim boðið í kvöldveizlu til Munckendorf. Á yfir borðinu fór allt frið- samlega fram. Frú Muncken- dorf hafði boðið yfir 40 manns og hún eyddi ekki miklum tíma á Albert. Hann var, fyrir sitt leyti, svo hræddur um að tala ofmikið við hana, að hann sat kyrr og talaði við borðdömuna sína alveg fram að miðnætti. Það var ljóshærð stúlka, sem hafði lesið listasögu og var komin af léttasta skeiði, þeim leiddist hvort annað álíka mikið. Hún spurði hann hvort hann vildi dansa, en hann sagðist ekki kunna það, því að ef hann dansaði, varð hann að dansa við húsmóður- ina. Allt í einu kom Melanía til hans og sagðist vilja fara heim. Hann stóð strax upp, bað þá ljóshærðu afsökunnar, og kvaddi húsbændurna. „Hvað, strax“, sagði Mun- skendorf. „Nei heyrið þið nú bara, hér eru allir vaniir að vera til morguns og á morg- un er sunnudagur — þá get- ið þið sofið allan daginn!“ Melanía afsakaði sig með því, að hún hefði höfuðverk, og svo snéri hún sér að frú Munckendorf og bauð hjón- unum til kvöldverðar í næstu viku. Áður en þau voru komin út úr húsinu, byrjaði hún. „Var nokkuð sérstakt við borðdömuna þína? Hún var hvorki lagleg né eftirtektar- verð, eftir því sem ég gat séð!“. „Alveg sammála“, sagði Albert. „Já einmitt það! Af hverju hefurðu hagað þér svona bjánalega í allt kvöld þá, fyrst þér fannst ekkert við hana? Hún þagði andartak, meðan rauðklæddi dyravörð- urinn lauk upp útidyrunum, en jafnskjótt og þau voru komin út fyrir hélt hún á- fram: „Þú hefur verið alveg upptekinn af henni. Þú tal- aðir ekki einu sinni við hús- móðurina!“ Eftir þetta kvöld skiptist afbrýði, hennar millum þeirrar ljóshærðu og frú Munckendorf. Seinna bætt- ust fleiri við. Albert vandist þessu. Hann hafði ákveðið að vera góður eiginmaður úr því að hann fór að giftast, alveg á sama hátt og hann hafði ákveðið að reyna sítt ítrasta við vinnu sína. En það síðarnefnda var langtum auðveldara en hitt. Hann reyndi eins og hann gat að gefa ekki Melaníu neina ásæðu til afbrýðisemi. En Melanía þurfti engar raun verulegar ástæður, hún bjó þær til, misskildi blásaklausa hluti, setti þetta í samband hvað við annað á hinn skarp- legasta hátt og komst að nið- urstöðum .sem uáðu ekki nokkurri átt. Sífellt var hún að hnjóta um hitt og þetta, sem alls ekki átti sér stað. Hann vandist þessum brjáluðu afbrýðiköstum, sem komu með skemmra eða lengra millibili alveg eins og flogaköst hjá öðru veiku fólki — hann vandist því, að hún grét og geysti og Ieið mestu kvalir alveg að nauða- lausu og lagði algerlega sak- lausar konur i einelti með hatri. Hann vandist svefnvana nóttum, þegar hún dengdi á hann ásökunum, sem hann alltaf reyndi að taka jafm rólega. Hann vandist dögum um, þegar hún ekki mælti orð frá munni og bragðaði ekki mat nema svolítið á- vaxta hlaup og hafði alltaf ljótu djúpu hrukkuna milli vellagaðra augnabrúnanna. Það sem hann ef til vill átti verst með að venjast, voru sættirnar á eftir, sem allt af fylgdu ógurleg grátköst og gagnslaus Iðrun og fullyrð- ingar um að þétta væri allt að kenna þessari miklu ást, sem hún bæri í brj ósti til hans. Hann vandist því líka að vera einmana. Hann vár hérumbil aldrei einn nema þessa litlu stund á morgnana á skrifstofunni, en hann var algerlega einmana. Hann gat aldrei samlagað sig því fólki, sem hún bauð til sína, og þau heim sóttu. Þetta var EINBYLISHÚS á glæsilegasta stað í Keflavík, er til sölu. Húsið selst fokhelt og fyrir sannkallað tækifærisverð. Keflavík er uppgangsbær og gulls í gildi að eiga hús þar. Nánari upplýsingar gefur PÉTUR JAKOBSSON, löggiltur fasteignasali, Kárastíg 12. Sími 4492. Viðtalstími kl. 1—3. óskast nú þegar. — Gott kaup. Kexverksmiðjan ESJA h.f. Þverholti 13. — Sími 5600.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.