Alþýðublaðið - 22.04.1947, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.04.1947, Blaðsíða 7
Þriðjudagur, 22. apríl 1947 ALÞYÐUBLAÐIÐ Bæriim í dag. Næturlæknir er í Læknavarð stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Láugavegs- apóteki. Næturakstur annast Hreyfill, sími 6633. Minningarspjöld Kvenfélags Laugarnessóknar eru seld um þessar mundir. Um sölustaði merkjanna vísast til auglýsingar á öðrum stað x blaðinu í dag. Skemmtifund heldur Kvennadeild Slysa- varnafélagsins í Reykjavík í kvöld kl. 8.30 í Tjarnarcafé. Til skemmtunar verður: Stutt er- ind* einsöngur og kvikmynda- sýning. Hjónaband. Síðastliðinn laugardag voru gefin saman í hjónaband af séra Bjarna Jónssyni, ungfrú Sigurbjörg Ottesen og Haukur Magnússon. — Hfeimili þeirra er á Hringbraut 156. RIKISINS ■ ir a f? Hraðferð vestur og norð- ur til Akureyrar hinn 25. þ. (m. Samkvæmt áætlun. Tekið á móti flutningi í dag. Pantaðir farseðlar óskast sóttir á miðviku- daginn. Æviíerill Kristjáns konungs. Frh. af 3. síðu hina mestu aluð og reyndi hann af fremsta megni að kynnast landi og þjóð. * MIKLAR OG ÖRAR FRAMFARIR urðu bæði í Dianmörku og hér á íslandi á rúkisstj órnai'árum Kristjárus konungs. En þótt bdfreiðum fjölgaði og flugvélar þytu um háloftin, nýjar byggingar ri.su upp og annað breyttist, þá breytti Kristján konung- ur aldrei frá þeim vana sin- um að rdða á morgni hverj- um um götur Kaupmanpa- ■hafnar. Óteljandi ;sögur eru sagðar af ferðum þessum, og sýna þær ekki aðeins vin- sældir konungs, heldur og alúðleik hans. Það var í einni slikri ferð á hernáms- árunum, 1943, ,að konungur féll af baki og slagaðist. Upp frá þeim tíma náði hann sér aldrei itil fullnpstu. Þegar Þjóðverjar hernámu Danmorku, reyndi mest á Kristján konung. Sýndi hann þá mikla staðfestu', en um leið raunsæi. Hann varð tákn þjóðar sinnar í baráttunni igegn kúguninni og tákn þol- inmæðinnar, sem beið eftir degi frelisisins. Þrátt fyrir veikindi sín, var eins og kon- ungur væri staðráðinn i því, að lifa það að sjá land sitt aftur frjálsit. Og það sá hann. KONUNGDÓMI KRIST- JÁNS TÍUNDA Á ÍSLANDI lauk, sem kunnugt er, 17. júní 1944, er sambandslaga- sáttmálinn frá 1918 var út- runninn og lýðveldi var stofnað hér. En raunveru- lega má segja, að konungs- sambandið hafi rofnað strax og Danmörk var hertekin.af Þjóðverjum 1940. Var kon- ungsvaldið þá til bráðabirgða falið ráðuneytinu, en ári siðar var kosinn rikisstjóri, sem var handhafi konungs- valdsins þar til lýðveldið var stoifnað. Flestir hér á landi munu hafa óskað þess, að sambands slitin og stofnun lýðveldisins hefði getað farið fram við aðrar aðstæðu en þær, sem þá voru í Danmörku; en við það varð ekki ráðið. Hins munu allir íslendingar minn- ast með virðingu og þakk- læti, að Kristján konungur sendi alþingi á stofndegi lýð- veldisins hlýjar árnaðar- óskir til handa íslenzku þjóð- inni og hinu nýstoifnaða lýð- veldi hennar. Sá viðburður mun eiga sér fá, ef yfirleitt nckkur, fordæmi i állri ver- aldarsögurmi, en sýndi hvern mann og höfðingja Kristján konungur hafði að geyma. Jarðarför konu minnar, ICristiEi© ICaroline Einarsson, fædd Heggem, fer fram miðvikudaginn 23. þ. m. frá Fríkirkjunni og hefst kl. 1 e. h. að heimili sonar míns, Hátúni 5. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. _ *• <e Baldvin Einarsson. Leifað að fornleiíum í Sýrlandi. Framhald af 5. síðu. timanum sé lokið. Hann sé yfirmaður þeirra, og þeir verði að hlýða öllu, sem hann segi. Sektir Uiggi við einvíg- íim í vinnutima. Þeir kinkia kolli til samþykkis, én samt sem áður brjótast út óeirðir' áður en varir' Óeirðaseggirn- Ir eru settir í poka. Ég tekst það verk á hend- ur ,að lita eftir burðardrengj- axnum, og ég tek eftir því, að sumir þedrra eru nokkuð lengi á leiðinnd með körfurn- ar. Þá setjast þeir niður og rannsaka moldina með hinni mestu nákvæmni oig eru oft allt að stundarfjórðung með hverja körfu. Sumir þeirra fá isér góðan blund öðru hverju. Ég segi Max frá þvi, sem ég heif komizt að: „Þessi BOKAMARKAÐURINN I HAENARSIRÆTI 19 býður yður múrgar eigulegar bækur mjög ódýru verði. Lítið inn strax í dag. BÓKAVEHLUN KRISTJÁNS KRISTJÁNSSONAR Hafnarstræti 19. litli, ljóshærði burðardreng- ur er harðduglegur, hann slæpist aldrei eitt augnablik. Sala Hassen er aftur á móti svikull; hann sefur áltaf öðru hverju í vinnutímanum og Abdul Aziz er líka fremur svikull. Max samþykkir, að Sala Hassen sé svikull, en Abdul Aziz sé svo eftirtektar- samur, að ekkert fari fr,am hjá honum. Um kl. 4 daglega fer Max í eftirliitsferð milli vinnuhóp- anna til að athuga, hvað þeir hafa fundið. Þegar hann kem ur til þeirra, hætta þeir vinnu og afhenda það, sem beir hafa fundið. Max hendir því, sem 'er einskis vert, og eru það oft þeir hlutir, sem verka- mennirnir hafa vonað að fá mest fyrir. Hann setur beináhöldin í sérstakan kassa, en leirkera- brotunum safnar hann í körfu. Hann gefur þeim vissa upphæð fyrir hvern hlut, venjulegast 1V>—4 pense, og skrifar hann það i bók hjá sér og greiðir þeim vikulega. Þessi óvissa kaup- greiðsla á nokkum þátt í því, hversu þeir eru æstir í að fá þessa vinnu, þvá að menn þ essir eru margir vanir fjár- hættuspilarar. Þegar M,ax hef ur lokið þessari daglegu yfir- ferð, er venjulega stutt til sólseturs og vinnutíminn á enda. — Burðardrengirnir henda körfunum upp i loftið og grípa þær aftur og steypa sér kollhnís af eintómri á- nægju yfir því, að nú eru eir lausir þennan daginn. n lþ - Skemmtanir dagsim - Kvikmyndir: GAMLA BÍÓ: „Bærinn okkar“ — William Holden, Martha Scott og Tonaas Mitchell. Kl. 5, 7 og 9. NÝJA BÍÓ: „Katrín“ Kl. 7 og 9. „Happakvöldið11 — Martha O’ Driscoll, Noah Beery jr. og Andrews sýsturnar. Kl. 5. 5. ' TJARNARBÍÓ: „Sesar og Kleopatra". Kl. 9. — „Marta skal á þing“ — kl. 5. — Fréttakvikmynd Óskars Gísla • sonar kl. 7. BÆJARBÍÓ: „Ævintýri á fjöll- um“. Esther Williams og Van Johnson — kl. 7 og 9. HAFNÁRFJARÐARBÍÓ: „Káti liðsforinginn“ — Camilla Horn og Gustav Frölich. — Kl. 7 og 9. — „Þrír kátir karlar" — kl. 5. Hijómleikar: TEN ÓRSÖN GV ARINN Þorsteinn Ilannesson syngur í Tripoli kl. 9. Söfn og sýningar: ÞJÓÐMINJASAFNIÐ: Opið kl. 13—-15. N ÁTTÚRUGRIP AS AFNIÐ: — Opið kl. 14—15. Samkomuhúsin: HÓTEL BORG: Dansað frá kl. 9—11,30. Hljómsveit Þóris Jónssonar. INGÓLFSCAFÉ: Opið frá kl. 9 árd. Hljómsveit leikur frá kl. 9,30® síðd. SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ: — Skemmtifundur Borgfirðinga- félagsins. TJARNARCAFÉ: — Skemmti- kvöld Kvennadeildar Slysa- varnarfélagsins. ÖtvarpiS: 20.20 Tónleikar. 20.45 Erindi: Þættir úr sigl- ingasögu, II.: í galeiðu- hlekkjunum (Gils Guð- mundsson ritstjóri). 21.10 Tónleikar. 21.15 Smásaga vikunnar: „Röddin“ eftir Huldu (Finnborg Örnólfsdóttir les). 21.45 Spurningar og svör um íslenzkt mál (Bjarni Vil- hjálmsson). 22.00 Fréttir. 22:05 Djassþáttur (Jón M. Árna son). 22.30 Dagskrárlok. HANNES Á HORNINU: Frh. af 4. síðu. ráðum vörum o. s. frv. Slíkt er tilfinnanleg ranghverfa. Og í þessu á tortryggnin upptök sín. <* V/IÐ HÖFUM EKKI ástæðu til að skreyta okkur hið ytra, meðan við erum óhrein að inn- an. Við verðum að byrja innst, hreinsa uppsprettuna og þá verð ur lækurinn hreinn. Þegar hjörtun eru orðin hrein, þurf- um við ekki ytra skrautsins með, til að sýnast, því að þá verða athafnir og orðin hreih, þá hverfur öll upggerð, maður verður hreinn og beinn, laus við tilgerð og tildur og nær því tak marki, sem of fáir virðast kæra sig um að ná, að — vera meira en að sýnast.“ Hátíðarsýning á 30 ára afmæli Leikfélags Akureyrar HÁTÍÐASÝNING Leikfé- lags Akureyrar í tilefni af 30 ára afmæii félagsins fór fram síðasí liðinn laugardag og var húsfyllir boðsgesta. Sýnd ir voru þrír þættir; sinn þátt urinn úr hverjum leiknum, Skuggasveini, Nýársnóttinni og Ævintýri á gönguför. Gamlir leikarar komu fram í öllum þáttunum. . Formaður félagsins flutti ávarp áður en sýningm hófst og hljómsveit Hótel Norður- lands lék. Var hátíðai-sýningunni tek ið ágætlega,' einkum voru elztu leikararnir ákaft hyllt- ir. — Fjöldi heillaóskaskeyta barst og voru þau lesin upp milli þátta. Þá barst félag- inu áletraðúr silfurbikar frá Leikfélagi Reykjavíkur. Formaður karlakórsins Geysis flutti ávarp, en kór- inn söng tvö lög. Forseti bæj- arstjórnarinnar afhenti fé- laginu 15 þúsund krónur frá bænum í viðurkenningar- skyni og Hallgrími Valdi- marssyni 5 þúsund krónur fyrir langt starf við félagið. — Einnig lýsti forxnaður heiðursfélagakjöri Ingimars Eydals,. eins stofnanda fé- lagsins. Fjöldi blómsveiga barst félaginu. Fjölbreytt minn- ingarrit kom út á afmælis- daginn og var því útbýtt. Er ritið prýtt fjölda myndum. — HAFR — Krossgáta nr. 1. JfTUNDlR^'JllKMNlNGM í Þ A K A Fundur í kvöld kl- 8.30. Úlbrelðið Alþýðublaðlð Lárétt, skýring: 1. ílát, 7. skinn, 8. veiði, 10. frumefni, 11. vin, 12. manns- nafn, 13. fangamark, 14 fum, 15. sendiboða, 16. stig. Lóðrétt, skýring: 2. Réttur, 3. lyf, 4. kvæði, 5. einungis,. 6. yfirmaður, 9. kveikur, 10. skemmd, 12. mál gagn, 14. forsetning, 15. tími.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.