Alþýðublaðið - 22.04.1947, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.04.1947, Blaðsíða 3
3 Þriðjudagur, 22. apríl 1947. Kaupmannahafnarbúar munu lengi minnást þess, er Kristján konungur reið um borgina á hverjum morgni, jafnan fylgdarlaus, þótt borgin væri hernumin af óvinaþjóð MEÐ FRAMKOMU SINNI á þeim árum, er Danir voru undir oki hins þýzka her- ináms, iskipaði Kriist.ián kon- ungur tiundi sér þann sess í sögu Danmerkur, að lengi mun minnzt verða. Allir þekkja isöguna um það, er Þjóðverjar ætluðu að taka niður konungsfánann við Amalienborg og draga að hún hakakrossfána. ,,Ég mun senda hermann til að draga þann fána niður,“ svaraði ikonungur. .jSá hermaður cmun ekki l;fa það verk,“ svöruðu Þjóðverjar. ,,Sá her- maður mun verða ég,“ sagði fconungur — og danski kon- ungsfáninn blakti yfir höll- inni öll sfríðsárin. Hvort sem þeiss saga er sönn eða ekki, sýnir hún, hvernig Dan- ir litu til konungs siíns á þess- um árum. Hann var tákn hinnar þöglu baráttu þeirra, hinnar þolinmóðu biðar þeirra, þar til land þeirra varð aftur frjálsit. Þegar .Stauning var eitt sinn spurð- ur að þva á hernámsárunum, hvort ekki væri rétt ,að gera Danmörku að lýðveldi, svar- aði hann: „Nei, það tel ég al- gerlega ónauðsynlegt, þar sem Danir mundu kjósa Kristján konung fyrir for- iseta með yfirgnæfandi meiri- hluta.“ * * KRISTJÁN TÍUNDI var sonur Friðriks konungs átt- unda og Louise drottningar, og fæddist hann 26. septem- ber 1870, en þá var afi 'hans, Kristján níundi.' orðinn kon ungiur fyrir aðeins sjö árum og faðir hans, Friðrik, krón- prins. Árin fyrir fæðingu Krist- jáns höfðu verið örlagarík ffyrir Danmörku. Dedlan um Suður-Jótland hafði náð há- marki isínu í striðinu við Þjóðverja 1864, er Danir biðu mikd'nn ósigur og misstu . iallt Suður-Jótland. En upp- vaxtarár Kristjáns voru ár viðreisnar og framfara með hinni dönsku þjóð, hvarvetna bólaði á nýjum hreyfingum og nýju lifi. Kristján fékk heldur strangt, en gott uppeldi, sem aniðaðist alit við það, að hann mundi einhvern tíma taka við konungdómi í land- inu. Hinn hávaxni prins var duglegur við nám og tók tfyrstur danskra prinsa stú- dentspróf við Metropolitan- skólann árið 1889. Eftir það lagði Kristján hermennsku ffyrir sig, og var hann árið eftdr að hann laúk stúdents- prófinu gerður að undirfor- ingja í lífverðinum. Hann hafði mestan áhuga á ridd- araliðinu, og var hann send- lur á herskóla í Randers. Þar var prinsinn frjálsari en hann hafði áður verið, og naut hann þess í fyllsta máta. H,ann lifði alveg eins og hinir liðsforingj arnir, í starfi jafnt sem skemmitunum, og kynnt- ist þá alþýðu manna mjög vel. Hann sýndi hermennsk- unni áhuga og skilning, og kom það vel fram við heræf- ingar. Kristján prins og faðir hans höfðu á þessum árum. oft heimsótt furstann atf Mecklenburg-Sehwerin, föð- ur Alexandrine, er síðar varð drottning. í marz 1897 var Kristján hjá furstanum í Gannes við Miðjarðarhaf og árið eftir var hann og Alex- andrine getfin þar saman. Kristján hélt herþjónustu á- fram, bjó með hinni þýzku brúði sinni í ýmsum höllum konungsfjölskyldunnar, hélit upp á afmæli lifvarðarins og bjó sig undir konungdóm, enda varð hann við ..valda- ‘töku föður sins, Friðriks VIII., árið 1906, ríkiserfingi. * -Y' & FRIÐRIK VIII. lézt 14. maí 1912, og var þá Kristján krónprins tekinn til konungs sem Kristján X. Hann byrj- aði konungdóm sinn með því að ferðast til nær allra ná- grannalandanna, en heima fyrir. tók hann þátt í undir- búningi stjórnmálamanna að nýrri og betri stjórnarskrá. Hinn 5. júná 1915 undirritaði konungur hina nýju stjórn- arskrá, sem veitti konum kosningarétt, og nokkru síð- ar undirritaði hann einnig, sama ár, nýja stjórnarskrá fyrir ísland, sem einnig veitti konum -kosningarétt, langt á undan mörgum öðr- um löndum.x Eftir stríðið risu upp deilumálin um Suður-Jót- land, hyersu langt suður 'landamæri Danmerkur skyldu ná, og er landamærin höfðu verið ákveðin 1920, reið konungur á hvítum fáki suður ytfir landamærin, en Suður-Jótar fögnuðu honum ákaft. * * =!= EN ÞAÐ, SEM ÍSLEND- INGAR mnu fyrst og firemst minnast konungs fyrir á þessum árum, er það, að hann undirritaði íslenzk- danska sambandslagasáitt- málann 1. desember 1918, og itók rafn Islands upp í kon- ungsnafn sitt. Það var úr- slitaáfangi ei sjálfstæðisbar- áttu okkar. Þrem árum síðar, í júná- mánuði 1921, fór fconungur ásamt drottningu og sonum sínum tveim, til Íslands á beitiskipinu ,,Valkyrien“. Jón Magnússon forsætsráð- herra tók á móti konungi, og var honum búinn aðseturs- staður i LatinUskólanum. Zdemsen borgárstjóri bauð konung velkominn til Reykja vikur, en Sveinbjörn Svein- björnsson gerði hátíðar- kantötu við ljóð eftir Þor- stein Gíslason. Kristján konungur kom öðru sinni til íslands 1926, og í þriðja sinn kom hann á alþingishátíðina 1930. Síð- asta fslandsferð konungs var árið 1936, og ferðaðist hann iþá á konungSBkipinu „Danne- brog“, sem vakíi hvarvetna athygli fyrir f égurð sina. Með þessum íslandsferðum sýndi konungur íslendingum Framhald á 7. síðu. Tilkynning frá Mennfamálaráði íslands. Umsóknir um styrk til náttúrufræðirann- sókna á árinu 1947, sem Menntamálaráð íslands veitir, verða að vera komnar til skrifstofu ráðs- ins, að Hverfisgötu 21, fyrir 15. maí næstk. Kvennadeild Slysavarnafélagsins heldur í Tjarnarcafé í kvöld, 22. þ. m., kl. 8.30. Til skemmtunar verður: 1. Stutt erindi: Frk. Thora Friðriksson. 2. Einsöngur: Frú Svava Þorbjarnardóttir. 3. Kvikmyndasýning: Kjartan Ó. Bjarnason. Jarðhakar með eskisköftum fyrirliggjandi. Arinbjörn Jónsson Heildverzíun* Laugaveg 39. — Sími 6003. Ræktað og girt land í Keflavík, 3,7 hektarar að stærð ásamt gripahúsi 100 fei-metrar að stærð. Húsið er sérstaklega hentugt fyrir hænsnarækt. Tilboðum sé skilað til Steindórs Péturs- sonar, Austurgötu 16, Keflavík, sími 78, fyrir 1. maí n.k. og gefur hann aHar nánari upplýsingar. Áskilinn réttur til þess að taka hvaða tilhoði sem er eða hafna öllum. Nokkra verkamenn vantar við bygging- arvinnu nú þegar. GUÐJÓN VILHJÁLMSSON, Hverfisgötu 102. Sími 2768 .og 6772. Auglýsið í Alþýðublaðlgu. iálaralrippur Tvær stærðir af málaratröppum (Vínarstigar) fyrirliggjandi. Einnig hentugar húsatröppur. Arinhjörii Jónsson Heildverzlun. -Laugaveg 39. — Sími 6003.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.