Alþýðublaðið - 15.05.1947, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.05.1947, Blaðsíða 3
Fimmtudaginn 15. maí 1947 ALÞÝÐUBLAÐIÐ í UPPHAFI skapaði guð himinn og jörð. Dásamleg er hún þessi jörð! Það gdldir einu, um hvaða land þú ferð ast. Ef þú ert ekki blindaður af fordómum eða hefur bitið þig fastan í einhverja vissa gerð af fögrum hlutum, hlýt ur þú að viðurkenna, að öll jörðin er full af fegurð. Lit- ir, línur og hljómar jarðar heilla auga þitt og eyra, ef þau á annað borð eru næm fyrir tign og dásemdum jarð ar. 1 Sumir mundu einnig vilja segja, að jörðin ætti aðra tegund af fegurð. Hún væri fögur af því að hægt væri að rækta kartöflur og veiða lax. Vér erum að gera gys að þeim, sem fyrst og fremst finnst fegurð í grasinu, af þvi að mjólkurkýrnar lifa á því. Eða brosa að þ'eim fiski manni, sem finnst báturinn sinn fallegri, þegar bann er hlaðinn af fiski. En vér dá- umst að Gunnari á Hliðar- enda, þegar hann dáðist að bleikum ökrum og slegnum túnum, Það er hreint ekki ómögulegt, að hvorttveggja hafi orðið dálítið fallegra i augum hans fyrir þá sök, að heyið var komið i hlöður og kornið orðið þroskað. Vér skulum þess vegna kannast hreinskilnislega við það, að oss þykir líka vænna um jörðina vegna þess, að hún igefur eitthvað af sér, — eða m. ö. o., af því að hún hefur fóstrað mennina og fætt kyn slóð fram af kynslóð. Því skyldum vér þá ekki vera hrifniir af jörðinni, dást að henni, elska hana? Og hví ættum vér ekki að fagna yfir því, sem jörðin igefur af sér, gíeðjast af þvi að mega eiga heima á svona fallegum og frjósömum hnetti. Berið hana saman við ýmsa aðra hnetti, þar sem ekkert er til, annað en eldur og eimyrja eða ís og gaddur. Hún hefur þó þetta fram yf- ir: Að ve'ra móðir, að álla og fóstra Iíf, allt frá svifverum vatnanna og til viti gæddra hugsandi vera. En sýnir breytni mann- anna, að þeim þyki vænt um jörðina? Hvernig er hún út- leikin í dag, þessi jörð, sem vér dveljumst á? Ef- hún sjálf mætti mæla, hvaða vitnisburð mundi hún gefa börnpnum sínum? Hún. hef- ur orðið að blanda mold sína blóði ,og taka i faðm ,sér lík hinna lemstruðu, og nú hlust ar hún á dauðastunur hinna hungruðu upp við barm sinn. Mannlífið, sem átti að verða frjálst, fagurt og göf- iugt, varð kúgað, ijótt og svívirðilegt. Vér erum hætt að trúa bókstaflega sögunni um aldingarðinn Eden, hina jarðnesku, glötuðu paradís. Mér liggur við að öfunda gamla fólkið, sem gat trú.að því, að einu sinni hefði þó jörðin átt fullkomna paradís. Séra Jakob Jónsson; En hvað sem líður hinu heil aga æfintýri fyrstu Mósebók ar að öðru leýti, þá er það þó sannleikur að einu leyti: Mennirnir hafa fundið það, að jörðin á að vera paradis. Og að það er þeim sjálfum að kenna, að hún er það ekki. Mennirnir hafa á öllum öldum fundið það á sér, að á jörðinni var möguleiki fyrir fagurt mannlíf; jörðin getur verið fagur og frjósamur ald ingarður með kærleiksríkum göfugum íbúum. En menn- irnir hafa nitt aldingarðinn niður og gert hann að víg- velli. Þeir berjast og bitast um ávexti þá sem þeim var ætlað að rækta í svo ríkum mæli, að allir hefðu nóg. Þeir ásælast afurðir garðs- ins, svo að sumir skrýðast purpura og dýrindis línd, en aðrir liggja naktir við dyr þeirra. Sumir búa í hölllum og stórhýsum með glervör- um á hverri hillu, aðrir í hermannaskálum, þar sem rotturnar halda dansleiki og dragsúgurinn spilar undir. A útskerjum og í afdölum jarð arinnar búa smáþjóðirnar og standa á öndinni af undrun yfir þessum álögum og ó- sköpum. Þger andvarpa yfir sjálfum sér og efast um framtíð sína og frelsi. Lík- lega stafa öll þessi innan llands vandræði af því að við getum ekki várðveitt frelsi okkar sjálfir. Vér skulum þvi fá einhverri stærri þjóð þetta frelsi í hendur og biðja hana að geyma það fyrir okk ur. Það þarf ekki að fá henni allt landið. Það þarf ekki að fá henni alla íbúðina. heldur aðeins lykilinn að henni. En stórþjóðir jarðarinnar eru óð fúsar að geyma lyklana fyrir smáþjóðirnar. Það er einn liðurinn í hinu friðsamlega stríði friðarsinnanna, sem venju’l!ega eru á undan og eftir hverri styrjöld. En jörð in.sjálf — hún stynur undir öllum sínum föðurlöndum, eins og Guðmundur Kamban komst að orði. Jörðin elskar öll þessi föðurlönd, alla þessa menn, sem þó keppast við að loka fyrir sjálfum sér hliðum paradísar, með grimmd, ágirnd og undir- ferli. En í dag er uppstigningar dagur. Það er ekki öllum ljóst, til hvers þessi helgi dagur er gefinn. Mörg fulln- aðarprófsbörnin i barnaskól unum halda, að hann sé til minningar um upprisuna. Allmargir meðal hinna full- orðnu, sem auðvitað eru orðniir þroskaðri en blessuð börnin, halda að hann sé æti' aður til garðræktar, eða til I DAG er uppstigning- ardagur. I tilefni af því, birtir blaðið hér með pré- dikun, sem séra Jalcob Jónsson flutti við guðs- þjónustu í Hallgrímssókn á uppstigningardaginn í fyrra og mikla athygli vakti. til Kleppjárnsreykjahælisins í Borgarfirði i ■tff aðstoðar við hjúkrun og saumaskap. Uppiýsingar í skrifstofu ríkisspítalanna, sími 1765. hreingerninga, að sinu leyti eins og t. d. föstudagurinn langi og páskarnir hjá ýms- um stórverzlunum í Reykja vík. Það er ekki lítil umhyggja kirkjunnar fyrir jarðnesku búsumstangi, að hún skuli hafa komið því til leiðar, að menn fengju nokkra daga úr árinu sérstaka kauphækkun ardaga, bilferðadaga eða hreingerningardaga. En það er aðeins eitt við þetta, sem er dálitið undarlegt, — að þessir merkisdagar atvinnu- og skemmtanalífsins skyldu vera tengdir við Jesú Krist. Það Ilitur nærri þvi út fyrir, að aðalerindi hans til jarð- arinnar hafi verið það, að fá nokkra daga pren-taða með rauðu letri í almanakið. Get ur nú samt ekki átt sér stað, að þessir rauðletruðu dagar hafi upphaflega haft eitt- hvert sérstakt erindi, sprott ið af ákveðinni þörf, sem menn nú séu hættir að skilja? Og ef svo er, hvaða erindi á þá uppstigníngardag urinn? Hver er boðskapur þessa fimmtudags, sem er 40 dögum eftir páska og 10 dög um fyrir hvítasunnu. Guðspjallið segir til um betta: „Og síðan var drott- inn Jesús, eftir að hann hafði, talað við þá uppnum- inn til himins, og settist til guðs hægri handar“. Loksins var þá jörðin orð- in Iaus við hann^aftur. Hing að hafði hann komið til ann ars en að líða písliarvætti. Á jörðinni hlaut hann að verða hinn þyrnum krýndi. Á himnum gat hann setið í há- sæti máttarins með gullkór- ónu á höfði. Hann, sem á jörðinni hafði verið hrakinn og hrjáður, var nú kominn inn í þann himinn, þar sem hann raunverulega . átti heima. Þar sem englar, völd og tign voru undir hann gefn ar. En hvað varð um jörðina? Hlaut ekki mannkyninu að fara líkt' og blinda mannin- um, er læknirinn var að reyna að draga himnu af auga háns? Þjóðsagan segir, að hann hafi eitt andartak séð heiðbláa irönd himinsins. Aldrei hafði hann lifað sárri stund en þegar himnan dróst aítur yfir auga h-ans. Himin inn luktist á ný. Meðan Jesús dvaldi meðal mannanna hafði himinninn sjálfur komið ofan á jörðina. Nokkrir voru þeir,- sem fundu skýluna falla af aug- um sér. Þeir sáu heiðbláma paradísar umhverfis sig. Við brottför hans varð minning- in um hann Ijúf og, sár í senn, eins og Adam, maður- inn, hafði fengið 'að skyggn- ast inn í Eden milli stafs og hurðar. Á jörðinni héldu hjörtun áfram að þrá Krist, konung himnanna, hann sem ríkti inni í heiðblámanum. Segja má, að þrenns konar viðhorf hafi skapast gagn- vart himninum og gagnvart honum sem sté inn í himin- inn. í fyrsta flokknum eru þeir, sem lifa fyrst og fremst í voninni. Ég sé þá fyrir mér alla þessa menn, sem skoða jörðina fyrst og fremst sem forgarð himinsins. Það er ómögulegt annað en að hafa samúð með þeim. Komi hvað sem koma vill á jörðinni. Allt skal þolað. Allt líður hjá. Lofið mönnunum að hatast. Lofið þeim að gera paradís að helvíti hér á jörðinni. Það kemur sú stund, að dyrnar opnast. Þegar hinni jarð- nesku tilveru líkur, þá fæst lækning við böli jarðarinn- ar. Þá fá sjúkir nýja líkami. Við endurfundi ástvinanna Læknast sorgin. Þá þarf hinn þreytti fátæklingur ekki að strita yfir sig fram fyrir brauðbita, sem þó er setið um að rífa út úr munni hans. Og syndarinn, sem hafði eigr að um táradal jarðarinnar án þess að finna frið, hann finnur náð himnakóngsins taka við sér, ef hann hefur trúað á hana. Það er mikill sannleikur í_þessu öllu sam- an, en það vantar aðeins það þýðingarmesta — hina ský- lausu kröfu Krists sjálfs um að gera jörðina að guðsríki. Það vantar þetta, sem felst í þriðju b,æn faðirvorsins: „Verði þinn viljí svo á jörðu sem á himni“. Þá er það annar flokkur- inn, sem hefur allt annað sjónarmið. Hann segir: Krist ur er uppstiginn til himna, og þar er, hans staður. Hér á jörðinni verður kenning hans aldrei annað en fimbul famb. Paradís er nógu skemmtilegt efni í málverk appi á vegg. Kristur er auð- vitáð viðeigandi efni í prédik anir og hann er ágætur að grípa til hans, þegar menn eru að deyja. En þegar um er að ræða Híjið á jörðinni, þá er bezt að hann sé ekki að skipta sér af því, sem honum kemur ekki við. Trúmálin eru svið fyrir sig. Þau eiga ekkert að koma nálægt því jarðneska, þar verða þau bara til bölvunar. Ef það kemur fyrir, að sjúkur mað ur ■ læknast með dulrænu kraftaverki, þá finnst mönn um það móðgandi fyrir jarð neska lækna, að Kristur sé að hjálpa sjúkum á jörðinni. Ef kirkja Krists minnir á, að boðskapur hans skuli kennd ur rækilegar í skólunum, þá er þvi slett í oss, að það væri nær að kenna eitthvað, sem hefði þýðingu fyrir mannlíf ið. Ef kirkjan eða^ kirkjunar menn hafa viljað, að kristi- Leg grundvallaratriði væru tekin til greina í hagkerfum þjóðanna, sitéttabaráttu eða milliríkjapólitík, þá hafa þeir verið settir út af laginu með þeirri skynsamlegu at- hugasemd, að þjóðfélags- og bæjarmálefni væri svo mik- ill óþverri, að það væri ekki samboðið sannkristnum mönnum að koma nálægt sliku. Kristindómurinn er allt of finn til þess að vera tengdur við svo dónaleg við fangsefni sem veraldlegt samlíf þjóðarinnar. Berg- grav Oslóarbiskup, sá gáfaði kirkjuhöfðingi, segir, að eitt af því sem hjálpaði nazism- anum i Noregi, hafi verið sá hugsunarháttur þjóðarinnar fyrir stríð, að engir siðmennt aðir menn ættu að taka þátt • i opinberum málum. Vér könnumst við þetta hér einn ig. Og það er lík'lega þess vegna, sem alþingismenn sýnast leggja kapp á >að sýn asit miklu verri m'enn en þeir raunverulega eru. Stóryrðin, orðbragðið og aðdróttanirn- ar koma i hrönnum af vörum manna, sem i raun og veru eiga ekki til það haitur og þá illúð, sem þeir látast eiga. En um leið styðja þeir ó- beinlinis að þeim hugsunar Liætti, sem Oslóarbiskupinn varaði við. En loks er til þriðja við- horfið gagnvart hinum upp stigna drottni, Kristi Jesú. Það má einkenna það með orðum guðspjallsins: ,,En þeir fóru út og prédikuðu állls staðar, og var drottinn i verki með þeim og staðfesti orðið með táknunum, er sam fara voru“. Meðan Jesús var á jörð- inni var starf hans takmark að við tiltölulega litið svæði, lítið smáríki í útjaðri Róma veldis. Ein eftir að hann er kominn aftur inn i hinn ó- sýnilega heim, hvar eru þá takmörkin fyrir starfsemi hans? Er nokkur sá blettur á jörðinni, sem himinninn ligg ur ekki upp að? Er nokkur staður til þar sem áhrif hins ósýnilega geta ekki komið til greina. Eins og sólarljósið stafar geislum sinum ofan í hafdjúpið, þannig streyma kraftar himnanna ofan í mannlíf jarðarinnar. Og allls staðar er drottinn sjálfur, í verki. Hann hefur staðfest orð prédikara sinna með Framhald á 7. síðu. Samkvæmt' fyrirmælum frá ríkis- stjórninni auglýsist hérmeð: Aillir þeir,' sem leigt hafa setuliði bandamanh'a lönd, og sölunefndin ekki hefur gert upp við, skulu fram vísa kröfum sínum til sölunefndar s'etuliðseigna eigi síðar en 15. júní næstkomandi. Kröfur, sem ekki liafa borizt nefnd- inni fyrir þann tíma, verða ekki tekn- ar til greina. Söliinefnd sétuliðseigna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.