Alþýðublaðið - 15.05.1947, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 15.05.1947, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ Fimmtudaginn 15. maí 1947 nYja bíó mm. (Mamma) Hugnæm og fögur ítölsk söngvamynd. Aðalhlutverkið syngur og leikur frægasti tenorsöng vari, sem nú er uppi: Benjamino Gigli. Aukamynd: Kjarnorka. (March of Time) Sýnd 7 og 9. VIÐ ELSKUM SÖNG. Fjömg gamanmynd með Bob Crosby. Aukamynd: Chaplin og Ræningjarnir, tónmynd með Charlie Chaplin. Sýnd 3 og 5. Sala hefst kl. 11, h. f. 3 BÆJARBÍÖ 0 Hafnarfirði Hollywood íanieen ' Stjörnumyndin fræga sýnd kl. 7 og 9. HELDRI MAÐUR EINN DAG. Sprenghlægileg sænsk gamanmynd. Ake Söderbloom Sicken Karlson. George Fant Sýnd kl. 3 og 5. 5 GAMLA BÍÓ 8 Hnefaleika- kappinn. (The Kid From Brooklyn) Skemmtileg og fjörug am erísk gamanmynd, tekin í eðlilegum litum. Aðalhlutverkið leikur skopleikarinn óviðjafnan- legi, Danny Kaye. Enn fremur Verginia Mayo, Vera Ellen. Sýnd kl. 3, 5 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. E3 TJARNARBIO B „Ég heíti Júlía Ross" (My Name Is Julia Ross) Spennandi amerískur saka málaleikur Nina Foch Dame May Whitty Myndin er bönnuð innan 16 ára. Sýning kl. 3, 5, 7 og 9 Sala hefst kl. 11. TIVOLI H.F. opið alla daga frá kl. 2—11,30 síðdegis. Sumarbústaði við Elliðavatn, Hólsá og á Kjalarnesi, hefi ég til sölu. BALDVIN JÓNSSON hdl., Vesturgötu 17. — Sími 5545. Gina Kaus: EG SLEPPI ÞER ALDRE fram í virðulegum tón. — ,,Til þessarar uppgjafar?“ „Misskilningur, herra pró- fessor,“ stamaði Albert, „al- gjörlega ástæðulaus grunur.“ Þeir stóðu í baðherberg- inui, og Sax þvoði hendur sínar svo vandlega í sjóðandi heitu vatni, eins og hann hefði verið að rannsaka kól- erusjúkling. „Já, það gat ég hugsað mér,“ sagði hann. „Barnlausum konum er hætt við að fá svona ímynd- anir.“ Hann tók naglasköfu úr vestisvasa sínum og hélt á- fram eins og hann væri að kenna. „Sennilega líkamlegar og andlegar orsakir í samein- ingu. Á annan bóginn viss starfræn bilún og hinn bóg- inn nokkurs konar slæm sam- vizka. Já, slæm samvizka,“ — endurtók hann, þó að Albert hefðii ekki mótmælt einu ein- asta orði. — „Jafnvel þó hún eigi ekki sök á því sjálf. Og af þessari slæmu samvizku sprettur grunurinn.“ Albert hlustaði ekki á hann. Hann vildi bara vita, hvort Melanía væri úr allri hættu, og þegar hann heyrði það, áttii hann enga heitari ósk, en að prófessorinn færi. Fríða hafði búið um hann í gestaherberginu, en- hann vildi ekki fara að sofa. Hann sat við hliðina á Melaníu og hlustaði á hverri mínútu eftir því hvort hún andaði. „Þér ættuð að fara að hátta,“ sagði kaþólska syst- irin oft. Hann hrissti höfuð- ið. „Biðjið guð að fyrirgefa henni þessa miklu synd.“ Hann horfði skilningssljór á hana. „Já, hún ætlaði að syndga ógurlega,“ sagði systirin ströng á svip. Nóttin leið einhvernveg- inn. Morguninn eftir var Mel- anía enn ekki vöknuð, en systirin sagði, að allt væri eins og ætti að vera. Púlsinn sló reglulega og andardrátt- urinn var djúpur, það var engin ástæða til að vera óró- legur. Hann símaði á skrifstof- una og bað um að fá að tala við Munckendorf, og sagði honum að koria sín væri al- varlega veik. Og svo sagði hann, að hann-.gæti, því mið- ur ekki haldið Önnu. Hún væri óvenjulega afkastamik- il og duglegri en hann væri nú einu sinni, svo vanur roskinni gráhærðri konu, að hann vildi helzt fá þess kon- ar einkaritara aftur. Munc- kendorf, yrði að vera svo góður að gefa Önnu mánað- arla-un, því að hún gæti ekki gert að því, að hann væri svona vanafastur. Peningana skyldi hann náttúrlega borga úr sínum eigin vasa. Eftir þetta símtal var honum léttara í skapi. Hon- um fannst eins og hann hefði bætt svolítið sök sína bæði við Melaníu og Önnu. Rétt á eftir hringdi Syl- vía. Hún var nýbúin að fá kveðjubréfið og spurði hvern ig liði. Albert sagði nákvæm lega frá öllu, en honum fannst Sylvia sýna alveg frá- munalegan skort á kvíða eða óróa. „Eg kem til ykkar seinna í dag,“ sagði hún, „og þá tek ég með mér gamla lækninn okkar, hann Heinsheimer.“ Albert bar því við, að Melanía geðjaðist ekki að honum. „Það gerir ekkert til,“ sagði Sylvía. Hann er einn okkar bezti taugalæknir, og hefur þekkt Melaníu frá því hún var barn.“ Albert vissi, að Heins- heimer va-r heimilislæknir hjá Angermannfjölskyld- unni. Hann hafði líka við og við heyrt Melaníu kalla hann „skottulækni og slæman mann.“ En nú var hún- svo máttfarin að það var rétt svo að hún gat lokiið upp augunum, þegar hjúkrunar- konan reyndi að koma, í hana kaffinu, svo að Albert fannst það ekki geta gert svo mikið til, hvort það værd Heinsheimer eða einhver annar, sem hlustaði haiia. Einu sinni reyndi Melanía að segja eitthvað. Albert laut ofan að henni til að heyra. Ógreinilega og með löngum millibilum kom það: „Hvers vegna — er ég — ekki dauð?“ — og kyssti hana ákaft um leið og hann fullvissaði um leið og hann fullvissaði hana um, að hann hefði ekki getað afborið það, ef hún hefði dáið. Hann bað hana fyrirgefningar, en það leit ekki út fyrir að hún skyldi neitt af því, sem hann sagði. Hún lokaði augunum aftur og andaði eins og hún svæfi. Svo kom Sylvía og Heins- heimer Iæknir. Meðan lækn- irinn rannsakaði Melaníu, fóru Sylvía og Albert inn í setustofuna. „Hvað skrifaði hún þér?“ spurði hann. „Það er alveg sama. Eg hefi ekki trúað einu arði af því, hvort eð er.“ Það var ekki fyrr en hann lagði að henni, að hún sagði höhium hálf leið, að Melanía hefði skrifað, að Albert héldi fram hjá sér með einkaritara sínum, og hann hefði ekki viljað hætta við hana, þó að Melanía hefði verið fús til að fyrirgefa honum. Albert sagði, hvað hefði komið fyrir í raun og ve-ru. Það stoðaði ekkert, þó að Sylvía gripi stöðugt fram í fyrir hon-um. Hann varð að tala ium það, han-n ákærði sjálfan sig og varði í sömu andránni, hann vdldi komast að einhverri niðurstöðu, en barð bara ruglaðri. Sylvía leit ekki út fyrir að hafa minnsta áhuga á þessu. ÖRN ELDING MYNDASAGA ALÞYÐUBLAÐSINS: í CHET: Þú kalllar það þrælasölu; ég balla það atvinnu og að auki ÖRN: Atvinna, segir þú; en þín atvinna þýðir dauða fjölda inn- fæddra manna. Blehish mundi ekki flytja inn menn, ef hann gæti notað eyjarskeggja. Til hvers notar hann verkamenn? Hvað gera þeir? CHET: Það veit ég ekki; en ef ég flýg yfir suðurenda eyjárinh- ar, missi é-g launin og stöðuna. ÖRN: Ertu ekki forvitinn? CHET; Auðvitað .... ég flýg með fullt af fóiki hingað, -en það kemur aldrei aft-uf!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.