Alþýðublaðið - 15.05.1947, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.05.1947, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 15. maí 1947 ALÞÝÐUBLAÐ8Ð 7 Bærinn í dag. Næturlæknir er í læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfs- Apóteki. Næturakstur annazt BSR, 'sími 1720. Helgidagslæknir er Jóhannes Björnsson, Hverfisgötu 117, sími 6489. Á MORGUN. Næturakstur annazt Hreyfill, sími 6633. 20.30 Útvarpssagan: „Örlaga- brúin“ eftir Thornton Wildér, V. (Kristmann Guðmundsson skáld.) 21.00 Strokkvartett útvarpsins: Stef með tilbrigðum eft- ir Beethoven. 21.45 Frá útlöndum (A. Th.). 21.35 Tónleikar (pl.). 21.40 Ljóðaþáttur — (Andrés Björnsson). 22.00 Fréttir. 22.05 Symfóníutónleikar (pl.) a) Píanókonsert eftir Beet- , hoven. b) Orustusymfnían eftir sama. 23.00 Dagskrárlok. Sú misprentun varð í blaðinu í gær, að sagt var, að garðurinn við Kennaraskólann yrði opnaður fyrir almenning. Það átti að verða garðurinn við Kvenna- skólann. SKIPAÚTCeRf) RIKISIWS M.s. Grótta TekiS á móti flutningi til Patreksfjarðar, og Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar og ísa- fjarðar fram til hádegis á morgun. Kross úr Hekluhrauni á leiði Jónasar. Sigurjón gæðir bíaðamönnum á skyri með rúsín- um íc SIGURJÓN Á ÁLAFÖSSI hefur uppgötvað þá stór- merkilegu staðreynd, að Hekla gaus hálfu ár*i eftir dauða Jónasar Hallgrímsson ar, og svo ekki aftur fyrr en hálfu ári eftir hehnkomu hans. Hefur Sigurjón því á- kveðið að reisa Jónasi eld- minnisvarða úr hrauni Heklu, sem hann hefur mót- að í kross, þrýst peningum í og stungið í hnífum. Frá þessu skýrði Sigurjón við kvöldmáltíð, er hann hélt köppum sínum og blaða- mönnum í Oddfellow-höll- inni (uppi ) í gær. Á borði í salnum hafði Sigurjón hlað ið hraunmolum í kringum rauða peru, sem á var klínt lakki, svo reyk lagði upp af ’henni á dularfullan hátt. Þarna voru hraunmolar, sem lýðveldismynt hafði verið þrýst í, innpakkaðir í gagn- sæjan pappír, og þarna voru hraunmolar, sem hnífum hafði verið stungið í gegn- um. „Svona storknuðu þeir“, sagðd Sigurjón. „Sumir svona, þessir hinsegin, storkn uð.u í höndunum á okkur“. Undir borðum hélt Sigur- jón fyrst kraftaræðu um rúg- brauð og geng hveitibrauði, í og síðan kvatti hann þjóð- ina til að éta meira skyr. Eft ir þennan formála skýrði hann frá því, að hann hefði farið marga leiðangra til Heklu, með Víkingum síni- um, og hefðu þeir aðeins borðað skyr og rúgbrauð — nema einn, sem borðaði hveitibrauð og var sýnu ó- nýtastur. Það var 11. maí, að Sigur- jóni og víkingum hans tókst að móta hraunið með mikilli töng, sem þeir höfðu að vopni, og þurftu þeir að nota asbestosföt til hlífðar. Sést marka fyrir krossinum í stór um hraunmola, en áletrun krossins vildi ekki festast í hraunið. Sigurður jarðfræð- ingur Þórarinsson var að sögn Sigurjóns viðstaddur, er þetta átti sér stað, og taldi hann viðburðinn hinn merki- legasta. Auk minnisvarðans yfir Jónas ætlar Sigurjón að senda annan Heklukross til London til brezka álarrann- sóknafélagsins, en þau vís- indi eiga innan skamms ald- ar afmæli. Þegar hér var komið, var máltíðinni nær lokið, en hún var skyr i(mjög gott skyr, sögðu fréttamennirnir) með rúsínum í og rjóma út á. En nú hófst vandræðalegur flótti frá borðinu og byrjuðu blaðamenn að afsaka sig með annríki, þvi að vatnsglös voru enn á borðum, og mun þá hafa grunað, að þau væru ætluð fyrir ála. Sigurjón tók þessu með þolinmæði og lék krossfestingu hraunsins fyr- ir ljósmyndara, en kvaddi menn svo með virktum. Samvinnan, apríl hefti þessa árs er nýkom ið út. Er það fjölþætt að efni og myndum. Helzta efni ritsins ér Heklugosið eftir Pálma Hannesson. Frá starfsemi Kaup félags Árnesinga. Frá starfsemi samvinnunnar í Noregi. grein eftir Jónas Baldursson. Ferð yf- ir Atlantshaf, með Reykjavík, grein eftir Hauk Snorrason. I- þróttastarfsemi í samvinnufé- lögum Svíþjóðar. Snjóþyngsli á Norðurlandi. Grein um kjarn- orkuvísindin eftir Waldemar Kaempffert, grein um sam- vinnusamtök á Norðurlöndum. Ennfremur er grein um Rama- dier, forsætisráðherra Frakka, o. fl. - Skemmtanir dagsim - i---------------------------------------♦ Kvikmyndir: GAMLA BÍÓ „Hnefaleikakapp inn“. Danny Kaye, Virginia Mayo, Vera Ellen. Kl. 3, 5, 7 og 9. NÝJA BÍÓ: — „Móðir mín.“ Benjamíno Gigli. Kl. 7 og 9. „Við elskum söng“ ■— Bob Crosby. — Kl. 3 og 5. TJARNARBÍÓ: „Ég heiti Júlía Ross“ — Nína Foch, Dame May Whitty. — Kl. 3, 5, 7 og 9. BiEJARBÍÓ: „Hollywood Cant- een“, kl. 7 og 9. — „Heldri maður einn dag“. Kl. 3 og 5. HAFNARFJARÐARBÍÓ: „Le Capitan“ — Frönsk stór- mynd kl. 9. •— „Kvennaglett- ur“ kl. 3,5 og 7. Söfn og sýningar: MÁLVERKASÝNING Waistels í Listamannaskálanum. Opin kl. 10—10. MÁLVERKASÝNING Eggerts Guðmundssonar, Hátúni 11, opin kl. 1—10. ÞJÓÐMINJASAFNIÐ: Opið kl. 13—15. NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ: — Opið kl. 14—15. Leikhúsið: LEIKFÉLAG, REYKJAVÍKUR. „Ærsladraugurinn“. Sýning klukkan 8. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: „Álfafell", barnaleiksýning kl. 4. MONO-DR AMA: Steingerður Guðmundsdóttir. Frumsýn- ing kl. 8. annað kvöld. HANDKNATTLEIKSMÓTIÐ á íþróttavellinum kl. 2. TiVOLI SKEMMTISTAÐURINN TIVOLI opinn kl. 2—11,30. Samkomuhúsin: BREIÐFIRÐING ABÚÐ: Skemmtun fyrir gamla fólkið x Breiðfirðingafélaginu kl. 2 til 6. Skemmtikvöld Hand- knattleiksflokks kvenna úr Ármanni kl. 9. HÓTEL BORG: Dansað frá kl. 9—11,30. Hljómsveit Þóris Jónssonar. INGÓLFSCAFÉ: Opið frá kl. 9 árd. Hljómsveit frá kl. 10. SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ: Dans- leikur kl. 10. Hljómieikar: NEMEND AHL J ÓMLEIKAR Tónlistarskólans í Trípolí kl. 5 síðdegis. LÚÐRASVEIT REYKJAVÍK- UR leikur á Austurvelli kl. 3,30. Úfvarpið: 20.20 Útvarpshljómsveitin (Al- bert Klahn stjói'nar): a) Forleikur að óperunni „Der Freischutz“ eftir Weber. b) Canzonetta eftir d’Am- brosio. c) Guitari-e eftir Moszkow- sky. d) Rússneskur dans eftir Mussorgs.ky. 20.45 Kvöld Skógi'æktarfélags íslands: Ávörp og í’æður. Upplestur. Tónleikar. 22.05 Kirkjutónlist (plötur). 22.00 Fréttir. 22.30 Dagskrárlok. Alúðar þakkir fyrir sýnda samúð við fráfall og jarðarför Skarphéðins Hinriks Elíassonar. Vandamenn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við frá- fail og jarðarför mannsins míns, Fyrir mína hönd, barna minna og annarra vanda- manna. Eyjólfs Kristjánssonar. Guðlín Jóhannesdóttir. Röskur seudisveinn éskasf. Upplýsingar eftir hádegi á föstudag. Getum bætt við okkur nokkrum bifreiða- stjórum með meiraprófi til aksturs og til næturvörzlu. Eeglusemi áskilin. Umsóknir sendist til eftirlitsmanna fé- lagsins, er einnig gefa nánari upplýsingar. Sfrætisvagnar Reykjavíkur Uppstigning margs konar dásemdum. Hann hefur vakið upp og vökvað paradísargróður í iálum mannanna. Og það er misskilningur, ef menn tialda, að það sé aðeins á sviði kirkjumálanna, sem ECrists hefur gætt. Þú.kemst akki framhjá honum, hvorki i vísindum né listum, hvorki i atvinnumálum né stjórn- málum. Öllu þessu gat hann komið til leiðar, einmitt af því að hann er uppstiginn til himna. En alls staðar þar sem áhrif Krists koma til, þar tjr himininn kominn ofan á jörðina. Þar verður friður og farsæld, jöfnuður og bræðralag. Þar verður jörð- in að paradís. — Uppstign- ingardagurinn bendir oss að horfa til himins, — og ekki aðeins að horfa þangað, heldur að fara þangað, stefna þangað í lifi og dauða. En Jesús ætlaðist ekki að- eins til þess að menn stefndu af jörðinni til himins, heldur að jörðin sjálf stefndi til himins og allt, sem á henni er. Með því sýnir þú elsku þína til jarðarinnar, að þú látir þér annt um allt það, sem færir jarðlífið nær himn inum — og nær konungi himnanna. Amen. Fyrsta maí-nefnd verkalýðsfélaganna: Loka- fund nefndarinnar verður laug ardaginn 17. þ. m. kl. 2 e. h. í skrifstofu fulltrúaráðsins, Hverfisgötu 21.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.