Alþýðublaðið - 15.05.1947, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 15.05.1947, Blaðsíða 8
Sauðárkrókur verður kaupstaður og sérsíakí lögsagnarumdæmi Sýslumaður Skagafjaröarsýslu verður Jafnframt bæjarfógeti Sauöárkróks- kaupstaðar0 -------*------- ALÞINGI samþykkti í fyrradag frumvarp til laga um bæjarstjóm á Sauðárkróki, en samkvæmt því skai Sauðár- krókskauptún vera kaupstaður og sérstakt logsagnarum- dæmi. Nær umdæmið yfir allan núverandi Sauðárkróks- hrepp og heitir Sauðárkrókskaupstaður. Un-dæmi þetta er hér sem hingað til í alþingiskjördæmi Skagafjarðarsýslu. Þingmenn Skagfirðinga, þeir Steingrímur Steinþórsson og Jón Sigurðsson á Reynistað fluttu frumvarp þetta að ósk hreppsnefndar Sauðárkrókshrepps og að fengnum meðmæl- utn sýslunefndar Skagafjarðarsýslu og sýslumanns héraðs- ins. Var frumvarpið endanlega afgreitt í neðri deild á fundi hennar í fyrrjxdag og samþykkí með samhljóða atkvæðum og þar með afgreitt sem lög frá alþingi. -------------------c Sumcirstarfið byrjar í dag. Lúðrasveit Reykjavíkur hefur sumarstarfsemi sína í dag með hljómleikum á Austurvelli kl. 3,30 og verður þeim útvarpað. Á hljómleikaskránni eru 8 viðfangsefni. — Lúðrasveitin er 25 ára 7. júlí næst komandi, og í tilefni af því efnir sveitin til hljómleikakaferðar til Vestmanna- eyja 7. júrui í vor. Lúðrasvet Reykjavikur hefur jafnan unnið að því að skemmta borgurunum með hljómleikum sínum cg hefur jafnan verið tilbúin, þegar til hennar hefur verið leitað og skemmt endurgjaldslaust. í sumar mun sveitin eins og að undanförnu hailda útihljómleika viku- lega, ef veður leyfir, og verður Albert Klahn stjórnandi hennar eins og fyrr. — Lúðrasveitin hefur farið margar hljómleikaferðir víðs vega um land og nýtur hvarvetna mikilla vinsælda. En aldrei hefur sveitin haft tækfæri á þvi fyrr en nú að komast til Vestmannaeyja, en til þess nýtur hún nú stuðnings ríkisstjórnarinnar, sem mun láta henni í té skp til fararinnar. Formaður Lúðrasveitar Reykja víkur er Guðjón Þórðarson. Verkamenn á Isaíirði fordæma pólitískt verkfallsbrölt kommúnista --------------------«--------- Mótmæla slíkri misnotkun samtakanna. ---------------------•------- Frá fréttaritara blaðsins, ísafirði VERKALÝÐSFÉLAGIÐ BALDUR á ísafirði hefur samþykkt nær einróma að það telji ekki ástæðu til þess að segja upp gildandi kaupgjaldssamningum vegna tollalag- anna, og jafnframt mótmælti félagið því eindregið -að verkalýðssamtökunum sé misbeitt með því að stofna til pólitískra verkfalla í þeirra nafni. ÞjóðháiíSardagur Norðmanna er á laugardag. 17. MAÍ — þjóðhátíðardag iur Norðmanna, er næstkom andi laugardag, og munu Norðmenn hér í bæ halda hann hátíðlegan á ýmsan hátt. Munu þeir fyrst koma saman við grafir fallinna Norðmanna í Fossvogskirkju garði, klukkan 9,30 um morg uninn, og munu verða- lögð blóm á grafirnar. Þá hefur norski sendiherrann Anders sen-Rysst boðið norskum og norsk-íslenzkum börnum til sín milli klukkan 11 og 1, og milli klukkan 4 og 6 taka sendiherrahjónin á móti gest ium í bústað sínum að Fjólu- götu 18. Verðlaun til skóla- barna í Reykjavík. FYRIR FÁUM DÖGUM afhenti Hallgrímur Jónsson fyrrum skó'astjóri borgar- stjóranum í Reykjavík, sem jafnframt er formaður Yræðsluráðs barnaskólanna í Reykjavík, gjafabréf fyrir sjóði, sem nú nemur tíu þús und krónum. Ber sá sjóð- ur nafnið: „Verðiaunasjóð- ur fullnaðarprófsbarna í Reykjavík". Framvegis verð lur árlega veitt úr þessum sjóðd þremur fultnaðarprófs- börnum verðlaun „fyrir frá- bæra meðferð íslenzkrar tungu“. Byrjað verður í ár að veita verðlaunin. Fullnaðar- prófsbörn raunu skrifa próf- ritgerðir sínar á morgun, og föstudag. Sýslumaður Skagafjarðar- sýslu er jafnframt bæjar^- fógeti Sauðárkrókskaupstað- ar. Verzlunarlóð kaupstaðar- ins verður hin sama og nú er. Málefnum kaupstaðar- ins skal stjórnað af bæjar- stjórn. í henni skulu vera kjörnir bæjarfulltrúar, kosn ir af bæjaybúum, sem kosn- dngarétt hafa eftir gildandi iögum. Bæjarstjórn kýs bæj arstjóra og ákveður laun hans, enda greiðast þau ur bæjarsjóði. Um kosningu bæjarfulltrúa, tölu þeirra og ikjörtímabil fer samkvæmt lögum um sveitarstjórnar- kosningar. Framkvæmd á- kvarðana þeirra, sem bæj- arstjórn tekur, og forstaða bæjarmálefna er á hendi bæjarstjóra, nema þar, sem annað er sérstaklega ákveðið af bæjarstjórn. í greinargerð flutnings- manna fyrir frumvarpinu er tekið fram, að aðalástæðan fyrir því, að það var fram borið, hafi verið sú, að hreppsnefnd Sauðárkróks- hrepps álíti framkvæmda- störf hreppsins oirðin það um fangsmikil, að ekki sé viðlit, að unnt verði að sinna þeim sem aukastarfi, enda ekki orðið mögulegt að fá menn til að gegna oddvitastarfi' á þann hátt. Sauðárkrókshrepp ur hefur nú um mörg und- anfarin ár haft íbúatölu á 10. hundraðinu. Hefur mikill á- hugi verið fyrir því á Sauð- árkróki síðustu árin, að kauptúninu væri aflað bæj- arréttinda, og gætti þessa glögglega við síðustu hrepps nefndarkosningar. Mona-Drama í kvöld. MONO-DRAMA, leiksýning Steingerðar Guðmundsdóttir verður í kvöld klukkan 8 í Iðnó og er þetta frumsýning. Frumsýningin, átti að verða í síðustu viku, en henni varð að fresta vegna lasleika Steingerðar. Tillagan um þetta var sam þykkt á félagsfundi í Baldri með öllum greiadum atkvæð um nema einu, og var það at kvæðr Halldórs Ólafssonar, ritstjóra kommúnista hér. Enginn fundarmanna mælti gegn tillögunni. Tillagan var svohljóðandi: „Út af bréfi stjórngr Al- þýðusambands Islands frá 23. f. m. þar sem þess er óskað, að verkalýðsfélögin segi upp kaupgjaldsamning um vegna nýju tollalaganna, þá lýsir Baldur yfir því, að það telur ekki ástæðu vegna umræddra tollalaga að segja upp núgildandi kaupgjalds- samningum félagsins og það mun því ekki þeirra hluta vegna segja upp samningum sínum. Jafnframt mótmælir félag ið því eindregið að vei’kalýðs samtökunum sé misbeitt með því að stofna til póli- tískra verkfalla i þeirra nafni og telur Verkalýðsfé- lagið Baldur sér óviðkom- andi vinnudeilur og verkföll, sem þannig er til stofnað.“ HELGI. íslands hófsi í gær SUNDKNATTLEIKSMÓT ÍSLANDS hófst í sundhöll- inni í gærkvöldi. þrjú félög taka þátt í mótinu, Ármann með 2 lið, Ægir og KR með eitt lið hvort. Fyrsti leikurinn var milli A-liðs og B- liðs Ármanns Þrír nýir strætisvagn- ar komnir í umferð. NÝLEGA hafa þrír nýir strætisvagnar bætzt við á göt urnar og á næstunni bætast aðrir þrír við, en alls eru átta nýjar grindur komnar til landsins, en tvær þeirra verða ekki yfirbyggðar fyrr en nokkru síðar. Þá eru og átta nýjar strætisvagnagrind ur í pöntun. Einn vagna þeirra, sem kom inn er í umferð er með út- lendu járnhúsi og þannig verður einn þeirra, sem bæt ast við á næstunni. Á öðrum hinna, sem bætzt hafa við hef ur verdð, sett nýtt hús, sem smíðað hefur verið hér, en á hinn var sett hús af eldri vagni. Þannig munu hús af eldri grindum verða flutt á nokkrar hinar nýju grindur, sem fluttar hafa verið til landsins, en sumar þeirra verða smiðuð yfir ný hús. Ennþá hefur því ekki ver ið um neina fjölgun að ræða hjá strætisvögnunum, þar sem eldri vagnar hafa gengið úr sér og verið teknir úr um ferð um leið og hinir nýju hafa komið. En þetta mun heldur standa til bóta eftir því, sem forstjóri strætis- vagnanna tjáði blaðinu í gær. Auk þeirra 8 vakna, sem nú eru komnir til landsins, og ýmist eru komnir í um- ferð, eða er verið að byggja yfir, eru 8 grindur í pönt- un, og eru fjórar þeii-ra þeg ar komnar í skip og á leið til landsins, en fjórar eru til- búnar til afgreiðslu, og verða væntanlega allir þessir vagn ar komnir í notkun fyrir vet urinn. Sænskf handknaif- leikslið kemur í pessum mánuoi. F,ÍÐAST í þessum máne uði kemur hingað til lands sænskt handknattleikslið, og miun keppa hér að minnsta- kosti þrjá leiki. Liðið kemur á vegum Handknattsleiksráðs Reykja víkur, og mun það koma hingað 29. maí. Eftir hand- knattleiksmótið, sem fram fer hér á fimmtudaginn verður ráðið hverjir verða í íslenzka liðinu sem keppir á móti Sví unum, og verður þar farið effc ir frammistöðu manna á mófc inu. | og vann B-liðið með 4:1. — K.R. vann Ægir með 2:1. Næstu leikir fara fram á föstudagskvöld og keppa þá KR. og B-lið Ármanns og Æg ir og A-lið Ármanns,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.