Alþýðublaðið - 01.06.1947, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.06.1947, Blaðsíða 1
Veðurhorfurs Hæg suðaustan átt úrkomu laust að mesíu. Alfíýðublaðið vantar börn til að bera út blaðið í nokkur hverfi í bænum, sími 4900. Umtalsefniðs Nýskipan umferðamiál- anna í Reykjavík. Forustugrein: Sjómannadagurinn. NXVII. Simnudagur 1. júní 1947 119. tbl. Gamla „Kungsholm^ brennur í New York Flestir Reykvíkingar muna eftir sænska ly stiferðaskipinu „KungshoIm“, sem oft kom til Reykjavíkur fyrir stríðið. Það var í þjónustu Bandaríkjanna í stríðinu og nefndist þá „John Ericsson“. Fyrir nokkru brann það í New York og er nú talið alveg ónýtt. Jafnframt verða sektir fyrir slík umferða- afbrof hækkaðar nokkuð --------$-------- NÝ SKIPAN verður tekin upp í meðferð um- ferðaafbrota eftir helgina. Verða sakborningar fram- vegis dregnir fyrir lögreglurétt þegar í stað og mál þeirra afgreidd strax, ef nokkur kostur er. Jafnframt verða sektir fyrir umferðabrot hækkáðar. Frá þessu skýrðu þeir sakadómari og settur lögreglustjóri í gær. Samkvæmt þessu nýja fyrirkomulagi munu lög- reglustjórar, sem verða varir við umferðaafbrot, þegar í stað fara með sakborninga á lögreglustöðina. Þar mun fulltrúi frá sakadómara hafa fast aðsetur í dómsal lög- reglustöðvarinnar, og á hann HANS HEDOFT, leiðtogi danskra jafnaðarmanna, hef ur krafizt þess í danska þing inu, að nýjar kosningar verði látnar fara fram í Dan- mörku innan skamms. Deildi hann á stjórnina fyrir að hafa ekki fylgt endurreisnar áformum þeim, sem iofað hefði verið, og sagði að nýjar kosningar mundu sýna, að að stjórnin nýtur ekki trausts meðal þjóðarinnar. að taka mál þessi fyrir þegar í stað. Fu/lltrúum hjá saka- dómara verður fjölgað um einn vegna þessa nýja fyrir- komulags. Ef hægt er að komast að samkomulagi um sök þess, sem dreginn er fyrir réttinn, verður hann sektaður þegar í stað. Ef sakborningur hins vegar mótmælir, verður >að senda mál hans til frekari rannsóknar til sakadómara, og verður þá meðíerð máls- ins hin sama og áður var. Reynt verður að gera það ekki of áberandi, að maður er dreginn fyrir þennan rétt, þótt slikt fari að sjálfsögðu mikið eftir framkomu sak-> borninga. Fulltrúinn mun að sjálfsögðu hafa nokkuð frjálsar hendur um sektir, þar sem iagaákvæði veita til- tölulega mikið frjálsræði til þess að haga þeirn eftir af- brotum. Sakadómari skýrði svo frá, að sektir fyrir um- ferðabrot verði nú nokkuð hækkaðar frá því, sem áð- ur var, en bær hafa verið taldar allt of lágar. Ætlunin er að fjölga þeim lögregluþjónum, sem fylgj- aSt með umferð eingöngu, svo að meira eftirlit verður með umferðabrjótum en áð- ur var. Ýmis alvarlegri um- ferðabrot, til dæmis árekstr- ar og akstur drukkinna manna, geta þó ekki komið fyrir þennan nýja rétt, þar sem rannsókn er nauðsynleg, meðal annars vegna skaða- bóta. Fara þau venjulega leið suður á Frikirkjuveg. Innan skamms er von á verkfræðingi frá Bretlandi, sem mun undirbúa ljósmerki þau, sem sett veða í sumar til þess að stjórna umferð- inni á fimm verstu umferða- hornum miðbæjarins. Þingi brezka Alþýðu- flokksins lokið ÞINGI brezka Alþýðu- flokksins í Margate lauk í fyrrakvöld. Voru þá ræddar á þinginu skýrslur Aneurin Bevans heilbrigðismálaráð- herra um átak jafnaðar- mannastjórnarinnar til þess að ráða fram úr húsnæðis- skortinum eftir loftárásirnar á ófriðarárunum og kom í Dönsku prenfarnir felldu unarfifEögur: 3128:1023 ---------♦-------- WerkfalliS iieldiir þm áfram. ---------4.------- Frá fréttaritara blaðsins í HÖFN. ÚRSLIT atkvæðagreiðf/.unnar um miðlunartillögurnar í prentaraverkfallinu eru nú kunn, og hafa prentararnir fellt tillögurnar með 3128 atkvæðum gegn 1023. Atvinnu- rekendur samþykktu hins vegar þessar tillögur. Mjög almennt var búizt*- við því, að þessar tillögur mundu ná samþykki, og borg ( arablöðin höfðu kallað all- marga starfmenn til vinnu. Bjuggust þau við að geta komið út á sunnudag og átti þá að gefa út miklar aukaút- gáfur. Var búið að reyna pressurnar og allt haft til- búið. Formaður danska alþýðu- sambandsins, Ejler Jensen, segir svo um þetta: „Mér finnst að tillögurnar hefðu átt að ná samþykki, en prent ararnir ráða því að sjálf- sögðu sjálfir. Ég vona aðeins, að stjórnin ekki grípi inn í deiluna, en hún verður að halda áfram þar til báðir að- ilar koma sér saman.“ Eftir þessa atkvæðagreiðslu er auðséð, að ríkisstjórnin ein getur komið í veg fyrir áframhald verkfallsins. HJULER. Nýfl Sbeilhús á að rísa á rústum hins í Kaupmannahöfn. 53 farasf í flugslysi í Maryland SKYM ASTER-FLU GVÉL, sem var á leiðinni til Miami í Florida í Bandaríkjunum, hrapaði í gær niður í skóg- lendi í ríkinu Maryland, skammt norðan við Washing- ton. Áhöfn og farþegar fór- ust —- alls 53 manns. Björg- unarstarf reynist mjög erfitt vegna þess, hve erfitt er fyr- ir björgunarsveitir að brjót- ast gegnum skóglendið til slysstaðarins. Flugvél þessi var frá ame- ríska flugfélaginu Eastern Airlines, og er þetta versta slys í sögu amerísks farþega- flugs. Eftir þetta slys er tala þeirra, sem farizt hafa í flug- slysum síðast liðna tvo daga, komin upp í 177. SOCIAL-DEMOKRATEN í KAUPMANNAHÖFN flytur þá fregn, að ákveðið hafi verið, að byggja nýtt Shell- hús þar í borginni í stað hinnar rniklu byggingar með því nafni, sem eyðilagðist í loftárás Breta á Kaupmanna höfn 21. marz 1945, en þá hafði Gestapo gert það hús að bækistöð sinni í hinni dönsku höfuðborg. Hið nýja Shellahús á að verða mikil bygging, öll úr járnbentri steinsteypu, og er gert ráð fyrir, að hún muni kosta 4 milljónir króna. Er ekki búizt við, að það verði fullbyggt fyrr en eftir nokk ur ár. Gamla Shellhúsið var byggt 1934. Tók Gestapo það til af- nota fyrir sig í júlí 1944, hafði danska föðurlandsvini þar í haldi og framdi þar mörg hryllileg ódæðisverk þar til Bretum tókst að leggja húsið í rústir í áður nefndri loftárás. þeim umræðum fram, að engri stjórn hefði orðið eins mikið ágengt í því efni. Öll líkin hafa þekkzf á Akureyri. Frá fréttaritar Alþýðu- blaðsins, Akureyri. ÞRÍR LÆKNAR og þrjár hjúkrunarkonur unnu í alla fyrrinótt og fram á sjöunda tíma morguns við að búa að líkunum úr flugslysinu og leitast við að þekkja þau. Var það erfitt, þar sem mörg þeirra voru mikið sködduð, en þó tókst það. Eru því öll líkin, 25 að tölu, í kapellu kirkjunnar á Akureyri. Óvíst er enn, hvenær líkin verða kistulögð. SLÖKKVILIÐIÐ var í gær morgun kvatt að Laugavegi 20 B, en þar var ekki um neinn eld að ræða. Hafði að- eins ofhitnað þar rafmagns- stofnkassi og rauk dálítið úr honurn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.