Alþýðublaðið - 01.06.1947, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 01.06.1947, Blaðsíða 6
ð ALSsÝÐUBLAÐSÐ Sunnudagxir 1. júní 1947 æ nyja bio ææ gamla bío æ Gina Kaus: EG SLEPP! ÞÉR ALDREI Kona manns Hin mikið umtala sænska mynd. BönnuS börnum yngri en 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Félagarnir fræknu Einhver allra skemmtileg- asta myndin með ABBOTT & COSTELLO. Sýnd kl. 3 og 5. Sala hefst kl. 11 f. h. Seldir aðgöngumiðar að sýningum frá í gær, gilda á sömu sýningar í dag, eða verða endurgreiddir þeim er óska. Saga frá Amerífcu (An American Romance) Amerísk stórmynd í eðli- legum litum, samin og tek in af KING VIDOR. Aðalhlutverkin leika: Brian Donlevy Ann Richards Walter Abel Sýnd kl. 3, 6 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. Albert vissi bara,' að hann var giftur og hafði sett sig niður sem læknir. Stefán var ekki heima. Albert tal- aði við Fransi, og spurði hana, hvort hún gæti'komið því svo fyrir, að hann gaati borðað hádegisverð með manni hennar. Franzi var fús til þess, Stefán yrði svo glaður, sagði hún. Þau á- kváðu tímann og staðinn þar sem þau skyldu hittast. Rétt fyrir hádegi hringdi Albert heim og sagði móður sinni að hann mætti ekki vera að því að koma heim til að borða, það væri svo mikið að gera á skrifstofunni, að hann gæti tæplega tekið sér klukkutíma frí. Móðir hans var mjög óánægð. „Það er ekki rétt af þér,“ sagði hún. „Er ekki hægt að fresta ein- hverju af vinnunni?“ En hann stóð fast á sínu. Það var ekki laust við, að hann sæi eftir því, en það var of seint að láta Stefán vita. Á leiðinni á matsölu- húsið kom hann við í blóma- búð ok keypti tólf rauðar rósir handa Önnu, fór út, kom inn aftur og pantaði blómvönd handa Melaníu líka. Þá fyrst leið honum þolanlega. Hann hitti Stefán í litla kaffihúsinu, sem Franzi og hann höfðu orðið ásátt um að þeir mættust í. Fyrst rak hann augun í, hve vinur hans hafði elzt. Ljósi hár- lubbinn stóð ekki beint upp í loftið lengur og litarhátt- urinn var ekki jafnferskur. En hann hafði ekki talað mikið fyrr en Albert hafði alveg kynnzt þessum nýja Stefáni, og honum fannst sem þeir hefðu ekki skilið einn einasta dag. Stefán var ekki ánægður með, hvernig starf hans gekk. Hann átti ennþá ríka kunningja, en þeir sendu honum í mesta lagi einhvern fátækan ættingja við og við að hafa gráhærðu prófessor- — sjálfir héldu þeir áfram ana sína fyrir lækna. „Ég er að skrifa skáldsögu um læknisstarfið,“ sagði hann. „Ef hún heppnast vel, ætla ég að hætta við læknis- starfið. Langar þig að heyra fyrstu kaflana?“ Albert sagðist gjarnan vilja það, en hánn.var auð- sýnilega svo viðutan, að Stefán tók eftir því. „Er þér eitthvað sérstak- lega hugleikið? Þú skalt bara leysa frá skjóðunni.“ í fyrsta skipti talaði Al- bert hreinskilnislega um hjónaband sitt. Hann sagði frá samtali sínu við Heins- heimer, um Önnu, um sam- talið við Önnu. Og hann hafði orð á því, að Melanía væri farin að hærast. „Ég er í bölvaðri klípu,“ sagði hann að lokum. „En það er ekki það xnikilvæg- asta. Það, sem mestu varðar eru hinir. Mig langar að heyra álit þitt og vertu svo góður að líta á það eins og það væri alls ekki ég, sem ætti í hlut. Það er alls ekki víst, að ég fari eftir ráðum þínum, svo að þú þarft ekki að hafa neina ábyrgð. Mig langar bara að heyra hvern- ig maður, sem ekki á þarna hlut að máli, lítur á málið.“ Stefán hugsaði sig gaum- gæfilega um stundarkorn, síðan sagði hann: „Þú munt ekki gera það!“ „Hvað mun ég ekki gera?“ „Þú skilur ekki.“ „Af hverju heldur þú það?“ „Af því að þú spyrð mig ráða. Maður, sem hefur á- kveðið að gera eitthvað, spyr ekki aðra, hvort hann eigi að gera það. Og maður, sem ekki getur ákveðið neitt, gerir að lokum það, sem auð veldast er. Ef þú ætlaðir að skilja, hefðir þú komið til mín og sagt: Þetta og þetta ætla ég að gera — hvernig á ég að haga því svo til, að ég særi Melaníu sem minnst, þannig að það verði sem minnst talað um það, og svo framvegis — en þú spyrð mig, hvort þú eigir að skilja, og í raun og veru vonast þú til, að ég muni svara: Nei, það skaltu ekki gera, af þess- ari eða hinni ástæðunni. — Því að innst með sjálfum þér vilt þú heldur halda áfram að þjást ógurlega heldur en að rísa gegn Melaníu — en það skal ég viðurkenna, að getur orðið nógu erfitt!“ „En Anna þá?“ „Anna mun þjást með þér — En það er hér um bil það sama og að vera hamingju- söm með þér.“ „Þér skjátlast,“ sagði Al- bert. „Þér skjátlast alger- lega. Ég ætlaði bara að spyrja þig, hvort þér fyndist það ódrengilegt af mér að skilja við Melaníu.” „Og hvers vegna viltu vita það? Jú, þú vilt að ég segi, að það sé ódrengilegt, svo að þú sleppir. Já, fyrir mér! Auðvitað væri það ó- drengilegt, þegar þú hefur dregið hana á tálar í 3 ár. Al- mennt myndi vera litið svo á að það væri mjög ódrengi- legt. En ég myndi gera það í þínum sporum samt sem áð- ur.“ „Myndirðu gera það?“ „Já, ef á riði, til að forða mér frá að forpokast og verða almennilegur maður aftur, myndi ég haga mér hraklega. Ef ég væri eins hrifinn af stúlku og þú ert af Önnu þinni, myndi ég höggva af mér hægri hönd- ina hennar vegna — og það veit ég, að þú myndir líka gera. En ég gæti komið ó- drengilega fram hennar vegna, en það gætir þú ekki.“ „En heyrðu nú,“ sagði Al- bert. Er það þá nokkuð drengilegra að halda áfram að búa með Melaníu? Þú hefur sagt, að ég hafi blekkt hana í þrjú ár. Myndi það kannski verða nokkuð betra, að ég héldi áfram að gera það?“ „Auðvitað ekki! Þetta er bjánaleg spurnign. En ef þú heldur áfram að blekkja hana, mun þér sjálfum líða 3 BÆJARBfÚ 8 Hafnarfirði Lafínuhverfið (Latin Quarter) Einkennileg og spennandi mynd úr listamannahverfi Parísar. Derrick de Marney Frederick Valk. Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára TAHITI NÆTUR söngvamyndin fræga Sýnd kl. 3 og 5. Sími 9184. S TJARNARBfO H Lifli lávarðurinn (Líttle Lord Faimtleroy) Amerísk mynd eftir hiníú frægu skáldsögu eftir Fran- ces H. Burnett. Freddie Bartholomew C. Aubrey Smith Dolores Costello Barrymore Mickey Rooney 3 — 5 — 7 — 9. Sala hefst kl. 11. DANSLEIKUR I MJÓLKURSTÖÐINNI í KVÖLD KL. 10. Aðgöngumiðar seldir frá klukkan 5—7. Nýju og gömlu dansarnir í G.T.-húsinu í kvöld kl. 10. — Aðgöngumiðar seldir frá kl. 6.30 e. h. Utbreiðið ALÞYÐUBLAÐID MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS: ÖRN ELDING ÖRN: Hver er að kasta þessum kúlum? CYN: Sjáðu þarna, Örn! STÚLKAN: Ég sá ykkur, þegar hvíta frá því. Faðir minn er höfðingi fólksins hér; hann vill tala við yður um alvarlegt má‘1 ég bar mat fyrir feita. manninn. Ég sagði föður mínum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.