Alþýðublaðið - 01.06.1947, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.06.1947, Blaðsíða 4
4 AL^t©yBLAB8Ð Sunnudagur 1. júní 1947 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Fr.kv.stj.: Þorvarður Ólafsson. Auglýsingar: Emilía Möller. Framkvæmdastjórasími: 6467. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Sjómannadaprinn HINN ÁRLEGI HÁTÍÐ- ARDAGUR sjómannastétt- arinnar — sjómannadagur- inn — er í dag, og er þetta í tíunda skipti, sem hann er hátíðlegur haldinn hér. Hátíðahöld sjómanna eru ávallt svipmikil og virðuleg, og af dagskrá sjómannadags- ins má glöggt ráða, að svo muni einnig verða að þessu sinni. í sambandi við sjó- mannadaginn hafa farið fram íþróttakappleikir eins og venjulega, haldin verður í dag minningarathöfn og úti- samkoma á Austurvelili, og í kvöld verða fjölbreyttar skemmtanir í samkomuhús- um bæjiarins og sjómannahóf að Hótel Borg eins og vandi hefur verið til undanfarin ár. * Reykvíkingar, og raunar landsmenn allir, liafa sýnt sjómannastéttinni hug þakk- ar og virðingar á sjómanna- daginn ár hvert. Það hefur ávallt verið mikið fjölmenni á hátíðahöldum þessa dags, og svo mun áreiðanlega einn- ig verða að þessu sinni. ís- lendimgum er ljóst í hvílíkri þakkarskuld þeir standa við sjómiannastéttina. Allir þegn- ar hins islenzka þjóðfélags njóta beinlínis eða óbein- iínis góðs af starfi og baráttu hennar. Sjómennirnir eiga drýgstan þátt í því að draga björg í bú þjóðarinnar. Sjáv- arútvegurinn er og verður aðalatvinnuvegur íslendinga, og undir honum er afkoma þjóðarinnar komin að veru- ilegu leyti á hverjum tíma. Sjómennirnir íslenzku gátu sér á ófriðarárunum orðstír, sem jafnan mun verða getið að mikllu í sögu þjóðarimnar. Þeir sáu. landsmönnum fyrir nauðsynjum, og með starfi sínu Iögðu þeir grundvöll að þeirri auðsöfnun þjóðarinn ar, sem átti sér stað þessi ár, meðan hörmungarnar dundu yfir flestar aðrár þjóðir heims. En þetta starf sjó mannastéttarinnar kostaði miklar fómir. Við urðum að sjá á bak mörgum vöskum og góðum drengjum, og skipastóll okkar varð fyrir miklu og tilfinnanlegu tjóni. Slíkt eru þung gjöld fyrir smáþjóð eins og íslendinga. En sjómennirnir hikuðu alfdrei í baráttu sinni, sem miðaði til bjiargar og brauð fæddi þjóðina. Þeim var jafn- an efst i huga að gena skyldu áína. Þess ber að minnast í orðum og athöfnum. * Um þessar mundir eru að gexasít merkileg tímamót í söigu sj ávarútvegsins á ís- landi. Ný og glæsileg skip eru tekin í notkun. Þau verða voldug tæki í baráttu Sjómannadagurinn. — Júní með ailar sínar dá- semdir. — Sumarleyfin. — Bréf frá stúikum og orðsending til Péturs. JÚNÍMÁNUÐUR hefst með sjómannadeginum að þessu sinni. Hann er alltaf fyrsta sunnuðag í júní, en nú mun í fyrsta sinni, síðan farið var að hafa sérstakan sjómannadag, sunnudagur vera fyrsta dag mánaðarins. Það er vel að júní, einhver fegursíi og ylríkasti mánuður ársins hér á íandi, hefjist með sjómannadegi, því að það eru sjómennirnir, sem bezta færa björgina í bú okkar, svo að bjart geti orðið um okk- ur, hlýít og bjart og gnægtir allra gæða. SJÓMENNIRNIR tileinka baráttu dags síns hugsjón sinni um að koma upp dvalarheim- ili fyrir aldraða sjómenn, sem slitið hafa kröftum sínum í baráttunni við Ægi og oft siglt krappan sjó. Sem betur fer standa sjómennirnir ekki einir að þessu veglega máli, því að öll reynum við, hvar í stétt sem við stöndum, að styðja að því, hver eftir sinni getu, að dvalar- heimilið geti risið upp hið allra fyrsta. Hefur þetta líka komið áþreifanlega í ljós síðan bar- áttan var hafin. Er það og mjög vel til fallið að við með fram- lagi okkar á sjómannadaginn sýnum lítinn vott þess þakk- lætis, sem við berum í brjósti til þessara útvarða íslenzkrar velmegunar, sjálfstæðis þjóð- arinnar og afkomu heimila hennar. ÞAÐ Á AÐ VERA heilög skylda allra landsmanna að kaupa merki sjómannanna á sjómannadaginn. Þetta eru ekki nein útgjöld fyrir yfir- gnæfandi meirihluta fólks, en ef sá siður kemst á, að allir telji sér skylt að kaupa merkin, þá kemst dvalarheimilið fljótt upp og afkoma þess er tryggð um allan aldur. í dag skulum við gera skyldu okkar, kaupa merk in og bera þau. JÁ, JÚNÍ ER KOMINN og hann verður að ý7msu viðburða ríkur. Hingað koma frægir hljóðfæraleikarar og taka þátt í Reethovenhátíð Tónlistarfé- lagsins. Þá koma hingað frægir knattspyrnumenn, áreiðanlega beztu knattspyrnumenn, sem hingað hafa komið til kapp- leika frá útlöndum og fjölda margt fleira ber við okkur til ánægju og skemmtunar í þess- um mánuði. HINS VEGAR munu sumar- leyfin verða aðalskemmtun Reykvíkinga í júní. Fólk er þegar farið að fara í leyfi og jafnvel fyrirtæki, sem hafa fjölda manna í þjónustu sinni, hafa auglýst að þau loki vegna sumarleyfi starfsfólksins. Þetta fyrirkomulag er nú tekið upp af æ fleirum. Og sýnist þetta miklu betra fyrirkomulag held- ur en hitt, að fyrirtækin séu varla starfshæf allt sumarið vegna sumarleyfanna. OG SVO ER hérna smábréf frá „Nokkrum stallsysírum“. „Við erum hérna nokkrar ung- ar stúlkur, sem förum oft í kvikmyndahús. Og við sáum hér um daginn í dálknum þín- um bréf frá tveimur feimnum piltum, sem báðu þig að birta bréf fyrir sig. Og þú gerðir það án þess að minnkast þín fyrir. Hannes minn, þú skilur auðvit- að ekki við hvað við eigum. Við nokkrar stúlkur skrifuðum til eins stærsta dagblaðsins hér í bænum og báðum að birta fyrir okkur bréf, en það hefur efalaust farið í ruslakörfuna. Þess vegna, Hannes minn, ætl- um við að biðja þig um aðstoð, því við vitum að þú telur það ekki fyrir neðan virðingu þína. BRÉFIÐ FRÁ OKKÍ'R var sama efnis og bréfið frá tveim- ur feimnum. Hannes minn, við erum nokkrar stallsystur og höfum mjög gaman af að fara í bíó. Við sjáum nærri því hverja mynd. En það eru tvær myndir, sem voru sýndar hér fyrir 2—3 árum í Tjarnarbíó og það eru „Gráklæddi maður- inn“ (The man in grey) og „Kóngsgatan“ (Kings Row). Þessar tvær myndir langar okkur ákaflega mikið til að sjá aftur. Við erum vissar um að margir eru á sama máli og við. Hannes minn, heldur þú að Tjarnarbíó eigi þessar filmur ennþá, og að þeir vildu sýna þær aftur?“ JÆJA, PÉTUR! Þá kemur til þinna kasta hvort þú vilt eða getur hjlápað stúlkunum! Hannes á horninu. iþjóðarinruar fyrir tilveru siinni og efnalegri afkomu. Sjómannastéttin nýtur betri starfskilyrða en áður var, öryggi henmar hefur aukizt að miklum mun, þótt enn sé margt að vinna í þeim efn- um, og hún getur verið bjart- sýn á framtíðina. En af því leiðir, að þjóðiin öll getur igert sér vonir um farsælid og hagsæld á ókomnum árum. Sjómanmastéttin íslenzka hefur sýnt og sannað, að hún er hlutverki sínu vaxin. Þjóðin öll hefur séð þessa vottinn. Það er ánægjulegt, að sjómannastéttin fær ný og betri tæki, því að hún mun kunna að hagnýta þau til hags og hamingju fyrir land og þjóð. Sjómennirnir eru oft nefndir hermenn ís- lands. En þeir eru hermenn góðs málstaðar. Þeir heyja stríð sitt í göfugum tilgangi, og sigurlaun þeirra eru sam- eign þjóðarinnar allrar. Þau eru hin efnalega afkoma landsmanna á hverjum tíma. Feðgarnir á Breiðabóli, 3 GRÆNADALS-KÓNGURINN nefnist lokabindi þessa merka og vinsæla sagnabálks, sem hófst með sögunum STÓRVIÐI og BÆRINN OG BYGGÐIN. Segir hér frá harðri og erfiðri baráttu Hákonar unga til að skapa nýtt ættaróðal f einum hinna, sólmyrku fjalladala, sem áður höfðu lengið undir Breiðaból. Lýkur þar sögunni er yngsti ættarhlynurinn, Litli-Hákon, heldur heim á leið til Grænadals, í afturelding, frá brunarústunum á Breiðabóli, þar sem afi gamli, hann Stóri-Hákon, hefur brunnið inni í „gömlu stofu“, í rafljósadýrð nýja tím- ans. GRÆNADALS-KÓNGURINN er svipmikil og á- hrifaríik saga. Dagshríðar spor nefnast 12 sögur eftir vestur-íslenzku skáldkonuna Guð- rúnu H. Finnsdóttur. Sögur þessar eru kanadiskar að umhverfi, en íslenzkar í anda. Sögupersónurnar eru flestar íslenzkt fólk, sögugildi þeirra tíðum innri bar- átta milli íslenzkra eðlisþátta og áhrifa umhverfisins. Stumdum verður minningin um ísland ljúf draumsýn. Kelly, í sögunni SALT JARÐAR, geymir óljósa sögu- sögn uxn móður sína íslenzka, sem hann hefur aldrei þekkt, og í huga hans rennur hún saman við hugmynd- ina um ættlandið í norðri, veitir honum þrek, íhjálpar honum að finna sjálfan sig. r r I andlegri nálægð við Island eftir Einar Pál Jónsson, ritstjóra, hinn kunna vestur- xslenzka blaðamann, er skemmtilegur þáttur um för ritstjórans til New York 1944 á fund -forseta íslands, er hann var staddur þar í boði Roosevelts forseta. Lýsir höfundur hátíðahöldum íslendinga þar í borg í sambandi við komu forsetans og segir frá ýmsum merk- um íslendingum, er þar voi*u saman komnir. Hér er eftirtektarverð heimild um einstakan atburð í sögu Lslands. IOGT. ST. VIKINGUR Samsæti ST. VIKINGUR gen-gst fyrir samsæti í Góðtemplarahúsinu n.k. mánudagskvöld kl. 8,30 e. h. vegna 70 ára afmælis Jóns Guðnasonar. Þess er vænzt að félagar stúkunnar og templarar almennt, svo og aðxur vinir og kunningjar Jóns, sem heiðra vilja hann á þessum tímamótum fjöl- m-enni í samsætið. Ekki samkvæmisklæðnaður. Gréfu Björnsson að.Laugatungu við Engjaveg. — Opið dag lega frá kl. 13—22. Auglýsið í Álþýðublaðinu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.