Alþýðublaðið - 01.06.1947, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 01.06.1947, Blaðsíða 8
dLi v m W'& Símar: 1135 og 4201. BÚSÁHÖLD Hér sjáið þið mynd af Afríkuöpunum, eem verða á dýrasýn- ingunni í Örfirisey, «em væntanlega verð ur opnuð næstkom- aridi sunnudag. B@rn lanp befur m filfeg og fullkomin skólahús — ----------------♦------- segir Arugrímur Kristjánsson eftir fyrsta starfsár nýja ^lelaskólans. -------♦------- MELASKÓLA var sagt upp í gærmorgun — eftir fyrsta starfsárið í hinni nýju en hálfgerðu byggingu á Melunum. 824 börn stunduðu þar nám í vetur, jafnframt því sem urinið var að því að fullgera skólann, en næsta haust ætti byggingin öll að vera tilbúin, svo að skólinn geti þá tekið við rúmlega 100 börnum úr skólahverfi hans, 'sem í vetur voru í Mðbæjarskólanum. ,,Mér finnst það hafi sann azt hjá okkur í velur“, sagði Arngrímur Kristjánsson skólastjóri í viðtali við blað- ið eftir uppsögnina, „að börn in ganga mun betur um fal- leg og fullkomin skólahús en önnur.“ Skólinn hafði í vetur 14 stofur til afnota auk nokk- Ólafur ríkisarfi, 6er- hardsen og Hauge koma hingað. NORSKI SENDIHERR- ANN hefur nú tilkynnt ut- anríkisráðuneytinu, að Ólaf- ur, ríkisarfi Noregs, sem er heiðursformaður norsku Snorranefndarinnar, ■ muni koma til íslands og afhjúpa Snorralíkneskið í Reykholi. Ennfremur verða í norsku sendinefndinni Ejnar Ger- hardsen, forsætisráðherra Noregs, og Kristian Hauge, landvarnaráðherra Norð- manna. Sendinefndin kemur hingað á norsku herskipi. u (Utanríkisráðuneytið) urra sérstofa og kennara- stofa. Ófullgerður er enn kjallari, þar sem smíðastof- ur og skólaeldhús verða, leikfimisalurinn og efsta hæð in, þar sem elztu bekkirnir verða, svo og hátíðarsalur, sem einnig verður leikfimi- salur fyrir yngstu börnin. Þegar byggingu skólans lýkur, verður alveg skilið á milli yngstu barnanna og hinna eldri, svo að hvor um sig hafa sinn inngang og sinn leikvöll. Er þetta gert að nokkru leyti eftir enskri fyrirmynd, og mun þetta fyr irbyggja þær hættur, sem gætu verið samfara stórum skólum. Fastakennarar voru við skólann 19, stundakennarar 7. Kennararnir munu fá stofu í „kringlunni“ við bygginguna, sem margir hafa furðað sig á, en auk þess verður þar fatageymsla fyr- ir eldri börnin. Meðal nýj- unga, sem reyndar hafa ver- ið í skólanum, er lesstofa fyrir börnin, sern gafst mjög vel. Meðal þeirra, sem voru viðstaddir skólauppsögnina í gær, voru borgarstjóri og séra Jón Thorarensen, yfir- prófdómari skólans. 7164 bifreiðar á öllu landinu — þar af 4010 í Reykjavík -------+-------- . Fdlksbifreiðar eru 3479, en vöru> bifreiðar atis 3993. -------4-------- SAMKVÆMT nýútkomnum Hagtíðindum var tala bif- reiða á öllu landinu í árslok 1946 samtals 7164; þar af voru 4010 skrásettar í Reykjavík. Auk bifreiðanna voru skrásett 546 mótorhjól á öllu landinu, bar af 228 í Reykjavík. Af öllum þessum bifreiðakosti voru 3479 fólksbifreiðar og 3685 vörubifreiðar. Nefnd fil að af- huga þurr- fiskverkun NÝBYGGINGARRÁÐ hef ur í samráði við sjávarút- vegsmálaráðherra skipað nefnd til athugunar á bætt- um aðferðum til þurrfisk- verkunar. Nefndarmenn eru: Davíð Ólafsson fiskimálastjóri, sem er formaður nefndarinnar, Guðmundur Eiríksson verk- stjóri, Ásgeir Þorsteinsson verkfræðingur, Gísli Hall- dórsson verkfræðingur og Sveinn Árnason fiskimats- stjóri. Verkefni nefndarinnar er eftirfarandi: Að rannsaka og gera til- lögur um saltfiskverkun eins og nefndinni lízt bezt á að verkuninni verði fyrir kom- ið í framtíðinni. Sérstaklega verði þá athugað hversu nota megi nútíma tækni til þessara hluta og yfirleitt all- ar þær leiðir, sem geta gert framkvæmdirnar auðveldari og ódýrari en verið hefur. * Bifreiðafjöldinn skiptist þannig í hinum einstöku kaupstöðum og sýslum: í Reykjavík 2395 fólksbifreið- ar og 1615 vörubifreiðar; samtals 4010. í Gullbringu- og Kjósarsýslu og Hafnar- firði 307 fólksbifreiðar og 427 vörubifreiðar; samtals 734. Á Akranesi 52 fólksbif- reiðar og 74^ vörubifreiðar; samtals 126. í Borgarfjarðar og Mýrasýslu 53 fólksbifreið ,ar og 109 yörubifreiðar; sam tals 161. í Snæfellsnessýslu 27 fólksbifreiðar og 71 vöru bifreið; samtals 98. í Dala- sýslu 17 fólksbifreiðar og 30 vörubifreiðar; samtals 47. í Barðastrandasýslu 6 fólksbif reiðar og 27 vörubifreiðar; samtals 33. í ísafjarðarsýslu og á ísafirði 57 fólksbifreið- ar og 57 vörubifreiðar; sam- tals 114. í Strandasýslu 10 fólksbifreiðar og 33 vörubif reiðar; samtals 43. í Húna- vatnssýslu 37 fólksbiíreiðar og 84 vörubifreiðar; sam- tals 121. Á Siglufirði 11 fóiks bifreiðar og 64 vörubifreið- ar; samtals 75. í Eyjafjarðar sýsiiu og á Akureyri 232 fólks bifreiðar og 234 vörubifreið ar; samtals 466. í Þingeyjar sýslu 44 fólksbifreiðar og 107 vörubifreiðar; samtals 151. Norður-Múlasýsla og Seyðisfjörður 16 fólksbifreið ar og 53 vörubifreiðar; sam- tals 69. Neskaupstaður 5 fólksbifreiðar og 18 vörubif reiðar; samtals 23. Suður- Háfíðahöld sjé- manna selja svip á bæinn í dag HÁTÍÐAHÖLD sjómanna dagsins munu setja svip sinn á bæinn í dag. Kl. 8 verða fánar dregnir að hún á skip- um við höfnina, en kl. 10,30 fer fram reipdráttur milli skipshafna fyrir framan há- skólann. Klukkan 12,45 í dag safnast sjómenn saman til hópgöngu við Miðbæjar- skólann og hópgangan legg- ur af stað kl. 13,15. Minning arathöfnin við Austurvöll hefst klukkan 2. Hefst athöfnin með því, að Lúðrasveit Reykjavíkur leikur og Guðmundur Jóns- son syrigur einsöng. Þá minn ist biskupinn látinna sjó- manna og lagður verður blómsveigur á leiði óþekkta sjómannsins í Fossvogs- kirkjugarði. Eftir minningarathöfnina flytur forsætisráðherrann, Stefán Jóh. Stefánsson, á- vap, ennfremur flytja ávarp fulltrúi f rá útgerðarmönn- um og fulltrúi starfandi sjó- manna. í kvöld verða dansleikir í flestum samkomuhúsum bæj arins og verður útvarpað frá hófi sjómanna að Hótel Borg, en þar á eftir verður útvarpað ræðum, ávörpum, tónleikum og upplestri úr útvarpssal. Sjómannadagsblaðið og merki sjómannadagsins verða selda á götum bæjar- ins allan daginn, og verða bæði blaðið og merkin af- hent þeim sem vilja selja þau, í Verkamannaskýlinu frá klukkan 9 árdegis. Herbergisgjöf lil Hallveigarciaða í GÆRMORGUN barst frú Steinunni H. Bjarnason 10 þúsund króna herbergis- gjöf til Hallveigarstaða. Er gjöf þessi gefin til minning- ar um frú Magdalenu Jónas- dóttur, Sauðlauksdal, og dóttur hennar, Jórunni Þor- valdsdóttur. Gefandinn hef- ur óskað þess að nafns síns væri ekki getið. Múlasýsla 27 fólksbifreiðar og 80 vörubifreiðar; samtals 107. Skaftafellssýslur 24 fólksbifreiðar og 104 vöru- bifreiðar; samtals 128. Vest- mannaeyjar 11 fólksbifreið- ar og 55 vörubifreiðar; sam- tals 66. Rangárvallasýsla 30 fólksbifreiðar og 88 vörubif- reiðar, samtals 118. Árnes- sýsla 91 fólksbifreið og 252 vörubifreiðar; samtals 343 bifreiðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.