Alþýðublaðið - 01.06.1947, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.06.1947, Blaðsíða 2
2 ALIÞÝÐUBLMIlfl Sunnudagur 1. júní 1947 m anlr í Líkn á síðasla ári Á SÍÐASTA ÁRI voru íramkvæmdar 14 189 ,lækn- isskoðanir í berklavarnar- stöð Líknar í Reykjavík. Yoru skoðanir þessar fram- kvæmdar á samtals 7868 sjúkiingum. Tala skygginga var 12 626 og annast var um röntgenmyndatöku 571 sinni. Auk þessa voru framkvæmd ar í stöðinni 3387 loftbrjóst- aðgerðir, 122 sjúklingum var útveguð sjúkrahúss eða hæl isvist. Þetta segir í skýrslu um starfsemi Hjúkrunarfélags- ins Líknar, sem birt var eftir aðalfund félagsins sem hald- inn var 17. þessa mánaðar. Ennfremur segir í skýrsl- unni, að berklapróf hafi ver ið framkvæmt á 1363 manns, eingöngu börnum og ungling um. Þá var annast um 879 ihrákarannsóknir. Séð var um sótthreinsun á heimilum allra smitandi berklasjúk- linga, er til söðvarinnar leit- uðu. I þjónustu Líknar störf- uðu á árinu 7 fastráðnar hjúkrunarkonur. Tvær störf uðu að staðaldri á berkla- varnarstöðinni, þrjár við ungbarnaverndina og tvær við heimilisvitjanir sjúkra. Hjúkrunarkonur stöðvarinn- ar fóru samtals í 1338 eftir- litsferðir á heimili berkla- sjúklinga. Þá hafa verið við stöðina þrí.r fastráðnir lækn <ar, auk Sigurðar Sigurðsson ar breklayfirlæknis. Norræn landsliðs- keppni í frjálsum íþróffum. NORRÆN landsliðskeppni í frjálsum íþróttum fer fram í Stokkhólmi 6.—-8. sept. nk. og' hefur íslendingum verið hoðin þátttaka, ef íþi'ótta- menn hér ná nógu góðum ár- angri í sumar. Keppni þessari verður þannig háttað, að landslið Svíanna, 3 menn í hverri í- þróttagrein, keppa á móti landsliði hinna Norðurlanda- þjóðanna saméinuðu. Sérstök nefnd, sem kemur saman í Stokkhólmi um 20. ágúst og veíur liðið, sem á að mæta Svíunum, og verður þar far- ið eftir árangri þeim, sem í- jrróttamennirnir ná á meist- aramótinu heima fyrir, en þau verða að haldast í öllum löndunum um svipað leyti. Viðfai viS 108 ára gamla konu: FYRIR FÁUM DÖGUM sat ég um stund á legubekk í húsi í Hafnarfirði við hlið- ina á konu, sem í dag verð- ur hundrað ára. Ég horfði með allmikilli undrun _ á þessa fjörgömlu konu. Ég hafði aldrei fyrr séð svo- gamla manneskju og ég var hissa á því, hve vel hún bar aldaræfi sína. Hún heitir Helga Brynj- ólfsdóttir og er hjá dóttur sinni, Vigdísi, og tengdasyni, Ólafi Thordarsen i litlu, en kunnu húsi við Reykjavíkur veg. Helga er orðin lotin, en þó kvik í hreyfingum, hún hefur sæmilega sjón, en heyrnin er farin að bila — og þreytan gerir fljótt vart við sig. Hugsunin er alveg skýr og hún man vel það, sem fyrrum gerðist þó að daglegir viðburðir í öllum þessum látum kunni að flögra burt á örskotsstund. Hún hélt um vinstri hönd mína meðan við röbbuðum saman og það streymdi hlýja frá henni. „Ég vil ekki láta skrifa neitt um mig, góði minn. Ég hef ekkert gert af mér, svo að ástæða sé til að setja það í blöðin. Ég hef unnið og það er mikil blessun að geta unnið og glaðzt við vinn-u- una. Enginn getur orðið gamall nema hann vinni, því að vinnan, jafnvel þó að hún sé erfið á stundum, gef- ur lífinu. gildi. Iðjuleysið set ur í mann leiðindi og öll leið indi stytta ævina það er ég alveg sannfærð um.“ — Hefur þér þá aldrei leiðzt? „Varla get ég sagt það. Ég á svo mikla sóiskinsdótttur, skal óg segja þér. Annars hefur mér kannske einhvern tíma leiðzt, annars yrði ég eldri en ég verð.“ — Segðu mér eitthvað úr ævi þinni. „Það er ekkert að segja. Ég fæddist 1. júní 1874 að Kirkjubæ á R,angárvöllum, en faðir minn, Brynjólfur Stefánsson, var hreppstjóri um 40 ára skeið og ákarflega vel látin. Við vorum 10 systkinin, en 7 náðu fullorð- ins aldri og flest urðu þau gömul. Ég giftist rúmlega þrítug Stefáni Guðmunds- syni frá Lambhaga. Það dróst að við gætum gift ökkur, vegna þess að það var svo erfitt að fá jörð. En loks fengum við jörð út í Ölfusi, Bakkarholtspart, og þar byrj uðum við búskap. En búskap urinn og hjónabandið varð skammvinnt. Eftir tvö ár drukknaði Stefán mmn nið- ur um ís á Ölfusá. Hann var að koma úr kaupstaðarferð frá Eyrarbakka. Ég fór þá með Viggu mína, aðeins 20 mánaða, heim til foreldra minna, sem þá voru flutt að Selalæk og þar var ég þar til um aldamót að ég fór fil Reykjavíkur. Svo fluttist Ólafur tengdasonur minn og dóttir mín hingað til Hafnar fjarðar. Það var víst 1908, og hér höfum við verið síð- an. Við höfum aldrei skilið, Vigga mín og ég.“ — Þú ert orðin þreytt? „Æ—jæja. Ég sé ekkert eftir því að hafa lifað öll þessi ár. Guð hefur verið svo góður við mig — og ég hef séð svo mikið af sólskini. Heilsan hefur verið góð. Ég get varla isagt að mér hafi orðið misdægurt. Og ég hef alltaf haft létta lund og ver- ið ánægð með mitt hlut- skipti. Lífið er nú orðið allt annað en það var. Mér finnst að það hijóti að vera leikur að lifa þvi —- og samt sem áður finnst mér fólk vera ó- ánægðara en það var áður. Ég skil það ekki. Af hverju er það? Fólk hefur allt til alls og auðvelt er að afla þess. í gamla daga varð að berjast fyrir öllum gæðum. En sumtim þeim gæðum, sem við börðumst fyrir, og fögnuðum, þegar við vorum búin a!ð afla þeirra, þykir fólki nú ekkert til koma. Það varð oft mikill fögnuður yfir einum klút, en nú — klútur, þvu—“ og gamla konan sparkar frá sér með fætinum. — „Ja, ég segi þetta svona sem dæmi, en svona er það með alla hluti. Ég fer enn út, skal ég segja þér. Það er verið að hugsa um að vera hjá dóttur-dóttur minni á sunnudaginn af því að það er þetta afmæli. Hún á heima hérna niður frá. Ég get vel gengið þangað, en ég treysti mér varla til að ganga heim. Það er upp brekku. Ég get gengið niður brekku, en ekki upp brekku, nú orðið.“ V E P 2 LCIKWIM bomow I stf rfi aiBB.11I d.yþm Hvítir flibbar. Hvítar skyrtur. Silki skyrtur. Herra nærföt. Lesið Alþýðublaðið Minningarspjöld Barna- spííaiasjóðs Hringsins eru afgreidd í Verzlun Augusíu Svendsen, Aðalstræti 12 og í Bókabúð Austurbæjar, Laugavegi 34. Kaupum fuskur Baldursgötu 30. GOTl ÚR ER GÓÐ EIGN Ouðl. Glslason (írsmiður, Laugaveg 63, Baldvin Jónsson hdl. Málflutningur. Fasteignasala. Vesturg. 17. Sími 5545. Jóns Baldvinssonar forseta fást á eftirtöldum stöðum: Skrifstofu Alþýðuflokksins. Skrifstofu Sjómannafélags Rvíkur. Skrifst. V. K. F. Framsókn, Alþýðubrauðg., Lvg. 61 og í verzl. Valdimars Long, Hafnarfirði. <■ ^JjJjálpJ til ao ^rœ iherf tcLandcfrœoituíjóo, cÉ qrœla landitcJlccjgic JJlrifílofa ijdlappardtcf 2 r I fjarveru minni næstu tvo mán- uði gegnir hr. læknir Sigurður Samúelsson læknisstörfum mínum. Viðtalstími hans er kl. 1—3 e. h. ,í Lækjar- götu 6 A. Sími 2929. Heimasími 1192. Björn Gunnlaugsson. með loki úr eldföstu gleri á aðeins kr. 8,00 til 12,75. Mjög góðar til að geyma i matarleifar, til að baka í kökur, hita upp mat og nota í ís- skápa. K. Einarsson & Björnsson h.f. I fjarveru minni frá 1. júní til 1. ágúst gegnir Sig. Samúelsson læknir störfum mínum. Viðtals tími hans er kl. 1—-3 daglega, nema laugar- daga kl. 11—12, í Lækj- götu 6. Kristbjörn Tryggvason læknir. í fjarveru minni út júnímánuð annast Karl Jónsson læknir heimilisstörf fyrir mig. Viðtalstími hans er á Túngötu 3, kl. 1,30—3, nema laugardaga kl. 10 -—12. Sími 2281. (Heima- sími 2481). Sjúklingar Gunnars J. Cortez læknis eru beðnir að snúa sér til Kristj. Jónassonar læknis, sem íhefur viðtalstíma á Laugavegi' 16 kl. 10—12 og 5—6, sími 3933. — (Heimasími 1183). FRIÐRIK EINARSSON Iæknir. Munið Tivoli. milli Svía og úrvals úr Reykjavíkurfélögunum hefst klukkan 9 í kvöld í íþróttahúsinu við Hálogaland. Allir verða að sjá þenuan íeik, því að nú mun enginn liggja á liði sínu. — Móttökunefndin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.