Alþýðublaðið - 01.06.1947, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.06.1947, Blaðsíða 3
Sunnudagur 1. júní 1947 ALPÝBUBLAÐgB 3 Heyrf og lesið RITGERÐASAFN Árna Páls sonar prófessors, Á víð og flreif, kemur út hjá Helgafelli 17. júní. Er það um 500 blað- síður að stærð og flytur 24 rit- gerðir, sem Árni befur ritað á ýmsum tímum og flestar hafa birzt áður í bókum eða tímarit- um. * NORSKA SKÁLDIÐ Her- man Wildenvey telur sig eiga 40 ára rithöfundarafmæli í ár, og voru ljóð hans nú í vor gef- in út í 4 bindum í nýrri og vandaðri útgáfu í tilefni þess. Wildenvey telur fyrstu raun- verulegu bók sína Nyinger, sem kom út 1907 og vakti mikla athygli. Raunar hafði hann gefið út ljóðasafnið Cam- panula 1902, þegar hann hét enn Herman Portaas og var blaðamaður í Drammen, en í Nyinger, sem kom út eftir Vest urhéimsför hans, kemur Wild- envey fram á sjónarsviðið sem þroskað ljóðskáld og fulltrúi nýs tíma í norrænni ljóðagerð. Wildenvey fæddist 1886 og er Austlendingur. Hann hefur ver- ið geysilega afkastamikið skáld og jafnframt mikilvirkur Ijóða- þýðandi, meðal annars þýtt mikið eftir Shakespeare og Heine. Síðasta ljóðabók Wild- enveys, Filomele, kom út fyrir jólin í vetur, og á þessu ári er væntanlegt nýtt ljóðasafn eftir hann. * SKÁLDSAGA Jóns H. Guð- mundssonar, Snorri Snorrason, kemur út nú um helgina. Þetta er fyrsta skáldsaga Jóns, en áð- ur hafa komið út eftir hann þrjár bækur: Frá liðnum kvöld um (1937) og Samferðamenn (1944), sem báðar eru smá- sagnasöfn, svo og Vildi ég um Vesturland (1943), er flytur ferðasögu og ljóð. ÞÝZKI RITHÖFUNDURINN Eric Kástner er kunnastur er- lendis fyrir skáldsögur sínar, en mest afrek á sviði skáldskapar- ins hefúr hann þó unnið sem Ijóðskáld. Nú er komið út sam tímis í Þýzkalandi og Sviss nýtt ljóðasafn eftir Kastner. Nefnist það Bei Durchsieht meiner Biicher og hefur að geyma Ijóð hans um þjóðfélags mál og stjórnmál. ■’fi FYRRA BINDIÐ af riti Gunnars M. Magnúss, Virkið í norðri, sem fjallar um hernám íslands, kom út á vegum ísa- foldarprentsmiðju í vikunni, er leið. Er það 400 blaðsíður að stærð og prýtt miklum fjölda mynda. Síðara bindið kemur væntanlega út seint á þessu ári. ❖ SAGNABÁLKUR norska skáldsins Sven Moren, Feðg- arnir á Breiðabóli, liggur nú allur fyrir í íslenzkri þýðingu Helga Valtvssonar og útgáfu Norðra. Þriðja og síðasta bindi hans kom út fyrir skömmu, og nefnist það Grænadalskóngur- inn. Tvö fyrri bindin nefnast í íslenzku þýðingunni Stórviði og Bærinn og byggðin. Gakkíu hægf um SIGURÐUR B. GRÖNDAL er einn af þeim mörgu Islend- ingum, sem hefur þegið í vöggugjöf svo ríka tilhneig- ingu til skáldskapariðkana, að hann hefur ort og skrifað meira en ætla mætti, að manni í hans stöðu gæti gefizt tími til — tími, segi ég, en þá aðrar aðstæður! Sigurður gaf út á árunum 1929—1939 tvær ljóðabækur og tvö smásagnasöfn, Arið 1945 kom út þriðja sagna- safnið — og loks er nú komin — í safninu Nýir penn- ar — sjötta bókin hahs, Dansað í björtu, alllöng skáld saga. Þessi saga Gröndals gerist hér í Reykjavík fyrsta her- námsárið. Hún lýsir einkum lífi -tveggja íslenzkra fjöl- skyldna og samskiptum þeirra við hernámsliðið brezka — en fulltrúar þess í sögunni eru allir liðsforingjar, að einum undanskildum. Það er auðsætt af þessari skáldsögu, að Gröndal 'hefur ekki ennþá tekizt að eignast persónulegan stíl, og stundum er síður en svo, að frásögnin sé hnökralítil, hvað þá laus við misfellur. Stundum detta inn í hana athugasemdir á rnjög óheppilegum stað og stund, og ósjaldan skortir nokkuð á rökrétta hugsun og æsfkilega meðferð málsins. Hins vegar er frásögnin oft lipur og látlaus — og túlk- ar vel þau áhrif, sem höfund- urinn hefur orðið fyrir af því, er hann sá og heyrði þá 13 mánuði, sem Bretar höfðu •hér bækistöðvar, áður en Bandaríkjamenn komu til sög- unnar. Þá er það, að samtö'l- in eru ekki ávallt sérlega hnitmiðuð, og auk þessa er sitthvað athugavert við sjál'fa gerð sögunnar. Sums staðar eru slíkar eyður í rás atburð- anna, að ■ Iesandanum þykir nóg um, t. d. þá er orðið hafa hughyörf' hjá persónunum á þeim tíma, sem ekki er frá sagt. Og svo sem endi sögunn- ar er hagað, verður hún fremur frásögn um hernáms- tímabil Breta hér á landi — heldur en örlagasaga persón- anna, sem hún fjallar um. Við fáum ekki einu sinni í það ráðið, hver örlög þeirra vel- flestra verða, hver úþkoman verður af því raski, sem her- námið veldur á sambúð þeirra og lífsferli. En þrátt fyrir allt þetta er þessi bók eftirtektarverðari en mörg skáldsagan, sem hag- legar er gerð. Það er allt annað en hægðarleikur að gæða skáldsögu áhrifamagni, án þess að eiga sér perusónu- legan stíl — ekki sízt þegar svo tekst til, að reisn sögunn- ar í atburðarás og mannlýs- ingum verður ekki mikil. En samt sem áður er það svo, að þessi saga orkar á lesandann, og honum finnst ekki að lestri gleðinnar dyr... Sigurður B. Gröndal. loknum, að hann faafi eytt tíma sínum t'il ónýtis. Hvað sem stílnum og reisn sögunn- ar Iíður, dylst okkur ekki per- sónu'leiki höfundarins. Höf- undurinn fylgir uppnámi bæj- arbúa fyrstu hernámsdagana og umhverfingu' götu- og skemmtanalífsins — með kvíða, sársauka og beiskju — og hann sýnir okkur furðu glöggt allt það, sem á þessum dögum olli honum áhyggjum. En ábyrgðartilfinningu hans og umhyggju gagnvart löndum hans og menningu þjóðarinnar íslenzku er samfara rík sann- leiksást og þörf til að skoða allt sem nánast, rekja rök þess og öðlast á því skilning. Við sjáum fljótlega mun þeirra stallsystranna, Onnu og Dísu. Báðar loga þær af inniibyrgðri ævintýraþrá, og báðar lokkast þær út í glaum- inn, en þá er úrskeiðis hefur gengið, snýr Dísa aftur, en Anna kafar og kafar, lýgur að sjálfri sér að hún kafi hrein- an sjó, þegar svo er komið, að sannleikurinn mundi skelfa hana. En samt sem áður er yfir henni hressandi hlær æsku og heilbri'gði og okkur leiðist að fá ekki að fjdgja henni lengur en þangað til hún kemur af sjúkrahúsinu eftir barnsburðinn og móðurmiss- inn, fá ekki að vita, hvort hin heilbrigðu öflin hafa orðið ofan á — eða hvort lífsþorsti augnabliksins hefur reynzt svo hamrammur, að ekkert af því, sem í henni >er af ábyrgum öflum (hafi fengið reist rönd við honum. Við skiljum móður Önnu, ekkjuna, sem ekkert hefur haft sér til gleði í öllu sínu þvottastandi annað en þessa hraustu, fallegu og æv- intýraþyrstu dóttur sína. Blinduð af ást á henni og af löngun til að verða aðnjót- andi, þó ekki sé nema-reyks- ins af réttunum, lætur hún allt eftir dóttur sinni, leggur það í guðs hönd, sem henni lízt miður vænlegt, en fagnar hinu. En þegar kemur að því, sem henni er virkilega heilagt, því, sem hef- ur gefið kyrLsIóðunum kjark og köllun, hvað sem á hefur bjátað, og viðhaldið þjóðinni og endurnýjað hána, þá verð- ur gömlu konunni engan veg- inn hnikað, — kosti það hvað það kosta vill. Svo er það Björn igamli Jónsson, sem faefur alla ævina strítt og strit- ac) fyrir daglegu brauði' — skornu við nögl, en hefur átt sér þann draum, að eignast hús. Er honum svo .sem ekki vorkunn, þó að næstum því .grípi hann gróðaæði, þegar gullgæsin flögrar um íbúð hans um götumar, um hafnarbakk- ann og um umhverfi bæjar- ins? Jú, víst er honum það, enda er ekki laust við, að hann hafi tilhneigingu til að látast ekki sjá, hve varasamar þær íjáraflaleiðir eru, sem börn hans komast inn á. En hann áttar sig — og Nonni sonur hans líka. Þeir fagna sigri Dísu litlu — og Nonni vill bæta Onnu hennar skakkaföll. En sannarlega hefur samt gullið og gleðin, sem 'hernáminu fylgir, kostað heimilið meira en nóg í sögu- Iok: Dætumar tvær, sú elzta og sú yngsta — við þær er skilið iþannig, að þar virðist lítil von um mannbjörg. Við fáum líka að kynnast Bretum. Þar er dátinn Bobb, sem sér ekki neinn tilgang í neinu, en vill aðeins nota tækifærið til að njota sem flestra veraldar- gæða, eins og aðsíœðumar eru — og það eru liðsíoringjarnir, sem fleStir ætla sér mikinn hlut og sínu gamla landi, en telja það yíirleitt óihjákvæmi- legt •— ekki annað en það, sem ávallt verði að vera, að hernámslið neyti aðstöðu Frambald á 7. síðu. Góð bók og iæsileg ERIC MARIA REMARQUE gat sér mikla frægð fyrir fyrstu bók sína, skáldsöguna ógleym- anlegu, Tíðindalaust á vestur- vígstöðvunum, en síðan hefur hann skrifað fjórar skáldsögur aðrar, og hafa þær allar verið þýddar á íslenzku, þótt þýðing- in á einni þeirra sé enn ókomin út. Björn Franzson þýddi Vér héldum heim eins og Tíðinda- laust á vesturvígstöðvunum, Vinirnir birtist sem framhalds- saga í einu dagblaðinu eigi alls fyrir löngu, Haraldur Sigurðs- son hefur þýtt Rekald, og mun þýðingin á henni koma út inn- an skamms, og fyrir síðustu jól kom Sigurboginn út í íslenzkri þýðingu Maju Baldvins. Sigurboginn hefur átt mikl- um vinsældum að fagna er- lendis, en þó mun það mál bók- menntafræðinga, að Remarque hafi ekki bætt við hæð sína sem rithöfundur með þeirri bók. En auðvitað eru miklar kröfur gerðar til höfundar slíkrar bókar sem Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum var, svo að engin ástæða er til þess að ætla, að Sigurboginn sé eitt- hvert bókmenntalegt vanmeta- fé, enda fer því víðs fjarri. Bókin greinir frá miklum ör- lögum, og lýsingar hennar eru stórbrotnar. Sagan er mannleg' og sönn, og þó að hún fjalli um harma, vonbrigði og nauð, spegli hörrnungar þær, sem dunið hafa yfir heiminn undan- farin ár, og hin ógnþrungnu á- hrif þeirra á olnbogabörn sam- félagsins, er hún líkleg til að verða víðlesin og falla alþýðu manna vel í geð. Söguefni sem þetta hefur sem sé reynzt mjög svo góð söluvara hér á landi sem erlendis. Bækur hliðstæð- ar Sigurboganum, en flestar lakari bókmenntir, hafa verið keyptar og lesnar af ærið mörg um, en fáum valdið vonbrigð- 'um. Það er mjög þakkarvert, að hér séu gefnar út bækur á- þekkar þessari nýju skáldsögu Remarques, því að þær eiga er- indi til þroskaðra lesenda og verðskulda þá hraðsölu, sem útgefendurnir gera sér vonir um og liggur vali þeirra til grundvailar. Sigurboginn sam- einar sem sé vel að vera góð' bók og læsileg. Bækur Remarques eru vand- þýadar, því að þótt stíll hans sé mótaður, er hann þungur og persónulegur. Þýðing Maju Baldvins á Sigurboganum hef- ur þó að ýmsu leyti tekizt vel, og er þetta tvímælalaust sú þýðing hennar, sem mestur fengur er að. Þýðingin túlkar yfirleitt stíl og anda Remarq- ues, en er helzt til misjöfn að gæðum. Þýðandinn virðist þræða frumtextann af ná- kvæmni og samvizkusemi, en af því leiðir, að hann er stúnd- um of bundinn af setningaskip- un hans. Líka eru í þýðingunni málvillur og smekkleysur, en engán veginn svo margar eða miklar, að til stórra lýta sé, og hefði p r ó f a r ka I e s a n d i n n hæg- lega átt að geta leiðrétt flestar þeirra. En .eigi að síður er Sig- urboginn í tölu veigamestu og bezt þýadu erlendra skáld- sagna frá því í haust. TÓNLÍSTAEFÉLAGIÐ. Elsa Sígfúss annað kvöld klukkan 9 í Tripoli. FRÚ VALBORG EINARSSON AÐSTOÐAR. Aðgöngum. hjá Eymundsson og Lárusi Blöndal. Helgi Sæmuiulsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.