Alþýðublaðið - 24.06.1947, Qupperneq 2
2
Ai(bÝI5IJRS A'D!ö
ÞriSjudagnr 24. júní 1947
L e i k s k ó li
fyrir 2ja—5 ára börn verður starfræktur í sumar
1 Málleysingaskólanum.
Tekið verður á móti umsóknum í skólanum
í dag (þriðjudag) og miðvikudag kl. 3—5 e. h.
Fræðsluf ulltrúinn.
Læknis-skoðun
þeirra barna, sem sótt hefur verið um fyrir í
leikskólanum í Stýrimannaskóianum, fer fram
þriðjudaginn 24. þ. m. (í dag) kl. 3—5 e. h.
Fræðslufulltrúinn.
ÍSÍ KRR
L leidur Sslandsmótsins
íer fram í kvöld kl. 8,30
R.K. - Akurnesingar
Mólanefnd
Tilboð merkf vélskólr
Vantar báða vélstjóra á 800—900 mála skip.
Upplýsingar gefur Kristinn Marinósson,
Þórsgötu 26 A. 1
Lögtök
Samkvæmt kröfu borgarstjórans í Rekjavík
og að undangengnum úrskurði, verða lögtök látin
fara fram til tryggingar ógoidnum fasteigna- og
lóðaleigugjöidum til bæjarsjóðs Reykjavíkur, er
féllu í gjalddaga 2. janúar s. 1., að átta dögum
liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði
þau ekki greidd innaná þess tíma.
Borgarfógetinn í Reykjavík,
K. Kristjánsson.
75 ára í dag:
Jón Jónsson
Smyrilsvegi 29.
SJÖTÍU OG FIMM ÁRA
er í dag Jón Jónsson, Smyr-
ilsvegi 29 í Reykjavík, gam-
all og góðkunnur Reykvík-
ingur.
Jón er þó ekki fæddur í
Reykjavík, heldur að Vet-
leifsholti í Ásahreppi í Rang
árvallasýslu 1872, og ólst
þar upp hjá foreldrum sín-
um. En tæplega tuttugu og
fimm ára að aldri fluttist
hann til Reykjavíkur 1896,
og hefur átt heima hér alla
tíð síðan, eða í rúm fimmtíu
ár. Stundaði hann lengi sjó
héðan, á skútum, en var síð-
an nokkur ár á strandferða-
skipinu Vestra.
Síðan 1916 hefur Jón
stundað ýmsa atvinnu í
landi; um nokkur ár var
hann bryggjuformaður á
síldarvertíðum á Siglufirði,
en vann í Reykjavík á vetr-
um og lagði á margt gjörva
hönd, enda hefur hann ekki
aðeins ávallt verið dugnað-
armaður, heldur og hagleiks-
maður. Hin síðari ár hefur
hann unnið ýmsa algenga
vinnu í Reykjavík, en er
síðan í vetur í þjónustu bæj-
arins, næturvörður á Hótel
Heklu.
Jón hefur verið áhugasam
ur þátttakandi í alþýðuhreyf
ingunni í Reykjavík. Strax
eftir að hann fluttist hingað
gekk hann í sjómannafélagið
Báruna, fyrstu stéttarsamtök
íslenzkrar alþýðu, og var
formaður þess síðustu árin,
sem það starfaði. Síðar gekk
hann í Sjómannafél. Reykja-
víkur og er meðlimur þess
enn í dag.
Jón er tvíkvæntur. Fyrri
konu sína, Jóhönnu Arn-
björnsdóttur, missti hann
1916. Hafði þeim orðið átta
barna auðið og eru sex
þeirra á lífi. Síðari kona
Jóns er Lilja Sigurjónsdótt-
ir, og eiga þau fjögur börn,
sem öll eru í heimahúsum.
Jón á marga góðvini og
kunningja, sem í dag munu
hugsa hlýtt til hans eða
heimsækja hann, til þess að
þakka honum fyrir allt gam-
alt og gott og óska honum til
hamingju á afmælinu.
Gamall vinur.
45 ára er í dag
Jií 'r' S ■* ^ ii, - hf’ U K
Þorgeir Sigurðsson. Austur-
götu 3S, Hafnarfirði.
Silfurbrúðkaup að
Brautarholti í Dölum
í DAG eiga merkishjónin
Ingileif Björnsdóttir og Að-
alsteinn Baldvinsson í Braut
; arholti í Dölum silfurbrúð-
■kaup.
Það munu svo margir
'þekkja hið prýðilega heimili
þessara hjóna, að óþarft
mun að lýsa því með mörg-
um orðum, en ég vil þó geta
þess nokkuð. Þau giftust sem
fyrr segir 24. júní 1922 að
Hamraendum í Miðdölum á
heimili foreldra Aðalsteins.
Þau bjuggu svo á einum
þriðja af jörðinni í þrjú ár,
en fluttu að Brautarholti,
eilfar hafði byggt. Þau
sem var nýbýli, e rfaðir Ingi-
keyptu svo það býli og hafa
svo bætt það og stækkað
bæði jörðina og byggt húsin
að nýju og búið þar síðan, og
hefur Aðalsteinn bæði rekið
sveitaverzlun og búskap með
skörungskap.
Brautarholt er í þjóð-
braut, og liggja því leiðir
margra um garð og er því
gestkoma mikil og öllum
tekið með rausn og prýði að
gömlum og nýjum sið. Það
lætur að líkum, að þangað
streymi í dag margmenni til
þess að þakka allt gamalt og
gott, isvo og til þess að óska
þeim hamingju í framtíðinni
og gleðjast með þeim á hátíð
vorsins og giftingardegi
þeirra. En svo munu einnig
margir, sem heima sitja,
vegna þess að fjötrar binda
fót, senda þeim hugheilar
hamingjuóskir með þökk fyr
ir alla hlýju og gæði, þegar
mest hefur þurft með.
Þau Ingileif og Aðalsteinn
eiga 8 börn, Ingólf, sem er
stúdent, Guðrúnu, sem hef-
ur lært í kvennaskóla, Gunn
ar, útskrifaður af Verzlunar-
skólanum hér, og Svövu og
Svanhildi, Brynjólf ög Emil-
íu, öll vel gefin og efnileg.
Þessi prúði hópur er nú
heima og hyllir foreldra
sína á þessum hátíðisdegi, og
það gerum við öll, vinir
þeirra.
G. G.
Hin kunna
spennandi
skáldsaga
Kapitóla
er komin í
bókaverzlun
Guðmundar
Gamalíelssonar,
Lækjargötu 6. Sími 6837.
Nokkrir menn
verða nú þegar ráðnir til
síldarvinnu á Ingólfsfirði.
Upplýsingar í Vinnu-
miðlunarskrifstofunni í
Alþýðuhúsinu.
Minningarspjöld Barna-
spífalasjóðs Hringsins
eru afgreidd í
Verzlun
Augustu Svendsen,
Aðalstræti 12 og í
Bókabúð Austurbæjar,
Laugavegi 34.
Minningarspjðld
Jóns Baldvinssonar forseta
fást á eftirtöldum stöÖum:
Skrifstofu Alþýðuflokksins.
Skrifstofu Sjómannafélags
Rvíkur. Skrifst. V. K. F.
Framsókn, Alþýðubrauðg.,
Lvg. 61 og í verzl. Valdimars
Long. Hafnarfirði.
Púsningasandur.
Fínn og grófur skelja-
sandur.
Möl.
GUÐMUNDUK
MAGNÚSSON,
Kirkjuvegi 16. Hafnar-
firði. — Sími 9199.
Kaupum tuskur
Baldursgötu 30.
Baldvin Jónsson
hdl.
Málflutningur. Fasteignasala.
Vesturg. 17. Sími 5545.
GOTT
UR
ER GÓÐ EIGN
Gu3I. Gíslason
Úrsmiður, Laugaveg 63,
Síldarstúlkur:
Nokkrar stúlkur óskast til
Síldarsöltunar í sumar til
h.f. Ásgeir Pétursson
Siglufirði. Uppl. hjá Jóni
Ásgeirssyni sími 7320.
Lesið Alþýðublaðið