Alþýðublaðið - 24.06.1947, Side 5

Alþýðublaðið - 24.06.1947, Side 5
Þriðjudaguí 24. jiíní 1947 'Altl>Vl$ÚRÍLiI-J&Íl!l ALDREI HÆTTIR GRETA GARBO að vekja áhuga manna. Þótt hún hafi ekki sézt á kvikmyndum um ára- bil, er hún eigi að síður um- talsefni blaðanna og heldur d'rottningartign sinni í um~ ræðum manna á meðal. Þegar ég var í Bandaríkj- unum var hún skotspónn al- menninigsálitdins fyrir það, að hafa rekið leigjendurna út úr húsi sínu að Manhattán. En Greta lét það ekki á sig fá. Ein versta skuggahliðin á lýðhyllinni í Bandaríkjun um er hin miskunnarlausa breinskilni og tillitsleysi, er einkamál stjarnanna eru rædd á vettvangi dagblað- anna. Amerísk vikublöð hafa, sem kunnugt er, á þeim svið um öll hugsanleg blæbrigði. En ef til vill nýtur blaðið The National Police Gazetta þess að vera mesta hneyksl- isblað meginlandsins. Og auð vitað hefur Greta ekki kom- ist hjá að vera sett í gapa- stokkinn í dálkum þess, og nú síðast hefur það opinber- að elskuga hennar á liðnum árum. 1—2. Fyrstu herrar Gretu Garbos eru nú báðir á sögu spjöldum kvikmyndanna. Á fyrstu frægðarárum Gretu var masað um 2 menn, bæði Mauritz Stiller og Einar Hansson, en báðir fylgdu þeir henni verstur yfir hafið. Því hefur verið haldið fram en vafalaust er það rangt, að hún hafi búið með Stiller og að hann hafi gefið henni helminginn af öllum eigum sínum. Ótrúlegt er það af þeim örsökum að hann lét ekki eftir sig neinar eigur. Hansson aftur á móti fórst í bílslysi undir þeim kringum stæðum, sem eru alltaf sama undrunarefni góðvina hans. Greta var þar með frjáls til að tengjast nýjum böndum. 3. Sá næsti var John Gil- bert, mótpartur hennar í nokkrum kvikmyndum, og er hanin ekki enn gleymdur kvikmyndaunnendum. John var kátur karl og átti sinn þátt í að vefja Gretu í Ijóma glæsileikans bæði á hvíta tjaldinu og utan þess. Áður nefnt blað segir, að þau hafi þóttst vera sameinuð í deiglu ástarinnar. Samt var ekki allt eins og það átti að vera og Greta var ekki hamingju- söm. Ef til vill var það af þeim sökum að Stiller sást ennþá í myndum. En að lok- um fór Stiller aftur til Sví- þjóðar og í einu af bréfum þeim, er'-hann skrifaði Grétu . segir hann mæðurór: ,,É-g skil.“ Garbo tók nú gleði sína á ný og einn góðan veðurdag tók Gilbert hana með sér á afgreiðslustofu hjúskapar- leyfa í Saint Anna. En þá neitaði Greta og hentist inn í stoíu kvennanna og þar var liún þangað til lestin fór. Að því er sagt er, tók hennar tign að síðustu enn- mikinn sprett og fór aftur til Holly- wood rneð lestinni. í margar vikur þar á eftir töluðu þau ekki saman Greta og John, en smám saman lagaðist það. 4—5. Nokkrum mánuðum eftir dauða Stillers heim- sótti Greta í fyrsta sinn föð- urlandið. í íjarveru hennar gifti Gilbert sig þriðju kon- unni og skildi - við hana nokkru seinna. Á skipinu til Svíþjóðar skemmti hin fræga Greta sér með Sigvarði prins og hin- um „fræga sænska rithöf- undi“ (segir áður nefnd blað) Wilhelm Sörensen (!?). Báð- ir voru taldir vera væntan- legir unnustar hennar eftir þessa ferð, en hún sjálf hliðraði sér hjá að segja nokkuð eins og ævinlega. Greta kom til baka dulari og óráðnaðri en nokkru sinni fyrr. En aftur fékk sagan um ástarævintýri hennar og Gil- berts nýjan byr í seglrlm, þeg ar hún krafðist þess, að Gil- bert léki á móti sér í Krist- ínarmyndinni. En sjálf sló hún' skyndilega botninn í þær sögusagnir, er hún ferð- aðist brott með Routen Mamoulian frægum armensk um leikstjóra í Hollywood. 6. Þessi og önnur skemmti ferð gerðist um svipað leyti í Grand Ganyon. Það var Mary Jones og Robert Bonji frá Santa Fe, sem gaf borgar fólkinu tilefni til þeirra stað hæfinga að þau hefðu komið fram, eins og hamignjusöm nýgift hjón. Hinn 36 ára gamli leik- stjóri var eins og Garbo dá- lítið þunglyndur, einrænn og heimspekilega sinnaður. GREIN ÞESSI er laus- lega þýdd úr sænska tíma- ritinu „Allt í fickformat“ og er eftir söngvarann Sven Olof Sandberg. Segfr hann hér frá leikkonunni frægu, Gretu Garbo og ástarædintýrum hennar. En leikarar í Ameríku eiga nefnil. engin leyndar mál, sem talizt geta. Blöð birta iðulega frásagnir um daglegt líf þeirra og ásta- líf, sem oft þykir vera nokkuð fjölskrúðugt. Bæði tvö gerðu sér það ljóst að sameiginleg skemmtiferð þeirra væri aðeins ævintýri, enda varð ekki um frekari samskipti að ræða þeirra í milli. 7. Næsti herra var George Brent, kvikmyhdahetja og í- þróttamaður. En Bren-t lét sig henda að taka íþróttirnar f-ram yfir Gretu, sem kunni því að vonum mjög illa, og fór heim á næsta starfsári. 8. í þessari heimsókn í Ev- rópu komst hún í alveg ný kynni. Hún hafði hlotið dapurlegt hlutskipti varðandi allar giftingarsögurnar. En nú hlaut hún að reyna að til- nefndur aðdáandi hennar breytti út af venjunni og neitað opinberlega með þrótt miklum orðum að nokkuð væri hæft í þeirra makki. Og það var enginn annar en Noel Coward, sem skýrði frá því með ákveðnum orð- um, að hann hvorki mundi giftast Gretu, hefði verið kynntur henni hjá sænskum vinum sínum, eða hefði sent henni orkideur (blóm), hvað þó hafði verið sagt. 9—lö Þegar Greta kom til Ameríku aftur, var hún ekki eins dul og áður. Hún um- gekkst meira fólk og reyndi ékki að leyna því að hún lifði ágætu einkalíf með kvik- myndaframleiðandanum Ge- orge Zukor. Einnig var hún orðuð við Robert Taylor þar á undan. 11. Greta hló hjartanlega, þegar sá kvittur fór á kreik að hún væri í tygjum við þekktan sænskan málara. Hefur það ef til vill verið hinn ágæti og álitlegi vinur hennar Einar Nermann, sem þar var um að ræða. Að minnsta kosti er hægt að skilja gleði hennar, því að ánægjulegra hjónaband en það hefði verið, er varla hægt að hugsa sér. Annars tilheyrir þetta ævintýri hin- um þrönga kunningja hópi leikkonunnar. 12. Hún hló einnig þegar Brent símaði til hennar frá Hawaii, og var þá á brúð- kaupsferð. Hún var þá ekki í neinum vandræðum með herra. Hin fræga Greta hafði komist í kynni við sjálfan Leopold Stokowsky, hinn við fræga hljómsveitarstjóra, sem unnið hefur meira flest- um öðrum amerskum tónlit- armönnum að útbreiðslu r ■ frá Bókaútgáfu ísafoldarprentsmiðju. -nxiir isienciingar kannast við hinn heimsfræga vís- indamann dr. Jean Baptiste Charcot, sem fórst með rannsóknarskipi. sínu hér við land. Um Charcot hefur frú Thora Friðriksson nú ritað fallega bók, skreytta myndum, og er þetta önnur bók hemnar í flokknum Merkir rnenn. s-em ég hef þekkt. RÖSKÁ STÚLKAN ' er falleg og hriíandi saga, sem álar heil- brigðar stúlkur hafa yn’di af sð lesa. Takið bó'kma m-eð ykkur í sumarleyíið. Gefið hana vinstúlkum ykkar. BÓKAVERZLUN ÍSAFOLDAR klassiskrar tónlistar í Ame- ríku. Um þetta leyti var Stokowsky í Hollywood vegna fvrstu myndarinnar sinnar. Hundrað karlmenn og ein kona. Þegar þessi kvitt ur kom upp gerði Greta allt sem hún mátti til þess að afsanna hann. Hér um bil aldrei nema í þetta skipti lagði hún sig fram við að sanna eða af- sanna nokkurn hlut, en þessu neitaði hún í Hollywood, New York og Stokkhólmi, því að enn hafði hún ferð- azt til Svíþjóðar. Stokowsky fór til útlanda nærri tveim mánuðum seinna, um svipað leytii og Greta sagði: „Þetta slaður er heimskulegt“. Stokowsky settist að í húsi einu í Revello á Ítalíu. Það var einmanalegt og hátt til fjalla, líkt og hreiður arnar- ins, og einnig skilið frá há- vaða veraldarinnar og vak- andi augum hennar. Þar beið hljómsveitarstjórinn grá- hærði og heimskunni í sex daga eftir því, að hin töfr- andi kona úr heimi kvikmynd anna kæmi. — Og hún kom — með stjörnuskin í augum. Þar dvöldu þau í fríinu upp á fjallinu. Hlið við hlið störðu þau frá brjóstvörn- inni út yfir bjartar fjalla- raðir, sem vögguðu sér í fleti Saldernoflóans. Þetta gerðiist 1938. Sto- kowsky lét það vitnast að þau Greta Garbo ætluðu að ganga í heílagt hjónaband milli 15. og 17. rnarz og fregn in flaug um nágrennið og víðsvegar 'um lönd. En Sto- kowsky reiknaði dæmið skakkt. Nokkrum mánuðum síðar sagði Greta Garbo. „Sumir gifta sig aðrir ekki. Ég hef aldrei haft löngun til að standa frammi fyrir altarinu. Yinur minn herra Stokowsky, sem var mér mikilsvirði, bauð mér í ferða lag til að sjá hið fagra í ver- öldinni. Með þökkum þáði ég það boð. Og ég gerði ráð fyrir að verða fyrir aðkasti á eftir.“ Stokowsky kom heim í á- gúst. Hann sagði stutt og lag gott. „Ég tala ekki um einka- mál mín.“ Næsta mánuð fór Greta aftur til Hollywood og bjó, sem gestur. hjá Stokowsky í Saint Barbara þangað til henni hepnaðist að fá hæfi- legt húsnæði í Hollywood. „Ef ég hitti þann rétta mun ég gifta mig,“ sagði hún. Það liðu aðeins fáir mánuð- ir þar til Gaylord Hauser varð á vegi hennar og í 5 ár hafa þau verið óaðskiljanleg. En Greta ég ógift ennþá. 13. Nú er að líða fimmta ár vinátíu þeirra Gretu og Hausers. hins unglega og myndarlega næringarefna- frægings, sem hefur það hlut verk að halda líkamsþunga leikarannn innan vissra tak- marka. Þau hjúin eru alltaf saman, en minnast ekki á hjcmaband. Hauser er nógu kænn til þess að segja ekki öpinberlega það, sem hann vonar eða heldur að verði lokaniðurstaðan, en með (Frh. á 7. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.