Alþýðublaðið - 10.08.1947, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.08.1947, Blaðsíða 1
Veðurhorfur: Suðanstan kaldi og skúrir. Alþýðubiaðið vantar unglinga til að bera bláðið til fastra kaupenda. Umtalsefnið: Stöðvun gjaldeyrisleyfa til ferðalaga erlendis. Forustugrein: Þar, sem gríman er fallin. XXVII. árg. Stmnudagur 10. ágúst 1947 176. tbl. JLifandi kornstanga móða^ Þessi mynd var tekin nýlega á hveitiatkri í Texas í J3andaríkjunum. Það virðast vera sæmieg- ar uppskeruhorfur þar. Nýja viðskipfaneíndin boðar: Churchill boðar áffa breyfingarfillögur við lagafrumvarp CHURCHILL hefur í félagi við einn af forustumönnur frjálslynda flokksins, undir- búið átía breytingartillögur við Iagafrumvarp brezku jafn aðarmannasíjórnai'innar um aukið vald vegna efnahags- vandræðanna. Munu þessar breytingartillögur verða lagðar fyrir bezka þingið eft ir helgina. latiJl vafi er talinn á því í London, að þessar breyting artillögur verði allar koífelld ar og lagafrumvarp stjórnar- innar samþykkt við síðustu umræðu óbreytt. Ekki heldur neinar líkur fil, að hægt verði veita gjaldeyri tíl náms erlendis eins HIN NÝSKIPAÐA VTÐSKIPTANEFND FJÁR- HAGSRÁÐS auglýsti í gær, að vegna gjaldeyrisörð- ugleika myndi hún í náinni framtíð ekki veita nein gjaldeyrisleyfi til ferðakostnaðar erlendis; og jafn- frrnat til kynnti hún, að ekki væru neinar líkur til að hægt yrði að veita gjaldeyri til námsdvalar erlendis á sama hátt og undanfarin ár, Viðskiptanefnd lýsir í*" þessu sambandi yfir því, að algerlega þýðingarlaust sé að sækja úm gjaideyrisleyfi til ferðalaga í útlöndum nema um sé að ræða mjög aðkail- andi ferðir í sambandi við markaðsleit eða viðskipti. NÝBYGGINGARTOGAR- ARNIR, Ingólfur Arnarson og Egill Skallagrímsson lögðu báðir af stað áleiðis til Eng- lands með afla sinn og voru þeir fulihlaðnir. Þetta er fyrsta ferð Egils Skaliagrímssonar, síðan hann kom til landsins. Enn fremur varar nefndin alvarlega við því, að náms- fólk láti innrita sig í skóla er- lendis, án þess að hafa fyrir fram tryggt sér gjaldeyris- leyfi, því að engar líkur séu á því, að það geti fengið gjaldeyri til langdvalar er- lendis, á sama hátt og undan- farin ár. Vilja að öryggisráðið sendi rannsóknar- nefnd fil Indónesíu INDONESIUMENN hafa nú svarað tiíboði Bandaríkja- j stjórnar um málámiðlun með tilmælum um að öryggisráðið sendi rannsóknarnefnd til Indónesíu, og séu þeir þá reiðubúnir að hlíða úrskurði hennar, ef Holiendingar vilji gera það. Báðir aðilar, Indónesíumenn og Hollendingar, saka nú hvor annan um að hafa rofið vopnahiéð og 'haldið hernaðar aðgerðum áfram. Slæmar heyskaparhorfur á Suður- Vesfurlandi vegna óþurrkanna Horfur á að heyfengurinn verði m]ög rýr, ef ekki bregður tii þurrka á næstunni. MJÖG ALVARLEGA horfir með heyskapinn hér sunnan- og vestanlands vegna óþurrkanna, og er ekki ann- að sýnilegt, ef ekki bregður til þurrka á næstunni, en að heyfengur bænda verði mjög rýr. Túnaslætti er nær hvergi lokið, og hey hafa stórspillzt. Samkvæmt viðtali, sem blaðið átti við búnaðarmála- stjóra í gær, hafa bændur á Suður- og Vesturlandi, allt til Vestíjarða mjög lítið get- að hirt enn af túnatöðu og hefur heyið víða stórspillzt vegna rigninganna og liggur mikið hey eim undir skemmdum víðast hvar. Túnaslætti er því nær hvergi lokið á þessu svæði en spretta er hvarvetna mjög góð. Einn- ig liggur gras það, sem ósleg- ið er á túnum, undir skemmd um vegna þess, að það er farið að spretta úr sér. Taldi búnaðarmálastjóri þó ekki ástæðu til að ör- vænta enn, þctt mikið tjón væri búið að leiða af óþurrk- unum, og áleit hann, að ef brygði til þurrka á næstunni, gæti nokkuð ræzt ur með heyfenginn, þar eð víðast hvar eru nú notaðar vélar við öflun heyjanna og þau því fljóttekin ef veðrátta er hagstæð. Aftur á móti er ekki annað sýnilegt, ef óþurrkarnir hald- ast út þennan mánuð, en að bændur á Suður- og Vestur- landi verði að rýra bústofn sinn tii muna. Á Norður— og Austurlandi hefur aftur á móti verið mjög hagfelid tíð í sumar og heyfengur þar víðast hvar orðinn góður, enda var spretta þar með bezta móti. Túnaslætti er víðast hvar lokið á Norður- og Austur- landi, en engjaheyskapur stendur yíir, og á nokrum stöðum er farið að slá há á túnum, eins og til dæmis í Eyjafirðinum. Sjómannafélagið leif- ar fyrir sér um breyf- ingar á samuingi far- manna á kaupskipum Eogjo oppsögo enn í fyrradag var slökkviliðið kvatt að bifreiðaverkstæð- inu ,,Þróttur“ sem er áfast yið Stillis á Laugarveginum. Hafði kviknað þar í bíl út frá logsuðutæki, sem verið var að vinna með og urðu dá litlar skemmdir á bílnum, en aðrar skemmdir urðu ekki. SAMKVÆMT VIÐTALI, sem blaðið átti í gær við Sig- urjón Á. Ólafsson, alþingis- mann, formann Sjómannaíé- lags Reykjavíkur, er það al- gerlega ranghermt í „Tíman- um“ í gær að Sjómannafélag Reykjavíkur hafi sagt upp samningum fyrir farmenn á kaupskipaflotanum. Hins vegar stendur nú yfir atkvæðagreiðsla meðai starf- andi farmanna um það, hvort þAr vilji segja upp samn- ingum, og verður engin á- kvörðun tekin um uppsögn á samningnum fyrr en þeirri atkvæðagreiðslu er lokið, enda uppsagnarfrestur á samningum ekki útrunninn fyrr en í lok ágústmánaðar. Loks hefur Sjómannafé- lagið snúið sér bréflega til Eimskipafélagsins og Ríkis- skipa og leitað fyrir sér um það, hvort þessir aðilar vilji semja um breytingar á nú- gildandi samningi án upp- sagnar á honurn. Mafarskammfur Brefa minnkaður JOHN STKACHEY. mat- væiaráðherra Breta, til- kynnti í gær, að matar- skammturinn á Bretlandi myndi verða minnkaður um einn áttunda, er nýtt skömmt unartímabil liefst 17. ágúst, og yrði hann þá hinn sami og hann var fyrir ári síðan. Strachey taldi það þó ekki óhugsanlegt, að hægt yrði að stækka skammtinn á ný inn- an skamms tíma.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.