Alþýðublaðið - 10.08.1947, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 10.08.1947, Blaðsíða 8
Laugavegi 33. Sími 2236. '*v <* v> Laugavegi 4. Sími 5781. Sunnudagur 10. ágúst 1947 Spennandi kappleikur Meisfaramót Islands í frjálsum íþróffurn hefsf klukkan 2 í dag ---------------->------ Mótið sker úr um þaö, hverjir verða sendir til keppnj í Stokkhólmi í september. Fyrir nokkru síðan fór fram spennandi landsliðskeppni í knattspyrnu með Dönum' og Sví- um í Kaupmannanöfn. og unnu Svíar hana. Á myndinni sést eitt æsilegasta atriði leiksins. Saia á amerískum kvikmyndum til Bretlands stöðvuð. SAMBAND kvikmynda- framleiðenda í Bandaríkjun- um hefur nú þegar svarað hinum nýja tolli Breta á er- lendum kvikmyndum með því að hætta með öllu að selja kvikmyndir til Bret- lands. Telur forseti sambandsins, Eric Johnston, tollinn vera brot á lánssamningi Breta við Bandaríkin og mikið áfall fyrir kvikmyndaframleiðsl- una þar. Af hálfu Breta er tollurinn sparnaðarráðstöfun, — á að draga úr innflutningi kvik- mjmda og spara gjaldeyri. áskólans reisir flólf íbúðarhús Húsin eru reist soðvestur af háskólan- um, og hófust foyggingaframkvæmdir s maí í vor. -------«------ BY GGINGARSAMVINNUFÉLAG starfsmanna Há- skóla íslands heíur nú í byggingu 12 íbúðarhús, sem reist eru sunnan við háskólann, eða á svæðinu sunnan við Tívolí og suður að Fálkagötunni. Framkvæmdir við byggingar þessar hófust í maí í vor, og er áætlað að byggingu hús- anna verði lokið á næsta ári. 100 tunnur af síld komnar til Hafnar- fjarðar. í VIKUNNI, sem leið öfl- iuðu tveir reknetabátar frá Keflavík, þeir Gunnar Há- mundarson og Guðfinna, nokkurrar síldar á Faxaflóa og lögðu þeir afla sinn upp í Hafnarfirði til frystingai’. Afii beggja bátanna var um 100 tunnur. Ekki hefur frézt um aðra síldarveiði í Faxaflóa enn, sem komið er. Teikningar að húsunurn hef ur Bárður ísleifsson húsa- meistari gert. Hús þessi, sem hvert urn sig er einbj/lis hús, eru um 145 fermetrar. Húsin eru ein lyft en undir þeim er 50 ferm. kjallari. Á hæðinni eru 6 her bergi, eldhús og snyrtiher- bergi auk rúmgóðs anddyris, en í kjallaranum, sem er ekki undir nema nokkrum hluta húsanna, verða geymslur, þvottahús og miðstöðvarher bergi og eitt lítið herbergi, sem nota má til íbúðar. Verða öll húsin byggð upp svo að segja samtímis, og eru nú kjallararnir undir fimm þeirra nær fullgerðir, en lok ið er að grafa fyrir grunni allra húsanna, og búið er að steypa þá flesta. Bygrgingarfélagr verkamanna heldur aðalfund sinn í dag kl. 1,30 í Alþýðuhúsinu við Hverf- isgötu. Brezkir hermenn á Ítalíu og Grikklandi verða fluítir heim hið allra fyrsta Howard Marion Crawford. BREZKA STJÓPvNIN hef- ur tilkynnt Bandaríkjunum, að hún muni flytja alla brezka hermenn hurt frá Grikklandi og Ítalí'u svo fljótt sem auðið sé til þess að fá . aukinn vinnukraft til framleiðslunnar heima fyrir. Sem kunnugt er á allt setulið á Ítalíu, en það er brezkt og arnerískt, að vera farið frá Ítalíu þremur mán- uðum eftir að friðarsamn- ingarnir milli bandamanna og Ítalíu hafa verið staðfest- ir. MEISTARAMÓT ÍSLANDS' í frjálsum íþrótfum hefst á íþróttavellmum í Reykjavík í dag klukkan 2 eftir hádegi. Verði veður hagstætt, má búást við góð- um árangri á mótinu, því íþróttamennirnir eru nú í góðri þjálfun, og má því vænta nýrra íslandsmeta. Eins og áður segir sker *------------------------------ meistaramótið úr um það hvaða íþróttamenn verða vald ir í íþróttakeppnina í Stokk hólmi í september, en þar keppa Norðurlöndin fjögur; ísland, Danmörk, Noregur og Finnland sameiginlega á móti Svíum. Á norræna í- þróttamóti þessu keppa að- eins þrír rnenn frá öllum lönd unum samanlagt í hverri í- þróttagrein, og koma því ekki. til greina aðrir en þeir, sem ná sérstaklega góðum ár- angri, í hverju landi fyrir sig. Ekki þarf að efast um, að íþróttamenn okkar leggi kapp á það í meistaramótinu nú, að ná sem beztum árangri í hverri grein, svo þeir stand- izt samjöfnuð við beztu í- þróttamenn í hinum löndun- um, en þeir verða einnig valdir eftir frammistöðu sinni í meistaramóturn við- komandi landa. Eins og áður hefur verið getið hér í blaðinu fara aðal- greinar meistaramótsins fram í dag og annað kvöld. Alls eru 57 keppendur frá 10 íþróttafélögum og héraða- samböndum skráðir til leiks. I dag verður keppt í þess- um íþróttagreinum: 200 rn. hlaupi, hástökki, kúluvarpi, 800 m. hlaupi, spjótkasti, langstökki-500 m. hlaupi og 400 m. grindahlaupi. Annað kvöld hefst keppn- in klukkan 8,15 og verður þá keppt í eftirtöldum íþrótta- greinum: 100 mstra hlaupi, stangarstökki, kringlukasti, 400 m. hlaupi, þrístökki, 1500 m. hlaupi, sleggjukasti og 110 m. grindahlaupi. Síðar í vikunni heldur mót ið áfram og verður þá keppt í 4x100 m. boðhlaupi, 4x400 m. boðhlaupi, fimmtarþraut, 4x1500 m. boðhlaupi, 10 þús und metra hlaupi og tugþraut. Jarðsími lagður um Akureyri Á AKUREYRI er nú unnið að því að 'koma fyrir: jarðsíma línu um baeinn. Hefur stór hópur manna unnið að því að Brezka úfvarp- ið llyfur —* i Greffis sögu BREZKA útvarpið flutti fyrra sunnudag og endurtók á miðvikudag útvarpsþætti úr. Grettissögu. Hefur Louis MacNeile samið þessa ensku útvarpsútgáfu af Grettlu, sem tekur klukkustund og 15 mínútur í flutningi. Grettir, var leikinn af kunnum leik- ara, Howard Marioii-Craw- • ford. Brezka útvarpið hefur fyrr í ár flutt svipaða útvarpsút- gáfu af Njálu, og var sá þátt- ur einnig saminn af Mac Neile. Eru þættir þessir flutt ir í svonefndri „Þriðju dag- skrá,“ sem er eingöngu helg- uð leikritum, klassiskri tón- list og öðru „þungu“ efni. Tíu persónur koma fram í útvarpsútgáfunni af Grettis sögu og Matys Seiber hefur samið tónlist með verkinu. Ásmundur var leikinn af Bryan Powley, Ásdís af Susan Rickards og Glámur af Harry Hutchinson. grafa skurði um !hin nýrri hverfi bæjarins og koma jarð- símalínunum fyrir. Þá er ráð- gert að sjálfvirka bæjarmið- stöðin 'taki til starfa á Akur- ■eyri á næsta ári.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.