Alþýðublaðið - 10.08.1947, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.08.1947, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐBÐ Sunmidagur 10. ágúst 1947 Heljarstökk Fyrir skömmu henti geðbilaður og þar að auki ölóður maður sé fram af fimm hæða húsi í Málmey í Svíþjóð, svo sem myndirnar sýna. En svo lengi hafði hann verið að undirbúa heljarstökkið uppi á þaki húss- ins, að lögreglan var komin á vettvang með segl, og féll mað- urinn á það. Hlaut hann ekki nema minni háttar meiðsli. Á efri myndinni sést m.aðurinn uppi á þakbrúninni, áður en hann henti sér fram af henni; en á þeirri neðri sést hann í fallinu. Um 1700 manns hafa skoðað Akureyrar kirkju á tæpum mánuði. 7 Frá fréttaritara Alþýðublaðs- ins á AKUREYRI Á SEYTJÁNDAHUNDR AÐ gestir hafa skoðað Akur eyrakirkju á tæpum mánuði, sem kirkjan hefur verið opin fyrir ferðamenn, og gestabók hefur legið þar frammi. Eins og áður hefur vefið get ið, hefur óvenju mikill fjöldi ferðafólks heimsótt Akureyri í sumar. Hefur ferðafólkið flest lagt leið sína upp í hina fögru kirkju bæjarins og er kirkjan opin ferðamönnum alla daga en organisti kirkj- unnar, Björgvin -Guðmunds- son, tónskáld leikur á kirkju orgelið einn klukkutíma á degi hverjum. Sóknarnefndin hefur tekið ,upp þann nýja hátt, að hafa (gestabók liggjandi frammi í forkirkjunni, og er til þess ætlazt, að þeir, sem heim- sækja kirkjuna, riti nöfn sín í bókina. Þótt langt sé frá því, að allir geri það, hafa á seytjánda hundrað manns ritað nöfn sín í gestabókina þann tæpa mánuð, sem gestabókin hefur legið frammi. Þá hefur sóknarnefndin enn fremur látið prenta leiðarvísi, ókunnugum til fræðslu og til minnngar um heimsóknina í kirkjuna, og eru í leiðarvísinum myndir af kirkjunni bæði að utan og innan. Yfirleitt gengur ferðafólk- ið um kirkjuna með prýði, en þó eru undantekningár frá því. Danakonungur sæmir Ágnar Kl. Jónsson FRIÐRIK IX. Danakon- ungur hefur sæmt Agnar KI. Jónsson, skrifstofustjóra í ut- Kaupdeilan á Bíidudal leyst í GÆR var undirritaður samningur um kaup og kjör milli verkalýðsfélagsins Vörn annarsvegar og Suður- fjarðahrepps, hraðfrystihúss ins, niðursuðuverksmiðjunn- ar og fiskimjölsverksmiðjunn ar hins vegar. Breytingar frá eldri samn- ingi eru: Grunnkaup karla í almennri vinnu hækki úr 2.40 kr. á klukkustund í 2.56; skipavinna hækki úr 2.75 í 2.85 kr. Nýr liður; út og uppskipun á kolum, salti og sementi 3.24 og kaup drengja 15 til 16 ára kr. 2.10. Grunnkaup kvenna hækki úr 1.75 í 1.92 á klukkustund, mánaðarkaup karla og kvenna hækki hlutfallslega. Smningurinn gildir í 6 mán- uði. Einn atvinnurekandinn, h.f. Maron, hefur ekki enn undirritað samninginn. Eft- irvinna greiðist með 50% og nætur og helgidagavinna 100% uppbót á dagvinnu- kaup í öllum liðum. RÚM VIKA er nú liðin síð an Trípólíbíó tók til starfa, en það hóf sýningar á ensku kvikmyndinni „Jerico“ með Paul Rohinson, negra söng- varanum fræga, síðastliðinn laugardag. Aðsókn að þessari mynd hef ur verið mjög mikil var hún sýnd á öllum sýningum til föstudags, og síðan hefur hún verið sýnd á einni sýningu á dag og hefur jafnan verið hús fyllir. Önnur myndin, sem Trí- pólibíó sýnir nefnist ,,Vér syngjum og dönsum og hóf- ust sýningar á henni síðast- liðinn föstudag. Þessar tvær myndir verða sýndar í bíóinu nú um helgina. anríkismálaráðuneytinu Kom mandörnafnbót Dannebrogs orðunnar af fyrstu gráðu, fyrir gott starf hans í þágu dansk-íslenzkrar samvinnu. Brun, sendiherra Dana af- henti Agnari Kl. Jónssyni heiðursmerki þetta í kvöld- boði er haldið var í danska sendiráðinu hér til heiðurs Kauffmann, sendherra, en Agnar starfaði með honum um skeið við sendisveit Dana í Washington. Pétur Sigurðsson: Kveðja til Víkverja. Eftirfarandi hefur blaðið verið beðið fyrir til birting- ar: HR. VÍKVERJI! Mikinn greiða gerðuð þér sjálfum yð- ur, ef þér hættuð algjörlega að minnan á áfengismál í dálk- um yðar í Morgunblaðinu, ’því að þótt slík fáránleg skrif kunni stundum að ergja okkur bindindismenn, þá hlj.óta þau þó að skaða sjálfan yður meira. Hver einasti óvitlaus maður hlýtur jafnan að sjá, hve at- hugasemdir yðar um þessi mál -eru oft fáránleg og yður til minnkunar. Tökum t. d. þá síðu'stu, sem ég hef séð. Þér eruð að minnast á bréf- merki þau, sem við Samvinnu nefnd bindindismanna höfum gefið út, án þess þó að hafa nokkru sinni séð orð um slíkt frá yður. Að þessu sinni lítur út fyrir, að þér ætlið nú að segja einhver viðurkenningar- orð um 'tiltæki okkar, en allt af skal vitleysan kóróna það. Hugsið nú vel þessa athuga- semd yðar: „Það gæti nú verið, að gár- ungarnir hentu þessu á milli sín og reyndu að teygja það eitthvað. T. d. mætti spyrja, i hvort skemmdarverkafélags- skapurinn Irgun Zwai Leumi sé óvitafélag. En hugmyndin er sem sagt alveg óvit-laus.“ Þetta er sagt, sem athuga- semd við það sem á merki okkar stóð: „Áfengið veldur óviti, en óvitið skemmdar- ver'kum og slysum.“ Haldið þér nú, að nokkur gárungi sé svo vitlaus, að hann baldi að öll skemmdar- verk séu áfengisóvitinu að kenna? Hefur nokkrunr manni dottið slíkt í hug? Hvers vegna svo þessa fráibæru at- hugasemd yðar? Veit ekki allur heimurinn, að á öllum öldum hafa alls konar skemmd arverk verið framin af ráðnum hug og með fullu viti, eíftir því, sem mönnum er vit gefið. En slíkt haggar ekki við þeirri staðreynd, að áfengið sviptir menn ráði og rænu, svo að þær fremja oft skemmdar- verk í óviti sínu. Eg held ekki að gárungar séu svo vitlausir, að þeir skilji þetta ekki. En það er athugasemd yðar, sem er óskilj anleg, nema frá einu sjónarmiði. Það er betra ekki að tala, en tala þannig. Pétur Sigurðsson. JVýju sundfötin Þa5 er ameríska kvikmynda- stjarnan Patricia Alphin, sem hér sýnir sig í nýju sundfötun- um sínum. Munið livoli. Kaupum tuskur Baldursgötu 30. Ný lúða á morgun. FISKBÚÐIN. Hafliði Bakh'msson. Hverfisgötu 123. Sími 1456. Kominn heim Lögíræðinpr eru- beðnir að koma á fund í 1. kennslu- stofu háskólans þriðjudagínn 12. ágúst kl. 8,30 e. h.. til að kveða á um þátttöku ís- lendinga í norrænu lögfræðingamóti í Kaupmannahöín 1948.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.