Alþýðublaðið - 10.08.1947, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.08.1947, Blaðsíða 6
æ nýja bio ææ gamlá bio æ Sonur refsinornarinnar (Son of Fury) Söguleg stórmynd, mikil- fengleg og spennandi. Að- alhlutverk: Tyrone Power Gene Tiemey George Sanders Roddy McDowall. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. Ævinfýri sjó- mannsins (Adventure) Amerísk stórmynd. Aðalhlutverkin leika: CLARK GABLE GREER GARSON Sýnd kl. 9. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. Ohlahoma-ræningjamir (Geittle Ann) Aðalhlutverk: James Craig Donna Reed Marjorie Walus. Sýnd kl. 3, 5 og 7. æ BÆJARBIO æ Hafnarfirði Kjamorkuógnir Afar spennandi njósnara mynd — Aðalhlutverk: William Gargan Maria Palmer sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð fyrir börn Sími 9184. í LÆKNASKÓLA (Miss Susie Slagle’s) Amerísk ástarsaga. Veronica Lake Sonny Tufts Joan Gaulfield Lillian Gish Sýnd kl. 3 og 5. æ TJARNARBIO £6 Undir merki (Under the Red Rode) Annabella Conrad Veidt Reymond Massey Ævintýri frá 17. öld. Sala aðgöngumiða hefst kl. 11. Sýningar kl. 3, 5, 7 og 9. TRIPOLI-BIO Jeriko Aðalhlutverk leikur negrasöngvarinn heims- frægi, Poul Robeson. Sýnd kl. 9. Vér syngjum og dönsum (Trill of Brazil) Amerísk dans- og söng\ra mynd. Aðalhlutverkin leika: Evelyn Keyes Keenan Wynn Ann Miller Allyn Joslyn Tito Guizar Veloz e Yolanda •i Enric Madriguera og hljómsveit hans. Sýnd kl. 5 og 7. Sími 1182. GOTT ÚR ER GÓÐ EIGN Giiðf. Gíslason Órsmiður, Laugaveg 63, Minningarspjöld Barna- spítalasjóðs Hringsins eru afgreidd í Verzlun Augustu Svendsen, Aðalstræti 12 og í Bókabúð Austurbæjar, Laugavegi 34. ALÞÝÐUBLAÐIP Sunnudagur 10. ágúst 1947 John Ferguson: MAÐURINN í MYRKRINU hljóðlausan hnífinn í stað byssu, var ekki líklegur til að skilja eftir sig nein spor um þangað komu sína, eða hver hann væri. En hann sjálfur gat ekki verið svo fyrirhyggrujusamur; og hon- um varð skyndilega óglatt, þegar hann mundi, að hann hafði skilið eftir stafinn sinn í þessu óhellaherbergi. Nei; það var áreiðanlega öruggara, að láta ekki á sér bera um tíma. Þó að staður- inn væri afskekktur, myndu blöðin samt berast þangað, og hann mundi fá að vita, hvað í þeim væri hjá henni. Enginn hafði séð þau koma þangað, og enginn þurfti að sjá hann fara inn í bústaðinn. Það hafði hún sagt. Hann var bara ánægður að fara eftir uppástungu hennar; þvi að hann langaði til að vita meira um málið og um hlut- deild þessarar stúlku í því. Fyrsta andúð hans á henni var horfin. Hún var ekki al- veg eins og hann hafði fyrst hugsað; og hvernig sem allt var, þá ætlaði hann sér að komast til botns í því. Það var mjög kalt að liggja þarna undir rökum trjánum norðan undir brekk- unni; en hann hafði legið þar, sem verra var, og það var huggun hans, að þó að janúar dagar séu hráslagalegir, þá eru þei venjulega stuttir. IV. KAFLI Hann hrökk upp við að það brast í grein og varð var við að hann var farinn að dotta af þreytu og syfju. Rétt á eftir var hendi lögð á öxl hans. ,,Komið!“ tautaði hún. „Það er óhætt núna.“ ,,Er orðið dimmt núna?“ spurði hann undrandi. „Alveg svarta nótt.“ Það var erfitt að ganga fyrst í stað, þvi að hann var stirður og dofinn af hreyf- ingarleysinu og kuldanum, og svo fór hann að verkja enn meira í höfuðið en aður af þessari áreynslu. En hún tók í handlegginn á honum og leiddi hann gegnum kjarr ið og út á veginn. Þega hún var svona nálægt honum, gat hann heyrt hana andvarpa við og við. Hvort það var af einhverri ímynd- aðri hræðslu eða óþægilegri endurminningu, gat hann ekki sagt um. Eftir svolitla stund fóru þau gegnum stórt hlið yfir veginn. „Nú,“ sagði hún, „verðum við að fara eins hart og við getum; við erum á opnu svæði hjá fyrsta húsinu.“ Af þorpi að vera, var Minnis skrítinn staður. Þeg- ar þau voru komin inn fyrir hliðið, gengu fætur þeirra á svo sléttum og jöfnum vegi, eins og liggur venjulega heim að stórum húsum. Og þegar þau fóru af veginum út á grasið, en það gerðu þau brátt, þá fann hann það var mjúkt og slétt eins og fínasta grasflöt. En það var burkna- stóð á flölinni, því að einu sinni þegar hún kom auga á eitthvað framundan, lét húr, hann leggjast niður í burkna runna, en hún hélt sjálf á- fram til að kanna hvað það væri.Kinlock gat greint þeg- ar þau nálguðust húsið á því, að þá herti hún takið á hand- legg hans og anclardráttur hennar varð örari. Svo ná- lægt honum var hún, að hann gat greint af hreyfing- um hennar, að hún var að gá í allar áttir og skyggnast út í myrkrið. Allt í kring um þau var dauðakyrrð og fóta- tak þeirra heyrðist ekki á grasinu. Af þessum ótta við að verða séður og af hinu fasta taki hennar á handlegg bans, 1 greip hann einhver ónotatil- finning, eins og óljós kvíði fyrir því, hverju hann mundi eiga eftir að mæta í þessu húsi. En áður en þessi til- finning náði tökum á honum voru þau komin að dyrunum. Þegar hún lokaði dyrun- um, setti slagbrand fyrir og andvarpaði djúpt, eins og henni létti við að vera kom- in þangað, sá hann bezt, hve kvíði hennar fyrr hafði verið mikill. Hann vissi, að hún hafði verið gripin skelfingu um að einhver kynni að sjá þau. Hún hlýtur að hafa hnigiö niður í stól strax og þau höfðu staulazt inn í herberg- ið. Kinlock, sem stóð þarna yfirgefinn og í hálfgerðum vandræðum um stund, ákvað að reyna að finna annan stól. Þeir virtust vera mjög fáir í herberginu, en loksins hitti hann á einn og dró hanh að hitanum, sem gaf honum til kynna, að það logaði eldur á arni. Því að honum hafði lít- ið hitnað á að skríða og staul- ast svona varlega, eins og þau gerðu. þar sem hann var svo kaldur orðinn og stirður eftir margra tíma hreyfing- arleysi. En það fyrsta, se mhún hafði hugsun á að gera, var eftirtektarvert. Því það fyrsta sem hún gerði, þegar hún var búin að jafna sig, var að aðgæta hið skaddaða höfuð hans. Hún leysti um- búðirnar, og þegar hún hafði klippt hárið vandlega frá sárinu og þvegið það vel þá bjó hún aftur um það á þann hátt, að það bar vott um reynslu. Af þesu dró hann þá ályktun, að þessi leyndar- dómsfulla kona hefði líklega unnið við hjúkrun á her- spítala. Þá greindi hann-það af hreyfingum hennar, að hún var byrjuð að undirbúa máltíð. ORN ELDiNG MYNDASAGA ALÞYÐUBLAÐSiNS ÖR.N: Allt í lagi! Uppreisnarsegg- irnir halda sig allir í nánd við kofana. TIL SETULIÐSSTÖÐVANNA á Lau-mi! TWITT: Ef þú reynir að beita mig brögðum og koma þér hjá að borga, þá---------- PÉTUR: Útilokað, drengur minn, ---------útilokað. CHET (Inni í koíanum): Þeir eru að hefja árásina! CYNTHIA: Skyldi Persy reynast bjargvættur okkar?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.