Alþýðublaðið - 10.08.1947, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.08.1947, Blaðsíða 3
Sunnudagur 10. ágúst 1947 ALÞÝÐUBLAÐIÐ JAFNAÐARMENN hafa ávallt talið það t-il meginein- feenna — og þá jafnframt til meginávirðinga — þjóðskipu- lags hins óhefta einkarekst- urs, að þá sé um að ræða mjög ójafna og rangláta tekju skiptingu og öryggisleysi hjá hinum vinnandi um afkomu sína. Þetta hefur komið skýrt í ljós í Bretlandi, sem verið hefur eitt meginvígi þessa þjóðskipulags. Aðeins á stríðs tímum hefur vinnuafl þjóðar innar verið notað til fulls. Það er vissulega ömurlagt, en satt samt, að einungis, meðan háð hefur verið styrjöld, hef- ur sérhver vinnandi maður getað verið þess fullviss, að þjóðfélagið hefði handa hon- um verkefni að vinna og hann gæti verið öuggur um afkomu sína og sinna. At- vinnul. hefur aUðvitað verið misjafnlega mikið, og farið dr gangi hagsveiflnanna, en síðan um aldamótin 1800 hafa góðæri og kreppur skipzt á í Bretlandi með um það bil átta ára millibili að meðal- tali, nema þegar styrjaldir hafa ruglað hagsveiflurnar í ríminu. Atvinnuleysi var sjaldan útrýmt í góðærum, og það náði auðvitað jafnan hámarki í kreppum, varð æ meira, er tímar liðu fram og var milli hinna tveggja styrj alda orðið eitt h'ið ægilegasta þjóðfélagsmein þessara tíma. í jan. 1933 voru 2,3 milljón ir karla og tæp V> milljón kvenna skráð atvinnulaus í Bretlandi, og þegar tekið er tillit til þess, að ekki koma allir til skráningar, og hins, að hinir atvinnulausu hafa fyrir fjölskyldu að sjá, hefur verið talið, að 5 milljónir manna hafi þá orðið að draga fram lífið á lítilfjörlegum at- vinnuleysisstyrk. Á tímabil- um milli hinna 2ja heims- styrjalda botnuðu að vísu lífs kjör Breta almennt mikið ejins og annarra þjóða, en engu að síður kvað snn mikið að óhæfilegri fátækt. Ýmsar opinberar rannsóknir, sem síofnað var til, leiddu í Ijós, að milli 1/10 og 1/3 af verka mannafjölskyldum höfðu ekki nægilegar tekjur til þess að eyða því í mat, föt og aðra brýnar lífsnauðsynjar, sem bráðnauðsynlegt varð að telj- ast til þess að halda fullri heilsu og kröftum, og að þetta átti einkum við urn fjölskyld ur, þar sem voru mörg börn. Sir John Boyd Orr, einn helzti næringasérfræðingur Br eta, sem nú er aðalforstjóri matvæla- og landbúnaðar- stofnunar Sameinuðu þjóð- anna, áætlaði 1935, að 13/á Fjórða grein Gyifa Þ. Gísfasonar: Félaasmálalöggjöf Breta milljón manna af 47 milljón- um íbúa Bretlands byggi við alvarlegan næringarskort. Fátæktin á rót sín að rekja til hvors tveggja, mjög ójafnr ar tekjuskiptingar og ófull- kominnar hagnýtingar fram- leiðsluskilyrða, bæði vinnu- afls, framleiðslutækja og nátt úruauðlinda. Tekjuskiptingin í Bretlandi hefur verið ægi- lega ójöfn. Af 47,3 mlljónum Breta höfðu árið 1937 40,6 milljónir árstekjur, sem voru lægri en 250 pund eða 6500 kr. á meðalfjölskyldu. 258.000 manns voru í fjölskyldum, sem höfðu milli 2000 og 10.000 pund eða 52.000 og 260.000 kr. á ári, 22.000 manns í fjölskyldUm, sem höfðu meira en 10.000 und éða 260.000 kr. á’ ári og 300 manns voru í fjölskyldum, sem höfðu meira en 100.00 pund eða ,6 milljónir króna í tekjur á ári. Einn tvö þúsund asti hluti þjóðarinnar hafði einn tuttugasta og fimmta hluta þjóðarteknanna, e,inn tvöhundraðasti einn tíunda hluta þsirra og einn tuttug- asti næstum einn þriðja. Eignaskiptingin var þó enn miklu ójafnari. Bersónulegar eignir voru 1937 taldar 21.000 milljónir punda, og áttu 5000 manns 10% af þessum eign- um.Einn tvöhundraðasti hluti þjóðarinnar átti 40% og einn fertugasti hvorki meira né minna en tvo þriðju hluta af þjóðareigninni. Fram að hinni síðari styrjöld virtist svo sem ekki væri mikil tilhneig- ing til verulegs aukins jafn- aðar í tekju eða eignaskipt- ingu, þótt skattalöggjöf/per- sónufrádráttur og stighækk- un á beinna skatta) og trygg- ingar hefðu að vísu allmikil áhrif í þá átt að draga úr af- leiðingum þessa ójafnaðar, en tölfræðingar hafa áætlað, að hinar tekjulægri stéttir hafi með óbeinum sköttum greitt fyrir nær alla þá þjónustu, sem ríkisvaldið lét þeim í té. Stríðið hafði hins vegar stór- felld áhrif til aukins jafnað- ar. Það, sem jafnaðarmenn telja ranglátast við hina ó- jöfnu tekjuskiptingu, er, að hversu litlu leyti hæð tekn- anna er háð afköstum og nyt- semi vinnunnar og að hægt skuli vera að hafa stórtekjur án nokkurrar vi'nnu, én mjög rnikið af hæstu tekjunum á í Örfirisey er opin frá kl. 8 árd. Skoíbakkinn er opinn frá klukkan 2 e. hád. Aðgangur ókeypis fyrir börn 9 ára og yngri. liisað frá kl. 19 í kvöld Sjómannadagsráðið. einmitt ekki rót sína að rekja til vinnu, heldur eigna eða ýmiss konar aðstöðu, sem menn. hafa jafnvel tekið að erfðum, eða a. m. k. ekki til jafn verðmætrar vinnu og svarar til hæða teknanna. Jafnaðarmenn gera sér ljóst, að úr þessu verður ekki bætt til fullnustu nema með breyt- ingum á sjálfu hagkerfinu, en þótt ekki sé unnt að koma til leiðar svo gagngerðum breyt- ingum, er engu að síður hægt að draga mjög úr ójöfnuðin- um og ranglæti hans og tryggja öllum tilteknar lág- markstekjur til þess að út- rýma brýnni fátækt. Jafn- framt er hægt að tryggja öll- um stöðuga atvinnu, og er það ekki síður þýðingarmik- ið til útrýmingar á eymd og skorti. Af þessum sökum hafa jafn aðarmenn um heim allan haft löggjafarráðstafanir í félags- málum — og þá fyrst og fremst tryggingar, háan per- sónufrádrátt við skattálagn- ingu og mjög stighækkandi beina skatta — sem höfuð- mál á stefnuskrá sinni, og jafnframt ráðstafanir, er mið uðu að áætlunar búskaps til þess að hægt sé að tryggja öll um atvinnu og gera atvinnu- leysi útlægt. Þessum ráðstöf- unum hefur verið stefnt til höfuðs örbirgðinni og fátækt inni. Þær eru vissulega ekki ,,kák“, þótt þær hafi verið nefndar slíkum nöfnum af þeim, sem telja þýðingar- meira, að hinir fátæku öðlist byltingarhugarfar en öryggi og sómasamlega lífsafkomu. Jafnaðarmönnum hefur viða um heim orðið stórkostlega ágengt í þessari baráttu, sér- staklega að því er snertir ýmsar tegundir almanna- trygginga, og þá auðvitað einkum þar, sem þeir hafa verið sterkastir og ráðið rík- isstjórnum, svo sem á Norð- urlöndum, í ýmsum samveld- islöndum Breta, fyrst og fremst Nýja Sjálandi og Ástralíu, og Þýzkalandi á dög um Weimarlýðveldisins. Bret ar höfðu og smám saman komið á hjá sér allvíðtæku tryggingakerfi, og þótt ekki hefðu þeir náð jafn langt og Ncrðurlöndin, og Nýja-Sjá- land og Ástralía. í styrjöld- inni komst hins vegar mikil hrevfing á þessi mál í Bret- landi. Arthur Greenwood, sem var einn af ráðherrum jafnaðarmanna í samsteypu- stjórninni, fól kunnum hag- fræðingi, Sir William Beve- ridge, að gera tillögur um nýtt almannatryggingakerfi fyrir Breta, og vöktu tillögur hans, sem birtar voru í árs- ,lok 1942,'fedkna athygli, ekki aðeins í Bretlandi, heldur og utan þess. Breski Alþýðu- flokkurinn hét þeim þegar í stað fullum stuðningd, en íhaldsflokkurinn hikaði nokk uð, þótt hann lýsti sig fylgj- andi auknum almannatrygg- ingum. Eftir að jafnaðrmenn unnu kosningsigur sinn 1945 og tóku við stjórnartaumun- um, var hafizt handa um flutningu nýrra og mjög víð- tækra löggjafar um almanna- tryggingar og opinbera heilsu gæzlu. Sett hafa verið þrenn ný tryggingalög, um almanna tryggingar, slystryggingar og fjölskyldubætur. Samkvæmt almannatryggingalögunum greiða allir iðgjald t.d. 4 s. 7 d. eða ca. 6 kr. á viku fyrir vinnandi karlmann) en auk þess greiða atvinurekendur og ríkissjóður í tryggingasjóð inn. Allir njóta ákveðinna og sömu hlunninda, , ef tekjur bregðast, hvcrt sem það er sökum atvinnuleysis, sjúk- dóms eða þess, að menn láti af störfum sökum elli. Ein- staklingi eru greiddir 26 s. eða ca. 34 kr. á viku, hjón- um 42 s. eða ca. 55 kr., 7 s. 6 d. eða ca. 10 kr. með fyrsta barnd og 16 s. eða ca. 21 kr. með fullorðnum á framfæri. Eru þessi hlunnindi meiri en Beveridge hafði gert ráð fyrir í tillögum sín-um.Barnsfarar- styrkur nemur 4 pundum eða 105 kr. og auk þess 36 s. eða 47 kr. á vku í 13 vikur fyrir konu, sem stunda atvinnu ut- an heimilis og 1 pund eða 26 kr. á viku í 4 viku fyrir aðrar. Ekkjur fá greiddan 36 s. eða 47 kr. í 13 vikur og síðan 33 s. 3 d. eða 43 kr. á viku með- an þær hafa fyrir barni á skólaskyldualdri að sjá. Ef ekkjan er yfir fertugt, þegar barnið kemst af skólaskyldu- aldri eða yfir fimmtugt, þög- ar maður hennar deyr, hefur verið gift í 10 ár og hefur eng in börn á framfæri, fær hún ekkjulaun, að upphæð 26 s. eða 34 kr. á viku. 12 s. eða 16 kr. eru greiddar með mun- aðarleysingjum. Greftrunarfé nemur 20 pundum eða 525 kr. Samkvæmt slysatrygginga lögunum skal í allt að sex mánuði greiða þeim, er verða fyrir slysi, 45 s. eða 59 kr. á viku — og sömu upphæð og samkvæmt almannatrygginga lögunum fyrir þá, sem hann hefur á framfæri. Að þeim tíma liðnum fær hann örorku laun samkvæmt mati á ör- orku hans, án tillits til tekna hans áður. Samkvæmt fjöl- skyldubótalögunum skal greiða öllum foreldrum, sem eiga meira en eitt barn, fjöl- skyldubætur, hvort sem þeir hafa atvinnu eða ekki, eru hraustir eða sjúkir, ungir eða gamlir. Greiddir eru 5 s. eða 6.50 á viku með hverju barni, að því fyrsta þá undanskildu, frá fæðingu og þangað til það kemst af skólaskyldualdri. Byrjað var á greiðslu þessara bóta í ágúst 1946, og síðan háfa 2,3 milljónum mæðra verið gréiddar meir en 1 •milljón púnda eða 23 milljón ir kr. á viku. Samkvæmt heilsugæzlulög unum skal stofnað til opin- berrar heilsugæslu, sem ná á til sérhvers þjóðfélagsborg- ara. Hún á að vera ókeypis fyrir þá, sem hennar njóta og kostuð af ríkissjóði úr tryggingarsjóði, sem í renna iðgjöld og tillög sveitarsjóða. sína. En heilbrigcíisstjórnin vildi ekki fallast á það sjón- armið, þar eð hún kvaðst ekki vilja stuðla að myndun tveggja flokka sjúklinga þeirra, sem greiddu fyrir læknishjálp sína og hinna, sem ekki gerðu það, og freista lækna til þess að gera upp á milli þeirra. Samhliða hinni opinberu heilsugæzlu eiga læknar að geta stundað einkalæknisstörf, jafnvel sömu læknarnir og vinna að henni. En stefna á að því að hún veíti svo góða þjónustu, að óþarfi sé að leita til einka- lækna. í því skyni á að koma á fót heilsugæzlustöðvum um allt lancíið, þar sem starfi, margir læknar, bæði almenn ir og sérfræðingar og öll hin fulkomnusíu tæki. Eftir sem áður á hver maður að velja sér heimilislækni, en starf- semi heilsugæzlustöðvanna á að auðvelda læknunum störf in, þar sem þeir geta haft samvinnu og notið sérþekk- ingar hvers annars og eiga auk þess völ á margháttuðum tækjum og fleirum en þeir gætu haft á einkalækninga- stofum. Jafnframt á svo starf semi stöðvanna að auðvelda almenning'i aðgang að hjálp- inni. Læknarnir fá sumpart föst laun og sumpart greiðslu fyrir þá þjónustu sem þeir inna af hendi. Meginregla heilsugæzlustöðvanna á einn ig að beita við skipulagndngu sjúkrahúsanna til þess að bæta þjónustu þeirra. Sér- hvert sjúkrahús getur ekki haft á að skipa sérfræðingum á öllum sviðum eða tækjum til allra aðgerða, en með því að skipa þeim saman í flokka og skipuleggja samvinnu þeirra, er þess vænzt, að hægt sé að bæta þjónustu þeirra. Allt þetta löggjafarstarf brezku jafnaðarmannastjórn arinnar í félagsmálum er hið merkasta. Það er stórsókn á hendur skorti og öryggisleysá, risavaxið átak til þess að út- rýma örbirgð og armóðd. Þeir nienn eru til, sem láta sér fremur fátt finnast um slíkar ráðstafanir eða telja a. m. k. hæpið að letra nokkru sinni kröfuria um þær á fremsta gunnfánann, af því að þær Frh. á 7. síðu Minnlngarspjðld Jóns Baldvinssonar forseta fást á eftirtöldum stöðum: Skrifstofu AlþýSuflokksins. Skrifstofu Sjómannafélags Rvíkur. Skrifst. V. K. F. Framsókn, Alþýðubrauðg., Lvg. 61 og í verzl. Valdimars Long, Hafnarfirði. Sérleyfisferðir. Til Laugarvaíns. Til Geysis. Daglegar ferðir. Til GuIIfoss og Geysis sunnudaga og fimmtu- daga. BIFRÖST, sími 1508. Ólafur Ketilsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.